Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLÁÐIÐ FÓLK í FRÉTTUWi s lÍDAGUR 25: PÉBRÚAR 1990 35 MATARGERÐ „Virðist eiga við Islendinga“ Eigendur og starfsfólk Argentínu ásamt glóðaranum &á Hollandi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eigendurnir og kokkarnir Óskar og Kristján við grillið. X' SoSyedan Fimmættliðir Langlífi íslendinga að meðaltali er frægt orðið og með því mesta sem um getur, einkum er meðalaldur kvenna hár, en karlamir geta orðið býsna rosknir einnig. Því er það, að þegar fjölskyldur koma saman þá hittast oft og tíðum furðu margir ættliðir. Allt að fimm, eins og á meðfylgjandi mynd sem tekin var síðasta haust. Lengst til vinstri er aldursforsetinn, Guðmunda Ólafs- dóttir, sem verður áttræð í næsta mánuði. Næst í stiganum er svo Jó- hanna Soffía Sigurðardóttir, þá Guð- rún Egilsdóttir, síðan Egill Ibsen Óskarsson og loks Christian Ibsen Egilsson sem er ekki sérlega lífsreyndur enn sem komið er og rígheldur í puttana á pabba sínum... Matsölustöðum hefur fjölgað stórkostlega í Reykjavík seinni árin, einkum spruttu þeir upp með- an hið svokallaða og títtnefnda „góðæri" var og hét. Þótt þeir hafi kannski ekki beinlínis týnt tölunni í kreppunni, þá hafa sumir skipt um eigendur og nöfn og rekstrar- grundvöllurinn verið knappur. Mitt í þrengingunum hefur nýr staður þó hafið göngu sína, matreiðslu- mennimir Kristján Þ. Sigfússon og Óskar Finnsson hafa ásamt eigin- konum sínum Ágústu Magnúsdótt- ur og Maríu Hjaltadóttur opnað veitingastaðinn Argentínu og eins og nafnið bendir til, er lögð áhersla á argentíska matargerð. Argentína er svokallað „steak house“ en arg- entísk matargerð býður einmitt upp á slíkt, í henni ber mikið á glóðuðu lamba- og nautakjöti. „Þetta hefur gengið vel hjá okk- ur og er að sjá að argentísk matar- gerð eigi prýðilega við íslendinga, að minnsta kosti bendir aðsóknin til þess að þeir kunni að meta til- breytinguna. Það er líka gott hvað fæst gott innlent hráefni í þessa rétti,“ sagði Óskar Finnsson í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Eigend- umir breyttu húsnæðinu mjög mik- ið. í litla bakhúsinu neðst á Bar- ónsstígnum hafði prentsmiðja verið til húsa og þurfti að umturna öllu. Bilið milli prentsmiðju og suður- amerísks veitingahúss er æði stórt. Nú stendur yfir á Argentínu arg- entísk vika. „Við fengum glóðara frá argentísku veitingahúsi í Hol- landi til að koma og elda þessa viku. Hann hafði með sér meiri háttar matseðil og kann greinilega sitt fag,“ bætti Óskar við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.