Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR >18/11 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 Aðalsteinn J. Eiríks- son námsstjóri Fæddur 30. október 1901 Dáínn 27. janúar 1990 Kveðja að heiman Aðalsteinn var fæddur í Krossavík í Þistilfirði. Fóreldrar hans voru Páll Eiríkur Pálsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Þau fluttu til Þórshafnar 1905. Vorið 1913 fluttist Aðalsteinn að frum- kvæði móður sinnar til foreldra minna, Kristjáns Þórarinssonar og Ingiríðar Ámadóttur í Laxárdal, en j)á um haustið fluttu þau í Holt. Átti Aðalsteinn þar heima fram yflr tvítugsaldur. Eitt hans fyrsta verk í sveitinni var að passa kvíæmar ásamt félaga sínum Kjartani Ólafssyni síðar húsasmíðameistara í Reykjavík, sem var fjórum ámm yngri. Byggði hann byrgi úr gijóti og torfí á háum hól, þar sem þeir félagar gátu fylgst með ánum. Enn sjást merki um þetta mannvirki. Aðalsteinn vandist öllum venju- legum sveitastörfum á þessum áram, við heyskap, þar sem allt var unnið með handverkfæram, hey bundið í bagga og flutt heim á hest- um eða sett saman og ekið á sleðum að vetri. Engjamar vora víðsvegar um landareignina, nær eða fjær bæjum. Þá má nefna alla hirðingu búfjár, göngur og smalanir haust og vor, hjásetu á sauðburði og ýmsa að- drætti og ferðalög á hestum. Þá kynntist Aðalsteinn frábæram fjör- hesti, sem hann gleymdi aldrei. Gekk hann að öllum þessum störfum með áhuga og dugnaði. Þegar Aðalsteinn hafði lokið tveggja vetra námi á Eiðum réðst hann farkennari í Þistilfirði haustið 1921 aðeins tvítugur að aldri. Það kom þá þegar í ljós, að hann hafði frábæra hæfíleika til að kenna. Bömin dáðu hann og virtu, og foreldramir hrifust af framkomu hans. Næsta vetur hóf Aðalsteinn nám í Kennaraskólanum undir stjóm séra Magnúsar Helgasonar. Jafnhliða náminu stundaði hann kennslu. Að loknu námi í Kennaraskólan- um gerðist hann kennari við Mið- bæjarskólann og síðar Austurbæj- arskólann í Reykjavík á áranum 1924-34. Á þessum árum fór hann náms- ferðir til Norðurlanda og kynnti sér m.a. söngkennslu í skólum. Hann kenndi mikið söng, var góður söng- maður og spilaði ágætlega á orgel. Hánn var sannfærður um það að söngur væri mannbætandi náms- grein. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Skeiðarvogi 147, Reykjavík, andaðist 22. febrúar í öldrunardeild Borgarspítalans. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Hrefna Brynjólfsdóttir, Gísli Ólafsson. t Útför frænku okkar og systur, SVÖVU ÞORSTEIIMSDÓTTUR fyrrum kennara, áðurtil heimilis á Hringbraut 37, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Anna Viggósdóttir, Eyvör Þorsteinsdóttir, Birna Viggósdóttir, Kristrún Cortes, Þorsteinn Júlíus Viggósson, Þorsteinn H. Þorsteinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GEIR MARINÓ JÓNSSON, Goðatúni 15, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Maria Elisabet Gestsdóttir, Þóra Gerða Geirsdóttir, Sigurður Ingi Gunnlaugsson, Hrönn Geirsdóttir, Charles Randolph Stout, Jón Geirsson, Armelle Godender, Gestur Geirsson, Sveinn Geirsson og barnabörn. t Elskulega móðir okkar, tengdamóöir og amma, SJÖFN JÓNASDÓTTIR, Kleifarseli 14, Reykjavík, sem lést 5. febrúar á sjúkrahúsi á Mallorka hefur verið jarðsungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristján A. Kjartansson, Kristjana Guðmundsdóttir, Einar Óiafsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR, Lynghaga 24, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamleg- ast bent á Kvennadeild Rauða kross íslands, Öldugötu 4, sími 28222. ,. , ., Olafur Jonsson, Jón Ólafsson, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hlíf Þórarinsdóttir, Sigrfður Gunnarsdóttir, Helgi Gunnarsson og barnabörnin. Um þessar mundir safnaði hann samt Páli ísólfssyni og fleiram og bjó undir prentun 3 hefti af skóla- söngvum. Fljótlega varð hann áhrifamaður í félagsskap kennara og barðist fyrir aukinni menntun þeirra og bættum kjöram. Hann var einn af stofnendum Sambands ísl. barna- kennara. Skrifaði hann þá um skólamálin í Skinfaxa og Menntamál og hvatti eindregið til þess að byggja heima- vistarbamaskóla í sveitum fyrir einn eða fleiri hreppa í sameiningu. Þegar forstöðumenn skólamála við ísafjarðardjúp hugðust byggja heimavistarskóía á Reykjanesi réðu þeir Aðalstein skólastjóra við skólann. Flutti hann þá vestur með fjölskyldu sína 1934. Mun Aðal- steinn hafa ráðið miklu um bygg- ingu skólans og allt innra starf, í góðri samvinnu við heimamenn. Ymsar nýjungar vora þar í gangi. Gott orð fór af skólanum og Aðal- steinn naut virðingar og vináttu góðra manna. Á Reykjanesi fékk hann aðstöðu til þess að hafa dálítinn búskap. Þar rættist sá draumur að ejga góða og vel alda reiðhesta. Átti hann þar einnig önnur húsdýr. Taldi hann það ómetanlegt fyrir bömin að umgangast dýrin og kynnast þeim og náttúra landsins. Þegar Aðalsteinn hafði veitt Reykjanesskóla forstöðu í 10 ár (1934—44) flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf sem full- trúi á fræðslumálaskrifstofunni 1944 til 1948. Árið 1948 og ’49 var hann aftur skólastjóri á Reykjanesi. Sama ár er hann settur námsstjóri héraðs- og gagnfræðastigs skóla og sér- staklega falið eftirlit með fjármál- um og eignum skólanna. 1953 var hann skipaður í nefnd til að athuga námsefni, námstíma og námsbækur barna og gagnfræðastigsins. Hann vann þá að löggjöf um skólakostnað. Árið 1955 varð Aðal- steinn fjármálaeftirlitsmaður skóla og gegndi því embætti til 1. ágúst 1970, er hann lét af störfum sem opinber starfsmaður eftir langt og árangursríkt starf í þágu skóla og uppeldismála í landinu. I þessu starfí fékk hann mörg tækifæri til að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri og til- lögum í framkvæmd. Hann gjör- þekkti skólahald um allt landið og heimsótti skóla og forráðamenn þeirra, og var oft til kvaddur þegar vanda bar að höndum. Hæfíleikar hans til að stjóma og skipuleggja ásamt staðgóðri þekk- ingu komu þá oft að góðu haldi. Það kom oft í hans hlut, að koma með tillögur og úrræði, sem aðrir gátu sameinast um og sætt sig við. Mætur maður sagði það eitt sinn um Aðalstein að hann leysti hvers manns vandræði. Skóla- og fræðslumál vora Aðal- steini hjartans mál. Hann fór ekki dult með það, að hann taldi að skól- inn ætti ekki aðeins að vera fræðslustofnun heldur einnig upp- eldisstofnun, sem ætti að ala upp gott fólk. Nemendur sem ástunduðu heilsusamlegt líferni og þjálfuðu og ræktuðu mannkosti og manngildi. Aðalsteinn var gæfumaður í einkalífí, átti góða og ástríka eigin- konu, Bjarnveigu Sigríði Ingimund- ardóttur, sem bjó fjölskyldunni vist- Iegt og ánægjulegt heimili, þar sem Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK Ó. PÁLSSON, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Páll Friðriksson, Kristján Friðriksson, Einar Friðriksson, Bjargdis Friðriksdóttir, Jón Friðriksson, Susie Bachmann, Konkordía Konráðsdóttir, Ólafur Þór Friðriksson, Karl Kristinsson, Randy Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA ARNGRÍMSDÓTTIR, Álftamýri 20, sem lést 15. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Jón Arngrimur Jónsson, Guðjón Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ómar Jónsson, Hugrún Jónsdóttir, Örn Jónsson, Már Jónsson, barnabörn Guðjónsson, Margrét Friðriksdóttir, Jósef Sigurgeirsson, Álfheiður Friðþjófsdóttir, Pétur Már Jónsson, Olga Lísa Garðarsdóttir, Margrét (varsdóttir, oa barnabarnabörn. t Einlægar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð við and- lát og útför ODDS ÓLAFSSONAR fyrrum yfirlæknis á Reykjalundi. Megi kærar minningar um hinn látna og Guðs blessun fylgja ykk- ur öllum. Ragnheiður Jóhannesdóttir, Vifill Oddsson, Katrín Gústafsdóttir, Ketiil Oddsson, Hlín Árnadóttir, Þengill Oddsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Ólafur Hergill Oddsson, Kristfn Sigfúsdóttir, Guðríður Steinunn Oddsdóttir, Þorsteinn Broddason, Jóhannes Vandill Oddsson, Þóra Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. börn þeirra og barnabörn mættu hlýju og ástúð. Þau hjónin áttu 5 mannvænleg börn, þau eru: Auður, gift Ásgeiri Valdimarssyni, verkfræðingi, Páll Ingimundur, fyrrv. skólastjóri á Reykjanesi, kennari, kvæntur Guð- rúnu Hafsteinsdóttur kennara, Þór Aðalsteinn, verkfræðingur, kvænt- ur Önnu Brynjólfsdóttur, Halla, gift Sveini Þórarinssyni bónda, Kols- holti og Helga María, gift Magnúsi Ingólfssyni, framkvæmdastjóra. Aðalsteinn var sem eldri bróðir og vinur okkar systkinanna í Holti, og þau elstu vora í skóla hjá honum þegar hann var kennari í Þistilfírði. Undirritaður dvaldi hjá þeim Aðalsteini og Bjarnveigu einn vetur og naut umhyggju þeirra og vin- áttu, sem aldrei brást. Alltaf síðan var komið við hjá þeim þegar komið var til Reykjavík- ur. Það var eftirminnilegt og hrífandi að heyra Aðalstein minnast æskuáranna í sveitinni. Það var hlýr, fagnandi og þakklátur hugur, sem fylgdi máli. Fólkið, sveitin, landið sjálft og lífríki þess leið hon- um ekki úr minni. Þá gerði hann áætlanir um að koma norður, „heim“, eins og hann komst að orði. í ágústmánuði 1960 komu þau hjónin norður í heimsókn með dótturböm sín, Aðalstein síðar lækni, sem nú er látinn, og Eddu. Var þá ekið inn í Dalsheiði svo langt sem komist varð á bíl móts við Krubbnasel. Aðalsteinn rifjaði þá upp öll hin fjölmörgu örnefni, sem hanri þekkti svo vel áður, og heils- aði sem gömlum kæram vinum, og kom í leiðinni að smalabyrginu sínu, og fann ilminn úr grasinu, þar sem áður lágu „smaladrengsins léttu spor“. Sumarið 1980 komu þau norður Aðalsteinn og Bjarnveig ásamt yngstu dóttur sinni, Helgu Maríu. Var þá lagt upp í ferðalag til heiða 2. júlí. Þátttakendur auk Aðalsteins vora Helga María, Marta kona Að- alsteins læknis og við Árni bróðir minn. Ekið var á jeppa inn á móts við Dalsheiðarkofa. 3 hestar voru með í ferðinni. Gist var í kofanum um nóttina og farið heim næsta dag. Veður var kyrrt og fagurt, loftið tært og hreint, bjart yfir fjöll- unum allt um kring, og blágresið skaitaði sínu fegursta í brekkunum sunnan við kofann. Ferðafélagarnir nutu ferðarinnar eins og best varð á kosið. Kom Aðalsteinn heim sæli og glaður, óþreyttur eins og ungur væri. Sumarið 1982 dvöldu þau Aðal- steinn og Bjarnveig nokkra daga hjá dóttursyni sínum, Aðalsteini lækni á Þórshöfn, og Mörtu konu hans. Lögðu þeir nafnar og Marta upp í ferðalag til heiða 19. júlí. Fylgdarmaður var Friðgeir Guð- jónsson vanur gangnamaður. Ekið var á jeppa inn á Krókavatnshæð og stigið þar á hesta, sem vora með í för. Gist var í Hvannsheiðarkofa. Næsta dag var haldið inn að Hafra- lónum og síðar heim. Ákjósanlegt ferðaveður var báða dagana. Okkur var það bæði gleði og undranarefni hvað Aðalsteinn naut sín vel á þessu ferðalagi og var lítið þreyttur þegar hann kom heim. Var líkast að hér væri á ferð maður á besta skeiði en ekki áttræður öldungur. Það sem hér hefur verið sagt vitnar um órofa tryggð og aðdáun Aðalsteins á æskustöðvunum. Hér sannast sem oftar „að römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til“. Aðalsteinn var fjölhæfur hæfí- leikamaður, svipmikill persónuleiki, þéttur á velli, röskur og léttur í hreyfíngum, háttvís og virðulegur, og vakti athygli hvar sem hann fór. Hann var hugsjóna- og athafna- maður, afkastamikill og ósérhlífinn, ákveðinn í skoðunum og hreinskil- inn, skapríkur og tilfinninganæmur, og kunni vel með að fara, farsæll og hagsýnn stjórnandi, þekktur skólamaður, skyldurækinn og sam- viskusamur embættismaður, sem ávann sér almennt traust og virð- ingu. Allir þeir sem kynntust dreng- skap hans og mannkostum, kveðja hann með þakklátum hrærðum huga. Við systkinin í Holti sendum þér Bjamveig og skylduliði öllu hjartan- legar samúðarkveðjur. Þórarinn Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.