Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBI+AÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRUAR 1990 28 Dr. Einar B. Ólafs ■ son - Kveðjuorð Fæddur 14. mars 1950 Dáinn 18. janúar 1990 Það er svo mismunandi hvemig við lifum lífinu. Sumir lifa hratt og ákaft, aðrir virðast silast gegn um lífið. Sumir taka hveiju því sem að höndum ber, aðrir vilja vita um samband orsaka og afleiðinga. Vin- ur minn, Einar B. Ólafsson, naut lífsins, þótti það dýrðlegt og ég ætla að hann hafí elskað hveija stund. En það var Einari ekki nóg. Hann vildi vita hvað í lífinu bjó og kynnast því jafnvel í sínum smæstu myndum. Kynni okkar Einars ná yfir rúm- an áratug. Við kynntumst erlendis og allar okkar samverustundir hafa verið utan íslands, ef frá er talin ein kvöldstund að við mæltum okk- ur mót í Reykjavík til að sinna sam- eiginlegu frístundagamni, því hinu sama og leiddi til kynna okkar og við stunduðum saman um árabil. Það var að haustið árið 1976 að ég tók að stunda bridskvöld íslend- ingafélagsins í Lundi. Það var ekki ýkja stór hópur, sem stundaði þau, þetta 12-20 manns, en hann var samheldinn. | þessum hópi vöktu þeir feðgar, Ólafur og Einar, fljótt athygli nýkominna. Þótt orðaval þeirra og raust væri stundum eins og hjá hjónum, sem ættu að gera allt annað saman í lífinu en spila, þá leyndi sér ekki ástúð föðurins og limhyggjusemi sonarins. í fram- haldi af þessum kynnum urðum við Ólafur samfylgdarmenn til spilanna enda nágrannar, en Einar átti um þveran bæ að sækja. Fljótlega fluttu foreldrar Einars til íslands. Þegar almennur bridsáhugi íslendinga í Lundi dofnaði flutti fámennari hóp- ur sig sumpart inn á heimilin, sum- part inn í sænsk bridsfélög. Ég kom fýrst á heimili Einars til að spila og þá kynntist ég konu hans, Evu, og dótturinni, Kristínu. í fyrstu heimsókninni var mikið um að vera hjá dótturinni. Hún var orðin skóla- stúlka, þótt líklega hafi það verið í forskóla, tók það hlutverk sitt af fýllstu alvöru og botnaði lítið í áhyggjuleysi karlanna varðandi vandamál lífsins. í nokkur ár spiluðum við Einar saman, helst vikulega. Þó fór svo að æ erfiðara varð að samræma tíma og aðstæður. Ég var þá kom- inn í vinnu í öðru sveitarfélagi og rannsóknir Einars leiddu til þess að hann var langdvölum að heiman. Ég er ekki fróður maður um ættir og uppruna Einars. Hitt veit ég að hann flutti frá íslandi með foreldrum sínum. Þó stundaði Einar hér menntaskólanám og minntist oft með glettni þeirra vetra hér enda þótt þær minningar væru flestu öðru tengdar en bóknámi. Einar stundaði nám í sjávarlíf- fræði við Háskólann í Lundi og hygg ég að þar hafi hann verið í essinu sínu, að minnsta kosti ef dæma má eftir þeim móttökum sem ég naut hjá honum í rannsóknar- stöðinni í Falsterbo. Rannsóknir hans voru tengdar lífinu rétt utan strandar, forðabúrinu, sem við eig- um þar, og þeim ofsóknum sem við beitum gegn þessu lífi af fákunn- áttu og kæruleysi. Einar náði langt í rannsóknum sínum á mælikvarða okkar venju- legra. Hann lauk doktorsprófi og hélt síðan áfram rannsóknum. Síðar hittumst við í fyrrasumar í Lundi í einhverri þeirri mestu hellirigningu, sem ég man. Ég sagði frá lífsbar- áttunni á Islandi, hann frá rann- sóknarverkefni sínu í Bandaríkjun- um. Báðir vorum við í heimsókn á gömlum heimaslóðum, ég til að riíja upp, Einar að nokkru til að gera upp. Ég spurði bæði í gamni ög alvöru, hvort ekki væri kominn tími til að hann flytti til íslands, orðinn einbúi og Kristín, stóra stúlkan, fullorðin kona. „Útvegaðu mér vinnu við hæfi,“ var svarið, „þá gæti það orðið eftir nokkur ár..“ Það er ekki liðið nema hálft ár, ég hef enga vinnu að bjóða, en Einar er kominn heim og í annan heim. Ég votta dóttur hans, móður og öðrum ástvinum innilega samúð mína. Ólafur, faðir Einars, lést fyr- ir tæpu ári. Aftur er höggvið í sama knérunn, Einar lést af slysförum 18. janúar sl. Cecil Haraldsson Einar B. Ólafsson vistfræðingur fórst 18. janúar 1990 í Banda- ríkjunum. Éinar vann ásamt starfs- bróður sínum að gagnasöfnun í sambandi við rannsóknarstörf í Morhead City í Norður-Karólínu- fylki, er báti þeirra hlekktist á. Samstarfsmanni Einars varð bjarg- að aðframkomnum, en honum ekki. Einar Benedikt fæddist í Reykjavík 14. mars 1950. Hann var næstelstur fímm barna hjónanna Ásdísar Kristjánsdóttur og Ólafs Hauks Ólafssonar læknis. Einar byijaði menntaskólanám í Reykjavík en lauk því í Lundi í Svíþjóð, þar sem hann hóf einnig háskólanám og lauk síðar kandíd- atsprófí. Hugur Einars beindist snemma að vistfræði í sjó, og grundvallar- þekkingar fyrir rannsóknir á því sviði aflaði hann sér við Institutt for marinbiologi í Bergen, en þar var hann við framhaldsnám í hálft annað ár áður en hann byijaði dokt- orsnám í Lundi 1980. Einar varði doktorsritgerð sína „Dynamics in deposit-feeding and suspension- feeding populations of the bivalve Macoma balthica: an experimental study“ við stórgóðan róm vorið 1988. í verkinu rannsakaði Einar hversu traustar vissar kenningar væru um sveiflur í stofnstærð. Að- alinntakið í kenningum þessum var að hryggleysingjar í sjó, sem nær- ast á fæðu í og á botni, eru háðir þéttleika í ríkari mæli en einstakl- ingar sem nærast á fæðu sem síast úr sjónum. Kenning þessi var lögð fram 1972, en það var ekki fyrr en Einar hóf tilraunir sínar sem unnt var að sannreyna kenninguna. Rannsóknir Einars vörpuðu nýju ljósi á veigamikla þætti í kenning- um um stofnsveiflur hjá hryggleys- ingjum í sjó. í þessu sambandi skal þess getið að rannsóknahópur á sviði Einars var ekki til í Lundi. Hann hafði þannig úr litlu að spila og varð einn síns liðs að þróa nýjar aðferðir og útbúnað til rannsókna sinna. Þess má einnig geta að höf- undur kenninga þeirra, sem Einar vildi reyna, taldi að ekki væri unnt að framkvæma rannsóknimar við þær aðstæður sem Einar hafði. Það ber áræði Einars og framtakssemi gott vitni að hann lét þetta ekki aftra sér. Það álit sem Einar hafði áunnið sér kom meðal annars fram í því að norrænn sjávarlíffræðingur fékk sérstaka styrkveitingu til að koma í læri til Einars árið 1987 og að hann var, þegar hann lést, að leggja síðustu hönd á tvær yfirlits- greinar sem hann hafði verið beðinn um að rita í þekkt vísindarit. Doktorsverkefnið vann Einar í Lundi en svæðistilraunir verkefnis- ins gerði hann í sjónum við Falst- erbo á Skáni. Einar sótti svæðistil- raunirnar fast og oftar en einu sinni Sigríður G. Krístjáns- dóttir — Minning Fædd 6. janúar 1922 Dáin 6. febrúar 1990 Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um [ fari hans, getur verið þér ljósara í Qarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér Qallið best af sléttunni. (Spámaðurinn) Brotið úr þessu líbanska ljóði er mér efst í huga þegar ég minnist minnar góðu vinkonu og frænku, Sigríðar (Lillýjar). Mynd hennar mun ávallt rísa sem klettur úr hafí minninganna, þessi kona sem öllum vildi vel. Hún átti svo stóran, hlýjan faðm, sem umvafði allt ungviði og mjúka hönd sem klappaði öldnum á vangann og bað þeim blessunar Guðs. Ung að árum kynntist hún alvöru lífsins er hún missti föður sinn. En hún fékk gott uppeldi á menningar- heimili og bar hún þess merki alla tíð með fallegri og ljúfmannlegri framkomu sinni. Hún lagði aldrei illt til nokkurrar manneskju. Lillý hlaut góðar gáfur í vöggu- gjöf, en umfram allt var það mann- kærleikurinn sem einkenndi líf hennar. Hér mæli ég af eigin reynslu. Ég vil ekki halla á nokkurn mann en enginn var mér og mínum drengjum betri þegar ég missti manninn minn fyrir tuttugu og fimm árum. Það hefur aldrei liðið svo aðfangadagur síðan að hún og hennar góði maður, Dagbjartur, hafi ekki komið á heimili mitt fær- andi hendi. Það voru ekki alltaf mörg orð sögð, en það var hlýjan og kærleik- urinn, sem þau báru með sér til mín og allra þeirra er þau veittu úr nægtabrunni hjarta síns. Höfundur lífsins gaf henni góðar gjafir, yndislegan, traustan mann og tvö góð börn. Hún þurfti að sjá á bak syni sínum í blóma lífsins, en sterk trú hennar hjálpaði henni og þeim hjónum að milda harminn. Það er von mín að þau hittist aftur á landi lifenda þar sem sólin hnígur aldrei til viðar. Dóttir hennar giftist ung og flutti til Ástralíu þar sem hún á góðan mann og tvö lítil böm, sem voru augasteinar Lillýjar. Henni auðnað- ist að heimsækja þau um langan veg og eiga með þeim yndisstundir. Nú hefur Björk dóttir hennar komið heim til að kveðja hana og standa við hlið síns elskaða föður í hans þungu sorg. Kæri Daggi, Björk, Reynir, Erika, Garry og Hanna, megi góður Guð gefa ykkur styrk og þerra tregatárin og hækk- andi sól veita birtu í sálir ykkar. Og að lokum vil ég koma á fram- færi hjartans þökkum til Lillýjar frá mér og mínum drengjum, sérstak- lega þeim, sem dvaldist oft lang- tímum saman á heimili þeirra Dagga. Við hittumst hinum megin. Minn- ing hennar lifi. Anna Margrét Það varð dimmt í mínum ranni þegar ég frétti andlát kærrar vin- konu, Sigríðar Guðrúnar Kristjáns- dóttur. Elsku Lillý mín er flutt úr vinahópnum sem var henni svo kær. Minningarnar hrönnuðust upp. Okkar síðasta samtal var 4. febrúar um kvöldmatarleytið. Síminn hringdi og rödd hennar elsku Lillýj- ar hljómaði í eyrum mér. Ég heyrði strax að henni leið ekki vel. Þegar ég spurði um líðan hennar, þá svar- aði hún: „Allt tekur sinn tíma, þetta lagast". Hún bar alltaf sjúkdóm sinn eins og hetja og vonin til bata alitaf í fyrirrúmi. Oft töluðum við daglega saman í síma, og þá var efst á baugi að tala um æskustöðv- arnar og minningarnar frá æsku- dögum okkar í Grunnavík voru ógleymanlegar. Hugur Lillýjar beindist alltaf að hjúkrun og vann hún alltaf með gleði að þeim málefnum. Eftir að hún kom til Reykjavíkur sótti hún um starf á Farsóttarhúsinu, undir stjórn Maríu Maack. Síðan starfaði hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Lillý var virt og dáð af samstarfs- fólki og elskuð af sjúklingum sínum. Aldrei mátti hún auman vita svo að hún væri ekki viðbúin að veita hjálp þeim sjúka og hjálparþurfi aðila sem til hennar leitaði. Hún gaf mikið af sjálfri sér í hjálpar- starfi sínu, hún hafði mikinn styrk til að miðla af og hún gaf ró og frið í hjarta þeirra sem erfitt áttu. Lillý var sköpuð til hjúkrunar- starfa, sjálf hafði ég reynslu af aðhlynningu hennar og fyrirbæn- um, því hún hafði sterka Guðstrú. Öllum þeim sem komu inn á heim- ili þeirra hjóna, hennar og eftirlif- andi eiginmanns hennar, Dagbjarts, fannst sem þeir væru að koma í föðurhús. Öllum var tekið með gleði og fögnuði sem þangað komu og margir voru það sem nutu gleði og hamingjustunda heima á Kapla- skjólsvegi 61. Ég þakka elsku Lillý alla vinátt- una, tryggðina, umhyggjuna og ástúðina í minn garð. Það er sú vinátta sem aldrei gleymist. Elsku Daggi, Björk, barnabörn, ættingjar og vinir, Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykkar nú og um ókomin ár. Drottinn gefur dánum ró — en hinum líkn sem lifa. Guð blessi minningu Lillýjar. Þökk fyrir allt og allt. Guðrún Hansdóttir Hún var dóttir hjónanna Elínar Sigurðardóttur og Kristjáns Jó- hannessonar, sem bjuggu á ísafírði. Faðir hennar drukknaði 1924, er Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Sálarrannsóknafélag íslands. komst hann í krappan dans við köfun þegar veður spilltist skyndi- lega, enda var það hans háttur að taka tómlega latningarorðum og dáðleysi var honum lítt að skapi. í Einari var sterkur húmanískur þáttur, hann hafði mikið yndi af bundnu máli, sögu og heimspeki. íslenskur skáldskapur var honum hugstæður og mörg voru þau ljóð höfuðskáldanna sem hann gat mælt af munni fram þrátt fyrir langvarandi dvöl erlendis. Fátt mannlegt var Einari óviðkomandi eða ekki þess virði að bijóta til mergjar. Hann hafði gaman af vísindalegum og pólitískum umræð- um og var fylginn sér í orðaskipt- um. Gat kapp hans stundum komið þeim á óvart sem ekki þekktu hann en í hópi vina og kunningja höfðu jákvæð viðhorf hans og baráttu- gleði smitandi áhrif. Einar gekk glaðbeittur til rannsóknastarfa sinna og kaupmangaði aldrei um vísindalegar niðurstöður sínar og skoðanir. Hann var vinsæll og vin- margur bæði innan stofnunar sinnar og utan, jafnt meðal Islend- inga og Svía. Snemma árs 1989 fór Einar til Institute of Marine Science við University of North Carolina í Morhead City, en ætlun hans var að stunda rannsóknastörf þar eitt ár til viðbótar áður en hann sneri aftur til Svíþjóðar til áframhaldandi vísindastarfa vorið 1991. Einar kvæntist dr. Eva Haettner Ólafsson bókmenntafræðingi. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Ás- laugu, fædda árið 1971. Einar var hér í Lundi um jól og áramót og leit framtíðina björtum augum. Hann var farinn að leggja drög að komandi rannsóknum í Svíþjóð og ætlaði að koma áætlununum á fastari grundvöll í júní þegar hann kæmi hingað til að fagna stúdents- prófi Kristínar dóttur sinnar. Að deyja í því starfi sem hann hafði helgað líf sitt urðu örlög Einars. Hann hvarf á braut þegar honum byijaði vel. Við vottum vandamönnum hans og vinum hluttekningu okkar. Lundi, Svíþjóð Högni Hansson Torbjörn von Schantz Úlfur Árnason hún var í bernsku. Systurnar voru þijár og var sú yngsta ófædd, þeg- ar faðir þeirra lést. Fjögurra ára að aldri var hún tekin í fóstur til séra Jónmundar Halldórssonar, sem þá var prestur að Stað í Grunnavík, og konu hans, Guðrúnar. Þar ólst hún upp. Að loknu héraðsskólanámi stundaði hún nám í Húsmæðraskóla ísafjarðar. Árið 1944 urðu þátta- skil í lífi Sigríðar en þá giftist hún Dagbjarti Majassyni pípulagninga- meistara. Miklum ágætis manni. Þau hófu fyrst búskap á Stað í Grunnavík en fluttu fljótlega til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö börn, Björku, sem er gift og býr í Ástralíu, og Reyni en hann misttu þau af slysförum 1974, 18 ára að aldri. Með heimilinu vann hún lengi á Farsóttarhúsinu og síðan í árarað- ir á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund eða á meðan heilsan leyfði. Alls staðar vegnaði henni vel enda var hún vönduð til orðs og æðis. Seinni árin átti hún við mikla van- heilsu að stríða. Gekkst undir marg- ar aðgerðir með litlum árangri. Þó ég hafi þekkt Sigríði frá því ég man fyrst eftir mér, varð vinátta okkar nánust eftir að þau höfðu flust á Kaplaskjólsveg 61. Þar áttu þau fallegt heimili, sem bar myndarskap hennar glöggt vitni. Ég kom oft á heimili þeirra. Einnig fórum við saman í siglingu, sem hún hafði mikið gaman af. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast þessum ágætis hjónum, geymum margar góðar minningar um Sigríði. Síðast þegar ég kom til þeirra var hún nýkomin heim eftir uppskurð. Henni fannst þá sem hún væri að hressast en 6. febrúar varð hún bráðkvödd á heimili sínu. Nú, þegar ég sendi Sigríði mína hinstu kveðju og þakka samfylgdina, sendi ég einnig Dagbjarti, dóttur þeirra og systur og öllum öðrum aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhanna Hrafnfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.