Morgunblaðið - 17.02.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LATJGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Er draumur ráðherrans
martröð skattborgarans?
SLAGORÐ stjórnraálamanna, einkum stjórnmálamanna í kosn-
ingabaráttu, þess efiiis að „stefnt skuli að niðurskurði opinberra
útgjalda, aðhaldi í ríkisrekstri, takmörkun erlendrar lántöku,
sölu ríkisíyrirtækja, fækkun opinberra starfsmanna, sparnaði á
öllum sviðum rikisreksturs“, eru fyrir löngu farin að hljóma
eins og meiningarlausar, gamlar lummur í eyrum íslenskra kjós-
enda. Enda hafa þeir löngum horft upp á vanefiidir sömu stjórn-
málamanna, þegar þeir komust á valdastól í skjóli þess atkvæða-
magns sem þeir tryggðu sér með loforðunum innantómu. Hug-
renningar í þessa veru eru mörgum ofarlega í huga nú, laust
eftir að afar aðhaldssamir kjarasamningar hafa verið gerðir á
vinnumar kaðinum, sem krefja launþega um ákveðnar kaup-
máttarfórnir, atvinnurekendur um aðhald í rekstri og bændur
um ákveðnar launafórnir. Nú horfa menn til ríkisstjórnarinnar
°g Alþingis og spyrja sem svo: Ætla stjómmálamennirnir enn
einu sinni að skerast úr leik og skjóta sér undan ábyrgð? Það
er ekki að fúrða að það fjúki athugasemdir í þá vem að þeir
Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson geti bara leitað
sér að annarri vinnu, séu þeir ekki reiðubúnir að sætta sig við
niðurskurð fjármagns til þeirra málaflokka sem þeir fara með
í ríkissljóm. Að vísu bendir nú allt til þess að þeir muni sætta
sig við niðurskurð, en víðsfjarri því jaftimikinn og upphaflegar
tillögur fj ármálaráðherra gerðu ráð fyrir. En hvers konar
tregðulögmál er það sem ræður því að ríkisumsvifin aukast stöð-
ugt, andstætt annarri þróun í þjóðfélaginu? Er það aðeins fræði-
lega mögulegt að skera niður ríkisútgjöld, en ekki í reynd?
Kemur það heim og saman að samgönguráðherra skuli ferðast
um Vestfírði og lofa því að flýta jarðgöngum um tvö ár, á með-
an þeir sem boða niðurskurð, og vilja standa við hann, benda á
að vænlegustu leiðimar til niðurskurðar séu frestun fram-
kvæmda, tímabundinn samdráttur í opinberri þjónustu og þess
háttar, þar sem reynslan sýni að tilraunir til þess að skera nið-
ur rekstrarþætti hins opinbera mistakist nánast undantekinera-
laust?
Tekjur og gjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 1945-88 %
GJÖLD u ,
TEKJUR J/ 1 tKJUn" 30
GJÖLD
i 1 1 1 1 1 1 1 1 r 1945- '51- '56- '61- '66- 71- 76- '80 '81 '82 50 55 60 65 70 75 80\— meðaltal 5 ára i i i i i i '83 '84 '85 '86 '87 '88 Heimild: Þjóðhagsstofnun
3
■llllllll |
%
1945- '51- '56- '61- '66-
50 55 60 65 70
76- '80 81
80— meðaltal 5 ára
82
'84
Hallinn er orðinn að reglu !
Tekjuafgangur/halli hins opinbera
sem hlutfall af landsframleiðslu 1945-88
Heimild: Þjóðhagsstolnun
|Ml
Yfirteknar skuldir -
orkuveitna---------
Alþingi, eins og það leggur
sig, er síður en svo sak-
laust í þessum efnum.
Alþingismenn eru mun
iðnari við að samþykkja lög um
nýjar framkvæmdir, nýja sjóði,
nýja þjónustu, auknar almanna-
tryggingar og auknar endurbætur.
Framleiðsla þeirra á lögum sem
krefjast fjármagns er miklum mun
méiri en tekjuöflunarfrumvörp
þeirra, enda þau fyrmefndu mun
vænlegri til vinsælda og þess að
tryggja þingmönnunum endurkjör.
í þessum efnum virðast engar
flokkslegar línur ráða, heldur
miklu fremur búseta viðkomandi
þingmanna. Sama má segja um
ríkisstjómir hveiju sinni. I Vís-
bendingu, 30. nóvember 1988,
vikuriti um viðskipti og efnahags-
mál sem Kaupþing hf. gefur út,
er grein eftir Finn Geirsson, sem
nefnist Opinber umsvif og velferð-
in. Þar segir Finnur m.a. „Fjár-
lagafmmvörp hafa verið lögð fram
af fjórum ráðherrum úr mismun-
andi flokkum á siðustu fjómm eða
fimm ámm. (Albert Guðmunds-
syni, Þorsteini Pálssynij Jóni Bald-
vin Hannibalssyni og Ólafi Ragn-
ari Grímssyni. Innskot AB.) Allir
hafa þeir verið ákafir talsmenn
aðhalds og samdráttar í ríkisút-
gjöldum við upphaf fjárlagatíma-
bils, en allir, sem reynsla er komin
á, hafa orðið að'lúta í lægra haldi
fyrir útgjaldaþenslu þegar upp var
staðið. 011 árin hafa skattar ekki
dugað fyrir útgjöldum sem þýðir
vaxandi ríkisskuldir og um leið
aukin vaxtagjöld. Til að ná jafn-
vægi er um tvennt að velja; draga
út ríkisumsvifum eða hækka
skatta.“
Legg eitthvað af mörkum
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
göngu- og landbúnaðarráðherra,
er sá ráðherranna, sem hvað harð-
ast hefur bragðist við áformum
fjármálaráðherra um niðurskurð
ríkisútgjalda: „Ég hef auðvitað all-
an tímann verið reiðubúinn að
leggja eitthvað af mörkum í þessu.
Ég mun sjá um það sem ég kalla
sanngjarna hlið á mínum mála-
flokkum, í þessum niðurskurðar-
áformum,“ sagði Steingrímur í
samtali við mig fyrr í vikunni.
Á ámnum 1945 til 1955 námu
tekjur ríkissjóðs um 25% af lands-
framleiðslu og þar af vom skatt-
tekjur 24,6%. A ámnum 1980 til
1988 vom tekjur ríkissjóðs af
landsframleiðslu um 33,7% og
skatttekjumar vom þar af um
31%. Auðvitað er ekki hægt að
bera þesjsi tímabil saman tölulega
séð, án þess að horfa til þeirrar
staðreyndar að það er á síðustu
áratugum sem velferðarkerfi okk-
ar íslendinga hefur verið byggt
upp, og öllum má vera ljóst hver
kostnaður er í því fólginn. Fjárlög
ársins í ár hljóða upp á um 95
milljarða og þar af eru fjárveiting-
ar til almannatryggingakerfisins
um 22 milljarðar króna. Það er
miklu frekar staðreyndin um
vaxtagreiðslur ríkissjóðs og þróun
þeirra sem er uggvænleg. Sem
hlutfall fjárlaga vora vaxtagreiðsl-
ur árið 1980 5,3%, en síðastliðið
ár voru þær um 10% og í ár stefna
þær einnig í að verða um 10% fjár-
laga, eða nálægt 10 milljarðar
króna. í þessu sambandi er rétt
að hafa í huga að ríkissjóður yfir-
tók skuldir orkuveitna árið 1986
að upphæð 5.066 milljónir króna,
sem jafngildir auðvitað því að
pólitísk ákvörðun var tekin um það
að skattborgarar framtíðarinnar
skyldu greiða .niður lágt raforku-
verð landsmanna nú. Þróunin er
sú að vaxtagreiðslur vegna lána
þeirra sem ríkissjóður tekur verða
stöðugt meiri, frá ári til árs, og
þar með em minni fjármunir eftir
til framkvæmda. Fjármunir þeir,
sem ríkisvaldið mun ráðstafa til
framkvæmda í ár, em minni en
fara munu í vaxtagreiðslur. Framt-
íðarsýnin getur því ekki talist björt
að þessu leyti.
Einkaneysla og samneysla
okkar eykst meira en
landsframleiðsla
Landsframleiðsla íslendinga
jókst frá árinu 1980 til ársins 1987
um 24,1%. Til viðmiðunar má geta
þess að í Japan jókst hún á sama
tímabili um 29,4%, Kanada um
23,5%, Tyrklandi um 46,8%, Dan-
mörku um 16,4% og Svíþjóð um
13,2%. Einkaneysla íslendinga á
sama tímabili jókst um 39,4%, Jap-
ana um 23,2%, í Kanada um 24,1%,
Tyrklandi 40,9, Danmörku um 14%
og Svíþjóð um 12,5%. Samneysla
(útgjöld ríkis og sveitarfélaga, að
fjárfestingum undanskildum) jókst
hjá okkur íslendingum á ofan-
greindu tímabili um 43,2% og þar
skipum við langefsta sætið. í Japan
jókst samneyslan um 21,8%, í
Kanada um 13,9%, í Tyrklandi um
36,3%, Danmörku um 11,1% og í
Svíþjóð um 11%. Af þessum sam-
anburðarlöndum, sem valin eru af
handahófi, sépt að einkaneysla og
samneysla þessara landa eykst inn-
an marka aukningar landsfram-
leiðslunnar, en hér á landi er ekki
hægt að segja hið sama. Sam-
neysla og einkaneysla eykst jafnt
og þétt, án þess að aukin lands-
framleiðsla gefi svigrúm til slíks
og niðurstaðan er auðvitað sú, að
aukin velmegun er fjármögnuð
með auknum halla á ríkissjóði, sem
aftur er fjármagnaður með lántök-
um og af þeim lánum þarf óumdeil-
anlega að greiða vexti.
Þá er athyglivert að bera saman
hvernig þróunin hefur verið í
starfsmannaaukningu hins opin-
bera, miðað við einkafyrirtæki. Sé
litið til áranna 1985 til 1987 sést
að á þessum árum fjölgar opin-
berum starfsmönnum um 11,7%,
en hjá einkafyrirtækjum um 8,2%.
Reyndar hefur það verið svo um
langa hríð að fjölgun ríkisstarfs-
manna er ávallt meiri en hjá einka-
fyrirtækjum landsins, sem standa
þó undir framleiðninni í landinu.
ISLAND
Breytingar (%) á landsframleiðslu,
einkaneyslu og samneyslu
í nokkrum löndum 1980-87
Spánn Tyrkland Noregur Finnland
Heimild: OECD
Japan Grikkland Kanada Danmörk Svíþjóð