Morgunblaðið - 18.02.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
C 11
TÆKNI/i/m^ á aðgera viðplastið?
Vandi endurvinnslunnar
LÍKT og við kennum hina eða þessa öld
fyrri tíma við einkennandi efni, svo sem
brons eða járn, mætti hugsa sér að forn-
leifafræðingar framtíðarinnar kenni okkar
öld við plast. Hver íbúi iðnvædds samfélags
fleygir frá sér meira en þrjú hundruð kíló-
um af plastúrgangi árlega. Tvennt er það
við plastið sem gerir það að umhverfis-
vanda. Það er létt í sér, þ.e. fyrirferðarmik-
ið miðað við þyngd, og það brotnar mjög
hægt niður í náttúrunni, eða á þeim stöðum
sem menn hafa fúndið sér til að koma því
fyrir ásamt öðru rusli. Þar með er magnið
sem fyrir safnast orðið þvílíkt, að plássið
eitt veldur vanda, og farið er að tala um
það í alvöru, að eina stefiian sem plastúr-
gangur nútúmans geti vaxið í sé upp í loftið.
Framtíðarsýn?
Hækkandi haugar plasts sem borgar sig ekki að endurvinna.
Plastið fyllir út í verulegan hluta
þess rúmmáls þess úrgangs
sem kemur frá hinum iðnvædda
manni. Það eyðist ekki, eða öllu
heldur eyðist miklu hægar en flest
önnur efni úr-
gangsins, svo
sem matarleifar
eða páppír. Enn
bætist við, að það
er miklu erfíðara
í endurvinnslu en
annar úrgangur,
eh'r EqíI vegna hinna mis-
Egilsson munandi eigin-
leika þess plasts sem í úrganginn
fer. Þannig er nauðsynlegt, eigi
að fást annað plast en það sem
nýtanlegt er til grófgerðustu verk-
efna, að skilja það í sundur í eða
fyrir endurvinnslu. Annað er dýrt,
og krefst þess næstum að hvert
heimili hafi ekki aðeins sér rusla-
geymi fyrir plast, heldur nokkra
fyrir hinar ýmsu gerðir plastsins.
En sem stendur er það plast sem
kemur úr endurvinnslu óaðskilins
plastúrgangs aðeins nothæft t.d.
til viðareftirlíkinga, og sem bygg-
ingarefni. Það veldur því aftur að
framleiða þyrfti eftir sem áður
nýtt plast til hinna venjulegu dag-
legu nota, svo sem til umbúða
o.þ.h. Og eftir sem áður safnast
plastið fyrir. íslenskt plast til end-
urvinnslu er sent utan og endur-
unnið til notkunar í vefnaðariðn-
aði. Skýringin á mismunandi eigin-
leikum plastsins felst í efninu
pólýeþýlen. Erfitt er að endurvinna
plastúrgang með mismunandi þétt-
leika þess. Og í einni venjulegri
gosflösku er að finna fleiri en eina
gerð pólýeþýlens, svo að ekki næg-
ir einu sinni að skilja úrganginn
að þegar notandinn hendir honum.
Unnt er að vissu marki að skilja
mismunandi gerðir plastsins að
með því einu að sökkva þeim í
vatn, en þær fljóta ýmist eða
sökkva. Enn er hægt að skilja úr-
ganginn betur að í frumparta sína
með því að beita eins konar raf-
drætti, en sumar gerðir plasts
halda betur á sér rafhleðslu en
aðrar, og dragast því betur að raf-
hlöðnum hlutum. Vandinn eykst
hins vegar ef við tökum ýmsa aðra
plasthluti en gosflöskuna. Venju-
leg sinnepsflaska getur verið gerð
úr a.m.k sex mismunandi gerðum
plasts, og ekki vinnandi vegur sem
stendur að skilja þær gerðir að.
Þannig standa málin í dag, að
aðeins viss hluti plastúrgangsins
er endurvinnanlegur, og hægt og
hægt verið að reyna að auka þann
hluta með að bæta þær endur-
vinnsluaðferðir. Góð lausn virðist
þó ekki í sjónmáli, nema e.t.v. að
breyta alveg um vinnsluaðferðir,
og framleiða plast sem eyðist af
sjálfu sér. Margt er enn á huldu
um eðli þeirrar eyðingar. Enn er
verið að reyna að útskýra ferlið.
Svo virðist sem leysa megi málið
með að framleiða plastið að hluta
til úr náttúrulegum pólýmerefnum.
(Þetta orð er notað um efni gerð
úr löngum sameindum lífræns efn-
is sem framleidd eru í iðnaði.)
Talið er að skýringar eyðingarinn-
ar sé að leita í að þau feli í sér
örverur, sem bijóta þau niður með
hvötum sem þær framleiða.
LÆKNISFRÆÐIÆ^z' við eina fjölina felldurf
Pasteur
FÁIR vísinda- og lærdómsmenn sögunnar hafa lagt fjölbreyttari
skerf til læknisfræðinnar en Louis Pasteur. Og samt var hann
ekki læknir.
Pasteur fæddist 1822 í Dole í
Austur-Frakklandi og tók
háskólapróf í efnafræði í París
hálfþrítugur að aldri. Þess var
ekki langt að bíða að fréttir bær-
ust af efnarann-
sóknum hans og
uppgötvunum;
einkum þóttu at-
huganir hans á
gerð kristalla í
vínsýru sæta
tíðindum. Tveim
árum eftir náms-
lok varð hann
prófessor í efnafræði víð háskól-
ann í Strasborg og fimm árum
síðar fluttist hann til Lille, þar sem
hann auk prófessorsstarfa var
gerður að forstjóra náttúruvís-
indadeildar háskólans.
Um þetta leyti áttu franskir
vínyrkjubændur í erfiðleikum með
framleiðslu sína og gripu til þess
ráðs að fá efnafræðing til liðs við
sig og leituðu á náðir Pasteurs.
Athuganir hans á gerjun leiddu
til þess að hugurinn hneigðist
meir að lifandi smáverum en
steindauðum kristöllum sem
höfðu þó verið viðfangsefni hans
og áhugamál. Lifandi smáverur
sem stjómuðu geijun vínsins voru
reyndar hans eigin uppgötvun.
Þótt langt væri um liðið frá því
Leeuwenhoek og þeir sem gengu
í spor hans skemmtu sér við að
skoða lífverur í regndropa hafði
smásjánni ekki fyrr en nú verið
beint að því sem fram fór í geijun-
arílátum vínbænda.
Þessi nýja vitneskja varð hon-
um hvatning til að litast víðar um
í þeim heimi sem smásjáin var
reiðubúin að opna hveijum sem
vildi skoða og kunni að meta.
Innan skamms sá hann í hendi
sér að kenningin um að smáverur
kviknuðu af sjálfu sér, til að
mynda í rotnandi kjöti, hlaut að
vera bábilja. Rotnunin stafaði af
því að smáverur bárust í kjötið
frá umhverfinu, meðal annars úr
loftinu. Gátu þá ekki sóttkveikjur
borist í sár á sama hátt? Það V3r
af þessum niðurstöðum Pasteurs
sem Joseph Lister, faðir nútíma-
skurðlækninga, upptendraðist og
hóf tilraunir sínar með karbólsýru
í sárameðferð.
En franskir bændur áttu i basli
með fleira en vínrækt. Silkiorma-
búskapur var stundaður víða í
suðurhluta landsins og einhver
óáran var í ormunum um þessar
mundir. Þeir steyptust út í svört-
um dflum og báru ekki sitt barr.
Pasteur hafði lánast að kippa
vínræktinni í lag svo að sjálfsagt
þótti að fá hann til að hressa upp
á silkiormana líka. Þetta var meg-
inverkefni hans næstu fimm árin
og hann fann sníkil sem hafði
tekið sér bólfestu í bústofni orma-
bænda og hann fann líka ráð til
bóta og silkinu var borgið. Á þess-
um árum veiktist Pasteur og var
honum um skeið ekki hugað líf.
Slagæð í höfðinu hafði bilað og
blæðingin þrýsti á heilastöðvar
svo að hann lamaðist öðrum meg-
in. Smám saman náði hann sér
þó að mestu en stakk við æ síðan
og vinstri höndin var hálfvisin.
Síðari hluta starfsævinnar bjó
hann í París og þar varð vinnu-
staður hans vísindastofnun sem
reist var fyrir framlög víðs vegar
að úr heiminum og er við hann
kennd. Pasteur hafði oft hugsað
um kúabólusetningu Jenners og
velt því fyrir sér hvort ekki væri
reynandi að búa til bóluefni gegn
fleiri smitsjúkdómum en bólusótt
og þá helst með því að veikla sjúk-
dómsvaldinn með einhveiju móti
og fá hann þannig til að ljúka sér
af án þess að valda teljandi tjóni.
Um þann þátt í starfi hans verður
væntanlega lítið eitt fjallað síðar.
Pasteur við vinnu sína — (Myndina gerði finnski málarinn Albert
Edelfelt árið 1885.)
eftir Þórorin
Guðnason
breyttan mat, lita hörundið, spila
golf og eiga góða daga á
„Hamingjueyjunni".
íslenskir fararstjórar á Kanarfeyj-
um eru Auður og Rebekka
Beint dagflug:
19/2 12/3 2/4 € 16/4
Kynnid ykkur nánar sértilboðin
Ferðoskrifstofurnor og
FLUGLEIÐIR
Sími690300