Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR, 199.0 Morgunblaðið/Einar Falur Fræðst um myndlist Hópar skólabama sækja Listasafn íslands heim til að fræðast um myndlist. Þá er rýnt í verkin og svo er sessunum komið fyrir, sest á gólfið og hlustað af athygli. Þessi hópur barna, sem Ijósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Listasafninu í gær, var að kynna sér „íslandslag“ eftir Svavar Guðnason. VEÐUR * * * * * * * * í DAG kl. 12.00: Heimild: Veöurstofa islands (Byggt é veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 16. FEBRÚAR YFIRLIT i GÆR: Austanátt á landinu, stinningskal^li eða allhvass með éljum á annesjum vestan- og norðaustanlands, en heldur hægari norðaustanlands og slydduél austanlands. Sunnantil á landinu var hægviðri og víða léttskýjað. SPÁ: Vaxandi suðaustanátt um sunnan- og vestanvert landið, víða 6-8 vindstig með skafrenningi en síðar einnig snjókomu þegar líður á daginn en norðanlands verða 4-6 vindstig og skýjað en úrkomu- lítið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanstrekkingur með slyddu eða rigningu um sunnan- og síðan norðanvert landið, en hægari sunnan- átt með éljum fylgir í kjölfarið. Hiti um eða yfir frostmarki. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt með slyddu við norðurströndina en mun hægari austlæg eða breytileg átt og él um sunnanvert landið. Hiti um frostmark austanlands en vægt frost annars staðar. 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrír * V El E= Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: "i i» Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vcður Akureyri 1 slydda Reykjavik +1 léttskýjað Bergen 3 skýjað Helsinki 0 snjókoma Kaupmannah. 1 þokuruðningur Narssarssuaq +3 skafrenningur Nuuk +11 snjókoma Osló 2 þoka í gr. Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 2 skýjað I Algarve 17 heiðskírt Amsterdam 4 þrumuveður Barcelona 20 hálfskýjað Berlín 1 slydda Chicago 2 frostúði Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 4 rigning Glasgow 5 úrkoma Hamborg 2 þokumóða Las Palmas 19 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 6 heiðskirt Lúxemborg 4 skýjað Madríd 10 mistur Malaga 18 heiðskirt Mallorca 21 léttskýjað Montreal +10 alskýjað New York 3 alskýjað Orlando 18 heiðskírt París 9 hálfskýjað Róm 15 þokumóða Vin 1 rigning Washington 6 þokumóða Winnipeg +22 léttskýjað Húsnæðisstofnun: Farið fram á 10 ný stöðugildi auk fast- ráðningar lausamanna HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur farið fram á leyfi fyrir 10 nýjum stöðugildum við stofnunina og í bígerð er að óska eftir því ellefta til að bæta símaþjónustu stofnunarinnar. 16 starfsmenn eru lausráðnir, þar á meðal forstöðumaður húsbréfadeildar, og hefur stofnunin einnig farið fram á fastráðningu þessara starfsmanna. 56 manns starfa nú hjá stofhuninni, fastráðnir og lausráðnir. Leyfi fyr- ir nýráðningum og nýjum stöðugildum hefúr ekki fengist enn og hefúr umsókn stoftiunarinnar verið hjá ráðningarnefnd rikisstofnana síðan í nóvember síðastliðnum, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmdastjóra Húsnæðisstolhunar. „Húsnæðisstofnun hefur ná- kvæmlega 39,24 stöðugildi,“ segir Sigurður, „sem hún hefur haft heimild fyrir í háa herrans tíð og hefur harla lítið eða ekkert breyst nú seinni árin. Þrátt fyrir það hafa verkefnin hlaðist á stofnunina.“ Til að vinna hin auknu verkefni segir Sigurður að hafi orðið að ráða lausráðið fólk. „Og það hefur bjargað okkur,“ segir hann. 16 starfsmenn eru nú lausráðnir hjá Húsnæðisstofnun og hafa verið allt að fjögur ár í starfí. Ekki hef- Ekkí er til- efiii til að auka loðnu- kvótann - segirJakob Jakobsson NIÐURSTÖÐUR úr loðnuleið- angri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar á loðnumiðunum við Suðausturland gefa ekki til- efni til að auka loðnukvótann, að sögn Jakobs Jakobssonar for- stjóra Hairannsóknastofnunar. Jakob Jakobsson sagði í samtali við Morgunblaðið að vart hefði orð- ið við loðnu í Víkurálnum út af Vestfjörðum en ekki væri búið að ákveða hvort rannsóknaskip yrði sent þangað í Ioðnuleiðangur. Heildarloðnukvótinn á haust- og vetrarvertíðinni er _ 900 þúsund tonn. Þar af er kvóti íslendinga 662 þúsund tonn, Norðmanna 139 þús- und tonn og Grænlendinga 99 þús- und tonn. ur fengist heimild til að fastráða þessa starfsmenn. Um síðustu ára- mót gengu í gildi nýjar starfs- skráningarreglur, sem útheimta að sérhver starfsmaður þarf að vera skráður og með sérstakt númer. „Við brugðum auðvitað hart við í byrjun nóvember ogjskrifuðum fé- lagsmálaráðuneytinu og fjármála- ráðuneytinu og óskuðum eftir því að þetta fólk yrði fastráðið. Allt þetta mál hefur verið í biðstöðu síðan í ráðningamefndinni,“ segir Sigurður. Samtals eru 56 starfsmenn hjá Húsnæðisstofnun núna í 51,67 stöðugildum. Á meðal lausráðinna er forstöðumaður húsbréfadeildar, sem jafnframt er eini starfsmaður þeirrar deildar, þar sem ekki hefur fengist leyfi til að ráða fleiri. „I samræmi við endurskipulagn- ingu starfseminnar höfum við farið fram á samtals 10 ný stöðugildi,“ segir Sigurður. Þau eru meðal annars fyrir þijá lögfræðinga og einn ritara í innláns- og innheimtu- deild, þar sem Landsbanki íslands „hefur krafist þess að Húsnæðis- stofnun taki nú loksins við öllum þeim mikla þunga af innheimtuað- gerðum sem lögfræðideild bankans hefur verið með áratugum saman. Þetta er ekki lengur eðlilegur hluti , af lögfræðideild Landsbankans, vegna þess að við höfum yfirtekið alla aðra starfsemi sem áður var á vegum veðdeildarinnar og þar af leiðandi er eðlilegt að þessi lög- fræðistörf flytjist hingað. Hús- næðismálastjórn hefur fýrir löngu samþykkt það fyrir sitt leyti. Bank- inn hefur starfað í samræmi við það og nú hefur bankastjórnin sett okkur þá kosti að taka við þessu fyrir marslok," segir Sigurður. Aðrir sem ætlunin er að ráða eru m.a. forstöðumaður ráðgjafar- stöðvar, tveir menn í húsbréfa- deild, einn fulltrúi í almenna lána- deild og annan í tækniþjónustu. Bilun í prentsmiðju Blaðaprents: Viðg’erð væntanlega lokið á mánudaginn SKAMMHLAUP varð í aðaldrif- mótor pressunnar í prentsmiðju Blaðaprents hf. í fyrrinótt. Lokið var við að prenta Tímann og Þjóðviljann þegar bilunin varð, en prentun Pressunar var ekki hafín, og kom hún því ekki út í gær. Til stóð að prenta Pressuna í prentsmiðju DV í gær, og dreifa henni í dag. Að sögn Hrafnkels Ársælssonar, framkvæmdastjóra Blaðaprents, verða Tíminn, Þjóðvilj- inn og Alþýðublaðið prentuð í prent- smiðjunni Odda þar til viðgerð á mótornum lýkur. „Blöðin verða færri síður og ekki í fjórlit á meðan þau verða prentuð í Odda, en vænt- anlega geta þau komið út í eðlilegu formi á þriðjudaginn, þar sem við reiknum með að viðgerð verði lokið á mánudaginn." Hrafnkell sagði að áætlaður kostnaður við viðgerðina væri á bilinu 200-300 þúsund krónur. Kópavogur: Afgreiðslu Qárhagsáætl- unar frestað BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur ákveðið að fresta til 9. mars, síðari umræðu um fjárhagsáætl- un bæjarins. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar bæjarstjóra, er það gert vegna nýgerðra kjarasamninga, sem hafa áhrif á fyrri áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.