Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
31
félk í
fréttum
MEGRUN
John Goodman ótt-
ast hjartasjúkdóma
Leikarinn akfeiti John Goodman, sem leikur annað
aðalhlutverkanna í hinum ægivinsælu sjón varps-
þáttum um Roseanne, hefur svarið að þegar septem-
ber rennur upp verði hann 30 til 40 kílógrömmum
léttari en í dag. Ástæðan er sú, að hin unga eigin-
kona hans, Annabeth Harzog, á von á sér í þeim
mánuði og Goodman ætlar ekki að verða hjartasjúk-
dómum að bráð á unga aldri eins og faðir hans, sem
var aðeins 35 ára er hann lést úr kransæðastíflu.
Goodman er nú 36 ára, en eiginkonan 21 árs.
Það verður ekki tekið út með sældinni, því John
er söng- og gleðimaður mikill, svelgir ókjör af bjór á
degi hverjum og borðar þann mat sem nefndur hefur
verið á íslensku skítafæði eða ,junk food“ eins og
Bandaríkjamenn kalla pylsur með öllu, hamborgara
með öllu, pítsur og þess háttar. En hann er ákveðinn
og hefur komið fyrir æfmgatækjum bæði heima fyrir
og á vinnustað, skipulagt megrunarmatseðla langt
fram í tímann og ákveðið að farga bjórnum, svona
að mestu að minnsta kosti. Eiginkonan ræður sér
ekki af kæti og segist reikna með því að eignast
Annabeth og John.
bæði nýtt barn og nýjan mann þó ekki sé hún að
kvarta undan bónda sínum.
VIÐRÆÐUR
Mazowiecki
í Lundúnum
Forsætisráðherra Póllands, Tad-
eusz Mazowiecki, hélt fýrr í
vikunni í opinbera heimsókn til
Bretlands og var myndin tekin er
hann hitti frú Margaret Thatcher
að máli í embættisbústað breska
forsætisráðherrans að Downing-
stræti 10 í Lundúnum. Þetta er í
fyrsta skipti í 48 ár að forsætisráð-
herra ríkis í Austur-Evrópu sem
ekki er félagi í kommúnistaflokki Vesturlanda við ríki Austur-Evrópu
viðkomandi lands sækir breska en Pólveijar eru skuldugastir allra
ráðamenn heim. Viðræðurnar sner- þeirra þjóða sem hafnað hafa
ust einkum um efnahagsaðstoð kommúnismanum.
NAUTAAT
Boli vann eina lotu
Nautaat þykir yfirleitt heldur
ójafn leikur sem oftast end
ar með niðurlægingu nautsins og
áhorfendur klappa þá nautabön-
um lof í lófa fyrir vasklega fram-
göngu. Dæmin sanna þó að naut-
in geta stundum gert nautabönum
skráveifu þótt með því vinni þau
yfirleitt aðeins orrustu en ekki
stríðið sjálft. Meðfylgjandi mynd
er frá slíkri uppákomu og and-
stæðingar nautaats elska þær
þótt þær hrökkvi skammt og
bjargi bolunum ekki frá dauða í
hringnum. í því tilviki sem hér
sést fór þó betur en á horfðist og
merkilegt nokk slapp nautabaninn
með skrekkinn, en brækur hans
verða vart dregnar á mannsbúk
framar. Boli var síðan veginn
síðar af varamanni nautabanans.
TON SNILLIN GUR
A tónleikum
Rostropovítsj
Sovéski sellósnillingurinn og
hljómsveitarstjórinn Msíslav
Rostropovítsj sneri aftur til Sov-
étríkjanna um síðustu helgi en hann
hefur dvalist í útlegð undanfarin
16 ár. Rostropovítsj og eiginkona
hans, hin heimskunna söngkona
Galina, sem hefur ritað ævisögu
sína og hlotið mikið lof fyrir, voru
svipt öllum borgaralegum réttind-
um árið 1974 auk þess sem honum
var vikið úr félagi sovéskra tónlist-
armanna. í síðasta mánuði ákváðu
sovéskir ráðamenn að fá
Rostropovítsj-hjónunum fullan
borgararétt á ný um leið og honum
var boðið að halda tónleika í
Moskvu. Myndin vartekin átónleik-
unum en þá sóttu bæði sovésk og
erlend fyrirmenni. Á myndinni
klappa þær Raísa Maxímovna Gorb-
atsjova, eiginkona Míkhaíls S.
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Soffía
Spánardrottning Rostropovítsj lof í
lofa fyrir snilldarleik hans
Dags. 16.02.1990
A
NR. 114
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507
4507
®4507
4507
4548
< 4548
4548
4200
4300
4400
4500
9000
9000
9000
0002
0007
0001
0010
0023
0027
0028
9009
4376
7234
3074
4376
8186
0984
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.