Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRUAR 1990 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Stakkavíkurfeðgar í Grindavík við handflatningu í gærkvöldi. Alls handflöttu þeir 800 tonn af fiski á síðasta ári, en frá áramótum hafa þeir unnið um 300 tonn. Þeir eru, frá vinstri talið: Bræðurnir Gestur og Hermann og faðir þeirra Ólafur Gamalíelsson. Vertíðin: Leiðinleg tíð og afli svipaður o g í fyrra LEIÐINLEG tíð hefur einkennt vertíðina það sem af er og gert minni bátum erfitt fyrir. Þó virðist afli vera svipaður og var í fyrra víðast hvar. í Ólafsvík var gott veður í gær og Kristján Helgason hafnarvörður tjáði Morgunblaðinu að menn kynnu sér ekki læti að sjá loks til sólar. Tíðin hefur verið mjög leiðinleg það sem af er árinu og sjósókn eftir því. Aflinn hefur þó verið svipaður og í fyrra og var kominn upp í 1.550 tonn um síðustu helgi. Um 25 bátar róa frá Ólafsvík og hafa minni bát- arnir lítið getað róið vegna veðurs. Kristján sagði að nú gerðu menn sér vonir um að netaveiðin væri að glæðast. Grétar Sigurðson á hafnarvigtinni Virðisaukaskattur: Námsbækur lækka um 20% á miðjum vetri Virðisaukaskattur á íslenskum bókum, þar með töldum náms- bókum, verður felldur niður þann 16. nóvember næstkomandi. Fram að þeim tíma munu nemendur í framhaldsskólum greiða skattinn að öllu óbreyttu en námsbækur munu lækka um allt að 20% þegar skatturinn er felldur niður. Að sögn Hannesar Gíslasonar fjár- málastjóra Námsgagnastofnunar, hefur skatturinn nánast engin áhrif á námsbækur grunnskól- anna, sem stofnunin gefur út. „Við búumst við miklum látum í september þegar skólamir taka til starfa ef niðurfellingin verður ekki færð fram,“ sagði Árni Einarsson framkvæmdastjóri Máls og menning- ar. „Kennarar eru þegar farnir að kvíða haustinu ef þessari dagsetn- ingu verður ekki breytt. Þetta er fáránleg dagsetning inni á miðju skatttímabili sem er frá 1. nóvember og út desember. Nemendur munu bíða með að.kaupa þær bækur sem þeir geta með góðu móti komist af án, en þetta er ansi langur tími. Nemendur í annakerfi eru til dæmis að ljúka fyrri önn í Iok nóvember og útilokað að þeir geti beðið með bóka- kaupin." Hannes Gíslason hjá Námsgagna- stofnun segir að litið sé á stofnunina sem síðasta notanda en skólarnir fá bækurnar endurgjaldslaust. „Við borgum virðisaukaskatt af öllum skattskyldum liðum sem í megin at- riðum eru þeir sömu og söluskattur- inn náði til. Eitthvað hefur þó breyst en það er óverulegt," sagði Hannes. TUlögnr ríkisstj ómarinn- ar um lækkun útgjalda ÞINGFLOKKAR sljórnarflokk- anna og íj árveitinganefnd hafa nú til umfjöllunar tillögur ríkis- sljórnarinnar um 915 milljóna króna lækkun ríkisútgjalda á þessu ári, í tengslum við kjara- •samningana. Eins og Morgun- blaðið greindi lirá í gær verða þessar tillögur að líkindum sam- þykktar lítt eða óbreyttar í AI- þýðuflokki, Borgaraflokki og Framsóknarflokki, en þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hefúr ekki enn komist að niðurstöðu, en stefnir að afgreiðslu málsins nú á mánudag. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru á þessa leið: í Grindavík sagði að vertíðin væri hefðbundin fram að þessu. Janúar hefði þó einkennst af gæftaleysi. í Grindavík eru 16-18 bátar á netum og 14-15 á línu, tveir togarar og örfáir trollbátar. Afli hefur verið svipaður og í fyrra hjá netabátunum, en ef til vill aðeins lakari hjá línubát- unum. Vertíðin hefur gengið þokkalega, að sögn Sigurðar Bjarnasonar hafn- arstjóra í Sandgerði, og afli eftir því. í janúar veiddust 1.926 tonn í 344 róðrum, en á sama tíma í fyrra veiddust 1.250 tonn í 242 róðrum. Sigurður sagði að útlitið væri ekki verra í febrúar en tölur liggja ekki fyrir. Hann sagði að í fyrra hefði verið landað meiri afla í Sandgerði en árið á undan. Afli var 21.320,5 tonn í 6.495 róðrum 1989, en 17.101,5 tonn í 5.432 róðrum 1988. „Smærri bátunum gekk illa í jan- úar og fóru einn til tvo róðra en stærri bátarnir jöfnuðu það upp. Ágætlega gekk t.d. hjá stærri línu- bátum og einnig hjá netabátunum og dragnótabátunum," sagði Sigurð- ur. í Þorlákshöfn hafa verið slæm veður og vertíðin gengið treglega. í janúar komu 750 tonn á land, en á sama tíma í fyrra var aflinn 550 tonn. Tuttugu bátar lönduðu í Þorláks- höfn á miðvikudag og 21 á fimmtu- dag. Loðnu var eiftnig landað í Þor- lákshöfn þessa daga og á mánudag kom 21 tonn af ufsa á land. Þegar vertíð verður komin á fullan skrið er búist við að 35-38 bátar landi afla sínum í Þorlákshöfn. Hjá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum fengust þær upplýsingar að vertíðin hefði farið „spaklega" af stað. Hún væri fyrst nú að byija fyrir alvöru og lítið hægt að spá í framhaldið að svo stöddu. 1990 liðar m.kr. m.kr. Æðsta stjórn ríkisins 70 Alþingi og stofnanir þess 689 20 Bessastaðir 202 50 Menntamálaráðuneyti 124 Háskólinn á Akureyri 20 5 Rannsóknasjóður 95 10 Almennir framhaldsskólar 1) 346 30 Tækniskóli íslands, stofnkostnaður . 21 3 Fiskvinnsluskólinn, lóðaframk 4 2 íþróttakennaraskólinn, sundlaug .... 10 8 Héraðsskólar almennt, stöfnk. 2) 36 10 Þjóðminjasafn, viðhald og endurb. ... 23 8 Þjóðskjalasafn, innréttingar 10 8 Ýmis íþróttamál - íþróttaf., styrkir . 14 10 Uppgj. við sveitarf.(10% jöfn dreifing) 300 30 Utanríkisráðuneyti 5 Viðskiptaskrifstofa, markaðsátak ... 80 5 Landbúnaðarráðuneyti 28 Jarðræktar-ogbúfjárræktarlög 190 10 Framleiðnisjóður landbúnaðarins .... 614 10 Ýmisverkefni 6 2 Ráðstöfunarfé 3 1 Önnur rekstrargjöld, 1,5% lækkun .. 328 5 Sjávarútvegsráðuneyti 8 Gæðaátak o.fl Hafrannsóknastofnun, búnaður deilda 41 4 og útibúa 10 4 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti .... 66 Útgáfa Hæstaréttardóma 8 1 Borgarf. í Rvík, tæki og búnaður 2 1 Tölvuvæðing málaskrár 1 1 Lögreglust. í Rvík, almenn löereræsla 603 8 Eftirlit á vegum 3 2 Endurnýjun ökutækja 20 3 Breyting á verkstæði 14 8 Rannsóknarlögregla ríkisins 7 2 Sýslumenn og bæjarf., Fasteignir .... 20 6 Tæki og búnaður 14 5 Húsnæði vegna sjúkratrygginga 3 1 Innrétting lögreglustöðvar Landhelgisg.Islands, Leitarratsjá .... 5 3 20 18 Málskostnaður, önnur gjöld 49 7 Félagsmálaráðuneyti 100 Byggingarsjóður ríkisins 150 100 Heilbrigðis- og trygffiringamálar. . 262 Atvinnuleysistryggingasjóður 1.252 200 Borgarspitalinn, stofnkostnaður 55 10 Viðhald sjúkrahúsa 36 10 Tækjakaup sjúkrahúsa 30 10 Bygging sjúkrah. og heilsugæslus. 3) 235 17 Framkvæmdasjóður aldraðra 205 15 Fjármálaráðuneyti 90 Útgjöld samkv. heimildarákvæðum . 200 50 Bjarnarbraut 8, Borgarnesi ...... Stjórnsýsluhús, Akranesi, hönnun .. Sölvhólsgata 7 .................. Ráðstöfunarfé ríkisstjórnar ..... Samgönguráðuneyti ................ Vegagerð ríkisins ............... Skipaútgerð ríkisins ............ Flóabátar og vöruflutningar ..... Vitabyggingar ................... Hafnamál ........................ Flugmálastjórn .................. Sjálfvirkttilk.kerfi fyrir fiskiskip .... Ráðstöfunarfé ................... Önnur rekstrargjöld, lækkun um 3% Iðnaðarráðuneyti ................ Iðja og iðnaður, framlög ........ Orkusjóður sveitarafv./styrking dreifík.í sveitum ............. Ráðstöfunarfé ................... Fjárlaga- og hagsýslustofnun .... Yfirstjórn ...................... Hagræðingarverkefni ............. SAMTALS ......................... 33 17 1 1 25 2 120 20 140 4.575 75 178 5 131 3 17 1 597 30 532 3 5 2 3 1 665 20 20 62 72 20 8 2 48 1 10 1 915 Sundurliðun á lækkun einstakra liða 1) Skipting á lækkun liðar. Almennir frámhaldsskólar, stofnkostnaður. Menntaskólinn í Hamrahlíð 5 Menntaskólinn á Egilsstöðum 5 Menntaskólinn í Kópavogi 1 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 5 Fjölbrautaskóli Vesturlands 5 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 5 Menntaskólinn á Isafirði 4 SAMTALS 30 2) Skipting á lækkun liðar. Héraðsskólar almennt, stofnkostnaður. Héraðsskólinn Reykholti 5 Héraðsskólinn Núpi 2 Alþýðuskólinn Eiðum 3 SAMTALS 10 3) Skipting á lækkun liðar. Bygging sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Akranes, H2 Húsavík, H2 Raufarhöfn, H1 Seyðisfjörður sjúkrahús Neskaupstaður, sjúkrahús Eskifjörður, H2 Vestmannaeyjar, sjúkrahús Þorlákshöfn Hafnarfjöirður, St. Jósefssp. Mosfellsbær Ólafsvík, hjúkrunarheimili SAMTALS 2 3 1 2 1 1,3 2 0,6 2 0,9 1,0 16,8 íþróttahús vegna HM í handknattleik 1995: Haftiarfjörður óskar eftir viðræðum við ríkisvaldið Vitleysa að byggja höll fyrir einn leik, segir borgarstjóri BÆJARRÁÐ Haftiarfjarðar samþykkti í gær að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um byggingu íþróttahallar í Hafnarfirði vegna Heims- meistarakeppninnar í handknattleik, sem verður hér á landi 1995. Þegar hafa verið ákveðnar viðræður milli ríkisvaldsins og Kópavogs um sama eftii, en Handknattleikssamband Islands lagði fyrst til að umrætt mannvirki yrði reist í Laugardal í Reykjavík. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra hefur ríkissljórnin ekki óskað eftir formlegum viðræðum við Reykjavíkurborg um bygginguna, en tóm vitleysa væri að byggja höll fyrir einn leik. Guðmundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri í Hafnarfirði sagði að fullur hugur og alvara lægi að baki bókun- I fimgelsi fyrir íkveikjur HÆSTIRETTUR hefúr dæmt mann frá Akureyri, Gísla Wendel Birgisson, í 2 'A árs fangelsi fyrir íkveikjur á árunum 1986 og 1987. Gísli Wendel var m.a. ákærður fyrir sjö íkveikjur a Akureyri, svo sem á Eyrarvegi 18, í skúr við Hafn- arstræti og í bifreið. Þá segir í hæstaréttardóminum, að hann hafi hlotið að sjá fyrir að íkveikja í skúr við Geislagötu ylli líklega eldsvoða, sem hefði í för með sér almanna- hættu. Ljóst væri að hann hefði í engu skeytt um hættuna og myndi ekki hafa breytt gerðum sínum, þótt hann hefði talið slíkan eldsvoða langlíklegustu afleiðinguna. Niðurstaða hæstaréttardómar- anna Guðmundar Jónssonar, Bene- dikts Blöndal, Bjarna K. Bjarnason- ar og Þórs Vilhjálmssonar og Gunn- ars M. Guðmundssonar, setts dóm- ara, erþví sú, að Gísli Wendel Birgis- son skuli sæta fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. ar bæjarráðs. „Við höfum verið að ræða þetta á umliðnum mánuðum við ráðamenn og ráðherra þar á meðal og ég hygg að það sé gagn- kvæmur áhugi að skoða þennan kost hér í Hafnarfirði." í bókuninni, sem var samþykkt hjá bæjarráði Hafnarfjarðar í gær, segir meðal annars, að fram séu komnar hugmyndir um að reisa megi fjölnota íþróttahús á Ásvöllum, framtíðaríþróttasvæði Knattspyrnu- félagsins Hauka, sem falla myndu að áformum ríkisvaldsins og HSI um byggingu íþróttahallar vegna HM 1995 á íslandi. Stjórn Hauka hafi lýst yfir áhuga sínum á viðræð- um um málið og bæjaryfirvöld styðji þessar hugmyndir. Bæjarráð bendir á að Ásvellir liggi vel við hvað samgöngur varðar og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við ríkisvaldið um eðlilega hlutdeild heimamanna í stofnkostnaði mann- virkisins og um rekstrarform að aflokinni keppni 1995. Óskar bæjar- ráð eftir því að slikar viðræður gætu hafist hið fyrsta.“ Guðmundur Árni sagði ennfremur að rétt væri að skoða alla valkosti og ekki væri um baráttu bæjarfélaga að ræða, en þetta væri spennandi og jákvætt mál fyrir Hafnarfjörð. Hann taldi að kostnaður vegna byggingarinnar í Hafnarfirði yrði á milli fjögur og fimm hundruð millj- ónir. „Það er skylda ekki aðeins ríkisvaldsins heldur líka opinberra aðila eins og sveitarfélaga að gera þetta á eins hagkvæman og ódýran máta og hægt er. Við erum tilbúnir að sæta hlutlægri skoðun á því hvað telst heppilegast í þessu sámbandi.“ Davíð Oddsson sagði að það væri ágætt ef ríkissjóður og bæjarfélögin hefðu efni á að reisa höll fyrir millj- arð eða meira fyrir einn leik á sama tíma og ríkissjóður væri að skera niður útgjöld hér og þar, en borgin hefði ekki lofað neinu í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.