Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
í tilefhi af 40 ára afinæli
_ >
Fóstrufélags Islands
eftir Selmu Dóru
Þorsteinsdóttur
Hinn 6. febrúar sl. voru 40 ár lið-
in frá því að fóstrur stofnuðu stéttar-
félag. Fyrsta dagvistarheimilið var
stofnsett 1924 og var þá strax fyrsta
fóstran ráðin til starfa. Þar var þó
ekki fyrr en tæpum 30 árum síðar
að fóstrur stofnuðu stéttarfélag.
Stofnfélagar voru alls 22 fóstrur.
Auk þess að semja um kaup og
kjör félagsmanna var markmið fé-
lagsins að stuðla að bættum uppeld-
isskilyrðum barna m.a. með það fyr-
ir augum að öll böm á Islandi ættu
þess kost að dvelja á leikskóla hluta
úr degi, undir handleiðslu sérmennt-
aðs starfsfólks.
Nú 40 árum síðar eru þess mark-
mið enn í gildi. Fóstrufélag íslands
hefur það efst á málefnalista sínum
að standa vörð um velferð bama,
stuðla að alhliða framförum í uppeld-
is- og menntunarmálum þeirra og
beita sér fyrir auknum skilningi al-
mennings á þörfum þeirra.
Þegar litið er yfir 40 ára sögu
félagsins sést að mikið hefur áunn-
ist. Viðhorf gagnvart bömum, leik
þeirra og starfí hefur breyst. Eftir
því sem árin hafa liðið em það fáir
sem efast um gildi leiksins fyrir
þroska bamsins og leikurinn því við-
urkenndur sem nám og starf þeirra.
Áhugi á málefnum bama hefur
því farið stöðugt vaxandi bæði meðal
almennings og stjómvalda og
bemskan í auknum mæli virt sem
sérstætt þroskaskeið sem hlúa þarf
að. Ennfremur má sjá að skilningur
almennings hefur aukist á gildi og
hlutverki leikskólans í nútíma sam-
félagi. Þessar viðhorfsbreytingar
getum við ekki síst þakkað fmm-
kvöðlum fóstmstéttarinnar sem
ávallt settu bamið í fyrirrúm og
töluðu máli þess, oft við erfið sam-
félagsleg skilyrði.
Fóstmr leggja áherslu á að starf
þeirra verði áfram skilgreint sem
uppeldis- og kennslustarf enda leik-
skólinn til barnanna vegna. Þær gera
þær kröfur til þjóðfélagsins að þeim
„Fóstrur leggja áherslu
á að starf þeirra verði
áfram skilgreint sem
uppeldis- og kennslu-
starf enda leikskólinn
til barnanna vegna.“
sé gert kleift að vinna störf sín á
faglegan hátt.
Menntamálaráðuneytið hefur
stuðlað að auknum faglegum metn-
aði hjá fóstram m.a. með útgáfu
Uppeldisáætlunar — markmið og
leiðir (1985) þar sem fram kemur
stefnumörkun varðandi uppeldi og
menntun barna í leikskólum. Enn-
fremur má nefna þróunar- og rann-
sóknarsjóð á vegum menntamála-
ráðuneytisins sem ætlað er að stuðla
að nýbreytnistarfi á leikskólum
landsins.
Með því að menntamálaráðuneytið
vinnur að heildarstefnumörkun, eft-
Selma Dóra Þorsteinsdóttir
irliti, rannsóknar- og þróunarstarfi
leikskóla styrkir það starfsfólk leik-
skólanna í starfí og stuðlar að auk-
inni velferð yngstu barnanna. Fós-
trufélag íslands leggur áherslu á að
allar fjölskyldur, sem það kjósa, eigi
þess kost að fá leikskóladvöl fyrir
böm sín.
Sveitarfélög sjá nú alfarið um
rekstur leikskóla og hafa langflest
sveitarfélög lagt metnað sinn í að
standa vel að rekstrinum, og mikið
þróunar- og nýbreytnistarf á sér nú
stað. Hinu bfer ekki að leyna að hraða
þarf uppbyggingu leikskóla verulega
ef okkur á að takast að gefa öllum
bömum kost á leikskóladvöl á næstu
ámm. Jafnframt þarf að mennta
fleiri fóstmr árlega.
Afmælisbamið á sér þann draum
að fóstrur, menntamálaráðuneytið,
sveitarfélög svo og stofnanir og félög
sem láta sig málefni barna varða
taki höndum saman og setji verkefni
þessi í algeran forgang.
Að lokum vil ég nota þetta tæki-
færi og þakka öllum þeim sem sýndu
Fóstrufélagi íslands vinarhug á af-
mælisdaginn og óska þess að fóstm-
stéttin beri gæfu til að halda áfram
að vinna metnaðarfullt starf í þágu
leikskólabarna.
Höfundur er formaður
Fóstrufélags Islands.
Hvað er
Armaflex
Það er heimsviðurkennd
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
(A)*mstrong
% Ávallt til á lager.
Þ. ÞORGRÍMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640
ÞAÐ VERÐUR GOTT
ROCK'N ROLI
íkvöld
Miðaverð 500 Opið f rá 23-03
KJALLARIKEISARANS
Laugavegi 116- S. 10312
Guðmundur
Rúnar
leikur í kvdld.
Jappy lmiir“
kl. 22.00-23.00
\ KLDBBNUM
Stórhljómsveitin
HAFRÓT
ásamt Mjöll Hólm leika fyrir dansi.
Stelp**r
þlövilJI*
eldcimlssa
KASKÓ
| leikur í kvöld.
&HOTEL&
Opið öll kvöld til kl. 1.00
Snyrtilegur klæðnaður. Frítt inn till kl. 24.00.
NÍLLABÁR
Jón forseti ásamt félögum.
Stærri og betri Nilla bar. Opið frá kl. 18.00-03.00.
flQrjprotMafoifo
Metsölublað á hverjum degi!
LAUGAVEGI