Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 33

Morgunblaðið - 17.02.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1990 33 Minning: Steinunn Matthías■ dóttir á Hæli Fædd 8. október 1912 Dáin 6. febrúar 1990 „Það voru góðir dagar.“ Svo mæltist Steinþóri föðurbróður mínum, er við áttum stutt spjall saman, daginn eftir lát Nunnu. Þegar fólki eins og þeim heppnast að njóta saman ævinnar, á þeirra hátt. Eignast og ala upp 5 heilbrigð og dugmikil böm. Fylgjast með og hafa dtjúga hönd í bagga með upp- vexti barnabarna, sem gefa foreldr- um sínum í engu eftir hvað gjörvi- leik snertir. Það eru góðir dagar. Það er ævi, sem ekki er kastað á glæ. Steinunn Matthíasdóttir gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Stein- þór Gestsson, sama dag og Einar heitinn bróðir hans giftist Höllu Bjarnadóttur. Þau hófu saman tvíbýli á Hæli og er með ólíkindum hversu vel og snurðulaust það sambýli tókst, því oft hefur eflaust tekið á taugarnar. En öll áttu þau jafnmikinn og góð- an hlut að máli að sýna fórnfýsi og umburðarlyndi hvursu sem bját- aði á. Þau byggðu sér nýjan bæ, tvíbýl- ishús harla einkennilega hannað, vart á nokkurn hátt hentugt né þægilegt til íbúðar. Eitt hafði það þó fram yfir öll önnur hús. Þar var fyrir slysni ótakmörkuð aðstaða til Ieikja og íþróttaiðkana, fyrir fjör- mikla krakka. Af þeim var nóg á Hæli. 10 börn fæddust og ólust upp í húsinu, 5 á hvoru heimili. Á sumr- in voru svo oft flestöll barnabörn föðurömmu okkar og til að greina í sundur allan þennan skara var okkur skipt niður í óteljandi eining- ar. Stóm strákarnir, litlu strákarn- ir, stóru stelpurnar. Möggurnar, Gestarnir, Hjaltakrakkar, Gísla og Gunnubörn og Geirastrákarnir. Okkur, sem ólumst upp á Hæli á þessum árum, ber öllum eindreg- ið saman um að hvergi var betra að vera. Og okkur liggur við, svona alveg yfirlætislaust, jafnvel að brosa aðeins út í annað. Þegar vin- ir og makar halda því fram að þau hafi einnig átt ágætis æsku- og uppvaxtarár, þó þeim hafi ekki ver- ið varið á Hæli. Við segjum ekkert en vitum bet- ur. Nú emm við að kveðja enn einn af okkar æskuleiðtogum, sem gaf okkur svo ómetanlegt veganesti. þegar við eitt af öðru lögðum af stað, með malpokann okkar út á lífsbrautina. Sem skapaði okkur þessar aðstæður og heimili sem við unnum svo heitt og gerði okkur að góðu fólki. Nunna vann mikið starf og gaf ríkulega af sínum persónuleika til að halda fjölskyldu sinni saman sem einni sterkri heild, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Best komu mannkostir hennar í ljós þegar gamla húsið brann og allt sem við áttum varð að ösku á örskammri stund. Þá stóð hún teinrétt og ákveðin í að láta ekkert aftra því að tvíbýlið á Hæli héldi sínum gamla svip. Allt þetta erfiði og umstang, var dýru verði keypt, að síðustu barðist hún við erfiðan sjúkdóm. „Rokkarnir eru þagnaðir." Við sem fengum að þekkja Nunnu og njóta visku hennar og gáfna samgleðjumst. Hún hefur nú öðlast langþráða hvíld og ró eftir langt og mikið dagsverk. Þó eigum við um sárt að binda. Það er eitt- hvað svo tómlegt eftir að hún fór. En við hittumst bráðum aftur á nýju Hæli og getum þá kannske farið í spurningaleik, eða að Nunna segir okkur sögu frá því eins óg það var í gamla daga. Þetta voru góðir dagar. Eiríkur Einarsson Í upphafi aldarinnar voru aðeins 30 jarðir í byggð í Gnúpverjahreppi og hélst það að mestu óbreytt fram yfir 1930. Heimilin voru mann- mörg, sennilega til jafnaðar um 10 manns í heimili þegar fæst var, og þessi stóru heimili voru mörg reglu- leg menningarsetur, þar sem bók- menntir þjóðarinnar voru lesnar ofan í kjölinn og þær ræddar og gagnrýndar og til viðbótar var flest það sem gefið var út af þýddum bókmenntum einnig lesið með gagnrýnum huga, og þannig léku nýir og þjóðlegir menningarstraum- ar um unga fólkið, sem á þessum árum var að alast upp í sveitinni. Heimilið í Skarði var þar framar- lega í flokki og þar var forystan örugg, því hjónin, bæði Matthías Jónsson og Jóhanna Bjarnadóttir, voru bæði fluggáfuð og bókhneigð. Ég kynntist þessum hjónum báðum vel og hef oft dáðst að því, hve miklum andlegum þroska þau höfðu náð, og það mátti að vísu segja um marga jafnaldra þeirra í sveitinni. Matthías var fæddur í Skarði, og var hann sonarsonur Jóns Gíslason- ar frá Hæli og hefur fylgt þeim frændum að vera orðheppnir, fljótir til svara og hafa góða kímnigáfu. Hafði Matthías alla þessa kosti til að bera í ríkum mæli. Jóhanna Bjarnadóttir var fædd í Glóru, næsta bæ við Skarð, og var að allra dómi fluggáfuð og svo næm og minnug að hún kunni utanbókar flest það sem hún las og hafði mætur á. Steinunn, sem var fædd í Skarði árið 1912, var næst yngst fimm systkina, en Bjarni var þeirra elst- ur, fæddur 1907 og var hann með foreldrum sínum alla tíð og þau í skjóli hans, eftir að hann og yngsta systir hans, Kristrún fædd 1923, tóku við búinu, en ijölskyldan bjó á Fossi í Hrunamannahreppi frá 1936 til 1982. Næst elstur var dr. Haraldur fæddur 1908 kennari á Laugarvatni og rithöfundur og síðan er Guðlaug húsfreyja á Bjargi, Hrunamannahreppi, fædd 1910. Oll eru þessi systkini mjög vel gefin bæði til munns og handa og í fremstu röð að hveiju sem þau hafa gengið. Árið 1923 tók Ásaskóli til starfa og var það heimavistarskóli fyrir barnakennslu í sveitinni. Skólastjóri var Unnur Kjartansdóttir frá Hruna og var frænka hennar, Guðrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum lengst af, þar matráðskona. Það kom fljótt í ljós, að Ásaskóli var ekki neinn venjulegur skóli, því að Unni tókst ásamt góðri barna- kennslu að skapa hjá nemendum sínum svo jákvæða lífssýn, að ég hygg að flestir sem stunduðu þar nám hafi búið að því alla ævi, og að hluta má einnig þakka þetta Guðrúnu frænku Unnar, því hún var svo samstiga Unni í því merka skólastarfi sem þarna fór fram. Steinunn var á ellefta árinu þeg- ar Ásaskóli tók til starfa og varð fljótt ein af bestu nemendunum þar. Hún var því eftir fjögra vetra nám, eins og margir, sem á þessum árum gengu í Ásaskóla, komin með dijúga þekkingu á víðu sviði sögu og bókmennta og svo það mikils- verðasta, jákvæða afstöðu til lífsins og þeirrar baráttu, sem margur verður að heyja við óblíð örlög. Ég man vel eftir Steinunni frá þessum árum, þvi að krakkarnir úr framsveitinrii komu oft við á Hæli, þegar þau voru að koma eða fara í skólann. Ég man að hún var þá bráðefnilegur unglingur, sviphrein og djarfmannleg og hvergi smeyk að taka þátt í hörðum leikjum við stráka jafnt og stelpur. Á þessum árum varð skólagang- an yfirleitt ekki löng því að lífsbar- áttan leyfði ekki langa skólavist. Steinunn var þó einn vetur í kvennaskólanum á Blönduósi, og veit ég að hún taldi sig hafa aflað sér þar mikilsverðrar þekkingar, sem hefði dugað henni vel á lífsleið- inni. Árið 1935 bundust þau Steinunn Matthíasdóttir og Steinþór bróðir minn á Hæli heitböndum. Móðir okkar hafði þá rekið bú í all mörg ár með okkur börnunum sínum, en þar sem þeir tveir eldri bræðurnir, Einar og Steinþór höfðu nú hug á að fara að búa og stofna sjálfstæð heimiíi, var nú ákveðið að mamma eftirléti þeim jörðina og þeir byggðu svo nýtt tvíbýlishús, þar sem gamla íbúðarhúsið var orðið gamalt og kalt. Steinunn og Steinþór giftu sig svo 12. júní 1937 og þann sama dag giftu þau sig einnig Einar bróð- ir minn og Halla Bjamadóttir. Þann dag afhenti móðir mín ungu konun- um öll umráð yfir heimilinu, en þarna var fyrirhugað mikið sam- starf í húshaldinu, m.a. á þann veg, að í upphafi notuðu bæði heimilin sömu eldavélina og að hluta var eldað í sama potti fyrir bæði heimil- in. Ég undraðist það oft hve auðvelt það virtist fyrir móður mína að af- henda tengdadætrunum alla um- sýslu á búinu, jafn stjórnsöm og hún var. Mér þykir líklegt að þær Steinunn og Halla hafi átt von á einhveijum sambúðarerfiðleikum í þessu sambandi, bæði við móður mína og hvor við aðra, en aldrei varð ég var við neina slíka erfið- leika, en hér hafa eflaust allir aðil- ar sýnt fátíða tillitssemi. Ég vil því hér að leiðarlokum færa innilegar þakkir til Steinunnar fyrir hve góð og nærgætin hún var alla tíð við hana mömmu. Ég var kaupamaður hjá þeim Steinunni og Steinþóri annað árið, sem þau bjuggu og kynntist því þá strax hve góð húsmóðir Steinunn var, alltaf með nærandi og vel tilbú- inn mat og hún var einnig mjög dugleg við mjaltirnar og ekki síður, þegar hún kom út að raka þegar mikið lá við í hirðingum. í búskap þeirra Steinunnar og Steinþórs skiptust á skin og skúrir á upphafsárum þeirra við búskap- inn. Þannig var í nokkur ár stríð við fjárpestirnar, en svo komu vel- heppnuð fjárskipti, og síðan hefur allt gengið áfallalaust. Óþurrka- sumur hafa komið og gerðu heyöfl- un næstum ómögulega, en nú hafa menn um fleiri úrræði að velja til að bjarga uppskerunni. En stærsta breytingin var þegar ræktun túna og akra var komin á það stig, að engjaheyskapur var lagður niður. Sú mikla ógæfa henti, að húsið' sem byggt var á Hæli 1936 brann til kaldra kola í janúar 1959 og einnig öll búslóð þeirra hjóna. Með góðri aðstoð margra manna, var þegar um vorið ráðist í að reisa tvö sambyggð íbúðarhús, eitt fyrir hvora fjölskyldu, og nú var ekki lengur eldað í sama pofti, en góð og mikil samvinna hélst þó áfram á ýmsum sviðum og á stórhátíðum borðuðu oft allir við sama borð og oft var miKiIl og góður söngur á Hæli, þegar fólkið á báðum bæjum og hópur gesta sameinuðust í einum kór um réttir, afmæli eða á ein- hverri annarri fjölskylduhátíð. Þeim tókst það Steinunni og Steinþóri að viðhalda mikilli glað- værð á heimilinu hversdags með heimilisfólkinu og þó sérstaklega þegar gerður var sér dagamunur af ýmsu tilefni. Vegna starfa heim- ilisföðurins, sem var mest allan sinn búskap annað hvort oddviti eða al- þingismaður, þá var mjög mikill gestagangur á Hæli og get ég bor- ið um það, að Steinunn var sérstak- lega gestrisin, og meðan heilsan leyfði, þá unni hún sér ekki hvíldar, og oft var þetta álag meira en góðu hófi gegndi. Þau Steinunn og Steinþór hafa haft mikið barnalán. Börnin eru 5 og hafa þau öll stofnað sín heimili. Þau eru: Jóhanna fædd 1938, skóla- stjóri í Ásaskóla, Gnúpveijahreppi, var gift Birgi Sigurðssyni, rithöf- undi, en þau skildu og áttu þau 3 börn. Gestur fæddur 1941, skattstjóri í Reykjavík, kvæntur Drífu Páls- dóttur lögfræðingi, þau eiga 3 böm. Aðalsteinn fæddur 1943, starfs- maður hjá Byko, kvæntur Hólm- björgu Vilhjálmsdóttur, þau eiga 3 börn. Margrét fædd 1946, giftist Kára Sigurðssyni, en hann lést og áttu þau 3 börn, seinni maður Már Har- aldsson, bóndi í Háholti, og eiga þau 2 börn. Sigurður fæddur 1954, bóndi á Hæli, kvæntur Bolette Höeg Koch, þau eiga 2 börn. Steinunn var lengi fram eftir ævi ágætlega heilsuhraust og hafði mikið vinnuþrek. Hún var eðlis- hlédræg og naut sín best í litlum hópi, en hún hafði mikið skopskyn og var oft mjög glöð og kát í þröng- um hópi. Hún las alltaf mikið góðar bækur og mundi það sem hún hafði Iesið og var mjög sýnt um að leggja bókmenntalegt mat á þær bækur sem hún las. Hún veiktist af alvar- legum sjúkdómi fyrir all mörgum árum og vann samt sín verk lengi vel, eða á meðan það var henni mögulegt. Hún sýndi einstakt æðruleysi og sálarþrek í þessum veikindum, en þetta er búið að vera langt stríð og hún hefur nú síðustu árin þurft að njóta mikillar og góðr- ar hjúkrunar. Hér hafa margir í hennar stóru fjölskyldu hjálpað til, en mest hefur þó Steinþór lagt af mörkum við að annast konu sína, og áreiðanlega eins lengi og það var honum mögulegt. Ég vil svo hér að leiðarlokum færa Steinunni innilegar þakkir fyr- ir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína, fyrir dætur mínar Unni og Margréti og ekki minnst fyrir drengina mína tvo Ólaf og Gest, sem voru báðir hjá þeim á Hæli sumarlangt snúningadrengir frá því þeir gátu farið að hjálpa til og þang- að til þeir voru komnir um ferm- ingu. Þetta var þeim dýrmætur skóli og Steinunn var þeim sem besta móðir. Ég vil svo fyrir okkur hjónin færa Steinþóri bróður og allri hans fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur með kæru þakklæti fyrir svo margt, sem er svo gott að minnast fyrir ykkar góða og oftast glaða heimili. Þrátt fyrir þungbær veik- indi nú síðustu árin, þá auðnaðist Steinunni að ljúka miklu og gjöfulu ævistarfi, sem húsmóðir á stóru sveitarheimili og ala upp hóp af börnum á jafn heilbrigðan hátt og henni var lagið. Blessuð veri minning um Stein- unni Matthíasdóttur húsfreyju á Hæli. Hjalti Gestsson t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför . MÖRTU ESTERAR HERMANNSDÓTTUR, Borgarnesi. Einnig þökkum við þeim, sem heimsóttu hana og aðstoðuðu í báráttunni við erfiðan sjúkdóm. Jón Hermannsson, t Móðir okkar, SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Eikjuvogi 8, er látin. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Björg Sveinbjörnsdóttir Dranitzke. Indriði Albertsson, Helga Indriðadóttir, Margrét Indriðadóttir, Magnús Indriðason. Helga Sveinbjörnsdóttir, Rúnar Indriðason, Sveinbjörn Indriöason, i h t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Við þökkum innilega öltum þeim er auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför PÁLÍNU GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTT- UR, BENEDIKTS GUÐMUNDSSONAR, Njörvasundi 10, bónda á Staðarbakka. verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsinu á daginn 19. febrúar kl. 13.30. Hvammstanga góða umönnun í veikindum hans. Sigurður Emil Agústsson, Ásdís Magnúsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sigurður Harðarson, . Margrét Benediktsdóttir, Olafur H. Jóhannsson, Guðjón Sigurðsson, Sigrfður Pálsdóttir, Hermann Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir, Inqimundur Benediktsson, Matthildur G. Sverrisdóttir, Jón M. Benediktsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Gréta Sigurðardóttir, Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, Rafn Benediktsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir Kristín Sigurðardóttir og barnabörn. og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.