Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 Þorsteinn Pálsson um kaupin á hlutabréfum í Samvinnubankanum: Hjálparaðgerð við SÍS Ríkisbönkum breytt í hlutafélög, segir viðskiptaráðherra hálfu. Hvað verður þá um samruna Landsbanka og Samvinnubanka, en samrunahagræðingin hefur verið nýtt til að réttlæta hátt kaup- verð bréfanna? Þorsteinn krafði ráðherra frek- ari skýringa um þetta efni. Er ráðherra, spurði hann, tilbúinn að lýsa því yfír að hann styðji sam- runa bankanna, ef verður af frek- ari kaupum Landsbanka á hluta- bréfum í Samvinnubankanum? JÓN Sigurðsson, ráðherra bankamála, fylgdi í gær úr hlaði í Sam- einuðu þingi skýrslu sinni um kaup Landsbankans á hlutabréfúm SÍS í Samvinnubankanum. Hann lét að því liggja að Búnaðarbank- inn kynni að einhverju léyti að koma inn í frekari kaup á hluta- bréfúm í Samvinnubankanum. Rekstur bankans myndi á síðari stigum verða yfirtekinn af bönkunum báðum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að lesa mætti út úr skýrslunni, sem og aðdraganda málsins, að kaup Landsbankans á hlutabréfúm SÍS hafi verið gerð með atbeina og afskiptum ríkisstjórnarflokkanna í þeim tilgangi að koma Sam- bandinu til aðstoðar. Kaupin hafi verið gerð án þess að nægjanleg- ar upplýsingar hafi verið lagðar fram, sem réttlættu yfirverð eða aðstoð af þessu tagi. Hann sagði og að ríkisstjórnin hafi staðið svo að þessu máli að skaðað hafi stöðu Landsbankans. Kemur Búnaðarbankinn til sögunnar? Jón Sigurðsson, ráðherra bankamála, sagði að baksvið þeirra viðskipta, sem fram hafi farið að frumkvæði Landsbank- ans, hafi verið nauðsynin á því að einfalda kerfi peningamála í landinu, og stuðla að færri og stærri peningastofnunum. Hann sagði og að samruni hlutafélaga- bankanna hafi opnað möguleika á því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög, sem í fyrstu væru að öllu leyti í eigu ríkisins en hefðu heimild til að bjóða út hlutabréf. Ráðherrann lét að því liggja að Landsbankinn hafi ekki að svo stöddu aðstöðu til að kaupa upp hlutabréf Samvinnubankans. Bún- aðarbankinn kynni að einhverju leyti að koma inn í þau kaup. Rekstur Samvinnubankans myndi síðar yfirtekinn af bönkunum báð- um. Ráðherrann boðaði breytingar á lögum um banka og sparisjóði, sem heimiluðu m.a. breytingu Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi H. Garðarssyni (S-Rv). Skattþrep virðisaukans eru sem hér segir í EB-ríkjum: Belgía. Fjögur skattþrep: 6%, 17%, 19% og 25%. í lægsta þrepi eru matvæli, lyf, bækur, listaverk og fornmunir. Halldór Blöndal rakti gang þess máls í þingræðu í gær, fimmtudag, og krafði iðnaðarráð- herra sagna um, hvað ríkisstjórnin hefði gert til úrlausnar. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, sagði m.a. að ef Byggða- þeirra í hlutafélög. Ennfremur fumvarp um samvinnufélög, sem heimilaði útgáfu og sölu stofn- sjóðsbréfa. Rangar upplýsingar ráðherra Þorsteinn Pálsson sagði það rangt í skýrslu ráðherrans að Landsbankinn hafi haft frum- kvæði að kaupum á hlutabréfum SÍS. Frumkvæðið hafi verið Sam- bandsins og ráðherrar hafi fylgt því frumkvæði eftir. Þorsteinn vitnaði m.a. til um- mæla Lúðvíks Jósepssonar, banka- ráðsmanns Alþýðubandalagsins, í Þjóðviljanum, en hann hafi þar sagt að eina sjáanlega skýringin á þessu háa kaupverði væri sú að Sambandið rambaði á barmi gjald- þrots. Hann vitnaði og til ummæla Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, í viðtali við Morg- unblaðið (17. september sl.), en þar hafi hann m.a. talað um að fleiri þyrftu til að koma en Lands- Bretland. Eitt þrep, 15%. Und- anþágur frá skattinum eru fjöl- margar, m.a. matvæli, prentmál, eldsneyti, fólksflutningar, bygging íbúðarhúsnæðis. Danmörk. Eitt þrep, 22%. Und- anþágur: dagblöð, tímarit, söfn, listaverk. stofnun gæfi eftir 1. veðrétt myndi málið trúlega leyst. Fleiri þingmenn tóku til máls. Rætt var um fyrirgreiðslu Ríkis- ábyrgðarsjóðs, að Byggðastofnun hækkaði lán sitt og að Fiskveiða- sjóður endurskoðaði afstöðu sína. Þorsteinn Pálsson: Kaupin gerð með afskiptum ríkisstjórnar- flokkanna til aðstoðar SÍS. bankinn, m.a. að „parkera þurfi“ 1.600 m.kr. skuld SÍS við Sam- vinnubankann í Seðlabankanum í 15 ár. Nú sé ljóst að af því verði ekki. í greinargerð Ríkisendur- skoðunar komi og fram að kaup- verð bréfanna sé 200 m.kr. of hátt, þótt miðað sé við samruna Landsbanka og Samvinnubanka, en sá samruni sýnist engan veginn gefinn í stöðu málsins í dag. Þor- steinn taldi það og segja sitt um málið að Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, kallað banka- stjóra á sinn fund, til að kanna möguleika á þessum viðskiptum. Frakkland. Tvö þrep, 5,5% og 18,6%. í lægra þrepi: matvæli, lyf, bækur, fólksflutningar. Dag- blöð ogtímarit hafa sérþrep, 2,1%. Grikkland. Þijú þrep: 6%, 16%, 36%. Lægsta þrep: matvæli, lyf, orkugjafar, fólksflutningar. Prent- mál hefur aðeins 3% skatt. Holland. Tvö þrep: 6% og 18,5%. í lægra þrepi: lyf, bækur, blöð, tímarit, fólksflutningar, rekstur gisti- og veitingahúsa, listaverk. írland. Tvö þrep: 10% og 25%. í lægra þrepi fatnaður fullorðinna, dagblöð, gas, gisti- og veitinga- hús, byggingavinna. Undanþágur frá skatti fjölmargar, m.a. mat- væli, lyf, barnaföt, bækur. ítalía._Fjögur þrep: 4%, 9%, 19% og 38%. í lægsta þrepi: ýmis mat- væli, bækur, tímarit, íbúðarhús- næði. í 9% þrepi: kjöt, léttvín, kaffi, rafmagn, gas, veitingasala, leiksýningar. Lúxemborg: Tvö þrep: 6% og 12%, en að auki 3% þrep fyrir ákveðnar tegundir matvæla. í 6% þrepi eru m.a. matvæli, léttvín, bækur, tímarit, dagblöð, veitinga- sala, fólksflutningar. Portúgal. Tvö þrep: 8% og 17%. í lægra þrepi: ákveðin matvæli, bjór, rafmagn, eldsneyti, veitinga- hús, fólksflutningar. Helztu mat- væli eru undanþegin skatti sem og bækur og blöð. Spánn. Tvö þrep: 6% og 12%. í lægra þrepi: matvæli, lyf, bæk- ur, blöð, tímarit. V-Þýzkaland. Tvö þrep: 7% og 14%. í lægra þrepi: matvæli, bæk- ur, blöð, tímarit, fólksflutningar, listaverk. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra: Baksvið kaupanna var ein- földun á kerfi peningastofnana. Rí kisstj órnarafskipti skaða Landsbankann Þorsteinn gagnrýndi harðlega afskipti ríkisstjórnarflokkanna af málinu, sem hann taldi að skaðað hefðu stöðu Landsbankans. Ef stjórnvöld töldu stöðu SÍS svo al- varlega, að hún réttlætti opinbera aðstoð á kostnað skattborgara, eða kaup hlutabréfa á yfirverði, áttu þau að gera Alþingi grein fyrir málinu, leggja allar stað- reyndir málsins á borðið, og fylgja málinu eftir á þeim vettvangi. Samruni eða ekki samruni Þorsteinn vitnaði til orða við- skiptaráðherra, þessefnis, að Bún- aðarbankinn kynni að koma inn i frekari kaup á hlutabréfum Sam- vinnubankans. Hann spurði, hvort staða Landsbankans leyfði ekki frekari hlutabréfakaup af hans Friðrik Sophusson beindi þeirri fyrirspurn til fjármálaráð- herra hvenær á árinu jöfnunar- gjald yrði afnumið. Hann spurði og, hvort gjaldið yrði lækkað í áföngum eða afnumið í einu lagi. Friðrik sagði að gjald þetta hafi upphaflega verið lagt á þegar til- teknir tollar vóru lagðir niður með samningi við EB og EFTA. Síðar hafi stjórnvöld lýst því yfir að þetta 5% gjald yrði lagt niður þeg- ar horfið yrði frá söluskatti til virð- isauka. Loks hafi stjórnvöld stað- fest þetta heit við gerð kjarasamn- inga fyrir u.þ.b. ári. Eigið fé og lán til eins aðila Þorsteinn vék og að meintum ónógum tryggingum SÍS vegna skulda við Landsbanka og Sam- vinnubanka. Hann hafði eftir Lúðvík Jósepssyni að skuldir SIS við Samvinnubankann hafi í sept- ember sl. numið um 1.500 m.kr.^ Það þýddi að bankinn hefði lánað til eins aðila, SÍS, um 200% af eigin fé. Skuldir SÍS við Lands- bankann hafi verið taldar um 2.600 m.kr. Það svaraði til um 50% af eigin fé Landsbankans í lán til eins aðila. Miðað við þessar tölur og samruna bankanna væru skuld- irnar um tveir þriðju af eigin fé' eftir hugsanlegan samruna. SÍS-vextir og aðrir vextir Þorsteinn sagði að SÍS hafi samþykkt sölu hlutabréfanna í trausti þess að til viðbótar um- sömdu kaupverði komi 60 m.kr. „vaxtaleiðrétting“ vegna 4ra mán- aða „tafar“ á afgreiðslu málsins. Þetta eru 33% vextir eða 11% raunvextir á sama tíma sem ríkis- skuldabréf eru seld með 6% vöxt- um til kaupenda. Meðalraunvextir sl. ár hafi verið 4,5-5%. Viðskiptamenn Landsbankans eiga að greiða SÍS 11% raunvexti í þessu umdeilda hlutabréfakaupa- máli á sama tíma og þeir, sem leggja þar fjármuni inn, njóta allt annarra kjara. Niðurstaða Loks sagði Þorsteinn að niður- staða sín eftir að hafa lesið um- rædda skýrslu og önnur gögn málið varðandi væri sú, að kaup bréfanna væru gerð að frumkvæði Sambandsins, með atbeina og af- skiptum ríkisstjórnarflokkanna, til að koma SÍS til aðstoðar. Kaupin væru gerð án þess að fram hafi verið lagðar nægilegar upplýsing- ar til að réttlæta yfirverð eða opin- ber afskipti, sem telja verði undan- tekningu frá þeirri meginreglu, að fyrirtæki beri sjálf ábyrgð á fjár- hagsstöðu sinni. Ríkisstjómin hafi haldið þannig á málum að skaðað hafi stöðu Landsbankans. Umræðu var frestað til nk. mánudags vegna fjarveru forsæt- isráðherra, en hann var staddur á framkvæmdastjómarfundi Fram- sóknarflokksins. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í fyrri ræðu sinni um málið að ekki væm allir á einu máli um réttmæti þess að fella þetta gjald niður. Það styrkti tiltekna inn- lenda framleiðslu. Engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort eða hvenær gjaldið yrði afnumið. í seinni ræðu sinni sagði ráðherra að ákvörðun um þetta efni yrði tekin á þessu ári. Friðrik Sophusson taldi svar ráðherra dæmigert fyrir efndir ríkisstjórnarinnar á fyrirheitum gefnum við skattálagningu og samningagerð. Virðisaukaskattur í EB-ríkjum: Skattþrep víðast tvö eða fleiri Matvæli í lægra skattþrepi AÐEINS í tveimur af tólf EB-ríkjum er eitt skattþrep, Danmörku og Bretlandi. í Bretlandi eru margar undanþágur frá skattinum en fáar í Danmörku. í öllum öðrum EB-ríkjum eru skattþrep tvö eða fleiri. Slippstöðin á Akureyri: Skortir lán til raðsmíðaskips FISKVEIÐASJÓÐUR hefúr synjað um lánveitingu til raðsmíða- skips í Slippstöðinni á Akureyri, sem Meleyri hefúr nú gerzt kaup- andi að. Byggðastofnun hefur hinsvegar samþykkt að lána 40% smíðakostnaðar, eða 140 m.kr., gegn samhliða 1. og 2. veðrétti á móti hugsanlegum öðrum lánveitanda að 40% byggingarkostnað- ar, en lánsfjármögnun nýsmíði hér á landi heftir numið 80% af heildarkostnaði. Vöntun 40% af lánsfjármögnun hefúr skapað veru- legan vanda hjá Slippstöðinni á Akureyri sem hefur ekki of mörg verkefni framundan. Jöfiiunargjald: Engin ákvörðun um niðurfellingu ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort né hvenær jöfiiun- argjald verði aftiumið. Ráðherra lét þó að því liggja að ákvörðun þar um yrði tekin á þessu ári. Friðrik Sophusson (S-Rv) minnti á að því hafi verið heitið að jöfhunargjald yrði fellt niður við upptöku virðisaukaskatts. Þá hafi hinu sama verið heitið við gerð kjarasamninga fyrir ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.