Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 19 Eldur í höfiiðstöðv- um Moskvufrétta Tékkóslóvakía: Markaðskerfi áánútúrdúra —er krafa Vaclavs Klaus fjármálaráðherra NÝR RÁÐHERRA fjármála tók við völdum í byrjun desember í Térkkóslóvakíu, skömmu eftir að bundinn var endi á valdaein- okun kommúnista. Hann heitir Vaclav Klaus og verður í fylgdar- liði Vaclavs Havels forseta er kemur hingað til lands á morg- un, laugardag. Klaus var áður starfsmaður svonefndrar spá- deildar fjármálaráðuneytisins og fáir höfðu heyrt á hann minnst fyrir umskiptin í nóvember síðastliðnum. Breska vikuritið The Economist ræddi nýlega við Klaus, sem er eindreginn fijáls- hyggjumaður og aðdáandi Miltons Friedmans. „Markaðsbúskapur án nokk- urra lýsingarorða, “ segir Klaus að sé það sem Tékkóslóvakía þarfnist núna og vísar þar með ýmsum hugmyndum kommún- ista og vinstrisinna í Austur- Evrópu um „félagslegan“ mark- aðsbúskap á bug. Hann telur að hálfkák geri minna en ekkert gagn. í ráðuneyti hans er nú verið að undirbúa lög af margvís- legu tagi sem hafa það að mark- miði að koma á peningamarkaði að vestrænni fyrirmynd. I ársbyrjun var ríkiseinokun í bankakerfinu breytt þannig að komið var á laggirnar annars vegar einum seðlabanka og hins vegar sjö, sjálfstæðum viðskipta- bönkum. Fljótlega verður gengið frá samningi á sölu 40% hlutafj- ár í einum sjálfstæða bankanum í hendur austurrískrar lánastofn- unar. Klaus segir að mikilvæg- asta verkefnið sé að koma í veg fyrir að óðaverðbólga fylgi í kjöl- far afnáms miðstýringarinnar. Niðurgreiðslur skornar niður í byijun febrúar skýrði Klaus frá því í sjónvarpinu að hann hygðist minnka niðurgreiðslur um 15% í niðurskurðarfjárlögum sem lögð yrðu fram 8. mars. Viku síðar kynnti hann tillögur um verðbréfamarkað og senn verða lögð fram lög sem heimila hlutabréf í einkaeigu. Eiga allar umbæturnar að taka gildi 1. apríl. Samtímis segir Klaus að það sem Tékkar þurfi síst frá Vesturlöndum sé bein fjárhags- aðstoð; hún hefði aðeins í för með sér verðbólgu. Hins vegar þurfí að fá erlend fyrirtæki til að taka þátt í samstarfsfyrir- tækjum, stofna ný fyrirtæki eða kaupa eldri fyrirtæki. í sönnum fijálshyggjuanda telja Klaus og samstarfsmenn hans það ekki hlutverk sitt að ráðskast með markaðinn; þeirra hlutverk sé aðeins að halda verðlagi í skeíj- Vaclav Klaus. um meðan markaðurinn ráði fram úr sínum málum sjálfur. Mörgum þykir Klaus fara of geyst í sakirnar og benda á að Ungveijaland og Pólland hafí verið að gera hægfara.breyting- ar í sínum efnahags- og íjármál- um í mörg undanfarin ár meðan lítt hafí þokast í Tékkóslóvakíu. Klaus segir að þessi lönd hafi hafnað í eins konar „umbóta- gildru“ þar sem hægfara umbæt- ur hafi reynst verri en engar. Auk þess hafi verið lagður grundvöllur að umbótum í Tékkóslóvakíu í heilt ár, m.a með nýju bankalögunum. The Economist hafði áður sagt að Klaus, sem er 48 ára gamall, hefði verið ráðgjafi Alexanders Dubceks við umbæturnar 1968 en það segir Klaus rangt. Þá segist hann hafa verið „reiður, ungur hagfræðingur" sem barist hafí jafnt gegn gamla kerfinu sem stefnu Dubceks. Moskvu. Reuter. MIKLAR skemmdir urðu á rit- stjórnarskrifstofum vikuritsins Moskvufrétta aðfaranótt fímmtu- dags er eldur kviknaði í bygging- unni. Aðstoðaritstjóri tímaritsins kvaðst ekki geta útilokað að kveikt hefði verið í húsinu en ritstjórar tímaritsins hafa verið dyggir talsmenn umbótastefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Að sögn Viktors Loshaks, aðstoð- arritstjóra náði eldurinn einnig að læsa sig í hús við hlið höfuðstöðva Moskvufrétta en þar eru skrifstofur Leiklistarsambands sovéskra verkalýðsfélaga. Sagði Loshak að leiklistarnemi hefði týnt lífi er hann reyndi að forða sér úr brennandi byggingunni og stökk út um glugga. Sagði aðstoðarritstjórinn að skemmdirnar væru gífurlegar en þó hefði starfsmönnum tímarits- ins tekist að bjarga telefax-tækjum og ljósritunarvélum. Kvað hann þó sýnt að flytja þyrfti ritstjórnina í nýtt húsnæði á meðan viðgerðir færu fram. Tímaritið Moskvufréttir hefur tekið algjörum stakkaskiptum frá því Míkhaíl Gorbatsjov hóf að boða umbótastefnu sína í Sovétríkjunum. í ritinu hafa oftlega birst athyglis- verðar greinar þar sem brugðið er ljósi á ýmsa atburði í sögu Sov- étríkjanna sem sagnfræðingar hafa fram til þessa ekki árætt að skrifa um. Þá hefur tímaritið einnig birt mjög gagnrýnar greinar um menn og málefni í Sovétríkjum samtím- ans. Hefur tímaritið af þessum sök- um vakið mikla athygli á Vestur- löndum og í Sovétríkjunum nýtur það gífurlegra vinsælda. Ekki hafa skrif blaðsins þó fallið öllum í geð. Sagt er að blaðamönnum og rit- stjórum þess berist hótanir bæði bréfleiðis og gegnum síma. Hefur þetta einkum borið við eftir að birst hafa gagnrýnar greinar um hin ýmsu samtök rússneskra þjóðernis- sinna. í nýjasta hefti blaðsins, sem kom út á rússnesku á miðvikudag, er að finna nokkrar greinar um harðlínumenn innan sovéska kommúnistaflokksins auk þess sem þekktur rithöfundur frá Leníngrad hvetur til þess að flokkur sovéskra kommúnista verði leystur upp. Gróðurhúsaáhrifin: Breytir Golf- straumurinn um stefnu? ÞAÐ er ekki útilokað að gróður- húsaáhrifin svokölluðu leiði til þess að braut Golfstraumsins breytist og hann hætti að hita norðlægar slóðir, segir Klaus Hasselmann, einn fremsti lofts- lagssérfræðingur Vestur-Þjóð- veija, í viðtali við vestur-þýska vikuritið Der Spiegel. Hasselmann sem er forstöðumað- ur Max-Planck veðurfræðistofnunar- innar í Hamborg segir að margt bendi til að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu af manna völdum sé farið að hafa áhrif á hitastig í lofthjúpi jarðar. Undanfarin hundrað ár hafí magn lofttegundarinnar auk- ist um 25% í andrúmsloftinu. Á sama tíma hafí meðalhitastig hækkað jafnt og þétt. Þetta sé þó ekki sönnun á tilvist gróðurhúsaáhrifanna heldur vísbending. Samkvæmt rannsóknum Hasselmanns felst fleira en hækkun hitastigs í gróðurhúsaáhrifunum. Hann segir líklegt að nýtt loftslags- jafnvægi skapist þar sem m.a. haf- straumar hafa breytt um stefnu. í lok síðustu ísaldar hafi hafstraumar gjörbreyst á einni til tveimur öldum og það sama gæti gerst núna þegar hitastig jarðar hækkar. Danmörk: Greiðslu- jöfiiuður- inn batnar Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. HALLINN á greiðsliyöftiuði Dana við útlönd var 10,2 millj- arðar dkr. (tæpir 95 milljarðar ísl. kr.) á síðasta ári, sá minnsti frá árinu 1978 og næstum millj- arði dkr. minni en búist var við í desember síðastliðnum. Niels Helveg Petersen, efna- hagsráðherra dönsku stjórnarinn- ar, sagði, að hallinn hefði nú minnkað þrjú ár í röð og þyrfti að leita aftur til sjöunda áratugar- ins til að fínna hliðstætt dæmi. Hann lagði hins vegar áherslu á, að þá fyrst væri ástæða til að fagna þegar greiðslujöfnuðurinn væri í plús en ekki mínus. Sagði Helveg, að nú skipti mestu að búa vel að útflutningsgreinunum og auka sparnað í landinu. Það er einkum tvennt, sem hef- ur orðið til að bæta greiðslujöfnuð Dana við útlönd. Annars vegar aukinn útflutningur iðnaðar- og landbúnaðarvara og hins vegar minni almenn neysla. Þrátt fyrir halla á greiðslujöfnuðinum minnk- uðu heildarskuldir Dana erlendis á síðasta ári um einn milljarð dkr. og eru nú 295 milljarðar. Þ.t»DRGRfMSS0N&C0 ABET£oe±n± HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.