Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAK 1990 Sigmar J. Jónas- son - Minning Fæddur 9. október 1910 Dáinn 8. janúar 1990 Það er erfitt að mæla eftir fallna öðlinga, ekki síst hafí þeir verið taldir á tíðum nokkuð lausir á skeið- inu. En minnumst þess að gæðing- urinn aldni hefur eitt sinn verið ungur foli, stundum baldinn, meira að segja er það oft einkenni snilling- anna. Mér kemur þetta í hug er Sigmar frændi minn hefur runnið æviskeið- ið á áttugasta aldursári. Ég man hann ungan, glaðan og þróttmikinn. Fuliorðna fólkið sagði að hann væri dálítið laus í rásinni, kynni ekkert með peninga að fara, svona hálf- gerður óráðsgemlingur, en þó besti drengur, greiðugur, hjálpfús og allt léki í höndunum á honum. Það var vissulega ljóður á ungum manni á þessum tíma, milli 1930 og 1940, að bruðla með fengið fé. Kynslóðin sem hafði mátt herða sultarólina var ekki öll til grafar gengin. Enn var sparsemi og ráð- deild í heiðri höfð á íslandi. Sigmar heitinn var aldrei sínkur. Hann var löngum gefandinn en ekki þiggjandinn, einbirni foreldra sem þurftu ekki til annarra að sækja, fjölhæfur með afbrigðum og því liðtækur hvar sem var. Það var auðvelt fyrir mann sem hann að afla fjár, jafnvel á þeim tíma. Simmi frændi var heldur aldrei að fást um neina smámuni. Til þess var hann of stór í sniðum. Sigmar Jósep Jónasson var fædd- ur í Miðfírði á Langanesströnd 9. október 1910. Foreldrar hans voru Jónas Pálsson og Hólmfríður Sig- valdadóttir, búandi á Kverkártungu í sömu sveit frá 1909 til 1935 en síðar í Miðfirði. Jónas var fæddur að Krákárbakka í Mývatnssveit 29. október 1874 en fluttist á fyrsta ári í Ljótsstaði í Laxárdal til Guðjóns Jónssonar og ólst þar upp. Páll, faðir Jónasar, var Guð- mundsson, fæddur á Litluströnd við Mývatn, af Brúnagerðisætt. Var hann bróðir Siguijóns, síðast bónda á Grímsstöðum við Mývatn, föður Fjalla-Bensa og þeirra mörgu systkina, og Sigurðar (síðast bónda í Skörðum í Reykjahverfí) föður þeirra Knútsstaðabræðra, Karls og Sigurðar. Móðir Jónasar var Guð- rún Soffía Jónasdóttir frá Hólum í Laxárdal og var Einar sterki eða Árni Grímsson, útlaginn eða saka- maðurinn nafntogaði og fjölvísi, langafí hennar í móðurætt. Guðrún Soffía var dóttir Maríu Bergþórs- dóttur, dóttur Guðrúnar eldri Ein- arsdóttur sterka. Um Jónas Pálsson segir Indriði Indriðason í Ættum Þingeyinga að hann hafi verið mikið hraustmenni og eldri Mývetningar munu vart telja Pál Guðmundsson, föður hans, loppinn. Hólmfríður, móðir Sig- mars, var dóttir Sigvalda Þorsteins- sonar, bónda á Þorsteinsstöðum, Langanesi, Miðfjarðarnesi á Langa- nesströnd en síðast og lengst á Grund á Langanesi. Hann var af ætt Styrbjamar sterka Þorsteins- sonar úr Jökulsárhlíð. Faðir Sig- valda var Þorsteinn Eiríksson, bóndi á Heiði á Langanesi, Smyrla- felli á Langanesströnd og síðast Þorsteinsstöðum, nýbýli sem hann reisti í landi Tungusels á Langa- nesi, sem var eignaijörð hans. Eiríkur, faðir hans, Þorsteinsson Styrbjarnarsonar bjó á Gunnars- stöðum í Þistilfirði og Heiði á Langanesi, varð ungur hreppstjóri, fyrst í Svalbarðshreppi og síðar í Sauðaneshreppi, þótti mesti merkis- maður og var jámsmiður góður. Sigurbjörg, kona Sigvalda, var dótt- ir Sigurðar Jónssonar, bónda á Hróaldsstöðum í Vopnafirði, þess er drakknaði í Nípslónum 4. desem- ber 1865 á leið í Vopnafjarðarkaup- stað. Telur Einar á Hofi hann hafa verið mætan mann og getur sér- staklega að hann hafi sjálfur stjórn- að björgunaraðgerðum úr vökinni — en hann féll niður um ótryggan ís — gætt þess að ferðafélagar hættu sér ekki um of við björgun- artilraunir, að síðustu kvatt þá með æðraleysi og sokkið. Að baki Sigmari í móðurætt stóðu margir nýtir menn hins gamla bændasamfélags, smiðir á tré og járn, vegghleðslu- og húsa- gerðarmenn sem gerðu lífvænlegt í okkar kalda einangraða landi, ólærðu meistararnir sem skópu mikið úr litlu. Sigmar Jónasson var af góðu alþýðufólki kominn í báðar ættir, sterkustu stofnunum sem aldrei bognuðu, kraftamönnum sem stóðu keikir í veðrunum hörðu eða þrauk- uðu eins og Bjartur í Sumarhúsum, sauðþráir, ódrepandi. Sigmar var heldur enginn kalkvistur. Það sýndi hann er á reyndi. Ég kynntist Sigmari heitnum strax smástrákur á Ásseli, en fyrst að ráði er við unnum saman í Síldar- verksmiðjum ríkisins á Raufarhöfn sumarið 1947. Það var sumarið sem ég varð 16 ára. Við vorum herbergisfélagar og unnum stund- um saman þegar engin síld var en fengist við hitt og þetta. Hann var annars, að mig minnir, þá vélstjóri í „gömlu verksmiðjunni" og vélarn- ar þar voru nú ekki upp á það besta! Sigmar var þá eins og ætíð góð- ur frændi og félagi, glaðvær, sagði sögur og lék löngum á als oddi, yngissveinn í efra kanti og langt frá piparsveininum. Sögurnar voru e.t.v. ekki alltaf nákvæmlega sann- ar enda kunni Sigmar að krydda þegar hann vildi það við hafa og er það ekki aðall góðra sögumanna að láta ekki slá í söguna? Hann átti líka gott skopskyn og var oft orðheppinn. Eitt sinn í síldarleysi man ég að verið var að baksa við að mylja niður harða klöpp og notaður þar til gamall bor með bensínmótor, hið mesta skrapatól og gerði nú verkfall, rétt einu sinni, fór alls ekki í gang til hverra ráða sem gripið var. Þá kom Sigmar, rak puttana í mótorinn og sá gamli gekk sem nýr væri. Þá sagði Guð- mundur Eiríksson, skólastjóri, sem var verkstjóri við verksmiðjurnar á sumrin og hafði fylgst með gangi mála, við mig: „Ja, það er nú svona að af öllum ykkur frændum tel ég Sigmar fjölhæfastan.“ Guðmundur mátti trútt um tala, hafði lengi verið skólastjóri, var greindur og þekkti vel frændlið Sigmars sem var margt á Raufarhöfn og í ná- grenni. Ég get þessa litla atviks hér máli mínu til stuðnings því að ég taldi Sigmar heitinn alltaf með afbrigðum fjölhæfan enda lagði hann víða hönd á plóginn og mundi jafnvel léttara að geta þess sem hann fékkst aldrei við en hins sem hann hafði einhvern tíma á lífsleið- inni fengist við. Árið 1949 verða þáttaskil í lífi Sigmars. Þá gengur hann, hinn 13. mars, að eiga eftirlifandi konu sína, Jakobínu Halldóru Þorvalds- dóttur úr Reykjavík. Voru foreldrar hennar Þorvaldur Eyjólfsson, stýri- maður, þá látinn, og kona hans, Jakobína Guðlaug Guðmundsdóttir, eyfirskrar og þingeyskrar ættar. Ungu hjónin bjuggu fyrst á Grettis- götu 4 í íbúð sem Jakobína og systkini hennar áttu en hófu fljót- lega að byggja sér einbýlishús við Fífuhvammsveg í Kópavogi. HEILSUVIKA Í MARKINU ÞREKHJOL I MIKLU URVALI Ódýrt samanbrotiö....kr. 3.950,- V-þýsk gæðahjól fró.kr. 11.250,- . kr. 10.625,- ÆFINGASTOÐVAR margar gerðir. Verð fró..........kr. 24.000,- 15% stadgreiðsluafsláttur 10% afsláttur með greióslukjörum af þrek- og æfingatækjum FJÖLNOTATÆKI - 16 ÆFINGAR Róður, bakpresso, armréttur, armbeygjur, hnébeygjur o.fl. Verð frá kr. 18.400,- Stgr. 17.260,- ÆFINGABEKKIR 0G LÓÐ Bekkur + 50 kg. lóðasett. Verð frá kr. 11.700,- Stgr. 10.990,- Bekkur með „legcurl" + 50 kg. lóðasett. Verð frá kr. 15.300,- Stgr. 14.400,- Ármúla 40. Sími 35320. 444R Þá kom sér vel hve fjölhæfur Sigmar var og höndin hög. Þau byggðu húsið að mestu sjálf með aðstoð vina og kunningja. Var það íbúðarhæft 1953 og fluttu þau þá þangað. Mörg vora þó handtökin eftir og sífellt var Sigmar að laga, bæta og prýða. Hann hafði mikið yndi af garðin- um sínum enda var hann fallegur og gróskumikill. Munu fleiri en ég hafa fengið úr honum jarðarber, rifsber, rabarabara og blóm því að Sigmar var alltaf samur við sig. Hans yndi var að veita og gefa öðrum. Einnig ræktaði hann löng- um kartöflur og rófur. Kom þá bóndinn upp í honum. Annars lagði hann hönd á margt. Hof þegar heima í Kverkártungu skógerð, bjó til gúmmískó úr bílslöngum. Þá var hann sjómaður, oft matsveinn, vélstjóri, leigubílstjóri, ökukennari, sölumaður, vann í Últíma við fata- gerð og lengi trésmiður. Síðustu árin, þegar heilsan var þrotin og þrekið bugað, vann hann að inn- heimtustörfum fyrir Kópavogs- kaupstað og miðasölu í bíóinu þar. Hann bjargaði sér alltaf einhvern veginn, sneið sér stakk eftir vexti og gekk uppréttur í spennubeltinu þegar bakið var bilað. Sigrnar Jónasson var gæfumað- ur. Hann eignaðist góða, greinda konu sem var honum samhent. Heimili þeirra var hlýtt og gestrisni mikil. Þau eignuðust tvö myndar- og efnisbörn: Þorvald Jakob, fædd- an 6. ágúst 1950, og Hólmfríði Kolbrúnu, fædda 4. júní 1956. Þorvaldur er lögregluþjónn í Kópa- vogi, en blikksmiður að mennt, giftur Elínu Richardsdóttur, kenn- ara Björgvinssonar, viðskiptafræð- ings, og Jónínu Júlíusdóttur, konu hans. Elín og Þorvaldur eiga tvö börn, Agnesi Ösp, 12 ára, og Hlyn Stein, 9 ára í þessum mánuði. Hólmfríður Kolbrún er fóstra að mennt, gift Eðvald Geirssyni, sem er með innflutningsfýrirtæki. For- eldrar hans eru: Geir Christensen, rafvirki og Guðrún Eðvarðsdóttir. Hólmfríður og Eðvarð eiga þqu böm: Hilmar, 12 ára, Ævar Frey, 7 ára, og Guðrúnu Ýr, eins árs. Sigmar og Jakobína bjuggu á Fífuhvammsvegi 43 til 1983 en fluttu þá í Hamraborg 26 í Kópa- vogi, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Fyrir jólin fór Sigmar svo í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, þar sem hann andaðist að kvöldi 8. þessa mánað- ar. Já, Simmi frændi er allur. Hann var ekki bara venjulegur frændi, heldur stórfrændi og stóð undir nafni. Arndís, föðuramma mín, og Hólmfríður, móðir hans, voru syst- ur. Helgi, föðurafi minn, og Jónas bræður. Á Kverkártungu, af- skekktu heiðarbýli á Langanes- strönd, lágu fyrstu sporin hans. Þar lærði hann að bjarga sér, vera sjálfum sér nógur og greiða götu grannans. Hann átti góða foreldra sem áttu hjá honum skjól í ellinni. Sjálfur var hann frábær heimilis- faðir og faðir. Hann lifði mestu umbrotatíma íslandssögunnar, vélaöldina, og náði þar snemma tökum. Gæti Sigmar ekki látið vél ganga gerðu það ekki aðrir. Greið- vikni og hjálpsemi skipuðu ætíð hjá honum öndvegi. Það skipti engu máli þótt hann borgaði brúsann, ánægja hans var að miðla öðrum. Hann hélt fast við skoðanir sínar, þegar svo bar undir, en ætlaðist þó ekki alltaf til að vera tekinn alvarlega. Það gat verið gaman að ganga stundum fram af fólki. Þá var hann ekki allur þar sem hann var séður, en lögum þó hollráður og hreinskiptinn. Ég votta eftirlif- andi eiginkonu hans, bömum, bamabörnum og fóstursystur, Sigríði Sigurðardóttur, fyrram hús- freyju á Melavöllum á Langanes- strönd, og öðram nánustu dýpstu samúð. Konu minni, útlendri, reyndist hann allra frænda best. Hún þakkar honum fyrir allt, sér- staklega öll blómin. Ég óska Simma frænda blessun- ar. Hann var mætur maður og drengur góður. Hjörtur Jónasson I ( ( ( ( ( ( ( i (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.