Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 40
r^Ji^m^mximín!p$sm<iu'rímV/ÁKvmYiUi iiafnahstiuíti m SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Meira en
helmingnr
- hvítmáva
sýktur af
salmonellu
ÁTAK til að eyða vargftigli
stendur nú yfir víðs vegar um
land, en vargfugl hefur valdið
usla á svæðum þar sem æðarvarp
er. í tengslum við átakið heftir
rannsókn farið fram á salmon-
ellusýkingu í vargfugli og reynd-
ist yfir 60% þeirra hvítmáfa og
hraftia sem eytt var í fyrrasumar
bera bakteríuna.
\ ð sögn Þorvalds Bjömssonar,
il aðstoðarveiðistjóra, em nú
tveir menn að drepa fugl á Miðnes-
heiði en auk þess er unnið að fækk-
un vargsins vfðar á landinu. Undan-
fama daga hefur 2.000 vargfuglum
verið eytt við Breiðafjörð, á svæðum
þar sem æðarvarp er. Auk þess
vom nokkrir hrafnar drepnir í Ing-
ólfsfjalli og við rannsókn kom í ljós
að stór hluti fuglanna var sýktur
salmonellu.
Þorvaldur sagði að stefnt væri
að því að eyða vargfugli á þeim
svæðum sem æðarvarp er, til dæm-
is við Landeyjar, en þar drápust
50 hross í fyrra af salmonellusýk-
ingu. Sýkingin var rakin til varg-
fugla. Atakið nú beinist einkum að
svæðum á Suðurlandi og Suðvest-
urlandi.
Leikið gegn
Albaníu í
Laugardal
ÍSLENSKA landsliðið í knatt-
spyrnu leikur fyrsta leik sinn í
Evrópukeppni landsliða gegn
Albaníu á Laugardalsvellinum
30. maí. Fjórir ieikir verða leikn-
ir í keppninni í ár og fjórir 1991.
Frakkar leika
á Laugar-
dalsvellinum 5.
september, en
síðan leikur
fslenska liðið í
Tékkóslóvakíu
26. september og á Spáni 10. októ-
ber. íslenska landsliðið leikur f Al-
baníu 26. maí 1991. Tékkar koma
í heimsókn 5. júní og Spánveriar
25. september. Síðasti leikur Is-
lands f EM verður í Frakklandi 13.
nóvember 1991.
Flugleiðir innanlands:
29% áætlunar-
flugsins féllu
niður í janúar
29% AF áætlunarflugi Flugleiða
innanlands féllu niður f janúar
síðastliðnum, aðallega vegna
veðurs, að sögn Einars Sigurðs-
sonar blaðafiilltrúa Flugleiða.
Einar Sigurðsson sagði að þetta
hlutfall hefði verið um 33% í
Bama mánuði f fyrra en um 39% f
febrúar 1989. Hann sagðí að þessar
.' tölur væm mjög háar miðað vlð
fyrri ár.
Aðstoðarlæknar:
Vaktir í 26
-28 tíma
ALGENGT er aðstoðarlæknar á
sjúkrahúsum standi 26-28 tíma
vaktir 7-8 sinnum í mánuði eða
oftar. Aðstoðarlæknar vinna
margir 130-160 yfirvinnutíma á
mánuði og mörg dæmi eru um
yfir 200 yfírvinnustundir.
Jóhannes
Pálmason,
framkvæmda-
stjóri Borgarspít-
alans, segir í
samtali við Morg-
unblaðið að nauðsynlegt sé að breyta
því kerfi, sem nú er í gildi varðandi
stöður aðstoðarlækna. „Það er ljóst
að aðstoðarlæknum mun fækka eftir
þessar fjöldatakmarkanir í lækna-
deild,“ segir Jóhannes. Nú er útlit
fyrir að læknadeild Háskólans út-
skrifi 30-40 kandídata á ári í stað
50-60 fyrir nokkrum ámm.
Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsunum
eru einkum ungir læknar, sem eru
í kandídatsnámi eða eiga ólokið
sérnámi. Auk þess sem útskrifuðum
kandídötum frá HÍ hefur fækkað
færist það nú I vöxt að nýútskrifað-
ir læknar taki kandídatsár sitt að
hluta eða allt erlendis. Frekari skort-
ur á aðstoðarlæknum er því fyrirsjá-
anlegur.
Sjá „Sveftivana sinna þeir sjúkl-
ingunum“ á bls. 10-11.
Strætó stolið
STRÆTISVAGNI, leið 13 Lækj-
artorg-Breiðholt hraðferð, var
stolið á biðstöð við Kalkoftisveg
laust fyrir klukkan sjö í gær-
morgun, og fannst hann
óskemmdur stuttu seinna við
Völvufell í Breiðholti.
Strætisvagninum var stolið
skömmu áður en hann átti að
fara í fyrstu ferð í gærmorgun.
Vagninn, sem var mannlaus, var í
gangi þar sem hann stóð á biðstöð-
inni, og tókst þjófinum að opna
hann án þess að vinna á honum
skemmdir. Ekki hafði tekist að hafa
upp á þjófinum í gærmorgun.
Þorskveiði undan Suðurlandi
eins og í „hörku páskahrotu“
Talstöðvarsamtöl við þrjár aflaklær í Djúpkantinum
„ÞAÐ ER óvanalega gott útlit með vetrarvertíðina því það er
mjög mikil þorskveiði hjá netabátunum," sagði Sigurjón Oskars-
son á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum í samtali við
Morgunblaðið. „Það er mikil harka í þessu, vertíðin fór ekkert
vei af stað en við höftim verið að fó upp í 35 tonn eftir nóttina
og erum komnir með 150 tonn I þessari viku, það er rótfískerí
eins og hörkupáskahrota,“ sagði Sveinn Jónsson, skipstjóri á
Jóhanni Gíslasyni frá Þorlákshöih, en Morgunblaðið hafði í viku-
lokin samband við þrjár aflaklær, þá Sigurjón og Svein og Sig-
urð Bjarnason á Friðrik Sigurðssyni frá Þorlákshöfn.
Við erum staddir út af Port-
landinu í Kantinum og það
ér svo undarlegt að i Djúpkantin-
um er óvenju mikili þorskur og
héfur aldrei verið annað eins i
febrúar," sagði Sigurður á Friðrik
................. 1'
Sigurðssyni. „Við erum komnir
með yfir 100 tonn þessa vikuna
og það er ekki hægt annað en að
lítast vel á stöðuna, þetta er mjög
þorskleg vertíð.“
„Þetta er búið að vera ágætis
kropp hjá allmörgum, 10-20 tonn
á dag, mest þorskur, og ekki lið-
inn febrúar,“ sagði Siguijón
Óskarsson, aflakóngur á Þórunni
Sveinsdóttur. „Það er með ólíkind-
um góð veiði og febrúar ekki lið-
inn, ufsinn hefur hinsvegar ekkl
fundíst og það er kahnski í sam-
ræmi við það að fiskifræðingar
bættu 12% við ufsakvótann í vor,“
Sigurjón taldi þó að hugsanlega
gæti ufsinn komið upp því að
hann væri slíkur flökkufiskur.
„Menn eru farnir að fækka
netum og huga að kvótanum því
það er ekki nema febrúar og
menn vilja ógjarnan vera búnir
með vertíðina fyrir páska,“ sagði
Sveinn á Jóhanni Gísla. „Það er
góð stemmning I þessu, þetta eru
blandaðar stærðir af þorski, ágæt-
is fiskur, svona um 6 kíló að
meðaltali," sagðl Sveinn Jónsson.