Morgunblaðið - 17.02.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 17.02.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1990 2? Meðferð nauðgunarmála rædd á Alþingi: Ekkert lát á brotum Fjórar fyrirspurnir, sem allar varða kynferðisafbrot (nauðgun- armál), vóru á dagskrá í sameinuð þingi sl. fimmtudag. Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista, spurði heil- brigðisráðherra og dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda við tillögum nauðgunarmálanefiidar. Spurningarnar varða m.a. aukna fræðslu heilbrigðisstétta um kynferðisafbrot, hugsanlegar breytingar á þeim kafla hegningarlaga er íjallar um kynferðisaf- brot, fortakslausan rétt þolenda kynferðisbrota til endurgjalds- lausrar lögfræðiaðstoðar, skipulega málsleið fyrir brotaþola í nauðgunarmálum og neyðarathvarf fyrir fórnarlömb nauðgara. Fræðsla heilbrigðisstétta — Neyðarmóttaka Guðrúnar Agnarsdóttur (SK- Rv) spurði m.a. heilbrigðisráð- herra hvað hafi verið gert til að fylgja eftir ítarlegum tillögum nauðgunarmálanefndar: 1) hvort fræðsla um kynferðisafbrot hafi verið aukin í grunnnámi heilbrigð- isstétta, 2) hvort haldin hafí verið sérstök námskeið um þessi mál fyrir starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar, 3) hvað hafi verið gert til að koma á fót neyðarmóttöku fyrir fómarlömb nauðgara. Guðmundur Bjamason, heil- brigðisráðherra, sagði að nauðg- unarmálanefnd hafí skilað skýrslu 1988. Skýrslan hafí verið lítið til umfjöllunar síðan. Fræðsla hafi ekki verið aukin. Engin sérstök námskeið verið haldin. Ein stöðuheimild hafi fengizt á fjárlögum fyrir sérmenntaðan hjúkranarfræðing á Borgarspítala, en hún hafi ekki enn verið nýtt. Skýrslan hafí hinsvegar verið rædd í ríkisstjórn og ijórum ráð- herrum verið falið að kanna, hvemig þessum rpálum verði bezt fylgt eftir. Þess væri því að vænta að skriður komizt á málin. Eldra frumvarp endurf lutt Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmála- ráðherra, sagði í svari við annarri spuringu Guðrúnar, að ríkisstjómin hafi samþykkt að endurflytja óbreytt frumvarp til breytinga á hegningarlögum, sem lagt var fram á þinginu 1988-89, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Óskað umsagnar réttarfarsnefiidar Þriðja spurðning Guðrúnar, hvort lögum um meðferð opinberra mála yrði svo breytt, að þolendur kyn- ferðisafbrota öðlist fortakslausan rétt til endurgjaldslausrar aðstoðar löglærðs talsmanns, sem og hvort brotaþola verði tryggð greiðsla þeirra bóta, sem dómstólar dæma, með því að ríkissjóður greiði bæt- urnar og endurkreiji síðan þann dæmda. Dómsmálaráðherra sagði ekki ákveðið, hvort né að hve miklu leyti yrði komið til móts við tillögur nefndarinnar á þessum vettvangi. Hann kvaðst hafa ákveðið að senda tillögurnar til umsagnar réttarfars- nefndar. Skipuleg málsleið fyrir brotaþola Dómsmálaráðherra sagði að ekki hafi verið tekin önnur ákvörðun um þetta efni en að endurflytja frum- varpið, sem fyrr er getið. Ráðherra sagði þær Ieiðir, sem tillögur stæðu til um skipulega málsleið fyrir Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) brotaþola í nauðgunarmálum, verð- ar ítarlegrar skoðunar. Guðrún Agnarsdóttir þakkaði svörin, þótt þau hefðu mátt vera markvissari. Hún sagði að mikið fræðslustarf hafi farið fram á veg- um kvenna, m.a. í samstarfí við rannsóknarlögreglu og lögreglu- skóla. Hún lagði áherzlu á mikil- vægi þeirra tillagna, sem nauðgun- armálanefnd hafi sett fram, og staðhæfði, að meðan við hefðumst ekkert að yrði ekkert lát á brotum. Ekki væri lengur hægt að þola að- gerðarleysið. Fyrir nokkrum árum var svínakjöt sjaldan á borðum okkar og þá helst á stórhátíðum. En nú er öldin önnur, samfara betri gæðum kjötsins hefur verð farið lækkandi og við getum haft svínakjöt oftar, ekki bara á hátíðum og tyllidögum heldur einnig aðra daga. Fyrir nokkrum áram var dóttir mín í Austurríki í nokkrar vikur. Þar fékk hún að eigin sögn heimsins besta mat og hún skrifaði heim: „Við fáum hversdags svínasteik eins og við fáum á jólunum heima.“ Þar var „sparigrísinn“ sem sagt hafður hversdags. Um daginn skoðaði ég mjög fullkomið svínabú að Brautarholti á Kjalarnesi og svínasláturhúsið Grísaból í Reykjavík. Gaman var að sjá, hvað allt var fullkomið og hreinlegt. Fóðran tölvuvædd, bleikir grísirnir lágu og hjúfruðu sig að móðurinni og dilluðu dindlinum, en það er ótvírætt merki um vellíðan. Og eigendur sögðu: „Við verðum að standa okkur í harðri samkeppni við annað kjöt. Ef við höfum ekki gott kjöt, hættir fólk að kaupa það.“ Þarna eins og annars staðar er það neytandinn sem ræður. Er þetta ekki það, sem koma skal? Matarvenjur og hugsunarháttur hefur breyst hin síðari ár, við viljum geta valið og hafnað og viljum borða fleiri en eina tegund kjöts, og ekki naga svínin afréttina á okkar gróðurvana landi. Skrokkarn- ir hanga á rám í sláturhúsinu, síðan er þeim rennt eftir þeim yfir á slá í gám, sem þeir eru fluttir í í verslanir og veitingahús. Ótal margt er hægt að búa til úr svínakjöti. Ég hefí lengi bragðbætt ýmsa rétti með reyktu beikoni, bæði fisk, bauna- og grænmetisrétti auk kjötrétta. Allt hakk verður betra, ef svínahnakk er bætt í það, og nú orðið er lifrarkæfa ómissandi álegg á brauðið. Öll þekkjum við skinku og hamborgarhrygg. En núna ætla ég að gefa ykkur uppskrift að bógsteikinni, sem var í matinn hjá mér sl. sunnudag. Salome Þorkelsdóttir um umhverfísmálaráðuneytið: Grundvallarspurn- ingum ósvarað Breið samstaða nauðsynleg SALOME Þorkelsdóttir (S-Rn) sagði í umræðu um stofnun nýs umhverfismálaráðuneytis, að nauðsynlegt væri að reyna að ná samstöðu á þingi um jafii víðfeðman og mikilvægan mála- flokk, er varði lífríkið allt, land okkar, umhverfi og mannlíf. Ekki væri hyggilegt, eins og stjórnar- flokkarnir stefni nú að, að að- skilja frumvarp um stofiuin um- hverfismálaráðuneytis og frum- varp um hver skuli vera verkefiii þess, en siðara frumvarpið situr eftir í nefnd, óafgreitt. Hún vitn- aði til orða Hermanns Svein- björnssonar, stjórnarformanns Hollustuverndar ríkisins, þess efiiis að varhugavert væri að hraða stofnun umhverfismála- ráðuneytis það mikið að ekki vinnist tími til að svara grund- vallaratriðum um starfsemi ráðu- neytisins og stofnana þess. Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) sagði hér á ferð eitt stærsta og viðamesta mál, sem komið hafí fram á þessu þingi, þ.e. hvernig skuli í framtíðinni staðið að yfír- stjórn umhverfismála og hvaða máli skuli falla undir þá yfírstjóm. Hún minnti á að þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafí strax og þing kom saman í haust (4. mál þingsins) lagt fram ítarlegt framvarp um stjórn umhverfísmála, sem enn væri til meðferðar í allsheijarnefnd neðri deildar. Salome sagði Ijóst að skoðanir stjórnarliða og sjálfstæðismanna um skipulag þessara mála féllu ekki í einn farveg. Verra væri þó að stjórnarliðar vildu knýja fram framvarp um stofnun sérstaks ráðuneytis umhverfismála en skilja Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) eftir framvarpið um verkefni þess. Verst væri máske að ekki væri stað'-** ið þannig að málum, að leitt gæti til samstöðu í þinginu um þennan mikilvæga málaflokk. Salome sagði að hér færa stjórn- arliðar öfugt að hlutunum. Fyrst þyrfí Alþingi að gefa sér góðan tíma til að svara grandvallarspumingum um starfsemi ráðuneytisins eða yfírstjómar umhverfísmála. Síðan að taka ákvörðun um formsatriði málsins. Hún lýsti vonbrigðum sínum með, hvemig að málum væri staðið, og hvatti til að reynt yrði - að ná sem breiðastri samstöðu á þingi um skipan jafn mikilyægs málaflokks, jafnvel þótt það taki nokkurn tíma. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Svínabógsteik 2'/2-3 kg svínabógsteik vatn til að sjóða fituhúðina í 1-1 ‘A tsk. salt mikið af nýmöluðum pipar 2 '/i dl vatn 200 g ferskir sveppir 1 lítill blaðlaukur (púrra) 15 g smjör (1 smápakki) V, tsk. karrý 1 peli kaffiijómi sósumaizenamjöl 1. Skerið í fituhúðina á steik- inni, þannig að hún myndi reiti, u.þ.b. 3x3 sm. 2. Hitið bakarofn í 250°C. 3. Leggið steikina í steikingar- pott eða skúffuna úr ofninum. Fituhúðin snúi niður. 4. Hellið svo miklu vatni í steik- ingarpottinn/skúffuna að það þeki fituhúðina. 5. Setjið í ofninn og látið vera þar í 20 mínútur. 6. Takið steikina úr steikingar- pottinum/skúffunni. Hellið vatn- inu af. Snúið nú fituhúðinni upp og setjið steikina aftur í steiking- arpottinn/skúffuna. 7. Setjið í miðjan ofninn eða aðeins fyrir ofan miðju og steikið í 25-30 mínútur. Nú á að mynd- ast skorpa í fituhúðina. Gott getur verið að glóða kjötið í 3-5 mínút- urí lokin. En gætið vel að hitan- um. Þetta má alls ekki brenna. 8. Hellið nú feitinni úr steiking- arpottinum/skúffunni. 9. Nuddið salti inn í kjötið, þó ekki á fituhúðina, malið einnig pipar yfír kjötið. 10. Setjið kjötið aftur í steiking- arpottinn/skúffuna. Hellið vatn- inu á botninn. Minnkið hitann í 150°C og steikið í ofninum í 2 klst. Ef þið notið skúffuna úr ofn- inum, þarf að setja steikingar- pappír yfir. 11. Þerrið sveppina vel með eld- húspappír, skerið síðan í sneiðar. 12. Þvoið blaðlaukinn með því að láta kranavatn renna inn í hann. Skerið síðan í 3 sm bita. Notið það af grænu blöðunum, sem er heillegt og mjúkt. 13. Setjið smjör og karrý í pott. Hafíð meðalhita. Setjið sveppina út í og brúnið örlítið. 14. Hellið ijóma yfír sveppina, setjið blaðlauk út í og sjóðið sam- an í 10 mínútur. 15. Takið kjötið úr steikingar- pottinum/skúffunni. Fleytið fít- una ofan af soðinu. Setjið síðan sveppa/lauksósuna út í soðið. Leggið steikina ofan á. Setjið lok á pottinn eða steikingarpappír yfír skúffuna og steikið áfram í 15 mínútur. 16. Takið kjötið upp og setjið á fat. 17. Hrærið sósumaizenamjöl út í soðið og jafnið sósu. Hellið henni í sósuskál. Meðlæti: Soðnar eða brúnaðar kartöflur, soðið grænmeti, svo sem grænar baunir, gulrætur eða rósakál og rauðkál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.