Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlutverki sínu í I Pagliacci. Carmina burana ogPagliacci hefði hann mátt leggja aðeins meiri áherslu á skarpari hryn. Að flytja Carmina burana á þennan máta gefur verkinu nýjan lit og einmitt vegna þess hve það er ólíkt Pagliacci fer vel á því að hafa það sem forleik að hinu áhrifamikla en stutta óperuverki eftir Leoncavallo. Eftir hlé var svo óperan Pagli- acci og þar var sami hljómsveitar- stjóri, David Angus, og var eftir- tektarvert hversu hljómsveitin var góð, einkum er á leið og sérstak- lega strengirnir en konsertmeist- ari í báðum verkunum var Zbigni- ew Dubik. Búningar (Alexander Vassiliev), leikmynd (Nicolai Dragan) og leikstjórn (Basil Cole- mann) mynduðu einkar fallega og samstæða heild en auk þeirra sá Jóhann B. Pálmason um lýsingu (í báðum verkunum) og sýningar- stjóri kvöidsins var Kristín S. Kristjánsdóttir. Þó alit leggist á eitt að gera eina óperusýningu góða eru það samt söngvararnir, sem skila endanlegri gerð óper- unnar til hlustenda. Kórinn var sem fyrr stórkostlega góður. Ein- söngvararnir voru Sigurður Björnsson er fór með hlutverk Peppe og Harlekins í leiknum og gerði það vel. Tonío söng Keith Reed en í leiknum fer hann með hlutverk Taddeos. Óperan hefst á forspjalli trúðsins og söng Reed þennan óskaþátt baritonsöngvara mjög vel og var reyndar frábær bæði í leik og söng alla óperuna. Silvio var sunginn af Simon Ke- Carmina burana: Kórfélagar í hlutverkum sinum. _________Tónlist_____________ JónÁsgeirsson Nítjánda verkefni ísiensku ópe- runnar, Carmina burana, eftir Carl Orff og óperan Pagliacci, eftir Ruggero Leoncavallo, voru flutt í íslensku óperunni sl. föstu- dag. Pagliacci var fyrsta verkefni íslensku óperunnar fyrir 11 árum en Carmina burana er hér í fyrsta sinn flutt í leikrænni gerð. Carmína burana er frumlegt verk og feikna vinsælt en frumleikinn og sú tónsmíðatækni er Orff beit- ir á sér sérkennilega sögu og upphaf sitt að nokkru leyti í því umróti sem gekk yfír Evrópu um og eftir aldamótin. Mörg tónskáld lögðu fram kenningar, deildu um mikilvægi þeirra og stjómvöld gerðust áhugasöm um að nota tónlist og list almennt í áróðurs- skyni og á sviði tónlistar hafði vaknað áhugi fyrir markvissu tón- listaruppeldi. Árið 1924 stofnuðu Carl Orff og Dorothea Gúnther skóla, þar sem beitt var nýjum aðferðum í kennslu tónlistar. í stað þess að nota hljóðfæri, sem langan tíma tók að læra á, lögðu þau áherslu á að nota einföld slaghljóðfæri, sem hægt var að láta nemendur leika á svo til undirbúningslaust. Það tónmál er þróaðist upp úr þessum tilraunum byggðist á síendurteknum, einföidum þrá- stefjum og hefðbundinni hljóm- skipan. Fjölröddun (polífónia) og flókin útfærsla stefja (tematík) var þar ekki að finna en í staðinn var lögð mikil áhersla á skarpa hrynskipan er féll vel við þrástefj- unina. Á árunum 1930 til 35 setur Orff fram kenningar sínar og gefur út mikið safnrit, Schulwerk, sem er safn tónverka hans, til notkunar í skólum. Þarna mótast tónmál Orffs og eru flest seinni tónverk hans að meira eða minna leyti í þessum hrynleikandi stíi, sem er sérlega áhrifamikill í Carmina burana. 1935 kemst Orff yfír miðaldaljóð, sem munkar hafa trúlega skemmt sér við að lesa. Orff notar stefgerðir sem sumar hveijar minna á organumsöng og tekst að semja tónverk sem var alger nýjung og það sem meira er, mjög skemmtileg og lifandi tónlist. Meginþunginn í flutningi Carmina burana lá í kór íslensku óperunnar sem söng aldeilis glæsilega. Sex félagar úr kórnum, þeir Gunnar Guttormsson, Hilmar N. Þorleifsson, Loftur Erlingsson, Sigurður S. Steingrímsson, Sig- urður Þórðarson og Þorgeir J. Andrésson áttu mjög góð sam- söngsatriði. Þorgeir J. Andrésson söng auk þess Svaninn og gerði það frábærlega vel. Svanurinn á steikingarpinnanum er oftast sunginn í „falsettu" en Þorgeir söng hlutverkið með fullum radd- hljómi. Auk Þorgeirs sungu Michael Jón Clarke og Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöng, bæði mjög vel, þó góður söngur og leik- ur Michaels, t.d. í ábótagríninu, hafi líklega komið mest á óvart. Barnakór, sem átti þama smá strófur, var of fámennur. Leikmynd og búningar voru verk Nicolai Dragans en leik- stjórnin og dansstjóm var í hönd- um Terence Etheridge og var verkið í heild mjög áhrifamikið en upphaf þriðja þáttar nokkuð hægferðugt og ekki nógu ástríðu- þmngið. Hraðanum réð hljóm- sveitarstjórinn, David Angus, og enlyside, sem er mjög góður söngvari, og átti hann stutt_ en gott atriði með Neddu, sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng af glæsibrag. Ólöf náði að túlka þessa óhamingjusömu stúlku á mjög sannfærandi máta. Stjór- stjarna kvöldsins var Garðar Cort- es sem söng hinn skapbráða Canio en í leiknum fer hann með hlut- verk hins kokkálaða trúðs, er um síðir greinir ekki á milli þess raun- vemlega og leiksins. Garðar söng „Vesti la giubba" frábærlega vel og ekki var leikur hans og söngur síðri er allt fór úr böndunum, svo að erfítt er að hugsa sér það bet- ur gert. Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að lofa ís- lensku óperuna fyrir þessa frá- bæru sýningu en það verður að segjast eins og er, að sýningin á Carmina burana og Pagliacci, er enn einn listsigur þessa unga fyr- irtækis. Eftirmáli: íslenska óperan er trúlega eitt af fáum fyrirtækjum hér á landi, sem sífellt þarf að þola álas fyrir það að vera ekki á heimsmæli- kvarða. Ekki er ljóst hvað er átt við með heimsmælikvarðanum, hvort þar er aðeins miðað við allra bestu óperuhúsin, sem hvert í sínu landi eru algerlega í sérflokki, eða yfírleitt öll óperufýrirtækin, stór og smá. í þeim stóra hópi getur munað æði miklu, jafnvel þar sem aðstæður í húsakosti eru allgóðar. Nokkuð hefur verið rætt um að Gamla bíó sé óhæft til óperusýn- inga og er það rétt að nokkru leyti en það ber að hafa í hugaj að ópemsýning er þó annað og meira en að góður húsakostur sé nokkur trygging fyrir góðri sýn- ingu. • Það vill gleymast, eins og kom- ið hefur fram í þeirri sérkennilegu umræðu, sem undanfarið hefur átt sér stað í fjölmiðlum, að starf íslensku óperunnar er eins kons frumræktarstarf, svo líking sér notuð og í því starfi verður að byggja á og hlúa að þeim lífsgróðri sem fyrir er í landinu. Að flytja inn angandi og litfögur stofublóm hefði lítið að segja fyr- ir lífgróður landsins þó vissulega megi sækja hann til staða með lík skilyrði og gerast hér. í þessari umræðu hefur verið látið liggja að því að íslensku ópemnni sé um að kenna að ekk- ert varð.úr sýningunni á Manon Lescaut. Rétt að benda á, að Listahátíðin í Reykjavík er fyrir- tæki og það er stjóm þess fyrir- tækis, sem tekur ákvarðanir um alla framkvæmdir á vegum hátíð- arinnar, en ekki fólk úti í bæ. Margir íslendingar hafa bæði hér heima og á ferðum erlendis vanist góðum tónlistarflutningi og auk þess hafa heimsótt landið erlendir tónsnillingar, svo að segja má að íslendingar séu góðu van- ir. Þessi samskipti við heimslista- menn hafa haft mikil áhrif á tón- listarsmekk fólks og þróun tónlist- ar hér á landi. Það er því mikill skaði, að ekki varð af sýningunni á Manon Lascaut, því þá hefði gefist að heyra góða flytjendur og í raun sárt til þess að vita, að féleysi og hræðsla hafí heft þá er þar áttu um að binda. Tvennt þarf að íhuga varðandi stöðu listar á íslandi og það er í 1. lagi að nauðsynlegt er að hlúa að frumræktinni hér heima og í 2. lagi að flygjast vel með því sem er efst á baugi erlendis. Sífelldur samanburður á heimaefni og er- lendu er nauðsynlegur en hann ■“má ekki snúast upp í slíkan heim- óttaskap, að menn fyrirverði sig fyrir sig og sína. Það þarf tíma til að byggja upp' og höllin verður ekki byggð á undan hreysinu en frá hreysinu getur leiðin legið upp á við, andstætt því sem gerist ef horft er af svölum hallarinnar. BLÓDGJAIAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands verður hald- inn mánudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Fræðsluerindi: Glasafrjóvgun, dr. med. Jón Hilmar Alfreðsson flytur. 4. Kaffiveitingar. Fundurinn eröllum opinn. Stjórnin. i Rauöi Kross íslands Hef opnað tannlæknastofu Tímapantanir í síma 621115. Ósk Þórðardóttir, tannlæknir, Miðstræti 12. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! VISSIR ÞU AÐ BILAB OPINN Á SUNNUDÖGL GLÆSILEGT ÚRVAL NÝLEGRA BÍÖ KÍKTU VIÐ, HEITT Á KÖNNUNNI ,BlL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.