Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 4 Teikning/Pétur Halldéreson „Einar íBetel get- urgertmig bálill- an, en ég elska hann samt.“ Einar Jónassson múrari og safnaðaröldungur „Líklega getum við ekki reiknað með meira en ein- um slíkum prédik- araáöld. “ Sigmund teiknari í Eyjum „Oft biður hann þá beínt í símann, biðurfólkað hlusta og virkjar stundina.“ Sigurlína Jóhannsdóttir eiginkona Einars I IWK J.GÍSLASON, FORST0DLMADIJR FÍLADELFÍL' PRÉDIKARI AFGPÐ8 NÁÐ BLESSUÐ STUND í bænarhita er mesta afl sem til er, það þekkir Einar J. Gíslason forstöðumaður Fíladelfíu í Reykjavík, sem um þessar mundir er að láta af starfi sem forstöðumaður þótt hann hyggist áfram helga sig hjálpar- starfi og boðun orðsins. Lengst af hefiir Einar verið kennd- ur við Betel, hús hvítasunnumanna í Vestmannaeyjum, þar sem hann var forstöðumaður um langt árabil eða í 22 ár. Einar í Betel hefur alla tíð verið hljómmikill maður, athafnasamur, fjölfróð- ur og skemmtilegur, en fyrst og fremst hefur hann verið prédikari og kristniboði af Guðs náð og að margra áliti er hann einn snjallasti ræðumaður íslands. Ræðustíll Einars er sérstæður eins og reyndar allt hans líf og fas því skapgerð hans er splæst úr mörg- um sterkum þáttum. Hann talar stutt og hnitmiðað syngjandi rómi með guðlegum innblæstri, blaða- laust, og inn í tiívitnanir Biblíunn- ar fléttar hann gjarnan sögur og líkingar úr hvers- dagslífinu. Ræður hans eru að öllu jöfnu eins og þeg- ar flóðið sígur að, en hann hættir á háflóðinu, þá kemur ögurstund til íhugunar. Einar er hamhleypa til verka á þeim vettvangi sem blessunin hef- ur boðið honum. Endalaust sinnir hann hjálpar- og huggunarstarfi með heimsóknum á sjúkrahús, í fangelsi, á vinnustaði og með fyrir- bænum, en þar hefur kristallast tærast kraftur hans frá Guði. Hann fæddist í Vestmannaeyj- um 31. janúar 1923 að Arnarhóli og i Eyjum bjó hann til 1970. Ein- ar í Betel var einn ærslafyllsti Eyjapeyi síns tíma, en hann hafði sterkan bakhjarl í góðu heimili og trúaðri móður sem var í Hvíta- sunnusöfnuðinum. Þegar hann var 16 ára gamall varð undrið, ærsla- belgurinn og forustusauður í ýms- um uppátækjum frelsaðist í ríkri bæn með Óskari bróður sínum, sem er ekki síður sérstæður og sterkur persónuleiki en Einar. Síðan hefur líf Einars verið í hendi Drottins og það varð ósjálfrátt verkefni Einars að kveikja anda kristninnar og kærleiksins í um- hverfinu, ekki með prédikunum eða hótunum, heldur með rökræð- um og raunsæi á breyskleika mannsins. Hann hefur svo sannar- lega verið boðberi orðsins, fylginn sér, en hjartahlýr og fús að fyrir- gefa. Gamansem- in sem honum er í blóð borin hef- ur oft skapað farveg sem hefur leitt menn og málefni til betri veg- ar. í Eyjum var Einar vélstjóri og sjómaður í áratugi auk þess að vera forstöðumaður hvítasunnu- manna. Um árabil vann hann að þeim Öryggisþætti sjómanna sem lýtur að gúmmíbjörgunarbátum, var skoðunarmaður af fullkominni samviskusemi. Einu sinni hótaði siglingamálastjóri að reka hann. Þá hafði Einar sett sverari og sterkari öryggislínur í björgunar- bátana, vegna þess að reynslan hafði sýnt þörfina án þess að kerf- ið hefði tekið við sér. Einar gaf ekki eftir sterkari taugina, kom sínu fram ugglaust í skjóli þeirrar sterku taugar sem hann hefur í trúarvissu sinni. Það er merkilegt með Einar í Betel að enginn sam- verkamanna hans í hinu daglega lífi til sjós og lands í Eyjum minn- ist þess að hann hafi rætt um trú- mál, en samt skynja allir að andi Guðs og blessun fylgja honum. Einar hefur alltaf verið fljótur að taka af skarið og lognmolla er ekki hans stíll. Hann getur verið beittur og hvassari en nokkru sinni blæs á Stórhöfða en flestum ber saman um að hann sé sanngjam og skilningsríkur þrátt fyrir það að hann hafi ekki verið smíðaður til þess að læðast um í tilverunni. Honum er lagið að verða hrókur alls fagnaðar á mannamótum, á sinn hátt. Á hinn bóginn kann hann líka að segja mönnum til syndanna ef honum mislíkar fram- koma þeirra og þá er það ekkert elsku mamma, orðgnótt hans og tilfinning spinna þráðinn af festu og skerpu. Orðanna hljóðan fer ekkert á milli. mála. Einar í Betel er einarður maður, en eins og vor fylgir vetri er stutt í hlýjuna í fari hans þótt dyrnar hafí fokið upp í hita leiksins. í tvo áratugi hefur Einar í Bet- el verið forstöðumaður Hvíta- sUnnusafnaðarins í Reykjavík, um 500 manna safnaðar. Hann var kallaður til starfa sem eftirmaður Ásmundar Eiríkssonar árið 1970. Starfið hefur verið kröftugt og markvisst eins og fólks þessa safn- aðar er von og vísa, en þegar Ein- IVIANWSIVIYND eftirÁma Johnsen ar lætur nú af störfum hefur orð- ið nokkurt fjaðrafok í fjölmiðlum um þær breytingar sem eru í að- sigi. Eftir því sem næst verður komist ristir það ekki djúpt. Menn geta mæðst í skoðanaskiptum um mikilvæg mál, en grunnur hvíta- sunnumanna er sterkari en svo að þeir verði sárir þótt ágreiningur sé þangað til ákvörðun hefur verið tekin. Auðvitað hafa safnaðarmeð- limir haft áhyggjur af málinu, en þá er beðið til Guðs og það mun verða öllum lýðum ljóst eins og segir í spádóminum. Reynslutím- inn gengur yfir, niðurstaða fæst. Samverkamenn Einars í söfnuðin- um klípa ekkert af því að hann sé ákaflega fastur fyrir ef það er hans heilög sannfæring, en segja að fjarri sé því að hann ráði einn ferð og ætlist heldur ekki til þess. Viðmælendur mínir segja að hon- um sé auðvelt að fara leið mála- miðlunar og lúta rökum þegar bræða þarf saman skoðanir til þess að fá niðurstöðu sem sé sem ásættanlegust. Það er ákaflega erfitt að rita um Einar í Betel og ætla sér að fjalla um hvort tveggja, kosti hans og galla eins og vera ber hjá mannanna bömum, því þannig er því farið með hann að gallarnir hans verða einhvern veg- inn að kostum þegar upp er stað- ið. Það vill enginn, sem til þekkir, hafa Einar J. Gíslason öðruvísi en hann er. Einar Jónasson safnaðaröld- ungur, sem oft hefur gagnrýnt nafna sinn og verið honum ósam- mála, enda þekktur fyrir að fara ekki alltaf troðnar slóðir í skoðun- um, sagði afdráttarlaust: „Einar í Betel getur gert mig bálillan, en ég elska hann samt. “ Einu sinni spurði ég Einar hver væri hans mesti veikleiki: „Þetta er erfið spurning Addi,“ svaraði hann, „ég er sterkur bindindis- maður, sterkur í pólitíkinni, með sterkan líkama og ég hef lagt kapp á að vera umtalsfrómur, án þess að ljúga. Ég hef haft einn mjög mikinn veikleika, ég var mjög lystugur. Mest var ég 162 kíló, en þá fastaði ég í 40 daga og 40 nætur. Það eru ekki allir sem gera það, en nú er ég 100 kíló að þyngd. Ég get þó ekki neitað því að mér finnst mjög gott að fá saltkjöt og baunir.“ „Við höfum oft deilt hart við Einar,“ sagði Einar Jónasson sem fyrr er vitnað til, „en sjaldan höf- um við skilið án þess að kranast, því okkur þykir vænt hvorum um annan. (Kran er bræðrakveðja safnaðarmeðlima þegar þeir faðm- ast í kveðjuskyni.) Ein sérstaða Einars er sú að hann segir allt, hann er svo einlægur og þar að auki er hann frábær sögumaður. Það þýðir til dæmis ekkert að segja honum leyndarmál ef það er ekki þeim mun meira trúnaðarmál. Hann getur verið kominn með „leyndarmálið“ í ræðu fyrr en var- ir, sagt það og bætt síðan við: Ég ætla ekki að segja nafnið, en það þekkja allir hann Sigga á Löndum. Það er engin spurning að það er gott að hafa Einar innanborðs og það er jafngott þó að maður sé ekki alltaf sammála honum. Hann sækir fast sitt mál, en tekur tillit til annarra manna," sagði Einar Jónasson múrari. „Mér finnst Einar í Betel mjög sérstæður persónuleiki og ég vildi að við ættum fleiri prédikara sem gætu þrumað yfír þjóðinni eins og hann gerir,“ sagði Sigmund teikn- ari í Eyjum um Einar, en hann hefur þekkt hann lengi. „Einar er prýðismaður í alla staði, opinskár og einlægur og hafsjór af fróðleik. Hann er traustur maður sem alltaf er hægt að leita til, gull af manni og einn af þeim mönnum sem maður getur litið upp til. Eljan í honum er ótrúleg, því hann sinnir svo mörgu án þess að fólk al- mennt átti sig á því, heimsóknir í fangelsi, til sjúks fólks og til þeirra sem minna mega sín. Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir sem eiga hann að, en líklega getum við ekki réiknað með meira en einum slíkum prédikara á öld.“ Sigurbjörn Einarsson biskup sagði að kynni þeira Einars hefðu verið töluverð um árabil: „Við átt- um samstarf í stjóm Biblíufélags- ins. Einar var kosinn í stjóm þess samkvæmt minni tillögu og fram- kvæmdastjórans, Hermanns Þor- steinssonar, enda höfðu hvíta- sunnumenn sýnt félaginu mikinn „áhuga og vinsemd og Einar var fyrsti stjórnarmaðurinn utan stjórnkerfís Þjóðkirkjunnar. Við Einar áttum langt og gott sam- starf. Einar er þægilegur maður í samstarfi, áhugasamur og vak- andi og það hefur farið vel á með okkur yfirleitt.“ Fyrri kona Einars var Guðný Sigurmundsdóttir. Hún dó af barnsförum þegar fjórða barn þeirra Einars fæddist og barnið dó einnig. Börn þeirra eru Guðrún Margrét, Guðni og Sigurmundur Gísli. Síðari kona Einars er Sig- urlína Jóhannsdóttir. Þau eiga eina dóttur sem ber nafn Guðnýjar fyrri konu hans. Sigurlína sagði um mann sinn að á heimilinu vilji hann hafa allt í röð og reglu. Hann gangi vel um sjálfur og hengi upp fötin sín. Reglusemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.