Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
23
Ragnar Kjartansson í sakadómi í Hafskipsmáli:
Segist hafa talið fram til skatts
2/s þess sem ákæra kalli fjárdrátt
ÁFRAM var haldið að yfírheyra í Hafskipsmálinu í sakadómi í
gær. Björgólfiir Guðmundsson og Ragnar Kjartansson voru spurðir
um ákæruliði sem fjalla um ætlaðan íjárdrátt af sérstökum tékka-
reikningum og bókhaldsóreiðu við meðferð þeirra. Þeir hafa báðir
mótmælt sakargiftum og talið sér heimilt að nota tékkareikningana
með þeim hætti sem gert var, samkvæmt starfskjarasamningi hafí
þeim verið heimil 60% uppbót ofan á föst laun til greiðslu á ýmsum
kostnaði sem óbeint hafi leitt af starfi þeirra og af reikningnum
hafi einnig verið greiddur ýmis beinn útlagður kostnaður vegna
Hafskips. Þá hafi þeir átt háar innistæður vegna ágóðaþóknunar
sem samið hefði verið um við stjórn félagsins og hefði fyrst miðast
við 2%, síðan 3,5% og loks 2,5% af rekstrarafkomu félagsins. Þeir
hafi borið ábyrgð á meðferð reikninganna, fylgiskjölum eða úttekt-
um og í þeirra mat hafi verið lagt vegna hvers væri greitt af þeim.
Ragnar Kjartansson sagði í gær
að samkvæmt samningi við stjórn
félagsins hefði sér verið heimilt að
stofna til persónulegra útgjalda
með útgáfu tékka á þessum reikn-
ingi svo lengri sem það var innan
60% markanna. Oft hefði verið
óljóst eða á jaðrinum hVort færa
ætti kostnað á hann persónulega
eða á fyrirtækið enda væri oft erf-
itt að greina á milli.
Ragnar sagðist hafa vitað að
hann ætti inni hjá félaginu stórar
innistæður vegna ágóðaþóknunar
liðinna ára og hefði hann fengið
árlega upplýsingar um stöðu þeirra
mála hjá endurskoðanda félagsins.
Sá hefði einnig verið skilningur
stjómar félagsins enda hefði hún
átt frumkvæði að því að hluta inni-
stæðnanna var breytt í hlutafé.
Ragnar gerði samanburð á
ákæru gegn sér og Björgólfi Guð-
mundssyni hvað varðaði fjárdrátt
af hinum sérstöku tékkareikning-
um. Ákæra gegn Björgólfi hljóði
uppá rúmlega 6,7 milljónir króna
en rúmar 2 milljónir til vara. Gegn
sér sér ákært fyrir 867 þúsund
króna fjárdrátt en engin tala sé
sett til vara enda hefði þá með
sömu aðferð og beitt var gegn Björ-
golfi fengist sú niðurstaða að hann
ætti inni hjá félaginu 3,7 milljónir
króna.
Ragnari er gefið að sök að hafa
á árunum 1981 til 1984 dregið sér
með 15 tékkum af hinum sérstaka
tékkareikningi sínum um það bil
650 þúsund krónur og nýtt sér féð
ýmist til eigin þarfa eða annarra
óviðkomandi Hafskip. Sjö tékkanna
eru vegna endurgreiðslu á vaxta-
kostnaði við hlutafjáraukningu
hans í félaginu og einn tékki er
vegna samskonar útgjalda fyrir
Björgólf Guðmundsson. Um þessa
tékka sagðist Ragnar hafa talið sér
heimilt að endurgreiða sér vaxta-
kostnað sem jaðarkostnað enda
hefði eingöngu stofnast til útgjald-
anna vegna starfa hans við fyrir-
tækið. Einn tékka er vegna hluta
kostnaðar við brúðkaupsveislu
dóttur Ragnars, en Ragnar sagði
þar um handvömm að ræða í færslu
í raun væri um skuldajöfnuð að
ræða. Þá er þarna að finna 120
þúsund króna úttekt sem fyrir milli-
göngu Alberts Guðmundssonar
rann til greiðslu á sjúkrakostnaði
vegna Guðmundar J. Guðmunds-
sonar. Um það sagði Ragnar að
fyrirtækið hefði stutt ýmis góð
málefni og greitt kostnað við hann
út af þessum reikningum. Slíkt
væri alsiða meðal fyrirtækja. Sem
dæmi hjá Hafskip nefndi hann
styrki til íþrótta- og mannúðarfé-
laga, svo og barnaspítala Hrings-
ins. Þá nefndi hann að fyrirtækið
hefði staðið straum af kostnaði við
gerð einnar kennslustofu í nýbygg-
ingu Verslunarskólans og að sá
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
15. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 87,00 80,00 82,28 32,446 2.669.846
Þorskur(ósL) 80,00 54,00 76,20 3,234 246.431
Saltflök 210,00 210,00 210,00 0,150 31.500
Ýsa 94,00 74,00 88,96 3,218 286.262
Ýsa(ósl.) 88,00 71,00 79,30 1,341 106.347
Karfi 48,00 42,00 42,35 24,011 1.016.944
Ufsi 52,00 48,00 49,79 20,291 1.010.276
Steinbítur 40,00 30,00 37,84 4,036 152.740
Steinbítur(ósl.) 40,00 31,00 35,62 10,210 363.681
Langa 51,00 46,00 49,01 0,335 16.436
Lúða 545,00 300,00 398,77 0,476 189.615
Hrogn 209,00 118,00 160,42 1,007 161.544
Samtals 61,89 101,667 6.292.546
( dag verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 88,00 79,00 81,58 35,371 2.885.718
Þorskur(ósL) 81,00 55,00 77,42 14,891 1.152.822
Ýsa 105,00 69,00 85,47 4,702 401.876
Ýsa(ósL) 82,00 70,00 77,23 4,562 352.337
Karfi 50,00 20,00 41,67 26,017 1.084.065
Ufsi 50,00 45,00 49,59 7,951 394.261
Hlýri+steinb. 43,00 37,00 38,94 6,709 261.240
Langa+blál. 59,00 50,00 50,72 2,774 140.707
Lúða 700,00 310,00 397,51 0,289 114.880
Sólkoli 74,00 74,00 74,00 0,054 3.996
Keila 26,00 26,00 26,00 0,475 12.350
Gellur 230,00 230,00 230,00 0,023 5.290
Hrogn 225,00 50,00 77,03 0,170 13.095
Samtals 65,28 106,008 6.919.993
í dag verður selt óákveðið magn af þorski, ýsu, karfa og ufsa úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf
Línuþorskur 93,00 63,00 80,61 39,884 3.215.203
Þorskur(1 n.) 92,00 77,00 86,42 18,258 1.577.884
Ýsa 87,00 60,00 76,69 9,744 747.308
Karfi 45,00 45,00 45,00 1,342 60.390
Ufsi 44,00 30,00 43,61 3,656 159.433
Steinbítur 43,00 26,00 38,72 11,921 461.612
Hlýri '38,00 38,00 38,00 0,242 9.196
Langa 53,00 41,00 50,10 1,020 51.105
Lúða 555,00 400,00 461,28 0,183 84.415
Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,134 4.690
Keila 31,50 27,00 30,13 2,657 80.063
Skata 72,00 5,00 23,37 0,062 1.449
Rauðmagi 85,00 85,00 85,00 0,088 7.480
Samtals 72,04 90,052 6.487.698
styrkur hefði verið sá eini sem ta-
lið hefði verið nauðsynlegt að stjóm
félagsins fjallaði um. Um mál Guð-
mundar sagði Ragnar að sæi hann
eftir einhveiju í tengslum við störf
sín hjá Hafskip þá væri það þessi
greiðsla vegna þeirra afleiðinga
sem mál þetta hefði síðar haft fyr-
ir Guðmund, en hann hefði ekki
vitað og ekki átt að vita hveijir
stæðu að baki.
Ragnar lagði fram upplýsingar
um að á þeim tíma sem þessi kafli
ákærunnar tekur til hefði hann
talið fram laun samtals rúmar 5,2
milljónir króna en í greinargerð
endurskoðanda sérstaks saksókn-
ara segði að laun tímabilsins hefðu
verið rúmar 4,8 milljónir króna og
á þeirri niðurstöðu sé byggt um
ákæru þessa. Þá hafi komið í ljós
að saksóknari hafí að mati eigin
endurskoðanda tilfært sem laun til
Ragnars úttektir sem ótvírætt hafi
tilheyrt Hafskip fyrir tæpar 200
þúsund krónur. Ragnar segist við
yfirheyrslur hjá RLR hafa komið
því á framfæri og óskað eftir ran-
sókn í tilkefni af því að hann hefði
fært nokkur kostnaðarfylgiskjöl á
sig sem laun og þannig hefðu við-
komandi upphæðir skilað sér inn í
launamiðaframtal endurskoðanda
félagsins. Ekki hafi verið orðið við
þessari beiðni. Sé yfirlit endurskoð-
anda sérstaks saksóknara rétt blasi
því við að endurskoðandinn hafi
ætlað Ragnari um 400 þúsund
krónum lægri laun en hann hafí
sjálfur talið fram. Þannig hafí hann
talið fram sem laun um það bil 2/a
hluta hins meinta ijárdráttar og
eigi þá eftir að taka tillit til 60%
heimildarákvæðis sem ótvírætt nái
til meintra fjárdráttarliða. Ragnar
krefst þess að þessar tölur verði
afstemmdar og óskar að lagt verði
fram yfirlit á fjármálalegum ráð-
stöfunum sínum á grundvelli 60%
heimildarinnar sem ekki fylgi rann-
sóknargögnum málsins. Ragnar
vísar til áður gerðrar greinargerðar
sinnar þar sem fram komi að ónýtt-
ar heimildir hans á grundvelli heim-
ildarákvæðisins hafí numið rúmum
3,4 milljónum króna. Þá vakti
Ragnar athygli á því að hann hefði
Karvel Pálmason:
Ekki sam-
staðaí
Alþýðu-
flokknum
KARVEL Pálmason þingmaður
Alþýðuflokks segist ekki hafa
mætt á þingflokksfúnd Alþýðu-
flokksins í fyrradag þar sem nið-
urskurðartillögur ríkisstjórnar-
innar voru lagðar fram, í mót-
mælaskyni við þau vinnubrögð
sem viðhöfð voru í þessu mSi.
Því sé ekki um að raða samstöðu
í þingflokknum í þessu máli.
Karvel sagðist hafa óskað eftir
því að fá að sjá hugmyndir um nið-
urskurð í fyrri viku. Því hefði verið
hafnað af ráðherrum Alþýðuflokks-
ins. Síðan hefði hann fengið upplýs-
ingum um fyrirhugaðan niðurskurð
í ij'ölmiðlum. í fyrradag hfðu tillög-
urnar verið kynntar í fjárveitinga-
nefnd og í þingflokkunum síðar um
daginn. Karvel sagðist hafa tilkynnt
þingflokksformanni sínum að hann
myndi ekki mæta í mótmælaskyni
við leynd og vinnubrögð við þennan
niðurskurð.
þegar endurgreitt þrotabúi Haf-
skips um það bil 627 þúsund krón-
um hærri upphæð auk dráttarvaxta
en samtala ákæruliða segði til um.
Að loknum framburði Ragnars
var yfírheyrslum yfír Björgólfi
Guðmundssyni haldið áfram. Hann
sagðist hafa við gjaldþrotið átt inni
hjá fyrirtækinu 7,5 milljónir króna
vegna hagnaðarhlutdeildar, lagði
fram beiðni um að það yrði sann-
reynt og sagði að slíku hefði ekki
verið sinnt fram að þessu. Auk
þeirra fjárhæða sem að framan eru
greindar er honum gefið að sök að
hafa dregið sér af sérstökum tékka-
reikningi með 12 tékkum á árinu
1983 til 1985 tæplega eina milljón
króna. Björgólfur sagði allar út-
tektir innan 60% heimilda sinna og
þorri útgjaldanna orðið til vegna
starfa sinna og tíðra langdvala er-
lendis. Meðal þessara tékka eru
útgjöld vegna flugfarseðla fyrir son
hans og stjúpson, hreinsun á tepp-
um á heimili hans og fleira. Hann
sagði suma tékkana þannig til
orðna að hann hefði greitt fyrir
stykri eða auglýsingar á vegum
félagsins en síðan látið endurgreiða
sér útgjöldin út af þessum reikn-
ingi. Björgólfur lauk ekki fram-
burði sínum og heldur yfírheyrslan
áfram í fyrramálið.
Sara Kristjáns-
dóttir — Minning
Nokkur kveðjuorð til systur
minnar, Söru Kristjánsdóttur. Við
vorum þijár systumar, Sara var
elst, og í hennar huga var ég alltaf
litla systir og naut ég þess þegar
hún flutti að heiman og fór til
Reykjavíkur. Þá mundi hún vel eft-
ir litlu systur í sveitinni og sendi
mér sitthvað fallegt sem gladdi
barnshugann. Ætíð síðan hefur hún
viljað minn kost bestan.
Hún fór til Reykjavíkur 17 ára
og var þénandi hjá vinafólki for-
eldra okkar og var það í 8 ár. Þar
kynntist hún manni sem varð eigin-
maður hennar. Hann var 13 árum
eldri og var ekkjumaður með 6
böm. Hann hafði misst konuna í
spönsku veikinni. Hann hét Krist-
björn Einarsson. Hann og börnin
urðu hennar lífshamingja. Eitt
barnið fór í fóstur en hin fímm ól
hún upp. Þau áttu eitt bam saman
sem fékk nafnið Guðmundur en
hann dó nokkurra mánaða. Hin
bömin fímm voru á aldrinum 3 til
10 ára og af þeim em 2 á lífi. Það
eru_ Egill og Karitas.
Ég held mér sé óhætt að fullyrða
að henni hafi farið vel úr hendi sitt
æfistarf. Hún var glaðsinna og
stjórnsöm og vakti yfir velferð fóst-
urbarna sinna.
í 66 ár bjó systir mín á Lauga-
vegi 58B, en þegar hún var 91 árs
flutti hún í Seljahlíð, dvalarheimili
fyrir aldraða, og þar lauk hún langri
æfigöngu.
Eg kveð kæra systur mína með
bestu þökk fyrir alla okkar sam-
verustundir. Guð blessi hana.
Anna Kristjánsdóttir
t
Móðir mín og amma,
RÓSA KENT KONRÁÐSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 14. febrúar sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ida Jensen,
Rósa ísaksdóttir.
t
Eiginkona mín,
KRISTJ ANA ÁSBJARNARDÓTTIR,
Álftagerði,
Mývatnssveit,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 13. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. febrú-
arkl. 13.30. Minningarathöfn verður í Skútustaðakirkju sunnudag-
inn 18. febrúar kl. 14.00.
Dagbjartur Sigurðsson.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU INGIMUNDARDÓTTUR,
Garðvangi,
Garði,
fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Oddgeir Gestsson,
Lfney Gestsdóttir, Sigurður Karlsson,
Inga Gestsdóttir, Magnús Þorsteinsson,
Oddný Gestsdóttir, Jón Guðmundsson,
Jenný Gestsdóttir, Magnús Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.