Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 30
MORÓUNBLÍA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fP* Innsæi og sjálfsagi færa þér ávinning í dag. Sumir fá fjár- hagsstuðning vegna verkefnis sem þeir vinna að. Notaðu tæki- færi sem þér býðst. Naut (20. apríl - 20. maí) Hjón eru upptekin við að gera framtíðaráætlanir. 1 dag er hagstætt að skrifa undir samn- inga. Þú sérð atburð úr fortf- ðinni í nýju ljósi. Vertu með vinum þínum í kvöld. Tvíburar (21. maf - 20. júní) Þú ert sérstaklega drífandi í dag og afköstin eru eftir því. Það gleður þig að ljúka mikil- vægu verkefni farsæilega. Þú vinnur áfram af fullum krafti. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Rómantíkin á að hafa forgang í dag. Hjónum vinnst vel sam- an. Þið gerið mikilvæga áætlun sem varðar bamið ykkar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sumir taka verkefni með sér heim úr vinnunni. Aðrir vinna að einhveiju sem gera þarf heima við. Þeir sem vinna sjálf- stætt fá nóg að starfa. Meyja (23. ágúst - 22. september) Skapandi einstaklingar gætu ekki hitt á betri dag til að koma einhveiju bitastæðu í verk. Ferðalög, ævintýri og rómantík era á næsta leiti. Vog (23. sept. - 22. október) Einbeittu þér að því sem þú átt ógert heima við. Byijaðu á nauðsynlegum viðgerðum og endurbótum. Það er hagstætt að versla núna. Þú kannt að fara með peninga. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur hugrekki til að fara eigin teiðir og sköpunargáfu og tjáningarhæfileika til að koma hugmyndum þínum á framfæri. Láttu reyna á frumkvæði þitt. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú færð góða ábendingu í fjár- málum. I dag er hagstætt að ljúka þeim verkum sem lent hafa í undandrætti. Gamalt verkefni öðlast nýtt líf. Skipu- lagshæfileikar þínir njóta sfn til fullnustu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefðir óhemjugott af þvi að taka þátt í hópstarfi núna. Farðu á stjá og líttu í kringum þig. Leiðtogahæfileikar þínir koma þér vel. Hittu gamla vini í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú nýtur góðs af því sem er að gerast á bak við tjöldin. Þó að það sé ekkert sérstaklega hátt á þér risið núna tekurðu óumdeilanlega framforum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú færð nýja sýn á trúarleg eða heimspekileg efni í dag. Heim- sæktu vini sem búa í íjarlægð. Einhver ræður þér heiít. AFMÆLISBARNIÐ hefur mik- inn áhuga á þjóðfélaginu og vandamálum þess. Það getur orðið virtur þjóðfélagsrýnir eða -ráðgjafi. Ræðumennska lætur því vel og það hefur oft hæfi- leika til ritstarfa. Áhugi þess á öðra fólki getur laðað það til opinberra þjónustustarfa og það yrði góður kennari eða sál- fræðingur. Það ætti ef til vill að vera opnara í persónulegum samskiptum. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. r\VD/vi cmc UYKAuLtlUo GRETTIR TOMMI OG JENNI SMAFOLK 5HE 5AIP U'5 INEXCU5ABLE T0 BE 5IX WEEK5 LATE UJITH A'THANK VOU" N0TE —1 I PIPN TTHINK 5IX UJEEK5 UJA5THATL0N6 TO A 6RANPM0THER. Hún segir að það sé óafsakanlegt að vera sex vikum of seinn að skrifa þakkarbréf. Ég hélt ekki að ömmum þætti sex vikur langur tími. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Slíkt tækifæri fá menn ekki nema einu sinni á ferlinum. Sá sem hefði unnið þetta spil hefði getað dregið sig í hlé með sóma.“ Agnar Jörgenson keppnisstjóri hafði sest niður eitt augnablik og fylgst með hálfu spili í sveita- keppnisleik hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G4 ¥G94 ♦ ÁK865 Vestur + DG6 Austur ♦ 7653 ♦ D102 VKD5 V76 ♦ G93 ♦ 1074 ♦ Á109 Suður * K8732 ♦ ÁK98 ¥ Á10832 ♦ D2 + 54 Vestur Norður Austur Suður — — — 2 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Útspil: laufás. Opnun suðurs var Flannery, sýndi 5-4 í hjarta og spaða. Austur kallaði í laufi, vestur spilaði litnum áfram. Austur drap á kóng og spilaði enn laufi. Á þessu andartaki var Agnar kvaddur að öðru borði, svo hann sá ekki úrvinnslu sagnhafa. En hún byggðist á þeirri augljósu áætlun að tvísvína í trompinu. Þar eð vestur lá með hjónin fyr- ir aftan var samningurinn von- laus frá'upphafi, héldu menn. En Agnar hafði komið auga á skemmtilega leið: suður TROMPAR þriðja laufið og spil- ar spaða þrisvar og stingur í blindum. Síðan spilar hann tígli og TROMPAR þann þriðja. Af- greiðir síðasta spaðann með trompun í borði og LEGGUR UPP (og hættir að spila brids, enda toppnum náð). Innkast í tromplitnum, þar sem undirbúningurinn fólst í því að trompa af sér tvo fríslagi!! Vissulega glæsilegt, en er nokk- urt vit í að velja þessa leið? „Hvers vegna spilar vestur út laufás?" spyr Agnar. „Með útspilinu auglýsir hann tvo varn- arslagi á tromp!“ Það var gott að spilið tapaðist á báðum borðum, því við megum ekki við að missa þungavigtar- menn úr bridslífinu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Groningen í Hollandi um áramótin kom þessi staða upp í skák tveggja ungra og efnilegra skákmanna. Sænski stórmeistarinn Ferdinand Hell- ers (2.525) hafði hvítt, en hol- lenski alþjóðameistarinn J. Brenninkmeijer (2.475), hafði svart og átti leik. 23. — Hxe4!, 24. dxe4 — g5, 25. Dg3 - Rxe4, 26. Df3 - Dxf2+, 27. Dxf2 - Rxf2, 28. Kxf2 - Hc8 (Með fléttunni hefur svartur unnið peð og komist út í léttunnið hróksendatafl) 29. Hdl — Hc2+, 30. Kf3 - Hxb2, 31. Hxd6 - Hxa2 og hvítur gafst skömmu síðar upp. Úrslit mótsins komu talsvert á óvart, sigurvegari annað árið í röð varð ástralski stórmeist- arinn Ian Rogers sem hlaut 6‘A v. af 9 mögulegum, en næstur varð Indveijinn Anand með 5'/z v. Þeir Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistari, Azmaparashvili og Hollendingarnir Piket og Brenn- inkmeijer urðu í 3.-6. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.