Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 19
b MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 19 hans lýsi sér meðal annars í því að hann vilji borga reikninga strax. Hann sé ljúfur og alltaf skapgóður.„Hann vill drífa í hlut- unum og segir oft „fljót“ við mig, til dæmis ef gestir koma og ég helli upp á könnuna. Þó held ég að ég sé með þeim fljótari að hella upp á. Þannig er Einar svolítið óþolinmóður, enda fylgir honum mikill kraftur. Það starf sem hann vinnur tengist auðvitað heimilinu á margan hátt. Hann fer víða þar sem á bjátar, en einnig er mikið um að fólk hringi í hann og biðji um fyrirbæn. Oft biður hann þá beint í símann, biður fólk að hlusta og virkjar stundina. Þetta er mjög algengt og oft sinnir hann einnig fyrirbænum í Fíladelfíu og víðar.“ I Vestmannaeyjum var Einar í rollubúskap eins og sagt er þar- lendis. Hann var með rollur um árabil og hafði mikið yndi af, enda dýravinur og einstaklega næmur á dýr. Kindurnar hans sinntu kalli hans þótt þær væru hátt í bjargi. Um átta ára skeið var Einar verk- stjóri á Grafaranum, dýpkunar- skipi Vestmannaeyjahafnar. Hann tók þar við starfi Sigurðar Krist- inssonar, Sigga á Löndum, en þeir unnu lengi saman við höfnina. „Ég hef ekkert nema allt gott um Éin- ar í Betel að segja,“ sagði Siggi á Löndum. „Hann er skemmtilegur persónuleiki og ágætt að vera nálægt honum. Við ræddum hins vegar aldrei um trúmál. Ég efast þó ekki um að það sem hann segir í þeim efnum meinar hann af fullri einlægni, en sem betur fer er hann mannlegur eins og við hinir. Hann er húmoristi og hefur gaman af glettum ef þær eru saklausar og meiða engan. Þegar við vorum að endurbyggja staurabryggjuna í Friðarhöfninni kom Júlli á Skjald- breið oft til okkar í morgunspjall. Einn morguninn kom hann með samanlímdar klippimyndir úr Tígulgosanum eða einhverju slíku blaði, en myndirnar voru svona í grófara lagi. Júlli var ekki síst að leggja þetta á borð til þess að reyna á þolrifin í Einari. Síðar um daginn gengur Júlli framhjá okkur og þá kallar Einar í léttum tón: „Ég get bara ekki gleymt þessum myndum hjá þér, Júlíus.“ Mikið hafði Júlli gaman af þessu og við reyndar líka. Þótt Einar hafi flutt frá Vest- mannaeyjum fyrir 20 árum er hann samt heimamaður þar enn- þá, svo sterk er rótin, og oft kem- ur hann til Eyja bæði til samkomu- halds og til þess að hitta vini og vandamenn og í liðlega þrátíu ár hefur hann flutt ræðu við minnis- varðann um hrapaða og drukkn- aða hjá Landakirkju á sjómanna- daginn. Það er ómissandi þáttur í höndum Einars. Þannig kemur Einar víða við. Hann er kunnur ræðumaður víða um Norðurlönd í röðum hvítasunnumanna og marg- ir sem þekkja vel til hans telja að hann hefði ef til vill átt að helga sig einvörðungu prédikunarstarf- inu, svo sérstæðir séu hæfileikar hans í því efni. Einar er mjög orð- heppinn og skjótur til svara og ósjaldan eru tilsvör hans tengd Biblíunni á einn eða annan hátt. Fræg er sagan af Einari þegar hann var á tjaldsamkomu í Vest- mannaeyjum og mikill fjöldi sam- komugesta. Hann var að tala um að menn ættu að launa illt með góðu, því það væri kærleikur, og hann skyldu menn rækta. „Elskið óvini ykkar, það er kærleikur,“ sagði hann, „það stendur í Biblí- unni og það sem stendur þar er satt og rétt, en vinir mínir, varið ykkur á víninu, þar sem vínið er, þar er böl og vínið er versti óvinur mannsins. Varið ykkur á því.“ Þá kallaði Diddi pabbi framan úr tjaldinu með tár í auga, ekki vatn, og spyr: „Varstu ekki að enda við að segja að við ættum að elska óvini okkar?“ „Jú,Diddi“, svaraði Einar að bragði," ég sagði það því það stendur í Biblíunni og það er satt og rétt, en það stendur hvergi að þú eigir að svolgra þá í þig.“ „Ég hef allt það besta að segja um Einar,“ sagði Georg Stanley Aðalsteinsson skipstjóri þegar hann var spurður um Einar, en þeir reru saman í tvö ár á Gæf- unni, bát þeirra bræðra. „Það var frábært að vera með þeim Óskari, skemmtilegur og góður húmor og allt svo jákvætt. Ég er búinn að vera til sjós síðan 1957 í mörgum toppplássum, en árin mín með þeim bræðrum eru tvímælalaust toppurinn á mínum sjómannsferli og ég hef aldrei þénað eins og þá. Það var ekki gert með puðinu eða streði, það var unnið með léttleika og góðum anda. Þeir eru báðir bráðvelgefnir menn og heima í öllu. Það var allt til umræðu og mikið spjallað og það má segja að þessi tvö ár hafi verið einn samfelldur fyrirlestur og rökræða. Ég get ekki hugsað mér þægilegri menn að vera með en þrennt ræddu þeir aldrei beint, trúmál, stjórnmál og efnahagsmál.“ Einu sinni voru þeir á trolli austan við Eyjar og átta sig á því í miðju spjalli að það er varðskip að taka þá í landhelgi. Einar snýr sér að Stanley og biður hann að tala við varðskipsmenn. Stanley þvertekur fyrir það og segist ekk- ert eiga vantalað við þá. „Jú, tala þú við þá, Stanley,“ ítrekar Ein- ar.„Nei, ég tala ekkert við þá,“ segir Stanley, „þið eruð hér skip- stjóri og vélstjóri og eigendur og þið eigið að tala við þá.“ „Tala þú við þá samt, Stanley minn,“ segir Einar. „Nei, það geri ég ekki,“ segir Stanley, „en af hveiju segið þið ekki við þá að þið hafið farið algjörlega óviljandi inn fyrir landhelgislínuna og biðjið innilega afsökunar á þessu.“ „Þetta er góð hugmynd hjá þér, Stanley,“ svarar Einar, „en tala þú samt við þá, þú ert vanari að ljúga.“ Þannig eru til margar skemmtilegar sögur af Einari og flestar færðar í stílinn, enda er sjaldan sagt um Eyjamenn að þeir ljúgi, frekar að þeir séu góðir sögumenn. Einn af viðmælendum mínum um Einar í Betel hafði á orði að það væri með ólíkindum hvernig hann hefði getað sinnt sínu víðfeðma starfí í gegnum árin með mjög takmörkuðu íjármagni og víst er að hann er ekki auðugur maður að veraldlegum gæðum. Hann á engar bankabækur,en hann á auð sinn í Guði og góðum verkum og hans vextir er velvild Guðs anda í starfi og leik. Hann hefur oft hlotið bænheyrslu á ör- lagastundum og gagnvart Guði sínum hefur hann kappkostað að sýna auðmýkt, þakklæti og lítil- læti. Hann efast ekkert um að góður Guð sé með í ráðum til góðra verka og lumar ekkert á því sjón- armiði sínu. Fyrir nokkrum árum var hann að vinna að lausn eins erfíðs máls sem oftar, máls sem hafði verið að velkjast í kerfinu í nokkur ár og varðaði tilfinningar og mannlega reisn fólks sem hafði orðið fyrir mikilli sorg. Það þurfti að leita til þáverandi fjármálaráð- herra, Þorsteins Pálssonar, og hafði reyndar verið leitað til fleiri Ijármálaráðherra án árangurs, en Þorsteinn tók af skarið og leysti málið. Einar kom á skrifstofu hans í fjármálaráðuneytinu ásamt við- komandi man'ni til þess að þakka fjármálaráðherra drengilega framgöngu í málinu. Og í innileg- um fögnuði sínum þegar gestirnir voru að kveðja þrífur Einar í hönd Þorsteins annars vegar og sam- ferðamanns síns hins vegar, lætur þá loka hringnum og upphefur heita bæn. Þorsteinn sagði að- spurður að þetta hefði verið áhrifa- mikið, en ekki gat hann neitað því að hafa þakkað Guði fyrir að ráðu- neytisstjórinn skyldi ekki koma inn á meðan. Bænin er Einari það eðlilegasta sem til er enda ramm- ast lífsmottó hans í orðunum: „Bænin má aldrei bresta þig.“ ■ FUNDUR FUF-félaganna á Akureyri og nágrenni, í Reykjavík, Kópavogi og við Djúp, sem nýlega var haldinn á Akureyri, mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að semja um byggingu álvers á höfuðborgarsvæðinu. í fréttatil- kynningu frá FUF-félögunum segir að ungt framsóknarfólk telji það glapræði að ýta þannig undir gríðarlega byggðaröskun, og ef nýtt álver verði reist á íslandi þá beri að gera það úti á landsbyggð- inni. Þá mótmælir fundurinn harð- lega þeim tvískinnungshætti i um- hverfismálum, sem birtist í því að gert er ráð fyrir mun dýrari og fullkomnari hreinsibúnaði í álveri við Eyjafjörð en t.d. í Straumsvík. Stjórnvöld- hljóti að gera ítrustu kröfur um mengunarvarnir í nýju álveri burtséð frá staðsetningu þess, en fráleitt sé að kröfur Eyfirð- inga um mengunarvarnir í nýju ál- veri séu notaðar. sem rök fyrir öðru staðarvali. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Kr. 7 HERRADEILD Gránufclagsgötu 4 - Akurcyri Sími23599 Vönduð fermingaföt hæfa virðulegum herrum. HANZ KRINGLUN N I Sími681925

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.