Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 mnmn t, þa& arsiæmt ouó \frra- b’iti/io trxxr- glyttu, en það cr huQsanlegt pk gebum ótefnt kafarcur\um." * Ast er.. .. .stórt hjarta. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndica te í næstu viku tökum við törn á hægri handlegg, held ég ... Með morgnnkaffinu Ég varð að selja Messan nýja til að eiga fyrir þess- um, sem er módel 1927 ... HÖGNI HREKKVISI Þessir hringdu . . Köttur týndur Svartur köttur með hvíta bringu og lappir tapaðist frá Njörvasundi 40, merktur Skotti, s.32887. íþróttayfirvöld biðji Rúmena afsökunar íþróttamaður hringdi: Mér finnst að íþróttayfirvöld Reykjavíkurborgar eigi að biðja rúmensku handknattleiksmenn- ina, ef ekki rúmönsku þjóðina alla, afsökunar á því að fáni Ceauses- cu-stjórnarinnar skyldi látinn hanga uppi í íþróttahölinni í Laug- ardal vegna landsleikja íslands o'g Rúmeníu í handknattleik. Ég hélt að hvert mannsbam sem horfir á sjónvarpsfréttir eða les blöð vissi að merki kommúnista hafði verið skorið úr rúmenska fánanum strax á fyrsta degi bylt- ingarinnar. Sorglegast er að ut- anríkisráðuneytið skyldi, að því er manni skildist á starfsmanni íþróttahallarinnar á Stöð 2, beinlínis gefa fyrirmæli um að kommúnistafáninn skyldi notaður með því að segjast hafa ekki feng- ið neinar upplýsingar frá Rúmeníu um breytingar á fána ríkisins. Einhvern tíma hefði af minna til- efni verið sagt að íslenskir emb- ættis- og stjórnmálamenn byggju í fílabeinsturni. Ekki hægt að skauta á Tjörninni A.B. hrindi: í góðu veðri um dagir.n langaði okkur til að bregða okkur á skauta á Tjöminni. Það reyndist ókleift þar sem hún var þakin snjó. Fór- um við upp á Rauðavatn og var það heldur betra en þó ekki gott. Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að Tjörnin sé ekki skafin svo hægt verði að skauta þar. Mikið er gert fyrir skíðamenn og er það vel, en ekki má skilja skautafólkið eftir. Skattamál ráðherranna Sigurður Jónsson hringdi: Mér fínnst það lágkúrulegt af ráðherrum að skjóta sér undan þeim sköttum sem þeir eiga að greiða þegar verið er t.d. að hund- elta börn sem bera út blöð, örorku- llfeyrisþega og ellilífeyrisþega. Þeir ættu að vera menn til þess að afnema þessi hlunnindi með öllu og fara eftir þeim lögum sem þeir eru sjálfir að setja þjóðinni. Nær það svo nokkurri átt að ráð- herra, segi að opinber embættis- maður, sem er að framfylgja lög- um, fari með kjaftæði? Svo langar mig að spyija í sambandi við umræðuna um niðurskurð ríkis- stjómarinnar af hveiju ekki er skorið niður í utanríkisþjón- ustunni, til dæmis með því að fækka sendiherrum? Mætti ekki eins fækka í þeim fjölmennu sendinefndum sem alltaf er verið að senda úr landi? Ægisíða eða Ægissíða? Jón Ólafúr Þorsteinsson hringdi: Beint fyrir utan heimili mitt stendur á götuskilti að gatan sem ég bý við heiti Ægisíða en mér finnst að þar vanti eitt s, þ.e. að gatan, sem liggur meðfram sjón- um, sé síða Ægis og á skiltinu eigi því að standa Ægissíða. Hef ég leitað árangurslaust eftir leið- réttingu á þessu hjá borginni og vona að úr rætist." <. J Gleraugu fúndust Ranglega var sagt sl. þriðjudag að gleraugu hefðu tapast í Stóra- gerði. Hið rétta er að þar fundust kvengleraugu, ljós að lit með rauðri rönd. Þar er sími 37837. Spurningar til Háskólahappdrættisins 4192-7828. Mig langar að spyija Háskóla- happdrættið hvað auglýsing þess um 70% vinningsmöguleika síðustu dagana áður en dregið er. Eru það möguleikar þeirra sem miða kaupa? Ég á nefnilega mjög stóra fjölskyldu sem er búin er að spila síðan happdrættið byrj- aði. Það hafa allir orðið fátækari af því og þess vegna held ég að auglýsingin um 70% möguleika sé blekking. Ætli flestir vinninga, allavega þeir stóru, renni ekki beint til happdrættisins. Hér áður fyrr fengu þó sumir minnsta vinn- ing, þ.e. þegar börnin drógu en ekki tölva. Enginn varð þó ríkur af þeim í þessari fjölskyldu. Er það einnig virkilega ætlun ráða- manna happdrættisins að fólk geti ekki séð vinningsnúmerin og númerin á miðunum þar sem þau eru á svo smáu letri. Þar sem mér virðast flestir stóru vinning- anna renna til happdrættisins hlýtur það að hafa ráð á að hafa númerin það stór að allir sjái. Það er ekki hægt að bjóða öldruðum upp á þessi smáu númer og ég býst við að ungt fólk eigi líka í fullu fangi með það. Á skautum á Reykjavíkurtjörn. Víkyeiji skrifar Merkilegt þykir Víkverja að fylgjast með reglum um skattheimtu af fríðindum og öllu fremur skondinn sá mælikvarði, sem lagður er á einkaafnot af bílum eftir gerð þeirra og búnaði. Svo er það spurningin hvernig afnotin skiptast milli nauðsyn- íegra ökuferða í þágu vinnuveit- enda eða „snatt“ með konu og börn. Hvort skyldi það flokkast uþdir nauðsyn eða ekki að aka sjalfum sér til vinnu á fríðindabíl? Er það síðan svo að sumir séu „jafnari“ en aðrir og afnot af bíl við vinnu þeirra séu ekki skatt- skyld, aðeins hinna, sem vinna annars staðar. Hugsunarhátturinn minnir ótrúlega mikið á „Félaga Napoleon". XXX Víkveiji er orðinn hundleiður á notkun orðsins aðgerðir, sem hinir opinberu ljósvakamiðlar nota svo í tíma og ótíma að með ólíkind- um er. Aðgerðum er hnýtt aftan í ótrúlegustu orð. Klifað er á verk- fallsaðgerðum, ofbeldisaðgerðum, rannsóknaraðgerðum og svo framvegis. Víkverji kannast vel við orðin læknisaðgerð og að gert sé að fiski, en hitt finnst honum um of. Líklega byrja þulir hins opinbera fljótlega á því að tilkynna í upphafi fréttatíma að þessi eða hinn sjái um lestraraðgerðir í fréttatímanum. Ofbeldi þýðir vald- beiting, verkfall þýðir að vinna er felld niður. Hvort tveggja fejur í sér aðgerð. Þetta minnir á ofnotk- un sagnarinnar að gera, sem hefur með ótrúlegum hættil komizt jnn í íslenzkuna og hagar sér þar ná- kvæmlega eins og enska sögnin to do. Þannig fara menn líklega að gera lestraraðgerðir í stað þess að lesa og svo framvegis. Spoonerism" er alþjóðlegt orð yfir ákveðna tegund af mismæli, kennt við William A. Spooner, engilsaxneskan prest, sem var frægur að endemum fyrir þessi mismæli, sem fela í sér stafavíxl milli orða. Þannig segja menn ol og kolía í stað þess að segja kol og olía, segja begg og eikon og eru rakir steglumenn í stað þess að vera stakir reglu- menn. Hafa sumir spé af því að leika sér með málið í þessum dúr, bæði í gamni og alvöru og er það vel, því til þess er tungan að vera ! skemmtileg. Sem dæmi af þessu \ tagi má nefna að Spooner er sagð- iur hafa ætlað að segja „Green- jlands icy Mountains", en úr því hafi orðið „Icelands greasy Mountains". Hvort þessu hefur verið logið upp á karlinn eða ekki veit Víkerji eigi, en lætur sér það í léttu rúmi liggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.