Morgunblaðið - 16.02.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 16.02.1990, Síða 29
MÓ&ÖUNfillAÍ)I$ PÖSTUDÁÖÚl' lfe! FÖgRÖÁR1 Í990 29? , Unnur Guðjóns- dóttir - Minning Okkur langar til að minnast elskulegrar vinkonu okkar, Unnar Guðjónsdóttur, en útför hennar fer fram í dag. Við áttum því láni að fagna að kynnast Unni fyrir 15 árum og tengdumst við allar sérstökum vin- áttuböndum sem hafa orðið æ sterkari með árunum. Unnur var falleg kona og fíngerð, ljúf og elsku- leg í viðmóti, og var jafnan stutt í fallegt bros hennar, sem geislaði af innri fegurð. Þó hún væri borgar- barn, naut hún sín best úti í náttúr- unni innan um blóm og gróður, eins og umhverfi hennar heima fyrir bar vott um. Hún og eiginmaður henn- ar, Haraldur Eyvinds, voru sérstak- lega samrýnd hjón og samhent um að skoða landið sitt, sem þau ferð- uðust um hvert sumar. Ótal minningar rifjast upp nú, þegar ein af okkur er horfin í bili. Allar eru þær minningar ljúfar og margar góðar stundir áttum við á Bárugötunni og var þá oft glatt á hjalla enda voru þau hjón, Unnur og Haraldur, mjög gestrisin og góð heim að sækja. Við teljum það einstök forréttindi að hafa fengið að njóta vináttu Unnar þessi ár og verður með sanni sagt, að hún hafi með mannkær- leika sínum lokið upp dyrum, sem hjá mörgum eru luktar. Unnur elskaði manneskjurnar, allar manneskjur, og helgaði þeim krafta sína til hjálpar og hugarlétt- is. Hún gumaði aldrei af sínu, vann störf sín í kyrrþey, upphóf ekki sjálfa sig og taldi sig eiga margt eftir ólært, enda fór hún yfir þrösk- uldinn til annars lífs jafn hljóðlega og hún jafnan lifði lífínu hér ájörð. Við vottum eiginmanni hennar, Haraldi, innilegustu samúð, svo og börnum þeirra, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra. Helga Einarsdóttir, Aðalheiður Friðþjófsdóttir. Kveðjuorð frá Sálarrann- sóknafélagi Islands Látin er Unnur Guðjónsdóttir huglækningamiðill. Með henni er gengin til æðri heima og starfa mikilfengleg kona og yndisleg sál, sem margir eiga mikið að þakka fyrir undursamlega hjálp er hún veitti með aðstoð sinna hjálpenda að handan. Unnur var sérstaklega fórnfús manneskja, sem ekkert aumt mátti sjá og var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þeim sem þrautir liðu og um sárt áttu að binda. Við hjá Sálarrannsóknafélagi ís- lands eigum Unni margt og mikið að þakka fyrir ósérhlífni og elsku- legheit sem hún alla tíð sýndi félag- inu og margir eru þeir er borið gætu vitni um næsta ótrúlegan bata sem þeir hlutu fyrir hennar tilstilli. Unnur hafði dulræna hæfileika allt frá barnæsku og sagði hún mér eitt sinn frá því að móðir hennar, sem var höfuðveik, hefði fljótt fund- ið það út að hún hefði lækninga- mátt í höndunum og bað hún Unni oft að taka um höfuð sér og brást þá ekki að líðan hennar varð allt önnur og betri við það. Og margir áttu eftir að njóta líknandi handa Unnar síðar á lífsleið hennar en hún starfaði huglækningastörf hjá Sál- arrannsóknafélagi Islands um nær- fellt 20 ára skeið. Unnur var einnig félagi í Landssambandi breskra heilara en þessi samtök vinna eftir mjog ströngum reglum varðandi þessi atriði og viðurkenna ekki inn- an sinna samtaka aðra en þá sem sýna ótvíræða hæfileika til heilun- arstarfa. Með sína mikilhæfu heil- unarhæfileika átti Unnur greiðan aðgang að þessum samtökum. Unnur var manneskja sem gaf mikið af sjálfri sér og átti virðingu allra sem áttu þess kost að umgang- ast hana. Henni þó'tti alltaf ákaflega vænt um samferðafólk sitt og betra viðhorf er vart hægt að hugsa sér fyrir manneskju sem starfar að þeim málum er Unnur gerði. Fyrr á árum gerði hún einnig nokkuð af því að fara út á land til starfa svo fleiri mættu fá líkn þrauta fyr- ir hina undursamlegu náðargáfu hennar. A sjötíu ára afmæli Sálarrann- sóknafélags íslands var hún heiðruð af stjórn félagsins fyrir heilladijúgt starf hjá félaginu og það traust sem hún alltaf sýndi því. Unnur var hógvær kona og vildi aldrei gera mikið úr hæfileikum sínum. Vildi hún alltaf taka skýrt fram að hún væri aðeins tengiliður fyrir aðra og meiri læknendur. Það dylst þó engum sem þessi mál hef- ur kynnt sér að það þarf tvo til og það er ekki minnsta málið að far- vegur þeirrar lækningaorku, sem okkur er hér í efninu búum er gert kleift að njóta með þessum hætti, sé hreinn, vammlaus og vel af Guði gerður. í því efni var Unnur svo sannarlega rétt manneskja í réttu starfi. Ekki hefur umræða og við- horf um dulræn málefni alltaf verið jafn opin og hún er í dag og hefur Unnur áreiðanlega munað tímana tvenna í þeim efnum, eins og þeir fleiri sem lengi hafa að þessum málum starfað. En í hennar huga var aldrei nokkur efi um raun- veruleika þessara mála og að líf væri að loknu þessu. Þar var hún föst fyrir eins og hún jafnan var í þeim málum sem hún taldi sönn og rétt. Fyrir mig, sem var að ýmsu leyti ófróður um þau málefni sem fjallað er um hjá Sálarrannsóknafélagi ís- lands er ég kom þar til starfa fyrst, er mikilsvert að hafa fengið að kynnast Unni, stórkostlegu starfi hennar og viðhorfum. Fyrir það vil ég jiakka. Ometanlegt var það fyrir Unni að eiga svo skilningsríka fjölskyldu sem raun bar vitni því oft gat verið ónæðissamt í slíku starfi sem því er hún sinnti og var þar ekki minnstur hlutur eiginmanns henn- ar, Haraldar Eyvinds. Vissi ég að Unnur mat það mikils og hafði hún stundum orð á því við okkur hjá félaginu. Við hjá Sálarrannsóknafélagi ís- lands þökkum Unni fyrir mikið og gott samstarf og óskum henni alls velfamaðar og Guðs blessunar á því nýja tilverustigi sem hún er nú komin á. Haraldi og börnum þeirra vottum við okkar innilegustu- samúð og minnumst Unnar með virðingu og þakklæti. f.h. stjórnar SRFÍ, Guðjón Baldvinsson. Unnur Guðjónsdóttir, lækninga- miðill, er látin. Unnur var fædd í Reykjavík 9. október 1921, dóttir hjónanna Guðjóns Jónssonar, múrara, og Kristínar Kristjánsdótt- ur, konu hans. Unnur hlaut mennt- un sem þeirra tíma var. Árið 1940 giftist Unnur Óla Ragnar Georgssyni og átti með honum tvær dætur, Fjólu og Sig- rúnu. Þau slitu samvistum. Árið 1949 giftist Unnur Haraldi Eyvinds, miklum ágætismanni. Þau flytja þá til Akureyrar vegna starfa Haraldar á togurum, gerðum út frá Akureyri. Þar búa þau í nokkur ár. Þau eignuðust telpu, sem dó ný- fædd og óskírð. Þau flytja til Reykjavíkur árið 1953 og búa fyrst i Sörlaskjóli og eignast það sama ár son, sem skírður var Þröstur. Það skal tekið fram að Haraldur gekk dætrum Unnar í föðurstað. Unnu vann við verzlunarstörf af og til, ásamt því að halda heimili fyrir fjölskylduna. Hún stundaði saumaskap og vann af og til hjá Exeter í mörg ár. Hún var mjög handlagin, saumaði allt á börn sín, var alltaf með handavinnu milli handa ef stund gafst og heklaði t.d. mikið þegar heklaðir hattar voru í tízku. Þau Haraldur og Unn- ur bjuggu í Sörlaskjóli, þangað til þau fluttu á Ljósvallagötu á meðan þau byggðu sér hús í Kópavogi. Þau hafa búið á Bárugötu 14 sl. 15 ár. Haraldur hætti sjómennsku eftir að þau fluttu suður og vann lengi hjá íslenzkum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli og síðan hjá Vitamálum. Síðustu árin hefur hann unnið sem vaktmaður í stjómarráð- inu. Unnur var skyggn sem bam, sá og fann á sér, en talaði ekki um það. Kristín, móðir Unnar, talaði um það, að þegar Unnur stryki henni um höfuðið, þá lagaðist höf- uðverkurinn, en Kristín var mjög höfuðveik. Börnin vissu lítið um þetta, því hún talaði aldrei um þetta. Frí- stundir sínar notaði hún á ýmsan hátt. Hún var mörgum gáfum gædd, t.d. var hún mjög listræn, fór á námskeið í listmálun, málaði og blómarækt hennar er fræg í Vesturbænum. Þegar Haraldur þurfti að fara út á land í sambandi við starf sitt fór Unnur alltaf með honum, tjald- aði að kvöldi dags og hugsaði um allt sem því tilheyrði. Sigrún, dóttir Unnar, man aldrei eftir að rifist væri á heimilinu eða að bömin rifust. Unnur jafnaði allt með sínu góða hugarfari og lund. Það starf, sem Unnur hefur stundað sl. 20 ár, hefði hún aldrei getað leyst af hendi, nema að eigin- maður hennar hefði stutt hana og styrkt í öllu hennar mikla starfi til að hjálpa öðrum. Hann á því miklar þakkir skilið. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og þau mjög sam- rýnd í öllu og gerðu allt saman. Það eru rúm tuttugu og tvö ár síðan að Unnur byijaði sem sitjari hjá 'transmiðlum á vegum Sálar- rannsóknafélags íslands. Ekki var hún þá að flíka miðils- hæfileikum sínum, en hún hafði þá um árabil verið að hjálpa fólki með margháttuð vandamál. Það var fyrir hvatningu Magnús- ar læknis, í sambandi Hafsteins Bjömssonar miðils, að Unnur sam- þykkti að hefja huglækningar á vegum SRFÍ fyrir tuttugu árum. Mikill er sá fjöldi fólks sem fékk hjálp frá Unni og huglæknum henn- ar á þessu tímabili og vandamálin voru margs konar sem leyst voru, þó að aldrei væri hægt að leysa vanda allra. Góð vinátta tókst milli okkar og við höfðum áhuga á að rannsaka læknasamband hennar og árangur þess. Ekki tókst okkur að upplýsa hveijir störfuðu þar, en svörin voru' að árangurinn skipti mestu máli, sem við urðum auðvitað að sam- þykkja. Unnur var óvenju hlédræg og hógvær í framkomu, einlæg og jákvæð við alla sem til hennar leit- uðu. Unnur hefur nú lokið miklu þjón- ustuhlutverki hér, en góðverkin em eini gjaldmiðillinn, sem hægt er að flytja milli tilverustiga, og væntum við þess að Unnur uppskeri þar ríkulega og óskum við henni farar- heillar. Haraldi, Sigrúnu, Fjólu og Þresti vottum við samúð og kveðjum góð- an vin. Lijja og Guðmundur Einarsson Fljótt skipast veður í lofti. Þann 12. þessa mánaðar lést á Landspít- alanum í Reykjavík elskuleg tengdamóðir mín, vinkona og sem hin besta móðir Unnur Guðjóns- dóttir, eftir stutta sjúkdómslegu. Að vísu hafði sjúkdómur hennar varað í nokkur ár, en eins og henn- ar var háttur bar hún það ekki á torg né lét á því bera við nokkurn mann. Háttur hennar var sá að taka við þrautum annarra, en henn- ar biðu betri tímar. Sá tími hlaut að koma að hún sjálf fengi af eigin raun að kynnast þeim heimum sem hún svo oftlega hafði af sinni snilld sagt öðrum frá, þeim til huggunar. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Unni árið 1967, þegar ég fyrst komst í kynni við eiginmann minn, Þröst Haraldsson Eyvinds, sem þá bjó í fordldrahúsum, eins og ég ung að aldri. Með mér og Unni tókst strax mikill vinskapur svo að mér fannst strax sem ég væri hennar. Unnur hafði þann eiginleika sem svo mörg okkar skortir, það að gefa lítillega af tíma okkar til hvers annars. Því voru það ófáar stund- irnar sem hún fórnaði sér, þegar erfiðleikar mínir eða annarra en hennar steðjuðu að. Hvort heldur það var að nóttu eða degi, þá var hún ávallt reiðubúin til aðstoðar. Mér er það kannski fyrst ljóst nú hversu mikil vinkona Unna var mér. Öll heimsins vandamál gat ég rætt við hana og þó hún vissi ekki svör við þeim öllum frekar en við hin átti hún oftast ráð sem dugðu. Unnur stóð ekki ein í baráttu sinni. Við hlið sér hafði hún sterkan klett, tengdaföður minn, Harald Eyvinds. Ég held að ég ýki ekki þó ég segi að leitun hafí verið að samrýndari hjónum, en þeim Unni og Halla. Hvar sem þau komu fylgdi þeim slík ástúð og góðvild að hver sem fylgdist með hlaut að hrífast af. Fyrir þetta hlýt ég að þakka Unni, vitandi að hún heldur áfram á sömu braut hinum megin fortjaldsins mikla. Það er ávallt erfitt að skilja um stund við góða ástvini. En vit- andi það hver tekur á móti okkur þegar kallið kemur, erum við, ég og sonarsynir hennar, óhrædd við það sem koma skal. Silla t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR MATTHÍASDÓTTUR, Hæli, verður gerð frá Stóra-Núpskirkju taugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ í Reykjavík kl. 11.30 og Fossnesti, Selfossi, kl. 13.00. Steinþór Gestsson, Gestur Steinþórsson, Aðalsteinn Steinþórsson, Margrét Steinþórsdóttir, Sigurður Steinþórsson, Jóhanna Steinþórsdóttir, Drífa Pálsdóttir, Hólmbjörg Vilhjálmsdóttir, Már Haraldsson, Bolette H. Koch, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN JÚLÍUSSON múrarameistari, frá Vestmannaeyjum, Kastalagerði 1, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. María S. Bjömsdóttir, Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Eiríksína Hafsteinsdóttir, Óskar Sverrisson, Guðný Hafsteinsdóttir, Jóhann Sveinsson, Sigurður Hafsteinsson, Svava A. Viggósdóttir, Júlíus Geir Hafsteinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Þröstur Hafsteinsson, Hrafnhildur Karlsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA BJÖRNSDÓTTIR, Hliðarvegi 16, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra, Siglufirði. Kristin Ólafsdóttir, Birna Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Eygló Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Valmundur Valmundarson, Baldur Kristinsson, Magnús Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson, Sigurlaug Straumland, Bergmann Júliusson, Bjarney Emilsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BLÓM OG LISTMUNIR Kransar, krossar, kistuskreytingar. Samúðar skreytingar. Opið til kl. 10 kvöld og helgar. Þekking og góð þjónusta. BLÓM OG LISTMUNIR Kringlunni 6 s. 687075

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.