Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 11 FedEx biður um frek- ari þjónustu Flugleiða - og hefiir aldrei kvartað yfir gjöldum á Islandi eftir Einar Sigurðsson Vegna málflutnings forráða- manna fyrirtækisins Flugfax í fjöl- miðlum undanfarna daga um flutn- inga með bandaríska fraktflugfé- laginu Federal Express milli Evrópu pg Japans með millilendingum á íslandi vilja Flugleiðir koma eftir- farandi upplýsingum á framfæri. Það er fráleitt að halda því fram að millilendingu véla Federal Ex- press, sem áður voru vélar Flying Tigers, hafi fækkað hér á landi vegna gjalda. Flugfélágið byijaði að millilenda hér þegár hleðsla vél- anna á leið frá meginlandi Evrópu til Japans knúði þær til þess. Ef hleðslan er mikil geta þær ekki farið í loftið á meginlandinu með nógu mikið eldsneyti til að ná Anch- orage í Alaska. Þá lenda þær - í Keflavík. Ef hleðsla á vélunum frá Evrópu er lítil bera þær meira elds- neyti og geta flogið alla leið. Þegar flug Flying Tigers hófst gerði flugfélagið samning við Flug- leiðir í Keflavík um tæknilega þjón- ustu við flugvélarnar. Sá samningur stendur enn og eftir honum er far- ið. Flying Tigers/Federal Express, sem gerði samninginn hefur aldrei kvartað við Flugleiðir undan þeim gjöldum sem þar eru ákveðin. Fyrir þessa tækniþjónustu taka Flugleiðir 900 dollara. Samkvæmt upplýsing- um sem FedEx gaf Flugleiðum greiðir félagið 1.480 dollara fyrir sambærilega þjónustu í Shannon á Irlandi. Það er því varla von að félagið kvarti yfir gjöldunum hér heima. Samkvæmt upplýsingum FedEx era lendingargjöld í Shannon einnig hærri en hér á landi. Stað- hæfingar um að lendingum hér fækki vegna hárra gjalda eru því þvættingur og einungis settar fram til að draga athygli frá raunveru- legri ástæðu. Þegar sá möguleiki opnaðist að ■ SKEMMTIKVÖLD verður að kvöldi konudagsins, sunnudaginn 18. febrúar kl. 19.30 á vegum Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík í Templarahöllinni við Eiríks- götu. Skemmtikvöld á vegum safn- aðarins eiga sér vissa hefð í starf- semi hans. Þótt þau hafi fallið nið- ur nú í nokkur ár þykir fólki full ástæða til að hefjast handa að nýju. A skemmtikvöldinu þetta árið verð- ur víða leitað fanga. Byijað verður með sameiginlegu borðhaldi og fjöl- breyttum skemmtiatriðum, söng og danssýningu. Að lokum verður dansað. Það er kvenfélag safnaðar- ins, sem ber hitann og þungann af þessum þætti starfsins eins og áður var. Aðgangur er heimill öllum meðan húsrúm leyfir og er fríkirkju- fólk hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. ■ DR. GUNNLAUGUR A. Jóns- son, guðfræðingur, flytur erindi í safnaðarheimili Neskirkju tvo næstu sunnudaga, 18. og 25. febrú- ar. Fyrra erindið fjallar um þýðingu Haralds Níelssonar á Gamla testamentinu um síðustu aldamót. Síðara erindið fjallar um upphaf sögulegra biblíurannsókna hér á landi. Jón Helgason, síðar biskup, var frumkvöðull þess hérlendis að farið var að beita texta Biblíunnar sömu rannsóknaraðferðum og önn- ur rit. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fæddist árið 1952 og lauk embætt- isprófi í gðfræði frá HÍ árið 1978. Um nokkurt skeið hafði hann blaða- mennsku að aðalstarfi en fór síðan til framhaldsnáms í gamlatesta- mentisfræðum og lauk doktorsnámi frá Lundarháskóla 1988. Hann er nú meðal annars _stundakennari við guðfræðideild HÍ. Erindin hefjast að lokinni guðsþjónustu kl. 15.15. Einar Sigurðsson „Staöhæfingar um að lendingum hér fækki vegna hárra gjalda eru því þvættingur og ein- ungis settar fram til aö draga athygli frá raun- verulegri ástæðu.“ flugvélar Flying Tigers (FedEx) flyttu héðan frakt til Japans gerði flugfélagið samning við Flugleiðir um hleðslu vélanna. Hann var að því leyti sérstakur að Flugleiðir féll- ust á að gera sérstakan samning um hleðslu í lestar breiðþota vegna þess að gert var ráð fyrir takmark- aðri frakt. Gjaldið sem þar er kveð- ið á um er 2.514 dollarar. í gjald- töku er Keflavíkurflugvöllur yfir- leitt miðaður við aðra velli þar sem kostnaður við úthald þjónustunnar er svipaður. Og rétt er að benda á að nýting hennar hér er að jafnaði miklu minni. Á þeim flugvöllum sem gjaldtaka í Keflavík miðast við tíðkast ekki að gera sérstaka samninga um hleðslu á lestum og sérstaka samn- inga um hleðslu á aðalþilfari. Flug- félög borga yfirleitt eitt gjald fyrir alla vélina. Flugleiðir leituðu til skrifstofu Flying Tigers í Lundún- um eftir upplýsingum um hvað fé- lagið myndi taka fyrir að afgreiða samskonar flugvél þar. Svarið var 5.800 dollarar. í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, sem Keflavík- urflugvöllur er yfirleitt miðaður við, er gjaldið milli 9.000 og 9.600 doll- arar. í Helsinki er það 10.200 doll- arar. Miðað við upplýsingar þær sem Flugleiðir hafa fengið og miðað við meðalnýtingu Flugfax á plássi hjá FedEx hefðu afgreiðslugjöld á Shannon-flugvelli sennilega orðið hærri en við samsvarandi hleðslu í Keflavík. Síðastliðið sumar þyrluðu for- ráðamenn Flugfax upp miklu mold- viðri vegna þess að á Keflavíkur- flugvelli var ekki til hleðslutæki til að hlaða aðalþilfar breiðþota. Þetta kváðu þeir koma í veg fyrir vöxt í útflutningi til Japans og staðhæfðu að í júlí yrði um að ræða 35 lesta útflutning í viku. Flugleiðir hófu þegar að leita að hentugu tæki til hleðslu á aðalþilfari breiðþota og keyptu það fyrir 6 milljón krónur. Þetta tæki hefúr aldrei verið notað við flugvélar Federal Express á leið til Japans. Það er rétt að skömmu fyrir áramót var þetta 6 milljóna króna tæki notað þrisvar sinnum við að hlaða aðrar Ieiguflugvélar. Öfugt við staðhæfingar Flugfax sl. sumar hefur stöðugt dregið úr út- .jlutningi til Japans á vegum fyrir- tækisins síðan þá. Þegar moldviðrinu um hleðslu- tækið var þyrlað upp í fyrrasumar fóru Flugleiðir þess á leit að ef hlaða ætti efra þilfar breiðþota yrði gerð- ur um það nýr samningur. Samn- ingur félagsins við Flying Tigers tók einungis til lesta vélanna. Flug- leiðir buðu í upphafi að hlaða alla vélina fyrir 6.250 dollara. Á saman- burðarflugvöllunum eru teknir 9-10 þúsund dollarar fyrir samsvarandi verk og á Bretlandseyjum um 5.800 dollarar. í samningaviðræðum féll- ust Flugleiðir á að lækka þetta gjald í 5.400 dollara og gefa síðan sér- stakan aukaafslátt yfir þá vetrar- mánuði þegar minnst frakt væri til flutninga með FedEx-vélunum. Það var gert til að auðvelda að halda þessari flugleið opinni. Þá er miklu lengra gengið en veijandi er frá viðskiptasjónarmiðum. Þeirri spurningu hefur verið hreyft hvort ekki væri rétt að leyfa Flugfaxi eða FedEx að sjá sjálfum um hleðslu vélanna. Það er í sjálfu sér ekkert náttúrulögmál að Flug- leiðir sjái um afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Þetta er fyrir- komulag sem stjórnvöld hafa kosið að hafa á málinu. En það er ekki um það að ræða að Flugleiðum sé bara sisona afhentur einkaréttur til afgreiðslunnar og nánast arðráns eins og forráðamenn Flugfax láta liggja að í málflutningi sínum. Allar gjaldskrár eru háðar samþykki stjórnvalda hér heima. Réttinum til afgreiðslu fylgja einnig þungar skyldur. Félaginu er gert skylt að halda úti tækjum og mannskap til þjónustu við öll flugfélög hvenær sólarhringsins og hvenær ársins sem þau kjósa að lenda flugvélum í Keflavík. Þetta geta orðið 50-70 flugvélar á viku fyrir utan íslenska farþegaflugið. Vegna þessarar af- greiðsluskyldu keyptu Flugleiðir 6 milljóna króna hleðslutæki fyrir orð Flugfaxmanna. Fyrir það hafa verið sáralítil not. Þetta er dýrt úthald og þótt 60 flugvélar kunni að virðast töluvert er nýtingin í raun lítil og völlurinn gæti annað miklu meiri umferð. Ef hugmyndir koma upp um að einstök flugfélög geti sjálf séð sér farborða á vellinum hljóta Flugleiðir að verða AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 681100 IíV innréttingar, Dugguvogi 23. FramleiÖum eldhúsinnréttingar, fataskápa, baöinnréttingar og sólbekki. Leitiö tílboöa. Opið laugard frá kl. 10-18. Opið sunnud. frá kl. 13-18. um leið undanþegnar skyldum um þjónustu við aðra. Þá sér hver um sig. Það segir sig sjálft að á endan- um yrði þetta fyrirkomulag þjóð- hagslega mjög óhagkvæmt vegna offjárfestingar í tækjum og mann- skap og vegna óstöðugrar þjónustu við flugumferð um völlinn. Flugleiðir hafa átt ítarlegar við- ræður við Flugfax um gjaldskrár- mál. Tvisvar sinnum í haust lá fyr- ir samningur félaganna tilbúinn til undirritunar. Tvisvar sinnum hættu Flugfaxmenn við á síðustu stundu og lögðu fram frekari kröfur. Fram- ganga þeirra gengur þvert á við- skiptavenjur. Kjarni þessa máls er auðvitað sá að það er mikilvægt að halda opnum flutningsleiðum til Japans. Til þess eru margir vegir færir. Hægt er að flytja frakt þangað um London og New York og nýta þannig betur flutningstæki sem þegar eru í förum til og frá landinu. Auðvitað er svo líka hægt að fá hingað inn til lend- ingar risaþotur á leið austur. Flutn- ingur Flugfax hafa dregist saman síðustu mánuði. Það verður því á allan máta óhagkvæmt að senda smásendingar af þessu tagi með svo stórum flugvélum. Það sem Flugfax er í raun að fara fram á er að Flug- leiðir taki á sig þann kostnað sem skapast af því að fá þessar flugvél- ar hingað inn til lendingar til að hirða upp smáfarm. Og merkilegt nokk. Flugleiðir féllust að nokkru á þetta með stófelldri lækkun af- greiðslugjalda. En mikið vill meira. Ofan í kaupið kemur svo að vél- arnar fljúga nú beint án viðkomu í Keflavík vegna þess hve lítinn farm þær hafa út úr Evrópu og geta þar af leiðandi farið í loftið með meira éldsneyti. Að lokum. Það er ekkert sem bendir til þess að afgreiðslu- og lendingargjöld í Keflavík hræði FedEx frá landinu. Félagið hefur nýfarið þess á leit við Flugleiðir að síðarnefnda félagið selji áhöfnum FedEx-véla mat á leiðinni austur þegar FedEx-vélar þurfa að lenda hér. FedEx gerir ráð fyrir að þessar millilendingar gætu orðið 7 í viku. Þá miðar félagið við að lenda hér (en ekki í Shannon eða annars stað- ar) þegar farmur frá Mið-Evrópu kemur í veg fyrir að vélar þess geti farið með nægar eldsneytis- birgðir til Alaskaflugs. Engin kvört- un vegna lendingargjalda, engin kvörtun vegna afgreiðslugjalda heldur beiðni um enn frekari af- greiðslu hér á Keflavíkurflugvelli. Allt tal um að gjaldskrá ríkisins fyrir lendingar á vellinum eða gjald- skrár Flugleiða fyrir afgreiðslu flugvéla þar hafi fælt FedEx héðan eru því firra. Höfundur er blaðafulltrúi Flugleiða. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI. 2ja herb. íbúðir Asgarður. Mikið endum. íb. á jarðhæð. Sérinng. Nettó stærð 59 fm. V. 4,8 m. Gaukshólar. íb. ofarl. í lyftuh. Mikið útsýni. Áhv. hátt veðdeildarián. Austurströnd - Seltj- nesi. Nýl., falleg íb. á 4. hæð. Park- et á stofu og holi. Útsýni. Lyfta. Áhv. veðd. 1,8 millj. Bílskýli. Verð 5,5 millj. Langholtsvegur. Rúmg. kjíb. (70 fm). Sérinng. Gott steinhús. Fal- legur garður. Laus strax. Verð 4,5 millj. Skógarás. 74 fm n>. á 1. hæð. Innr. vantar. Laus. Sérinng. Útborgun 3 mlllj. 3ja herb. íbúðir Rauðás. Vönduð íb. á 2. hæð. Góðar innr. Tvennar svalir. Fallegt út- sýni. Bílskúrsplata. Laus strax. Verð 6,3 millj. Hagamelur. Glæsil. íb. á jarðh. í nýl. húsi. Sérinng. Nýtt gler. Parket. Laus fljótl. Verð 5,7 millj. Asparfell. íb. á 4. hæð. Rúmg. eldh. Ljós teppi. Þvottah. á hæðinni. Verð 5,1 millj. Bergstaðastræti. Mikið end- urn. íb. á miðh. í þríbh. Sérinng. Góð lóð. Verð 4,5 millj. Ljósheimar. Goð íb. á 1. hæð (jarðh.) í 6 íb. húsi. Rólegt hverfi. Suð- ursv. Verð 6,2 millj. 4ra herb. íbúðir Hjarðarhagi. Rúmg. og björt endaíb. Mikið endurn. Laus fljótl. Verð 5,7 millj. Orrahólar. íb. í góðu ástandi á 2. hæð. Stærð 101,4 fm nettó. Þvottah. innaf eldh. V. 6,7 m. Hólahverfi. íb. í góðu ástandi á 5. hæð. Hús í góðu ástandi. Góðar innr. Verð 5,9 millj. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. Bergþórugata. snyrtn. rb. á 1. hæð í steinh. Laus strax. Ekkert áhv. 5-6 herb. íbúðir Hraunbær. Rúmg. 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð. Suðursv. Afh. í júní. Verð 6,5 millj. Háaleitishverfi. íb. í góðu ástandi á 3. hæð. Nýl. eldhinnr. Hús í góðu ástandi. Ódýr rekstrarkostn. Bflsk. Álftamýri m/bílsk. Mikið endurn. og falleg íb. á 1. hæð. Parket á gólfum. Góð staðsetn. Bílsk. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Verð 8,5 millj. FlÚðaSel. Endaib. á 3. hæð 103,5 fm nettó. Fráb. útsýni. 4 svefnherb. Verð 7,1 m. Sérhæðir Langholtsvegur. 7 herb. ib. á tveimur hæðum (hæð og ris). Rúmg. bílsk. Gott steinh. Falleg lóð. Verð 7,8 míllj. Álmholt - Mos. Vönduð sér- hæð ca 160 fm. Tvöf. bílsk. Fráb. stað- setn. Eignask. hugsanleg. Verð 9,9 millj. Hagar. Efri sérh. ásamt risi. Á hæðinni eru stofur, eldh. og bað. í risi eru svefnherb. og snyrting. Bílsk. Eign í góðu ástandi. Fallegt útsýni. Verð 12,5 millj. Raðhús Seltjarnarnes. Stórglæsil. og vandað endaraðh. við Selbraut. Á neðri hæð er forstherb., stofa, borðst., ar- inst., eldhús, þvottah., búr, vinnuherb., gróðurskáli og tvöf. bílsk. Á efri hæð eru 4 svefnherb., rúmg. baöherb. og 70 fm svalir. Verðlaunagarður. Æskil. eignask. á t.d. sérhæð á Seltjnesi. Ártúnsholt. Fullbúið og vandað endaraðhús við Laxakvísl. Húsið er á tveimur hæðum með bílsk. Stærð ca 200 fm auk kj. sem er undir húsinu ófrág. Húsið er sérstakl. vel staðsett nálægt Árbæjarsafninu. Garðabær. Fallegt raðh. á tveim- ur hæðum við Brekkubyggð. Útsýni. Bílsk. Verð 6,9 rriillj. Tungubakki. Endaraðh. á pöll- um. Innb. bílsk. Útsýni. Sömu eigendur frá upphafi. Laust eftir samkomul. Verð 12,0 millj. Einbýlishús Þingás. Nýtt vandað einbhús á tveimur hæðum (hæð og rishæð). Eign- in er nánast fullgerð. Húsið stendur á hornlóð. Rúmg. bílsk.Áhv. nýtt veð- deildarlán. Verð 14 millj. Garðabær. Viðlagasjhús við Ás- búð. Stór lóð. Stækkunarmögul. Verð 10,8 millj. Hveragerði - eigna- skipti. Gott steinh. á einni hæð. Bílsk. Gróðurhús. Gott fyrirkomul. Frá- bær staðs. Eignaskipti. Brunabmat kr. 8,3 millj. Tilboð óskast. Seljahverfi. Nýi. hús ca 300 fm. Tvöf., innb. bílsk. Lítil íb. á jarðh. Ymislegt Vantar - vantar. Höfum fjárst. kaupanda að 2ja-3ja herb. nýl. íb. í Austurborginni. Æskil. að bílsk. fylgi. Vantar í Vesturbæ. Höfum traustan kaupanda að 3ja-4ra herb. íb. við Boðagranda. Skipti á 2ja herb. íb. Mismunur staðgreiddur. Verslunarhúsnæði. Gott verslhúsn. v/Snorrabraut. Hornhús. Gott lager- rými fylgir. Stórir útstillingargluggar. Verð 5,0 milij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.