Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 17 Frá æfíngu á Carmina Burana sein frumsýnd verður í íslensku óperunni föstudaginn 23. febrúar. Islenska óperan: Frumsýning Carmina Burana og Pagliacci ISLENSKA óperan frumsýnir Car 1982) og Pagliacci eftir Ruggiero inn 23. febrúar næstkomandi. Carmina Burana er sviðsverk fyrir kór, einsöngvara, dansara og hljómsveit. Tónlistin einkennist af kraftmikilli hrynjandi, gáska og spennu. Ljóðin eru úr handriti frá því um þrettánhundruð sem fundust í byijun 19. aldar í klaustrinu Bene- diktbeuren í Bæjaralandi. Þaðan er nafnið dregið Carmina Burana: kvæði frá Beuren. Höfundar eru ókunn farandskáld sem yrkja um hverfulleika hamingjunnar, ástir og glasaglaum. Efniságrip Ijóðanna er prentað í leikskrá. Sjö dansarar úr Islenska dansflpkknum dansa í verkinu. En kór íslensku óperunnar leikur aðalhlutverkið í sýningunni, hann lætur sér ekki nægja að syngja, heldur túlkar tónlist og texta með hreyfingum. Slíkt sam- spil söngs og hreyfilistar hefur ekki verið sviðsett áður á íslandi. Höf- undur dansa og kórhreyfinga er Terence Etheridge. Einsöngvarar eru Akureyringurinn Michael Jón Clarke, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorgeir J. Andrésson. Operan Pagliacci (Trúðarnir) var frumsýnd í Mílanó 1892 og fékk þá strax stórkostlegar móttökur. Þetta er stutt ópera í tveimur þátt- um. Texta óperunnar samdi Leon- mina Burana eftir Carl Orff (1895- Leoncavallo (1858-1919) föstudag- cavallo sjálfur, en hann lagði stund á bókmenntanám jafnframt tónlist- inni. Hann sótti efniviðinn í bernskuminningar sínar. Hópur gamanleikara kemur í sveitaþorp á Suður-Ítalíu, þorpsbúar fagna ák- aft, þeim er boðið á leiksýningu þá um kvöldið. Saklaus gamanleikur snýst upp í harmleik. Pagliacci er sýnd með íslenskum skjátexta. Englendingurinn Basil Coleman leikstýrir Pagliacci._ Einsöngvarar eru Garðar Cortes, Ólöf K. Harðar- dóttir, Keith Reed, Sigurður Björns- son og Simon Keenlyside. Hljóm- sveitarstjórar eru David Angus og Robin Stapleton. Nicolai Dragan gerði báðar sviðsmyndir og búninga í Carmina Burana en Alexander Vassiliev búninga í Pagliacci. Lýs- ing er í höndum Jóhanns B. Pálma- sonar. Sýningarstjóri er Kristín Kristjánsdóttir. Alls taka 130 manns þátt i sýningunni. Miðasala er opin daglega frá kl. 15—19. Hafsteinn Austmann ásamt nokkrum verka sinna. Vestlendingar ræða samgöngu- og byggðamál: Langtímaáætlanir í vegagerð standist STJÓRN Búnaðarsambands Borgarfjarðar boðaði sveitarstjórnar- menn, alþingismenn Vesturlands og forystumenn Vegagerðarinnar í Borgarnesi til fúndar á Hótel Borgarnesi um samgöngu- og byggða- mál fyrir nokkru. Bjarni Guðráðsson í Nesi, formaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, stjórnaði ftmdi og lagði fram fróðlega skýrslu um íbúafjölda í sýslunum 1981—1989, fjölda lögbýla með fullvirðis- rétt, bústærð í ærgildum 1989 og búfjárfjölda. Birgir Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, hafði framsögu um vegamál. í erindi hans kom fram, að samkvæmt löngu samþykktri vegaáætlun þá skyldi veija 2,2—2,4% af vergri þjóðarfram- leiðslu til vegamála. Arið 1972 komst framlagið upp í 2,35%, en síðan hefur stöðugt dregið úr fjár- framlögum, og varð einungis 1,16% 1987 og 1,20% 1988. Af heildarfjár- magni til vegagerðar á árinu 1989 fóru um 14% til Vesturlands. í ár horfir heldur dapurlega um fjárveitingar til þessarar lífæðar dreifbýlisins, sem vegaframkvæmd- irnar eru, því ríkisvaldið hefur skert vegafé um 30% miðað við það sem samþykkt var í vegaáætlun í maí 1989. 600 milljónir er bein skerð- ing, og um 400 milljónir þarf að greiða í virðisaukaskatt til ríkissjóðs á árinu 1990 af vegaframkvæmd- um. Fundarmenn lýstu áhyggjum af horfum í atvinnu- og byggðar- málum. Hvöttu þó til að gefast ekki upp, heldur að snúa vörn í sókn. Engar samþykktir voru gerðar í fundarlok, en ef dregið er saman, það sem fram kom hjá málflytjend- um, þá er það þetta: Varað er við innflutningi landbúnaðarvara þ.e.a.s kjöt og mjólkurvörur. Staðið verði við langtímaáætlanir í vega- gerð, og þar með verði hægt að efla og bæta vegakerfið innan- ■ í ÁSMUNDARSAL við Freyjugötu, stendur nú yfir sýning þeirra Bjarna Ragnars Haralds- sonar og Ullu Hosford. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 18. febrú- ar. ■ SEINASTA sýningarhelgi á vatnslitamyndum Hafsteins Aust- manns í sýningarsal FÍM að Garða- stræti 6 fer nú í hönd. Þetta er 11. einkasýning Hafsteins, en hann hefur tekið þátt í fy'ölda samsýninga hér heima og erlendis. Hafsteinn Austmann hefur um árabil verið kennari við Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands. Hann er formað- ur Félags íslenskra myndlista- manna og í safnráði Listasafns Islands. héraðs með lagningu bundins slit- lags á útvegi, sem náð hafa ákveð- inni umferð, jafnhliða þjóðbrautum og stofnbrautum. Vegagerð ríkisins fari að óskum sveitarstjórna um forgangsröð vegaframkvæmda. Varað er við ofsköttun á ökutæki, sem rennur beint í ríkissjóð, en ekki til Vegagerðar. Jafna beri orkukostnað, svo íbúar landsbyggðarinnar beri ekki marg- faldan húshitunarkostnað á við höf- uðborgarsvæðið. Sveitarstjórnir myndi sjóð til að aðstoða við að halda jörðum eða jarðarpörtum sem boðnar eru til kaups, á hendi heima- aðila. Reynslan sýnir, að til að styrkja byggð, þá er nauðsynlegt að eignar- hald á jörðum verði hjá héraðs- búum, annað hvort einstaklingum eða sveitarfélögum. - D.P. Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari og Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari. M KOLBEINN Bjarnason, flautuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari munu halda tónleika í Selfosskirkju laug- ardaginn 17. febrúar kl. 16 og í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðuin sunnudaginn 18. febrúar kl. 14. Þau munu leika verk eftir C.P.E. Bach, rússann Sergej Pro- kofjev, ungveijann Béla Bartók og íslendingana Árna Björnsson og Atla Ingólfsson. Við sýnum: LJQSRITUNARVELAR Fjölbreytt úrval, frá þeim minnstu upp í afar fullkomnar og afkastamiklar ljósritunarvélar. lí teslhi ELEI IUIÍ1 T "AX Frá litlum upp í afar fullkomin telefaxtæki. ÁRMÚLA 8 - SÍMAR 84900, 688271

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.