Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1990 11 Enginn tími fyrir stofugang Venju samkvæmt fer Karl Konráð stofugang ásamt sérfræðingi upp úr klukkan níu. Ef ekkert óvænt kemur upp á stendur stofugangur fram undir hádegi. Klukkan 9.50 tekur Karl á móti sjúklingi, sem hann þekkir reyndar vel, fullorðnum manni sem þarf að koma reglulega á deild A-7 til að fá blóð. Til að byija með þarf auðvitað að mæla blóðið í manninum, ræða við hann og rannsaka. þetta tekur aðeins 10 mínútur, en þá á eftir að ganga frá sýnum til rannsóknar og gefa fyrir- mæli. „Þú ert allur að hressast,“ segir Karl við broshýran sjúkling sem stöðvar hann á ganginum og heilsar honum eins og gömlum vini. En það gefst ekki tími til frekara spjalls því nú er pípað, neðan af slysadeild. Ung kona hafði fundist meðvitund- arlaus fýrir utan heimili sitt. Nú þarf að bregaðst skjótt við. Lækn- arnir ræðast við og alvaran leynir sér ekki. Flest bendir til að konan hafi orðið fyrir heilablóðfalli. Hún er þegar í stað búin undir „CT“, eða sneiðmyndatöku, sem er tiltölulega ný og byltingarkennd tækni sem kemur að góðum notum í slíkum bráðatilfellum. Á sama tíma er kom- ið ungan dreng, sem kennir sér meins og þarf Karl að sinna honum. Á meðan fær blaðamaður sér sæti í afdrepi starfsfólks á slysa- deild. Nokkuð sérstök aðstaða með sjónvarpi, kaffikrók og sérhannaðri viftu til að nema tóbaksþefinn á brott frá vitum þeirra sem reykja ekki. Þetta er hinn huggulegasti staður og nokkurs konar félagsmið- stöð starfsfólksins. Þar skiptast menn á skoðunum. Þarna eru sam- ankomnir þrír læknar, þar af einn í kurteisisheimsókn. Blaðamaður kemur sér strax að efninu og spyr þá út í vinnu ungu læknanna, aðstoð- arlæknanna. Það skal viðurkennast að spurningin var eilítið leiðandi, en gerði sitt gagn og kom af stað hröð- um og hnitmiðuðum orðaskiptum: „Vinnuálagið hefur alltaf verið svona. Það er bara nýtt að menn kvarti," segir sá fýrsti. „Þeir vinna sem þrælar núna, en voru guðir í eina tíð,“ segir annar og er greini- lega ósáttur við harða afstöðu félaga síns, sem minnist þess alls ekki að hafa verið í guðatölu. „Maður var eins og vinnudýr," bætir sá þriðji við, en fær ekki fulllokið máli sínu fyrir þeim sem fyrstur var til svars, sem segist aldrei hafa kynnst ann- arri eins vinnuþrælkun og í Svíþjóð á sínum tíma. „En maður fékk þó borgað fyrir,“ segir sá þriðji og stendur upp. Óskiljanlegur upplestur Klukkan 11.15 berst kall frá deild A-6. Karl rýkur af stað, en andar sjálfur rólegar þegar upp er komið því málum hafði þegar verið bjarg- að. Klukkan 11.27 er hann aftur kominn niður á slysavarðstofu að huga að sjúklingi með vírus, hitasýk- ingu. Þessi sjúklingur var inni fyrir aðeins viku en hafði ennþá ekki náð bata. Klukkan 11.40 er komið með gamla konu, mjög slappa. Karl skoð- ar hana og undirbýr innlögn. Rétt fyrir kiukkan tólf hittir blaðamaður ungan lækni, konu, sem var vakt um nóttina en lauk sinni vakt fýrir tveimur tímum, a.m.k. samkvæmt launaskránni. Aðspurð segist hún vera að ganga frá pappírum og vilja huga að vírusjúklingnum, sem nú var í höndum Karls, en hafði komið inn þegar hún var á vakt í síðustu viku. Karl snýr sér nú aftur að gömlu konunni, en bregður sér síðan í mat í 10 mínútur. Eftir mat fer Karl upp á deild og tekur upptökutæki úr vasa sínum. Hann kveikir á því og byijar að tala á hreint óskiljanlegu læknamáli um ástand sjúklings. Þetta tæki er hægt að stöðva í miðri setningu og þannig getur hann spjallað við hjúkkurnar nánast um leið og hann les inn. Þetta er nokkuð óvenjulegur lestur, þætti miður góður hjá þuli í Ríkisút- varpinu en með ágætum hjá upp- boðshaldara. Hann segir mér að seg- ulbandsspólunni skili hahn til lækna- ritara og þaðan komi hún til baka í endanlegu formi sem „sjúrnal", eða skýrsla um ástand sjúklings. Að loknum upplestri fer hann beint inn JÓHflNNES PflLMflSON FRAMKVÆMDASTJÓRI BORGARSPÍTALANS \ auðsvnlegt að breyta núgildandi kerfi AÐSTOÐARLÆKNAR á Borgarspítal- anum unnu að meðaltali um 100 yfir- vinnutíma á mánuði á síðasta ári, að sögn Jóhannesar Pálmasonar fram- kvæmdastjóra, en á sumum deildum var meðaltalið mun hærra. I samtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes nauðsyn- legt að gera breytingar á því kerfi sem nú er í gildi varðandi stöður aðstoðarlækna. Fjallað er um málið hjá samvinnunefnd sjúkrahúsa í Reykjavík og á Akureyri og nefiid- in hefiir skipað sérstakan vinnuhóp til að vinna að tillögum. Samvinnunefnd siúkrahúsanna vinnur að tillðgum að er ljóst að aðstoðarlækn- um mun fækka eftir þessar fjöldatakmarkanir í læknadeild,“ sagði Jóhannes, en nú er útlit fyrir að læknadeild útskrifi 30-40 kandídata á ári í stað 50-60 kandídata fyrir nokkrum árum. Hann bendir jafnframt á, að er boðið kandídatana erlendis frá þannig að mun færri koma til starfa á sjúkrahúsunum. Af þeim sem útskrifuðust í fyrra fóru t.d. tíu strax til Svíþjóðar. Aðspurður sagði Jóhannes að vissulega væri vinnuálag aðstoð- arlækna mikið. En hafa yrði hug- fast að samkvæmt samningum væri öll vinna þeirra eftir klukkan 17 á daginn greidd sem yfirvinna. „Ég má t.d. ekki segja við aðstoð- arlækni að hann megi skila sinni dagvinnu um helgar en taka frí í miðri viku. Það er því mjög erfitt að minnka þessa yfirvinnu miðað við vinnuskipulag og þá samninga sem í gildi eru í dag,“ sagði Jó- hannes. Eitt af því sem samvinnunefnd sjúkrahúsanna hefur fjallað um er hvernig koma megi til móts við lækna í sérnámi erlendis sem ekki sjá fram á stöður heima. Jóhannes sagði að vonandi skýrðust málin á næstu vikum, en ekki væri tíma- bært að tala um endanlega til- högun. „Það er ljóst að þessi vandamál eru framundan og stofnanirnar verða auðvitað að mæta þeim,“ sagði Jóhannes Pálmason. á deild A-7 til að setja nál í sjúkl- ing. Það tekur ekki nema örskots- stund og því best að nýta tímann til að flétta upp í „sjúrnalnum" yfir sjúklinginn, ræða við blóðbankann og fylla út fyrirmæli læknis, eða „ordinasjónir" eins og það kallast á máli heilbrigðisstétta. Þegar því er lokið byijar hann aftur að lesa inn á band, með sama taktfasta hætti, eins og uppboðs- haldari. Hann segist alltaf reyna að lesa inn „sjúrnalana" jafnóðum, á meðan hann muni öll smáatriði. Stundum gefst hins vegar ekki tími og þá hlaðast þeir upp. Það erfitt að eiga marga „sjúrnala“ eftir undir morgun. „Maður hugsar ekki skýrt eftir tuttugu tíma vöku,“ segir hann. Fyrir lækna og sjúklingana er ómet- anlegt að öll gögn séu í lagi, og þess eru dæmi að „sjúrnalar" komi að notum í málaferlum. Því er viss- ara að hafa allt sem nákvæmast. Nú gefst honum einnig tími til að lesa skýrslur um sjúklinga á deildun- um því hann missti af stórum hluta af stofugangi með sérfræðingi vegna bráðaatviks um morguninn. Þá skrá- ir hann einnig nótur, sem eru stutt- ar athugasemdir um breytingar á líðan sjúklinganna. Lækningaleyfíð breytir litlu Nú tístir píptækið. Það er sérfræð- ingurinn. „Er eitthvað sérstakt, sem þarf að ganga frá . . .?“ heyri ég Karl segja. Síðan missi ég þráðinn, en hegg eftir orðinu, myeloma, sem hljómar framandi í mínum eyrum. Ég bið um þýðingu hjá hjúkrunar- konunni, sem livíslar að mér að hér sé átt við æxli. Eftir þetta stutta símtal bregður Karl sér niður á E-4 með segulbandsspólur. Klukkan er farin að halla í tvö og leiðin liggur niður á slysadeild að huga að niðurstöðum úr blóð- prufum sem teknar voru um morg- uninn. Þaðan er stefna tekin á sjö- undu hæð, þar sem krabbmeinssjúkl- ingur er í slæmu ástandi. Karl og hjúkrunarfólk á deildinni heldur smá ráðstefnu um líðan sjúklingsins og morfínskammturinn er ákveðinn. Það verður lina þjáningar hans eins og kostur er. Meira er ekki hægt að gera. Karl ráðfærir sig við sér- fræðinginn, les inri á bandið og sinnir pappírsvinnu. Rétt fyrir tvö tekur hann síðan á móti nýjum sjúkl- ingi og ræðir við hann. Þetta er erfið- ur sjúklingur bæði hvað líðan snert- ir og framkomu gagnvart læknum og hjúkrunarfólki. En á spítala eins og annars staðar eru menn misjafn- ir eins og þeir eru margir. Það á jafnt við um starfsfólkið og sjúkiing- ana. Nú er klukkan 15.00 og næsta einn og hálfa tímann bregður ekkert út af vana. Hann ræðir við sjúkling, yfirfer læknabréf, en slík bréf eru send heimilislæknum og öðrum læknum sem hafa stundað sjúkling sem verið er að útskrifa, skoðar myndir, athugar rannsóknarniður- stöður og skilar spólu. Nú fær hann reyndar aðeins orð í eyra frá lækna- riturunum sem finnst hann full hrað- mæltur, þrátt fyrir skýran framburð. Upp úr klukkan 16.00 er skoðar hann sjúkling með blóðtappa í fæti. Það verður að leggja hann inn. Þá er pípað á hann út af hjartabilun á B-6 og MS-sjúklingur er lagður inn. Smá stund gefst milli stríða og hann segir mér frá kandídatsnám- inu. Kandídatar þurfa að vinna á ákveðnum deildum í samanlagt 12 mánuði áður en þeir fá lækninga- leyfí. Þeir þurfa að vinna í 4 mán- uði á almennri lyflæknisdeild, 2 mánuði á skurðdeild, þótt flestir vinni þar í 4 mánuði, og 6 mánuði á öðrum deildum, þar af mest 3 mánuði á rannsóknardeildum. Karl hefur hins vegar unnið í tæp 3 ár frá því hann lauk námi frá lækna- deildinni vorið 1987. Hann hefur unnið 5 mánuði á skurðdeild, 3 mánuði á geðdeild, 9 inánuði á lungnadeild Vífilsstaða, 7 mánuði á slysadeild, 7 mánuði á barnadeild og síðustu 2 mánuði á lyflæknis- deild. Hann vantar því enn 2 mán- uði til að geta orðið sér úti um lækn- ingaleyfi. Frá því hann lauk námi hefur hann tekið sér tvær vikur í frí, það var árið 1988, til þess þurfti hann að útvega sér mann á meðan. Karli bauðst að starf á lyflæknis- deild á Landakoti fyrir ári. Þá hefði hann strax getað lokið tilskyldum kandídatstíma á lyflæknisdeild og orðið sér úti uin lækningaleyfi. En hann vildi bíða, honum lá ekkert á. Nú kostar það hann hins vegar 50.000 krónur, að útvega sér þennan eftirsótta pappír, eftir 1275% hækk- un sem heilbrigðisyfirvöld ákváðu. „Pappírinn breytir í sjálfu sér litlu fyrir okkur,“ segir hann. Strangt til tekið má hann þó ekki skrifa resept nema sem tilheyrir aðstoðarlæknis- starfinu og ekki má hann starfa sjálfstætt, - enda kæmi það að litlu gagni segir hann. Hins vegar kemst hann ekki hjá því að verða sér úti um lækningaleyfi ef hann fer erlend- is í framhaldsnám. Það er algjört skilyrði. Að öðru leyti er þetta hé- gómi, segir hann. í sumar þegar Karl lýkur tímanum á lyflæknisdeild, stefnir hann á stöðu súperkandídats á iyflæknisdeild, en það getur hann fengið metið fyrir sérnám í Svíþjóð. Sami hringurinn heldur áfram framundir 18.15, þegar hann gengur á hæðir með sérfræðingi. Hann nær inn í mötuneyti fyrir lokun, rétt fyr- ir klukkan 19.00, en staldrar stutt við, því nú þarf að framkvæma magaskol á ungri konu sem komið var með. Hún hafði neytt sjö teg- unda af lyfjum, en virðist sleppa vel. Ungur læknir fræðir blaðamann á því að búast megi við slíkum tilfell- um á hveijum sólarhring. Yfirleitt ætlar þetta fólk ekki að fyrirfara sér, en skilaboðin eru ljós; því líður illa. Erfítt en skemmtilegt Nú er búið að skoða manninn með blóðtappann í fæti vandlega og hann er lagður inn á A-7. Spólulestur, innlit til sjúklinga á deildum, pappírsvinna og ný bráðatilfelli, allt hefur sinn vanagang fram eftir kvöldi, þar á meðal „brandari húss- ins“, eins og Karl kallar það. En í því felst að aðstoðarlæknir á lyf- læknisdeild nær í rannsóknarblöð í kjallara og flokkar þau í hólf eftir deildum og gatar þau síðan. „Þetta er með ólíkindum eftir sex ára há- skólanám og þriggja ára starfs- reynslu," segir Karl og brosir að sjálfsögðu af brandaranum. Klukkan 23.00 sinnir hann hjartasjúklingi sem er nýkominn inn og ráðfærir sig við lækni á skurðdeild vegna hans. Undir miðnætti hugar hann að manni með bólginn fingur og að því er virðist bólgu í lið. Það er búið að leggja sextán inn í dag. Þetta er því meðalvakt sem gefur ágætis fyrirheit um nóttina. Hann geyspar svolítið, en sýnir ann- ars engin þreytumerki. Hann veit að nóttin er öll eftir og óvíst um blund. Hann er vanur þessu. Einu sinni náði hann að blunda tvisvar, klukkutíma í senn, á tveggja sólar- hringa vakt á Landakoti. Þessari löngu lotu, sem hófst á laugardags- morgni lauk með aðgerð hjá honum á á mánudagsmorgni. En það þýðir ekkert fyrir aðstoðarlækni að kvarta, hann er ráðinn á deild og verður að taka þeirri vinnu sem því fylgir. „Lækiii skal skylt að vinna yfirvinnu . . .“ segir orðrétt í samn- ingi. Þar segir reyndar um hámark yfirvinnu að stefnt skuli að því að vinna aldrei meira en 90 klukku- stundir nema brýna nauðsyn beri til. Þessi grein samningsins gefur engan rétt til þess að neita að vinna yfirvinnu. Klukkan 00.30 býr blaðamaður sig brottferðar, enda orðið æ erfið- ara að halda athyglinni. Karl Konráð gæti hins vegar þurft að váka næstu 11 klukkutíma. En heppnin var með honum. Hann náði að blunda í tvo og hálfan tíma, þó ekki næði hann samfelldum svefni. Fimm sinnúm var þessi tveggja tíma blundur slit- inn í sundur með símtali af deildun- um, en hvíldarstaðurinn er á E-4 í smá kytru sem félagsráðgjafi hefur til afnota á daginn. Þegar hann yfir- gefur spítalann undir hádegi, eftir 28 tíma úthald, virðist hann þó hinn hressasti. „Jú, vissulega er þetta erfitt, en þetta er líka skemmtilegt starf,“ segir hann. „Verst þykir mér að vita að ég hafði ekki tíma til að gera eins vel og ég vildi. Maður hugsar stundum um slíkt eftir vakt- irnar.“ En þótt vaktinni sé lokið er vöku- tími Karls Konráðs ekki á enda. Framundan er barnaafmæli og því ekki um annað að ræða en halda I sér vakandi fram á kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.