Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 JWnrgmti-MsiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir'Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Borgarstjóri gagnrýnir fjárlögin Munurinn á fjármálastjórn Reykjavíkurborgar ann- ars vegar og ríkisins hins veg- ar verður sífellt gleggri. Davíð Oddsson borgarstjóri vakti máls á einum þætti þess máls í ræðu sinni í borgarstjórn í gær, þegar síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fór fram. Þar kom fram, að. nýgerðir kjarasamningar hafa breytt launa- og verðlags- forsendum frumvarpsins að fjárhagsáætluninni á milli umræðna um það á þann veg, að heildarútgjöld verða 431 milljón krónu lægri í ár en upphaflega var ráðgert. I tilefni af þessu sagði Davíð Oddsson það íhugunar- efni, hvers vegna fullyrt væri að kjarasamningarnir hefðu í för með sér meiri útgjöld hjá ríkissjóði en gert var ráð fyfir í fjárlögum og þess vegna þyrfti að afla ríkinu aukinna tekna að því marki, sem ekki væri hægt að spara upp í kostnaðinn. Og borgarstjóri sagði einnig: „Ekki verður betur séð en forsendur fjár- laga standist hvað varðar áætlaðar almennar verðbreyt- ingar og áætlaður launakostn- aður ríkisins ætti að lækka um nálega 1,5 milljarð miðað við forsendur fjárlaganna, ef þar væri allt sem sýnist.“ Borgarstjóri minnti rétti- lega á, að ríkisstjórnin gengi hart fram í tekjuöflun með því að hækka skatta og hvers kyns þjónustu- og leyfisgjöld og sagði síðan: „Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að Alþingi hafi verið blekkt til þess að af- greiða fjárlög með meiri halla en alþingismenn fengu að vita um, — og það á sama tíma og formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis boðar aukið aðhald í ríkisfjármálum og leggur áherslu á, að stemma verði stigu við útgjöldum, sem stofnað er til í heimildarleysi.“ Síðar í ræðu sinni sagði borg- arstjóri: „Ég vil leyfa mér að fullyrða, að sá niðurskurður framkvæmda, sem menn eru að boða þessa dagana bæði í alvöru og þykjustu, er óþarfur ef fjárlögin voru í upphafi rétt saman sett, og reyndar væri hægt að lækka þau veru- lega til viðbótar ef tekið er mið af þeirri reynslu, sem við höfum fengið í gerð ijár- hagsáætlunar borgarinnar.“ Fjármálaráðherra og ríkis- stjórn geta ekki skotið sér undan að svara þessari mark- vissu og málefnalegu gagn- rýni Davíðs Oddssonar borg- arstjóra. Fjármálastjórn Reykjavíkur hefur tekist með miklum ágætum undanfarin ár og hefur ekki þurft að draga í efa forsendur fyrir ákvörðunum við undirbúning fjárhagsáætlana borgarinnar. Oðru máli gegnir um fjármál ríkisins, þar hefur allt farið úr skorðum og engar spár staðist. Skattar og bílahlunn- indi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur látið stór orð falla í tilefni af þeim upplýsingum, sem ríkis- skattstjóri lét fjölmiðlum í té, þegar hann túlkaði reglur um bifreiðahlunnindi ráðherra, sem ríkisstjórnin sjálf setti. Á að skilja stóryrði ráðherrans á þann veg, að ríkisskattstjóri hafi ekki átt að svara fyrir- spurn um þetta mál? Við þann skilning er ekki unnt að una en hann fellur svo sem vel að þeim sjónarmiðum að pukrast eigi með fríðindi æðstu manna. Hitt er skiljanlegt að ráð- herrum sárni, ef þeir eru opin- berlega sakaðir um að hafa brotið gegn skattalögum, án þess að þeim hafi fyrst hverj- um og einum verið á það bent í hverju brot þeirra sé fólgið og þeir fengið tækifæri til að gæta réttar síns eða greiða áfallna skuld. I þessu tilviki eins og öðrum á að gefa mönnum kost á áð halda uppi andmælum, ef þeim þykir til þess ástæða. Umræðunum um skatta ráðherra og bifreiðahlunnindi verður að ljúka: á mannsæm- andi hátt og með lausn er samræmist því meginsjónar- miði, að allir séu jafnir fyrir skattalögunum. Dumitru Mazilu í samtali við Morgunblaðið í Búkarest; Áttaði mig á því 1983 að Ceausescu væri bijálaður Sat í fangelsi vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum og hefur nú sagt skilið við Þjóðarráðið Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Dumitru Mazilu á heimili sínu í Búkarest með handritið að stefnu- skrá rúmensku byltingarstjórnarinnar. DYRASTAFIR á inngöngudyrum íbúðarinnar hjá Dumitru Mazilu í Búkarest eru brotnir. Þeir hafa verið það síðan 20 manna öryggis- sveit Ceausescus réðst inn á heim- ilið aðfaranótt 22. desember síðastliðinn og handtók Dumitru, konu hans og 16 ára son. Ekið var með þau á náttfótunum í glugga- lausum fangabíl í rúmar sex klukkustundir og síðan voru þau sett í fangelsi í bænum Alexandria um 100 kílómetra frá Búkarest. Þau voru sannfærð um að þau yrðu líflátin. En tæpum átta klukkustundum seinna var þeim sleppt og ekið aftur til höfuð- borgarinnar. „Það var auðséð að eitthvað hafði gerst,“ sagði Maz- ilu, þegar ég heimsótti hann í byrjun febrúar.„Fó!k gaf sigur- merkið og við óttuðumst ekki lengur um líf okkar.“ Mazilu sagði að öryggissveitirnar hefðu handtekið fjölskylduna af því að þær héldu að hann stæði á bak við uppreisnina gegn Ceausescu. „Sonur minn hafði nokkrum sinnum gengið yfir á hallartorgið til að fylgj- ast með því sem þar var að gerast þegar mannfjöldinn safnaðist saman hinn 21 desember. Það var nóg til þess að við vorum handtekin." Ná- grannarnir föðmuðu þau innilega þegar þau komu heim. „Þeir óttuð- ust að við hefðum verið tekin af lífi.“ Undir ströngu eftirliti Mazilu hafði verið undir ströngu eftirliti í fjögur ár og stofufangejsi í tvö þegar byltingin var gerð. „Ég sat hér einn og hitti enga nema konu mína og son. Ég stundaði ritstörf og skrifaði bókina „Martröð“, sem mér er sagt að sé komin út í Banda- ríkjunum, og endurskoðaði mann- réttindaskýrsluna til Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Rúmeníu. Það er of snemmt að segja hvernig ég kom henni úr landi.“ Skýrslan vakti athygli þegar hún kom út á síðasta ári. Mazilu líkti lífi þjóðarinnar við hreinustu martröð og sagði einræðisherrann drottna með lénsskipulagi þar sem þjónar hans byggju við allsnægtir en mill- jónir manna lifðu við sult og seyru og í stöðugum ótta. Hann lagði skýrsluna fyrst fram í Búkarest 1986 eftir að honum hafði verið falið að gefa Mannréttindastofnun Samein- uðu þjóðanna skýrslu um „ungmenni og mannréttindi í Rúmeníu". Hann hafði þá starfað fyrir ríkið í tæpan aldarfjórðung. Hann er lög- fræðingur að mennt og kenndi í stjórnmála-akademíunni í byijun sjö- unda áratugarins. Skóli öryggissveit- anna féll undir sama ráðuneyti og akademían og hann stjórnaði skólan- um í tæpt ár, 1964-1965. Hann sagði að ástandið í landinu hefði verið gott á þessum árum og andstaða Ceausescus gegn innrás Sovétríkj- anna í Tékkóslóvakíu 1968 væri dæmi um það. En hlutirnir fóru síversnandi eftir að leiðtoginn heim- sótti Kóreu og Kína í upphafi átt- unda áratugarins. Mazilu leist illa á þróunina og sóttist eftir embætti í sambandi við Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann varð sér- fræðingur í málefnum hennar og fékk að vinna sín störf í friði. „Það rann endanlega upp fyrir mér veturinn 1983 að einræðisherra landsins væri bijálaður. Það voru engin ritföng fyrir son minn í skólan- um og húsin voru óupphituð. Við kappklæddum okkur áður en við lögðumst til svefns og ég horfði upp á móður mína þjást af hungri og kulda,“ sagði Mazilu. „Ég ákvað að beijast opinberlega gegn þessu þótt það myndi kosta mig lífið. Ég lauk við mannréttindaskýrsluna í maí 1986. Ráðuneytið neitaði auðvitað að samþykkja hana og ný skýrsla var skrifuð þar sem Rúmenar voru sagðir bæði glaðir og hamingjusam- ir.“ Það var stöðugt fylgst með ferð- um Mazilus eftir þetta. Hann fékk ekki að fara úr landi og kona hans missti vinnuna í bókasafni listasafns- ins. Honum var sagt upp störfum 1988 og hann var settur í stofufang- elsi. Samdi stefnuskrána Móðir hans og bróðir létust bæði skyndilega 1987. Hann var minntur á andlát þeirra í hótunarbréfi sem „synir byltingarinnar" skrifuðu und- ir. „Þú ert næstur," stóð í því. Hann fékk þrisvar hjartaáfall sama ár. Hann var þá 53 ára og hafði verið við góða heilsu. „Það er ekkert að þér,“ hvíslaði sjúkrahúslæknir að honum. „Taktu ekki við neinu frá ^críia/vc j"a_ c'V ., txtzjua e-z‘T£r-e/vz*>e-HA-TfG*iAUL c,., ' ' w/ • V >//<? crW /-«u* >'/cftccct . . •... • y v ’■■• //■' , ‘ 'ÍJ / ... r . •• . ' />' • , / .. 6 ( / ■'x/v/ “ •J ■ y ' . / /J I,- ... 'Lo,.,, 4. ,,/y; ... • p ZJ'L ✓/* /C j.tflrV/. ' ýí/'xr.w/Ví V-r. ) <, v þo/S6//j Ít/ .. /,'A ... ., , V-«./ /CU-rít 1/^V)5 þo//6/Sj ' 5. -ýW, / -r /.c/vcv. ✓/ /tcrí.ccrfL t.o> . j 6-/c^ / r.a. , ',-.■/*■ •é. /I: c - - j&xct//■ // Cj/s tí/ <,vt /-'V- = T, • 7~^U. Cjtajy' ,, ....... /íc/'-; . ///■ ', ■/yú' y . . x J r-vv7’ , • - Þ / ’ /’. -.X . 6 y/...rtf-s/ zJ /6 kt;-.-. , i ' r - ' /rírt/• r/í /í /• /c. . “ " U .-.Þ A/v' - * /ot^v/'t cco Æ*Sa./c ^*K^**_ *+.. • / /fító/W4 /' **'-*'>*■ '&vocclXz Q_t/-tx-ay d* c3^-’ * c«-*e o_t<_ - --X. O O ; cLaa>/oo,- /,1-0.0 - o~J-*.'/áLroAo/or' vaJór*' <±jc ••■ />*'<> '„, ”P//P»-W//• />*./,-. ■ /c^wOÚ'/a oLd a.e.t/v/teutc .. /ý f/ ^/U./t/, t/c //I "t-. - • PrA.'/is, r+JJou/.J V/‘t->.»v/*a5aii* jj-k j, ■J->'.±J J-*.)«/fu , /S\ £> /6o r </JU/ . r, j/ (fihcr-bSti/or . ríííK' Cc*-J > <Uc - >-X />. «a_o_(U t j/>jL ->r- ~/1 /~ ? • • •- /-9 >•/ ' I..i yó/'.x d-Z >- v 6 1 '/jt-r'.c rw/n cj ZotoJt \ ' f'J V/ >’C /*_ A' =» . j íi Lrv •l'-'v-/ >m/ £./-<■/) c j'o. t'/~U, r'\s é(?s-'t -a ■/ ** i ://j. y T / v'/ *■ -' - 'vl^, - Handritið að stefhuyfirlýsingunni sem Mazilu las af svölum forsetahallarinnar í Búkarest 22. desember og hlaut samþykki Þjóðarráðsins. Á handritinu sést, hvaða breytingar sem Silviu Brucan gerði á tillög- um Mazilus, og mesta áherslu lagði hann á að strika út lokaorðin: „Með Guðs hjálp!“ ókunnugum. Taktu aðeins lyf sem kona þín eða ættingjar gefa þér.“ Mazilu fylgdist með heimsvið- burðunum á stuttbylgjutæki í stof- unni heima hjá sér. Hann sagðist hafa verið viss um að rúmenska bylt- ingin myndi takast þegar átökin áttu sér stað í Timisoara 17. desember. „Ég skrifaði stefnuskrá byltingarinn- ar í tíu atriðum og sýndi konu minni og syni. Ég óttaðist um skrána þeg- ar við vorum handtekin 21. en það kom í ljós að konan mín hafði falið hana á bak við ísskápinn þegar ör- yggissveitin réðst inn á okkur.“ Hann flýtti sér í höfuðstöðvar miðstjórnar kommúnistaflokksins þegar fjölskyldan var látin laus og las stefnuskrána af svölum bygging- arinnar 22. desember við mikinn fögnuð mannfjöldans. Hann boðaði meðal annars fjölflokkakerfi í lýð- ræðislegu þjóðfélagi, fijálsar kosn- ingar og aðskilnað löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvalds. Hann varð sjálfkrafa einn af leiðtogum bylting- arstjórnarinnar ásamt Ion Iliescu, Petre Roman og Silviu Brucan. Þjóð- arráðið gerði stefnuskrá hans að sinni með nokkrum breytingum. Brucan fór yfir atriðin og ákvað til dæmis að leiðtogar byltingarinnar ættu frekar að fara með völd fram að kosningum en ráð allra andstöðu- hópa eins og í Tékkóslóvakíu en Mazilu lagði það til. Brucan krotaði einnig margoft og frekjulega yfir orðin „með Guðs hjálp“, sem Mazilu hafði síðast í stefnuyfirlýsingu sinni. Gamli kommúnistinn taldi sig ekki þurfa á Guði að halda þá frekar en fyrri daginn. Úr Þjóðarráðinu Mazilu sagði sig úr Þjóðarráðinu hinn 25. janúar. „Eg hafði orðið var við að sumir í ráðinu voru hlynntir stalínskum aðferðum," sagði hinn fíngerði, öri maður. „Mér ofbauð þegar ég heyrði að mótaðgerðir gegn fyrirhuguðum mótmælum stjórnar- andstöðunnar 28. janúar voru í bígerð og ég sagði af mér í mótmæla- skyni.“ Hann hafði þá orðið fyrir aðkasti í blöðum. Vinsældir hans höfðu kom- ið skýrt fram hinn 12. janúar þegar stór mótmælafundur var haldinn fyr- ir utan skrifstofur Þjóðarráðsins. Mannfjöldinn baulaði á Iliescu, for- seta ráðsins, en fagnaði Mazilu, vara- forseta, „Ma-zi-lu, Ma-zi-lu!“ Hann fylltist eldmóði og hrópaði: „Niður með kommúnismann!" og „Dauði fyrir dauða!“ í kór með múgnum. Hann gaf þá skýringu á framkomu sinni seinna að hann hefði haldið að hann gæti róað mannfjöldann með því að sýna að leiðtogar landsins væru sammála honum. Arásir á hann hófust í blöðum eftir þetta. Víðlesn- asta dagblaðið Romania Libera spurði á forsíðu „Hver eruð þér Mazilu?“ og svaraði með að benda á að hann hefði verið skólastjóri örygg- issveitaskólans. Blaðið tók ekki fram hvenær og hversu lengi það var. Stjarna Mazilus hrapaðijafn hratt og hún steig. Hann sættir sig vel við að vera laus úr stjórn landsins og kærir sig ekki um samneyti við menn sem beita aðferðum sem hafa tíðkast ílandinu íyfir 40 ár. Hann vili koma á heiðarlegu lýðræði í Rúmeníu og bindur vonir við Þjóðareiningarráðið sem á að taka þátt í stjórn landsins fram að kosningum 20. maí. Það eru enn verðir við hliðið að heimili hans og gestir þurfa að sýna skiiríki þegar þeir heimsækja hann. „Þeir segjast vera þarna til að vernda mig. Ég veit ekki fyrir hverju," sagði Mazilu. „Ég vona bara að þeir gegni öðru hlutverki en þeir sem fylgdust með mér og stóðu um mig vörð áður en byltingin var gerð. “ ***:*:: líA JÍUíM'l .51 SUOAdUTgOM CÍÍGAIHHUÖHGV MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. FEBRUAR 1990 21 Könnunin staðfestir nið- urstöður borgaryfírvalda -segir Davíð Oddsson borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri segir að skýrsla sérfræðingahóps á vegum Háskólans um skipulag Fossvogsdals staðfesti þá niðurstöður borgar- yfirvalda að umferðartenging syðst í borginni sé nauðsynleg. Skýrslan er byggð á athugunum sérfræðingahóps frá þremur rannsóknarstofum Háskólans; verkfræðistofimn, raunvísindastofnun og líffræðistofnun. Höfuðefni skýrslunnar er rann- sókn á núverandi og fyrirhugaðri landnotkun í Fossvogsdal, einkum og sér í lagi þeim forsendum er lúta að áformum um lagningu stofn- brautar eftir dalnum. Meðal niður- staðna skýrslunnar má nefna að verði lögð braut um Fossvogsdal verði stofnbrautarkerfi höfuðborgar- svæðisins rökréttara og heilsteyptara Skýrslan er ekki merkilegt plagg - segir Valþór Hlöðversson Valþór Hlöðversson, fulltrúi í bæjarsljórn Kópavogs og formaður umhverfisráðs bæjarins, sagði að bæjarstjórn Kópavogs fyndist þessi skýrsla ekki vera merkilegt plagg. „Okkur llnnst skýrslan vera lítið grunduð, þar sem gera þarf frekari rannsóknir á því, scm hún Ijallar um,“ sagði Valþór. Hann sagði að mikið væri um fullyrðingar í skýrsl- unni, sem ígrunda þyrfti betur, en meginandinn í henni virtist vera sá að Fossvogsbraut væri af hinu góða. „Við vildum fá meiri umfjöllun um umhverfísleg áhrif hugsanlegar Fossvogsbrautar en aðalgallinn við skýrsluna er sá að hún er ekkert innlegg í þá umræðu, sem nú á sér stað um brautina. Hún er einfaldlega of seint fram komin, þar sem fram hefur komið ný hugmynd um að leysa þessa deilu, það er að segja að grafa göng undir Digranesháls." Valþór sagði að göngin myndu leysa umferðarvandamál Reyk- víkinga án þess að spilla Fossvogs- dal sem útivistarsvæði. „Við höfum lýst okkur reiðubúna til að fara þessa leið og viljum að hún verði skoðuð til hlítar en fyrstu athuganir benda til að göngin séu vænlegur kostur. Við ítrekuðum á fundi Skipulags- stjórnar ríkisins, síðastliðinn mið- vikudag, þá afstöðu Kópavogsbúa að hvað sem líður öllum athugunum og skýrslum um Fossvogsdal verður aldrei lögð akbraut um dalinn en um 90% af honum eru í landi Kópa- vogs,“ sagði Valþór. en ella og umferðin milli austur- og vestursvæðanna greiðari. Hávaði af umferð um Fossvogsbraut mundi verða fyrst og fremst til óþæginda fyrir þá sem stunda útivist í dalnum, en verði ekki teljandi í íbúðabyggð- inni í kring. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að verði braut lögð eftir dalnum þurfi að byggja yfir hana, að minnsta kosti að hluta. Varðandi mengun vegna Foss- vogsbrautar segir í skýrslunni að við þær veðuraðstæður að ef mengun nær að safnast saman í heilan dag í kyrru veðri, gæti mengun af völdum niturdíoxíðs náð mengunarmörkum í Fossvogsdal og víða á höfuðborgar- svæðinu án þess að lögð yrði stofn- braut í dalnum. Verði lögð braut eftir dalnum verði mengun af út- blæstri bifreiða eitthvað hærri í Fos- vogsdal en almennt á höfuðborgar- svæðinu miðað við þessi veðurskil- yrði. Þessar aðstæður séu algengar í borgum erlendis en óalgengar hér vegna þess hve vindasamt sé á landinu. í stöðugum vindi sem er eitt vindstig eða meir næði mengað loft ekki að safnast saman í dalnum. Davíð Oddsson borgarstjóri segist telja að könnun sérfræðingahópsins sé bæði skynsamleg og vel gerð. Hún staðfesti niðurstöður borgaryfirvalda í Reykjavík um að umferðartenging syðst í borginni sé nauðsynleg. Borg- arstjóri segir að þrír möguleikar séu fyrir hendi um þessa umferðarteng- ingu. Einn möguleiki hafi töluvert verið rannsakaður en hinir ekki og í ljósi þessarar skýrslu sé skynsam- legt að Vegagerðin kanni nú þessa kosti, einkum göng, sem lægju undir Kópavog. Talsverð von- brigði með skýrsluna - sagði Margrét Þorvaldsdóttir for- maður samtakanna Lífí Fossvogsdal „ÉG VARÐ fyrir talsverðum von- brigðum með skýrsluna. Hún get- ur varla talist hlutlaus úttekt,“ sagði Margrét Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna Líf í Foss- vogsdal. Hafa samtökin ákveðiö að halda opinn firnd í safiiaðar- heimili Bústaðakirkju, þriðjudag- inn 27. febrúar, þar sem skýrslan verður tekin til umræðu. Munu höfundar hennar kynna eftii henn- ar og svara fyrirspurnum. „Stór hluti skýrslunnar fer í að réttlæta þær hugmyndir, sem fram hafa komið um lagningu hraðbraut- ar um Fossvogsdal. Bíllinn er þai settur framar en velferð hinna 11 þúsund íbúa sem byggja dalinn Hvað verkfræðiþáttinn snertir þá ei lítið sem ekkert minnst á þann skaðs sem hugsanlega yrði á byggingurr í dalnum vegna röskunar grunnvatns ef hraðbrautin yrði lögð. í skýrsl- unni er lítið gert úr mengun af bíla umferð um dalinn, þó er gert rá< fyrir að þar fari um 35 þúsund bíU á sólarhring." Sagði Margrét, að fram kæmi, að mengun frá bílaumferð til við- bótar við bakgrunnsmengun en það er mengun frá Bústaðavegi og Ný- býlavegi, geti orðið við efstu leyfileg mörk mengunarvarnarreglugerðar. Reyndar komi hvergi fram hvað mengunin gæti orðið við fjögurra til fimm daga uppsöfnun á kyrrum dögum eins og verið hefur að und- anförnu. „í skýrslunni er því haldið fram að hávaðamengun yrði lítil vegna þess að byggði sé nægilega langt frá stofnbraut, en það dreg ég stórlega í efa að geti verið rétt,“ sagði Margrét. „Skýrsluhöfundar gefa sér ýmsar forsendur eins og þær að íbúar á jaðarsvæðunum njóti ekki útsýnis yfir dalinn vegna lim- gerðis, en þeir sem búa á þessum svæðum vita betur. Einnig er ljóst að óvissu þættir skýrslunar eru margir, þar eru mörg „ef“ og ljóst að skortur er á frekari rannsóknum á flestum þáttum, sem snerta líf fólksins í Fossvogsdal." Tillaga um niðurskurð hjá Norðurlandaráði: Forsvarsmenn norrænna stofiiana efast um samþykkt tillögimnar TILLAGA þess efiiis að leggja niður fjórar stofnanir á vegum Norður- landaráðs og skera niður framlög til annarra menningarstofiianna um 10% var nýlega kynnt hér á landi. Tillagan kemur frá neftid embættis- manna sem hefur haft til umfjöllunar og kynnt sér norrænar stofnan- ir og norrænar nefndir sem starfa á sviði menningarmála. Morgun- blaðið leitaði eftir áliti nokkurra forsvarsmanna norrænna stofiianna og fulltrúa Islands í menningarmálanefhd Norðurlandaráðs á þessari tillögu. Lars Ake Engblom forstöðumaður Norræna hússins sagðist eiga mjög erfitt með að trúa að þessi tillaga verði samþykkt hjá Norðurlandar- áði. Hann sagði að Norræna húsið hefði sent frá sér harðorð mótmæli vegna hennar m.a. vegna þess að fyrir liggur loforð um aukna fjái’veit- ingu til hússins. Var fallist á að veita því hálfa milljón danskra króna á ári fyrir 1989, 1990 og 1991 í þeim tilgangi að dreifa upplýsingum um íslenska menningu til hinna Norðurlandanna. Fjárveiting til hússins hefði verið mjög knöpp að hans mati, en niðurskurðurinn þýddi að Norræna húsið yrði af 500.000 dönskum krónum. Lars Ake Engblom sagði það .óeðlilegt að skera fjárveitingu niður um 10% til allra stofnannanna án tillits til starfsemi þeirra og hvernig þær eru reknar. Norræn samvinna yrði sífellt mikilvægari, ekki síst þegar litið væri til þeirra atburða sem átt hafa sér stað síðasta hálfa árið. Einnig bæri að taka tillit til þess að árlega koma 100.000 manns í heimsókn í Norræna húsið og gegndi það stóru hlutverki á ýmsum sviðum. Hann sagði að Norræna húsið í Reykjavík væri einmitt dæmi um norræna stofnun sem vel hefði heppnast. Guðmundur Sigvaldason for- stöðumaður Norrænu eldfjallastöðv- arinnar sagði að þessi tillaga væri ekkert nema umræðan ennþá. Hann sagðist eiga von á að hún yrði rædd á þingi Norðurlandaráðs í mars, en skiptar skoðanir væru á því hvemig málið yrði afgreitt og flestir á því að lítið verði af niðurskurði. Þó væri erfitt að segja nokkuð til um það á þessu stigi. j Davíð Erlingsson á sæti í stjórn Norrænu þjóðfræðistofnunarinnar en samkvæmt tillögunni á að leggja hana niður. Ekki taldi Davíð að nefndin hefði valið þessar stofnanir vegna þess að þær væm sérstaklega verðar niðurskurðarins. Hún hefði alls ekki gert grein fyrir hvers vegna þær urðu fyrir valinu fremur en aðrar. Hann sagðist vera vongóður um að tillagan verði ekki samþykkt. Nauðsynlegt væri þó að ræða hana vegna þess að hún væri tilraun til allsheijar stefnubreytingar í menn- ingarmálefnum Norðurlandaráðs. Sú breyting væri fólgin í því að sam- eiginleg menningarmál Norðurlanda skuli ekki hafa neinar fastar stofn- anir heldur nota alla fjárveitingu í tímabundin verkefni og átök í menrí? ingarlegum efnum. Ef engin ákvörð- un verði tekin um tillöguna felist í því eins konar heimild til embættis- manna að þeir fari að framkvæma þessa stefnu í smáu þótt hún hafi ekki verið samþykkt af ráðhermn- um. „Þjóðfræðistofnunin er ómælan- lega gagnleg þótt við íslendingar höfum ekki það gagn af henni sem skyldi vegna þess hve stofnanir okk- ar era litlar. Þetta er næst elsta stofnun Norðurlandaráðs og ef það kastar henni út er óhjákvæmilegt að búa til annan gmndvöll undir hana. Það væri verst fyrir okkur íslendinga,“ sagði Davíð. Jón Kristjánsson alþingismaður er fulltrúi íslands í menningarmála- nefnd Norðurlandaráðs. Hann sagði að þessar tillögur nefndarinnar hefðu verið ræddar innan íslensku sendinefndarinnar og hún væri ekki á móti því að sýna aðhald. „Persónulega vil ég að sparnaður- inn verði notaður til aðkallandi verk- efna í menningarmálum þannig að peningamir haldist inni í menningar- málasamstarfinu," sagði hann. „Eigi að síður hef ég sett spumingarmerki við þær stofnanir sem lagt er til að lagðar verði niður. Menn virðast vera áhyggjufullir og fjölmargir hafa komið til mín og fært rök fyrir því að íslendingar hafi haft mikið gagn af starfsemi þeirra. Ég hlýt að taka mið af því í mínum málflutningi í nefndinni og legg til að þetta verði skoðað vandlega. Minni þjóðimar hafajafnvel haft meira gagn af þess- um stofnunum en þær stærri. Svona flatur niðurskurður ber keim af því að menn skoðá ekki hvert einstakt dæmi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.