Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
47. tbl. 77. árg. ________SUNNUDÁGUR 25. FEBRÚAR 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mótmæii fyrirhuguð í tengslum við kosningar í Sovétríkjunum:
Ryzhkov hótar hörðum að-
gerðum gegn óeirðaseggjum
Stalín þyngd-
ar sinnar verð-
ur í dollurum
HNIGNUN Kommúni-
staflokks Tékkósló-
vakíu og uppgangur
kapítalísks hugsunar-
háttar þar birtast nú í
ýmsum myndum. Bæj-
arfélög eru í óða önn
að kanna möguleika á
að selja styttur af Jósef
heitnum Stalín til Vest-
urlanda í skiptum fyrir dollara sem
tiifinnanleg vöntun er á þar í landi.
Breska blaðið Guardiun sagði frá því
nýlega að auglýsingar Zabreh-bæjar í
Mæri í vestrænum dagblöðum hafi bor-
ið ótrúlegan árangur. Hafnar eru
samningaviðræður við fjóra hugsan-
lega kaupendur í Vestur-Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Gangverðið á styttun-
um verður í kringum 30.000 sterlings-
pund (þrjár millj. ísl. kr.).
Hundur í bæjar-
stjórastól
MÁLGAGN kínverska kommúnista-
flokksins, Dagblað alþýðunnar, sló því
upp á forsíðu í gær að hundur væri
bæjarstjóri í smábæ í Kaliforniu og
sýndi þetta hve gallað vestrænt lýð-
ræði væri. Blaðið hæddist óspart að
þeim sem „í einfeidni sinni og blindni"
t.ilbæðu kosningaréttinn. Blendings-
rakkinn Bosco hefúr síðastliðin níu ár
gegnt stöðu bæjarstjóra í Sunol, bæ
með um 400 íbúa. Hann sigraði tvo
tvífætta keppinauta sína undir kjörorð-
unum: „Bein á hvern disk, kött i hvert
tré og brunahana á hvert götuhorn."
Siðan hefúr hann borið virðuleg klæði,
þ. á m. hálshnýti og vesti við embættis-
störf sín sem stundum eru fjáröflun til
ýmissa þurftamála.
Storkar streyma
til A-Þýskalands
ÞÓTT margir Austur-
Þjóðverjar séu
óánægðir með ástandið
i iandi sínu virðast
storkar kunna ágæt-
lega við sig þar. Á með-
an tugþúsundir Aust-
ur-Þjóðverja fóru vest-
ur á bóginn í fyrra
flugu hundruð storka til Austur-Þýska-
lands og fjölgaði þeim þar um 20%.
Fuglafræðingar segja að storkarnir
streymi austur á bóginn vegna þess að
þar sé meira æti fyrir þá en ekki af
pólitískri eðlishvöt.
Moskvu. Reuter.
NÍKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, varar við þvi að sovésk stjórn-
völd muni gripa til harðra aðgerða gegn
óeirðaseggjum i mótmælagöngum sem
umbótasinnar og hreyfingar þjóðernis-
sinna hafa boðað til i um tuttugu borgum
landsins í dag, sunnudag. Kosningar fara
fram um helgina i Mið-Asíulýðveldunum
Kirgizíu og Tadzhíkístan, svo og i Sovét-
lýðveldinu Moldavíu í suðvesturhluta
landsins og tveimur Eystrasaltslöndum,
Litháen og Eistlandi.
*
Eg tel að sérhver þegn þessa lands
verði að doka við um stund og íhuga
þáð sem er í raun að gerast í landi okkar,“
sagði Ryzhkov I sjónvarpsávarpi á föstudags-
kvöld. „Á þessum miklu breytingatímum verð-
um við að greina á milli þess sem til heilla
horfir og niðurrifsstarfsemi óeirðaseggja."
Skipuleggjendur mótmælanna, sem fyrir-
huguð eru í Moskvu, Kíev, Lvov auk ýmissa
borga Síbertu og Astulýðvelda Sovétrikjanna,
sögðu að þeir hefðu gert ráðstafanir til að
fyrirbyggja óeirðir. Fréttastofan TASS sagði
að margir Moskvubúar teldu hugsanlegt að
hreyfingar og stofnanir, sem legðust gegn
lýðræðisumbótum, létu að sér kveða á meðan
mótmælin fara fram í Moskvu. Einn af skipu-
leggjendum mótmælanna þar, róttæki um-
bótasinninn og hagfræðingurinn Gavríl
Popov, kvaðst ekki geta útilokað „ögranir"
harðlínumanna í kommúnistaflokknum, sem
andvígir eru umbótastefnu Míkhaíls Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga. „Þetta eru mennirnir
sem óttast að missa völdin, þeir sem ekki
verða með eftir flokksþingið í júní,“ bætti
hann við. Vestrænir stjórnarerindrekar í
Moskvu telja þó ólíklegt að harðlínumennirn-
ir hafi bolmagn til að efna til fjölmennra
gagnmótmæla.
Talið er vist að sumir valdamiklir embættis-
menn fiokksins fari halloka í kosningum sem
áformaðar eru i Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi eftir viku.
Efnt var til fyrstu alfijálsu kosninganna i
Sovétrík,junum í gær er Litháar kusu nýtt
þing, sem að öllum líkindum fær umboð til
að knýja á sovésk stjórnvöld um að veita
landinu sjálfstæði. Síðustu skoðanakannanir
gáfu til kynna að þjóðarhreyfingin Sajudis
fengi meira en helming atkvæða en stjórnar-
flokkur kommúnista um fjórðung. Um
600.000 Eistar hafa atkvæðisrétt í sérstakri
atkvæðagreiðslu um nýtt, óháð þing Eist-
lands, en í ráði er að það lúti á engan hátt
stjórnvöldum í Moskvu. í þriðja Eystrasalts-
lýðveldinu, Lettlandi, funduðu kommúnistar
í gær til að ræða stofnun nýs flokks er segði
skilið við móðurflokkinn í Moskvu.
SYEFNYANA
SINNA ÞEIR SJÚKLINGIINUM
MÓDIR
TERE8A
\ l’EYSI-
FÖTEIH
ÓiafíaJó-
hannsdóttir
lifir
um
14