Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 10
/I 1D oeer HAUíiaa'í .as huoao'jmhu? ofjrjA raviuoHOK ' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 LANGÞREYTTIR SJÚKRAHÚSLÆKNAR SVEFNVANA SINNA ÞEIR SJUKUNGUNUM Algengt að að- stoðarlæknar vinni 130 til 160 yfirvinnu- tíma á mánuði ng mörg dæmi um yfir 200 tíma Vandamál að manna stuð- urnar, því margir taka að hluta eða allt kandídatsnám- ið ytra Lágmarkskrafa að menn geti neitað sér um hessa miklu vinnu, segir furmaður Fé- lags nngia lækna eftir Kristjón Þorvoldsson myndin Sverrir Vilhelmsson KLUKKAN ER átta á mánudags- morgni. Karl Konráð Andersen aðstoðarlæknir á lyflæknisdeild Borgarspítalans býr sig undir fund þar sem farið er yfir stöðu mála og verkefni dagsins. Næstu 26-28 timana verður Karl innan spitalaveggjanna og getur hvergi farið. Ef dagurinn verður rólegur getur hann hugsanlega náð smá- blundi í nótt, líkurnar eru ekki miklar þar sem Borgarspítalinn er með bráðavakt þennan sólar- hring. En Karl er ekki óvanur þessu, 26 tíma vaktir stendur hann, að minnsta kosti 7-8 sinnum í mánuði og oftar ef einhver að- stoðarlæknir verður veikur. Þess á milli vinnur hann sinn venjulega vinnudag á lyflæknisdeild. Karl er kominn í hvíta sloppinn, búinn að fá sér kafifisopa og setja píptækið í bijóstvasann. Algengt er að aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum vinni 130-160 yfir- vinnutíma á mánuði og mörg dæmi eru um yfir 200 yfirvinnu- stundir. Borgarspítalinn er síður en svo einsdæmi hvað þetta varð- ar, en þar er meðal fjöldi yfir- vinnutíma um 100 stundir, eins og fram kemur í viðtali við Jó- hannes Pálmason firamkvæmda- stjóra Borgarspítalans. í stöðum aðstoðarlækna eru fyrst og fremst ungir læknar, sem eru í kandíd- atsnámi eða hafa ólokið sérnámi. Eftir að fjöldatakmarkanir voru teknar upp í læknadeild hafa æ færri kandídatar skilað sér í þess- ar stöður, sem eru um 150 tals- ins. Með því að útskrifa einungis 30-40 lækna í stað 50 til 60 fyrir nokkrum árum verður augljós- lega mikill skortur á ungum lækn- um í þessi störf í framtíðinni. Auk þess færist i vöxt að nýútskrifaðir taki að hluta eða allt sitt kandíd- atsár ytra. Dæmi eru um að sér- fræðingar haf! sótt um stöður aðstoðarlækna, en ekkert bendir til að þeir Ieysi vandann. Félag ungra lækna vill komast út úr þessum vítahring. Að sögn Jóns Hilmars Friðrikssonar for- manns félagsins vill félagið að leitað verði allra mögulegra Ieiða til að minnka þetta mikla vaktaá- lag. „Það er lágmarkskrafa að við getum neitað okkur um þessa miklu vinnu, eða fáum a.m.k. góð frí inn á milli til að hvílast," segir Jón Hilmar. Byrjunarlaun aðstoð- arlækna eru um 85 þúsund krónur á mánuði og fyrir yfirvinnustund er greitt 1.003% af mánaðarlaun- um, eða um 850 krónur. Morgun- blaðið kynnti sér málið og fylgd- ist með aðstoðarlækni á vakt á Borgarspítalanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.