Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 Endurbyggingin eftir Václav Havel Sérstök hátíðarsýning á laugardag VEGNA þeirra tíðinda sem gerðust í Tékkóslóvakíu í lok síðasta árs var ákveðið að setja nýjasta verk Václavs Havel, „Asanace", sem á íslensku nefiiist Endurbygging, á dagskrá Þjóðleikhússins á þessu leikári. Þjóðleikhúsið keypti sýningarrétt á verkinu sl. vor og hafði það þá hvergi verið sýnt, enda verk Havels verið bönnuð í Tékkósló- vakíu í um 20 ár. Frumsýning verður föstudaginn 16. febrúar kl. 20. Ziirich Schauspielhaus í Sviss frumsýndi Endurbyggingu sl. sept- ember. ’Leikritið Endurbygging gerist í miðaldakastala í nútímanum. Þar hefur starfsfólki teikni- og skipu- lagsstöðvar verið valinn staður. Hlutverk þess er að undirbúa end- urskipulagningu og rif húsa á staðnum, einkum gamals þorps, sem umlykur kastalann. Mikil tog- streita myndast á milli verndunar- sjónarmiða og sjónarmiða vald- hafa. Inn í hugsjónir og starf fólks- ins blandast tilfmningar, ástir og draumar, en óttinn litar alla af- stöðu þess. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir, Jón R. Gunnarsson þýðir leikritið úr frummáiinu, Siguijón Jóhannsson teiknar leikmynd og búninga og Páll Ragnarsson sér um lýsingu. í aðalhlutverkunum eru Erlingur Gíslason, Helga Jóns- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigurð- ur Siguijónsson, Jón Símon Gunn- arsson, María Ellingsen, Þór Thul- inius og Þórunn Magnea Magnús- dóttir en í öðrum hlutverkum Edda Þórarinsdóttir, Hákon Waage, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Öm Amason. Sigurður Rúnar Jónsson sér um fiðluleik og Sylvia von Kospoth æfði evrópska dansa. Václav Havel hefur verið einn þekktasti andófsmaður Tékkóslóv- akíu síðustu tvo áratugi og helsti talsmaður hinnar miklu og öflugu fjöldahreyfingar sem kom úr felum er einræði kommúnista var steypt af stóli í nóvember 1989. Havel var kosinn forseti Tékkóslóvakíu þann 29. desember sl. Ætla mætti að skáldverk slíks manns væm lítið annað en vitnis- burður um hinn sérstæða heim andófsmanna, en Havel rís hærra og verður að teljast í hópi merk- ustu samtímaleikskálda í Evrópu. Um það bera fyrri verk hans vitni sem sýnd hafa verið víða um heim eins og Garðveisla (1963), Minnis- atriði (1965), Það verður sífellt erfiðara að einbeita sér (1968), röð einþáttunga eins og Mótmæli (sýnt í Þjóðleikhúsinu 1981), Opnunin (leikið í útvarpi 1980) og Viðtalið (leikið í útvarpi 1984 og 1990) og nýjustu leikritin Largo desolato (1984), Pokusení (Freistingin, 1985) og Endurbygging (Asanace, 1987). Havel var leiklistar- og bók- menntaráðunautur við eitt fram- Úr Endurbyggingunni, f.v.: María Ellingsen, Helga Jónsdóttir og Erlingur Gíslason. sæknasta leikhús Austur-Evrópu, Leikhúsið við grindverkið, í Prag frá 1962-1968. Það leikhús var talið frumuppspretta þeirra frelsis- hugmynda sem kveiktu „Vorið í Prag“ 1968 og voru í því sambandi nefndir leikhússtjórinn Grossmann og Havel. En einmitt þegar Havel var orðinn vinsælt leikskáld þæði heima og erlendis (tvö verka hans hafa hlotið t.d. hin eftirsóttu Obie- verðlaun í Bandaríkjunum) var honum bannað að birta verk sín í heimalandinu frá 1969 og mátti síðan oft sæta fangelsun. Eini möguleiki Havels eins og annarra leikskálda í sömu stöðu þá voru lokaðar sýningar, leynileg útgáfa og að smygla verkum sínum úr landi. Milan Kundera hefur sagt um Havel að upphafið að listamanns- ferli hans hafi verið kímnigáfan. Og kímnigáfan þýði: efahyggja. Og efahyggja þýði líka: sjálfsháð. Þjóðleikhúsið hafði boðið leik- skáldinu að köma á sýninguna áður en hann varð forseti, en eftir að hann varð forseti yfirtók forseta- embættið boðið sem hann þáði og verður Havel því viðstaddur sér- staka hátíðarsýningu laugardaginn 17. febrúar. (Frétt frá Þjóðleikhúsinu) Landspítalinn: Þjófiiaður úr fataskáp starfsmanns LEÐURJAKKA var stolið úr fataskáp starfsmanns Landspít- alans á mánudag. Slíkir þjóftiað- ir úr ýmsum stoftiunum og fyrir- tækjum hafa verið algengir und- anfarið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur starfsfólk Lands- pítalans oftar en einu sinni vísað á brott fólki, sem hefur verið að þvælast þar sem starfsfólki einu er heimill aðgangur. Þjófnaðir úr bifreiðum hafa einnig verið algengir. Á mánudag var handtaska tekin úr framsæti bifreiðar við barnaheimilið Lauga- borg við Laugalæk. Kona, sem átti töskuna, skrapp stutta stund inn á heimilið, en á meðan var taskan gripin úr ólæstri bifreiðinni. í töskunni var ávísanahefti, skilríki og um eitt þúsund krónur í peningum. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks, að það skilji verðmæti ekki eftir sýnileg í bifreiðum, læsi alltaf og gangi úr skugga um að allar hurðir séu læstar og rúður dregnar upp. Þá bendir lögreglan á, að veski og töskur, sem innihalda peninga, ávísanahefti, persónuskilríki og greiðslukort, á aldrei að skilja eft- ir í bílum. ALÞJOÐLEGIR *H ANDBC$)LTADAGARH* GARÐABÆ DAGANA= 16., 17. og 18. FEBRÚAR Eftirtalin lið taka þátt í niótinu: A-riöill B-riðill 1. Ungl.landslið íslands 1. K.R. 2. U.S.A. 2. Grótta 3. Stjarnan 3. Valur Auk þess verður leikið í 5. flokki drengja. Lið: Stjarnan, Víkingur, U.B.K. og Í.R. Leikjaskrá Sunnudanuf 18. lebrúar: Kl. 18:00 Laugardalshöll Kl. 18:00 Garðabær Lauuardanur 17. lebrúar: Kl. 11:00 Garðabæ 5.II. Kl. 11:40 Garðabæ S.fl. Kl. 13:00 Garðabæ Kl. 14:00 Kef.flugv. Kl. 14:20 Garðabæ 5.II. Kl. 15:00 Garðabæ 5JI. Kl. 15:45 Garðabæ Kl. 17:10 Garðabæ U.S.A. - Stjarnan K.R.' - Valur Stjarnan - Víkingur U.B.K. - Í.R. Grótta - Valur U.S.A. - Ungl.landsl. Vlklngur - U.B.K. Stjarnan - Í.R. Grótta - K.R. Stjarnan - Ungl.landsl. Kl. 13:00 Garðabæ Kl. 14:15 Garðabæ Kl. 15:00 Garðabæ Kl. 16:40 Garðabæ Kl. 17:20 Garðabæ Kl. 19:00 Garðabæ Kl. 20:30 Garðabæ Lið nr. 1 í A-riðli - Lið nr. 2. í B-riðli Lið nr. 1 í B-riðli - Lið nr .2. i A-riðli Leikur um 5. sæti Víkingur- Í.R. Leikur um 3. sæti Stjarnan - U.B.K. Leikur um 1. sæti 5.II. 5.(1. Verðiaun: Lsæti 100.000,- krónur 2. sæti 50.000,- krónur 3. sæti 25.000,- krónur Ókeypis aðgangur er á föstudagskvöldið í Garöabæ á leik Vais og K.R. Laugardag og sunnudag verða seldir miðar sem gilda allan daginn. Miðaverð er 300,- krónur og ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. BUNAÐARBANKINN UTIBU GARÐABÆ Vaxtaleiðréttingin óskyld kaupunum á Samvinnubanka - segir Lúðvík Jósepsson bankaráðsmaður LÚÐVÍK Jósepsson, fúlltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Lands- bankans, segir að hugsanleg vaxtaleiðrétting til Sambands íslenskra samvinnufélaga sé alls óskyld kaupum Landsbankans á hlut SÍS í Sam- vinnubankanúm. Á bankaráðsfundi Landsbankans á miðvikudag lagði Friðrik Sophus- son fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að ekki yrði greiddir vext- ir af kaupverði hlutabréfa SÍS í Sam- vinnubankanum, þar sem slík vaxta- leiðrétting sé ekki í samræmi við bindandi kauptilboð bankaráðs frá 29. desember sl. Lúðvík Jósepsson, sem hefur ekki viljað fallast á að slík leiðrétting yrði reiknuð inn í kauptilboð Landsbank- ans, stóð með fulltrúum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks að fráv- ísunartillögu á tillögu Friðriks. Lúðvík sagði við Morgunblaðið, að frávísunartillagan bæri það með sér að ekkert væri lagt fyrir bankastjór- ana um hvað þeim bæri að gera. Það væri túlkun Friðriks Sophussonar að bankastjórunum væri gert að greiða Sambandinu upphæð sem svaraði til vaxta, en þeirri túlkun hefði verið mótmælt af sér og mörgum fleirum. —Hvers vegna studdir þú þá ein- faldlega ekki tiliögu Friðriks? „Það var vegna þess að við vorum búin að afgreiða málið. Það var búið að samþykkja að kaupverðið væri 605 milljónir og ekkert annað. Hitt væri allt annað mál sem ekki flokk- uðust undir kaupin. Við höfum gert grein fyrir því áður,.að vextir sem tengjast kaupverðinu koma ekki til greina. En beiðni stórs viðskiptavinar um vaxtaleiðréttingu er sjálfsagt að vísa til bankastjóra sem verða að leggja mat á þá beiðni.“ —Þú metur það þá svo að þetta séu óskild mál? „Það kemur fram í okkar tillögu að þetta eru tvö mál, alveg óskild. Hvað sem líður hagsmunum ein- stakra aðila þá neitum við því að kaupverðið sé neitt annað en þessar 605 milljónir króna. Það þýðir að kaupverð þeirra 48% hlutabréfa, sem eftir eru af Samvinnubankanum reiknast út frá því, ef þau verða keypt,“ sagði Lúðvík Jósepsson. Jón Hallur Stefánsson Ljóðakver eflt- ir Jón Hall Stefánsson Jón Hallur Stefánsson hefur sent frá sér kvæðabók og ber hún naíúið Tángó. Þetta er þriðja ljóðakver höfund- arins en þar fyrir utan stóð hann nýverið fyrir útgáfu hljómplötunnar „13 tímar og fleiri lög“ ásamt hljómsveitinni Lestir frá Reykjavík. í bókinni eru tuttugu órímuð ljóð um ástina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.