Morgunblaðið - 18.02.1990, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.02.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 C 3 „Vegna þess að þeir vilja stjórna sjálfir," svarar Magnús snöggt. „Það hefur alltaf verið togstreita milli framkvæmdavaldsins annars vegar og dómsvaldsins hins vegar og gildir ekki einvörðungu um ís- land. Sú barátta hefur staðið víða um lönd gegnum aldirnar. Af þess- um ástæðum eru í stjórnarskrám lýðræðisríkja ákvæði _sem tryggja stöðu dómsvaldsins. Ég get nefnt sem dæmi 61. grein íslensku stjórn- arskrárinnar sem kveður á um að dómarar skuli einungis dæma eftir lögum. Stjómarskrá er pólitískasta plagg hverrar þjóðar. Og það hefur kostað gríðarlega pólitíska baráttu að fá lögfest til dæmis ákvæði um mannréttindi og sjálfstæði 'dóm- ara.“ Geturðu fallist á, eftir á að hyggja, að kaup þín á þessu geysi- mikla magni af áfengi hafi verið mistök, — að hér hafi verið um óhóflega notkun á þessum forrétt- indum að ræða? „Nei, ég get ekki fallist á það. Þumalputtareglan svokallaða sem ég tók í arf frá einum kollega mínum felur í sér kaup á áfengi á kostnaðarverði fyrir álíka upphæð og nemur launum handhafa forseta- valds þegar forseti fer utan. Það vildi svo þannig til að forseti fór óvenju oft utan á þessu tveggja ára tímabili." Magnús segist þeirrar skoðunar að einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir mál af þessu tagi sé sú að afnema öll fríðindi. Launa eigi æðstu embættismenn ríkisins það vel að ekki þurfi að pukrast með einhverjar sporslur. En eru þessir æðstu embættismenn — með kannski 300 þúsund á mánuði — ekki ágætlega launaðir miðað við almenn laun í landinu? „Jú, það má vera,“ svarar Magn- ús, „en þetta eru ekki há laun mið- að við sambærilegar stöður erlendis og úti í atvinnulífinu. Mér finnst æðstu embættismenn þjóðarinnar ekki vel launaðir." Er það ekki dapurlegur vitnis- burður um þetta stjómkerfi og þá menn sem þar starfa, að sá lærdóm- ur sé einkum dreginn af þessu máli að setja þurfi skýrari reglur um notkun á forréttindum, því ekki sé að treysta á dómgreind mann- anna og siðferðisstyrk? Að það þurfi að kontrólera þá? „Það þarf alltaf að kontrólera menn. Ef við ætlum að hafa þessi fríðindi áfram er nauðsynlegt að setja um þau kristaltærar reglur. Og það er enginn vandi.“ En skilurðu hin hörðu viðbrögð almennings við máli þínu, — að venjulegu fólki blöskri þessi notkun útvalinna embættismanna á fríðind- um?_ „Ég get skilið þessi viðbrögð vegna þess að um áfengi var að ræða, — út frá tvískinnungi íslend- inga gagnvart áfengi og áfengis- notkun. Ef málið hefði snúist um kaup á stórlega niðurgreiddu lambakjötí eða tollfrjálsum bíl hefðu viðbrögðin ekki orðið í líkingu við þetta.“ Fýrstu svör þín í fjölmiðlum þegar þú varst spurður um málið — að þetta kæmi engum við og væri þitt einkamál — þóttu hrokafull og ekki máistað þínum til hagsbóta. „Já, eg hef heyrt það,“ svarar Magnús. „Raunar hef ég líka heyrt að það hefði verið sama hvaða svör ég hefði gefið; þau hefðu öll verið tekin illa upp. Ég svaraði þarna á þeim forsendum að ú'r því umrætt áfengi væri til einkanota þá hlyti það að falla undir einkamál." En hefði diplómatískara svar ekki verið affarasælla? „Jú, ég geri ráð fyrir því,“ segir hann. „Kannski er það ekki mín sterka hlið að vera diplómatískur. Það er alveg ljóst að ég hefði átt að svara öðruvísi. Þessi svör eru það sem ég sé eftir í þessu máli.“ Ég spyr Magnús hvort ekki hefði reynst iilmögulegt fyrir hann að gegna áfram störfum hæstaréttar- dómara og forseta hæstaréttar eftir að málið kom upp, enda þótt dómur leist strax vel á hana,“ segir hann; „ég gat verið ég sjálfur með henni. Ég gat þagað með henni. Það er afar erfitt að Magnús og Sólveig: „Mér þegja með sumu fólki..." I f;.'--. . ....i fyrir og eftir að mitt mál kom upp. Þar kemur fram að ársfjórðunginn desember 1987 til apríl 1988 nema úttektir á sérkjörum 11.788 flösk- um en á sama tíma ári seinna eru þær komnar niður í 5.966 flöskur. Þarna verður um helmingsminnkun milli ára. Varla er skýringin sú að • ég hafi verið hættur að kaupa! Og ekki hættu ráðherrar að halda veisl- ur. Nei, þarna hættu þeir að kaupa sem höfðu notfært sér þessi fríðindi heimildarlaust. Þeir þorðu það ekki lengur eftir að mitt mál kom upp.“ Telurðu að úr því að málið var komið upp hafi stjórnkerfið, emb- ættismenn og stjórnmálamenn sem sjálfir voru ef til vill undir sömu sök seldir, orðið að fórna einhveijum, — sem sagt þér? „Já, ég er ansi hræddur um það. Einhveijum þurfti að slátra og ég var talinn liggja best við höggi.“ Telur þú að einhveijir annarlegir „Ég œtla aó þaó hafi verió einhver i þess- ari rikisst jórn sem vildi mig út úr haestarétti af pólitiskum óstæó- um. Ég er mikill sjólf- stæóismaóur og hef vil jaó túlka ýmis ókvæói stjórnar- skrárinnar meó ihaldssömum hætti.. hagsmunir hafi valdið því hvernig og jafnvel að málið kom upp? „Ja,“ segir Magnús og hugsar sig lengi um, „málið kemur upp með ákaflega undarlegum hætti og rokið með það í fjölmiðla strax. Þar var brotin 7. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem kveður á um að verði starfs- manni á í starfi eða utan þess skuli hann fyrst fá áminningu og tæki- færi til að bæta ráð sitt. Þetta er heildstætt ákvæði, sem ekki verður kutað í sundur og aðeins það not- að, sem ríkisvaldinu er hagstætt. Já, ég get ekki varist þeirri tilfinn- ingu að um samsæri hafi verið að ræða. Annað er að geta sannað það.“ Hveijir ættu að hafa staðið að slíku? „Ég ætla að það hafi verið ein- hver í þessari ríkisstjórn sem vildi mig út úr hæstarétti af pólitískum ástæðum. Ég er mikill sjálfstæðis- maður og hef viljað túlka ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar með íhaldssömum hætti.“ Áttu við einhvern ráðherranna? „Já. Það hefur þótt æskilegt að losna við íhaldsmanninn útúr réttin- um.“ Hvaða ráðherra hefurðu í huga? „Ég hef fjármálaráðherrann í huga.“ Hvaða tilefni hefurðú til að ætla slíkt? „í fyrsta lagi hamraði hann á rangfærslum sínum dag eftir dag í fjölmiðlum og í öðru lagi skrifaði • hann á sinum tíma tvær greinar í Morgunblaðið sem voru ákaflega gagnrýnar á Hæstarétt á meðan ég var forseti réttarins. Og þáð er einkenni stjórnmálamanna, sér- staklega vinstri manna, að vilja ekki hafa sterkt dómsvald." Hvers vegna? iÍÍiÍÍftiliitlisáStiiiiÍtÍi|IliiiiiI iiii < L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.