Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 34
MOKGVNKLAPli) FÖSTUDAGUR 16. KKHUÚAK 199P ; 34 SIMI 18936 LAUGAVEGI 94 STRÍÐSÓGNIR ★ ★ DV MICHAEL J. FOX OG SEAN PENN í NÝJUSTU MYND BRIANS DePALMA MORÐ ER ALLTAÍ MORÐ, JATNVEL í STRÍÐI. ÓGNIR VÍETNAM- STRÍÐSINS ERU f ALGLEYMINGI f ÞESSARI ÁHRIFAMIRLU OG VEL GERÐU MYND SNILLINGSINS BRIANS DePALMA. FYRIRLIÐI FÁMENNS HÓPS BANDARÍSKRA HERMANNA TEKUR TIL SINNA RÁÐA ÞEGAR FÉLAGI HANS ER DREPINN AE SKÆRULIÐUM VÍETKONG. LEIKSTÓRI ER BRIAN DePALMA. Sýnd kl. 5,7,9 óg 11.05. — Bönnuð innan 16 ára. B I Ó L I N A N Hringdu og láöu umsögn um myndina. ERUMSÝNIR: BOÐBERIDAUÐANS HÖRKU SAKAMÁLAMYND, ÞAR SEM BLAÐA- MAÐUR, SEM ER AÐ KYNNA SÉR HROÐALEG MORÐ Á MORMÓNAFJÖLSKYLDU, VERÐUR OF ÞEFVIS OG NEYÐIST TIL AÐ TAKA MÁLH) AL- FARIÐ f SÍNAR HENDUR. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Trish Van Devere, Laurence Luckinbill, Daniel Benzau. Sýnd kl. 5, 9 og 11. — Bönnuð innan 16 ára. FJOLSKYLDUNNAR Sýnd kl. 5 og 7. SVARTREGN Sýndkl. 9,11.10. Bönnuð innan 16 ára. HEIMKOMAN Sýnd kl. 7. HASKOLABIO HEFUR TEKIÐ I NOTKUN NÝAN OG EINN GLÆSILEGSTA BÍOSAL LANDSINS MEÐ FULLKOMNASTA BÚNAÐI! Þú svalar lestrarþörf dagsins 4 ásíöuiii Moggansj Sýnd kl.7.10. 7. sýningarmánuður. MAGNÚS SKOLLALEIKUR SAMVISKA í STRÍÐI Fox og Penn í Stríðsógnum; ein af bestu Víetnammynd- unum. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stríðsógnir („Casualties of War“). Sýnd í Stjörnubiói. Lciksijóri: Brian De Palma. Handrit: David Rabe. Fram- leiðandi: Art Linson. Tón- list: Ennio Morricone. Aðal- hlutverk: Michael J. Fox og Sean Penn. Stríðsógnir, nýjasta mynd Brians De Palma (Hinir vammlausu), gerist í Víet- namstríðinu og segir frá sann- sögulegum atburðum er gerð- ust árið 1966 þegar fimm bandarískir hermenn í könn- unarieiðangri rændu víet- namískri stúlku, nauðguðu og myrtu. Einn í hópnum, Eriks- son, sem leikinn er af Michael J. Fox í myndinni, tók ekki þátt í ódæðinu og gerði mátt- vana tilraunir til að bjarga henni en þegar flokkurinn snéri aftur til aðalstöðvanna kærði hann hermennina þrátt fyrir þrýsting um að láta kyrrt liggja og þeir voru leiddir fyr- ir herrétt. Eriksson-nafnið er tilbúningur — fékk nýtt nafn og býr enn í felum af ótta við hefndaraðgerðir félaga sinna. Myndin er einkar vel upp- byggð en gott handrit ieikrita- skáldsins David Rabe, sem þyggir á frásögn Eriksdons eins og hún var rakin í banda- ríska vikuritinu „The New Yorker" árið 1969, ku halda sig mjög fast við lýsingu hans. Sagan í myndinni er rakin í endurliti en hún hefst átta árum eftir atburðinn þar sem Eriksson situr í sporvagni og lætur hugann reika, greini- lega enn þjakaður af fortí- ðinni, en austurlensk stúlka í vagninum kveikir í honum minningamar úr stríðinu. De Palma einangrar frá- sögnina algerlega við hinn hrottalega atburð, ránið, nauðgunina, morðið og eftir- málann en speglar í honum m.a. siðferðilegar spurningar um stríð og hegðun í stríði og má vel skipta myndinni í kafla eftir þeim. Megininntak þeirra vangaveltna liggur í orðræðu Erikssons þegar hann segir að bara vegna þess að hver dagur gæti verið sá síðasti í lífi hermannsins geti hann leyft sér allt sem hann vill. En ætti það ekki einmitt að vera öfugt, einmitt vegna þess að dauðinn liggur handan við homið ætti her- maðurinn að gæta enn frekar að hvað hann gerir. Líkt og í „Platoon“ er bar- áttan sumsé ekki við óvininn heldur innan hersins, á meðal hermánnanna og birtist í átökum góðs og ills þar sem Eriksson er fulltrúi hins fyrr- nefnda en liðþjáfi hans, Mes- erve, leikinn af Sean Penn, stendur fyrir hið síðarnefnda. En hvað er það sem fær menn tii að haga sér eins og skepnur í stríði? Meserve er aðeins 20 ára en fyrirmyndar- hermaður, maður sem flokk- urinn treystir algerlega á og lítur upp til, og maður sem bjargar lífí Eriksson tvisvar þegar Eriksson fellur niður í leynigöng óvinarins sem De Palma myndar með augum moldvörpunnar þegar hann fer frá yfirborðinu og undir jörðina í sama skotinu. En þegar besti vinur Meserve er skotinn í þorpi sem talið er vinveitt — De Palma myndar það með tvískipum fókus þar sem íbúamir koma óvininum í felur öðru megin á tjaldinu en Eriksson horfir á fallinn félaga sinn hinu megin og sýnir samtímis blekkinguna og örvæntinguna sem hún skapar — brestur eitthvað innra með Meserve, hann ASTRALÍA: „Meiriháttar grínmynd" SONDAY HERALD FRAKKLAND: „Tveir tímar af hreinni ánægju" ELLE ÞÝSKALAND ' „Grínmynd j ársins" VOLKSBLATT BERLIN BRETLAND „Hlýjasta og sniðugasta grínmyndin í fleiri ár" SUNDAY TELEGRAM SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 ★ ★★★ AI Mbl. - ★★★★ AI Mbl. ★ ★ ★1A HK. DV. - ★★★!/i HK. DV. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. MOÐIRAKÆRÐ TURIMER OG HOOCH ★ ★★ P.Á.DV. Sýnd kl. 7 og 11. BEKKJARFÉLAGIÐ FRUMSÝNIR GRÍNMYND ÁRSINS: ÞEGAR HARRY HITTISALLY Dýrkuð í öllum heimsáltum „WHEN HARRY MET SALLY" ER TOPPGRlN- myimd, sem dýrkuð er um allan HEIM I DAG, ENDA ER HÉR Á FERÐINNI MYND, SEM SLEGIÐ HEFUR ÖLL AÐSÓKNARMET, M.A. VAR HÚN f FYRSTA SÆTI f LONDON f 5 VIKUR. ÞAU BILLY CRYSTAL OG MEG RYÁN SÝNA HÉR ÓTRÚLEGA GÓÐA TAKTA OG ERU í SANN- KÖLLUÐU BANASTUÐI. „WHEN HARRT MET SALLY" GRÍNMYND ÁRSINS 1990! Aðalhlutverk: Billy Crystal, Meg Ryan, Carrie Fisher, Bruno Kirby. — Leikstjóri: Rob Reiner. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. verður annar maður og ákveð- ur að þegar þeir fara í næsta könnunarleiðangur ræni þeir stúlku úr þorpinu og gamni sér á leiðinni. Þá tekur við önnur spurn- ing en hún er um vanmátt þess sem vill bjarga fórnar- lambinu en er ófær um það. Hvað getur sá eini í hópnum sem hefur ógeð á því sem fram fer gert til bjargar stúlk- unni? Eriksson stígur skrefíð aldrei til fulls af ótta við fé- laga sína,'sem hafa í hótun- um, og síðar af ótta við að vera talinn liðhlaupi en van- máttug kvöl hans og ráðleysi er algert og hann kvelst þaðan í frá. Þar eru bestu stundir Michael J. Fox á hvíta tjaidinu til þessa. Og loks er það spurningin um þann sem kjaftar frá fé- lögum sínum. Eriksson, yfir- kominn af því sem gerðist, segir öllum frá sem heyra vilja en enginn vill heyra það. Hann hefur réttlætið sín meg- in en hann fær að finna að þess leitar enginn í stríði og Eriksson verður fyrir aðkasti jafnt félaga sinna sem yfír- manna. Loks endar myndin þar sem hún hófst í sporvagninum og De Palma veitir Eriksson lausn í lipru atriði sem þó virkar ekki sannfærandi. En það er þá eini veiki bletturinn í stórkostlegri bíómynd. Hún stendur öðrum ásæknum og sjálfsgagnrýnum myndum um Víetnamstríðið — það er eins og ekkert annað stríð hafí verið háð á öldinni — síst að baki. Hún gleymist ekki svo auðveldlega og hrollvekjandi ónotakenndin sem gagntekur mann eftir lokamínútumar í lífi stúlkunnar hverfur ekki svo glatt. Hafi De Palma ætl- að að hreyfa við samvisku áhorfenda hefur honum sann- arlega tekist það. Stríðsógnir er í hópi með bestu Víetnam- myndunum og bestu myndum De Palma. Leikurinn er með eindæm- um góður og standa þar Fox og Penn uppúr. Fox leikur á lágstemmdum nótum vantrúa áhorfandans að óhugnaðinum sem breytist í beiskjufullan og reiðan krossfara réttlætis en Penn er sjálfstraustið upp- málað, hatursfull og sam- viskulaus ótémja sem finnst stríðið gefa sér rétt til að haga sér eftir vild. Aðeins þetta að lokum: Ekki missa af Stríðsógnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.