Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 34

Morgunblaðið - 25.02.1990, Side 34
MQRGUNBLAÐIÐ FOLK I FRfet I UM'SUNNIÍD^fiyWj FfiWÚAR 1990,, KARLAR eftir Bryndísi Schram Miðaldrakrísa Eg komst ekki hjá þvi að taka eftir henni. Hún var grátandi. Að vísu ekki hástöfum, en tárin runnu vlðstöðulaust. öðru hveiju saug hún upp í nefið. — Við vorum bara tvær einar á bamum. Báðar gestir á hótelinu. Sg hafði tekið eftir henni í gestamót- tökunni. Hún var rauðhærð með brún augu. Greini- lega af irskum ætt- um. Hávaxin, grönn, um fertugt. Allra myndarlegasti kvenmaður. _Vous avez du feu?“ Hún hallaði sér yflr til mín. Augnsvertan rann í lækjum niður kinnarnar. Augun voru enn full af tárum. Hún hélt á sígarettu milli vel snyrtra fingr- anna. „Je le regrette, mais non.“ Eg kallaði á þjóninn. Hann kveikti í sigarettunni hjá konunni. Þetta varð upphafið að stuttum kynnum. Þau vöruðu bara þessa kvöldstund. En þá hafði ég líka feng- ið að heyra allt. Af hverju hún var komin alla leið frá Ameriku til Amst- erdam. Af hveiju hún var að gráta, og af hverju hún var svona óham- ingjusöm. •Hún hafði kynnzt honum i heima- borg sinni í Kanada. Kenndi syni hans í einkaskóla fyrir útlendinga. Það var ást við fyrstu sýn, en það var líka ást í meinum. Hann átti konu og böm og starf og hús og hund. Að vísu var konan vond við hann, bömin út og suður, húsið míglekt og hundurinn snarvitlaus. Allir vissu, að hann héldi framhjá, en það var ókei, á meðan hann sveikst ekki um í starfi. í tvö ár lék allt í lyndi. FJölskyldan hélt saman. Síðdegis á föstudögum fór hann í gönguferð með hundinn og konuna. A helgum var hann með ástkon- unni. En svo kom að því, að hann yrði kallaður heim til Hollands á ný. Og þá kom babb i bátinn. Hvað átti að gera við ástkonuna? Lífið án hennar var honum einskis virðl. — Eða svo sagði hann. — Þegar ég kem heim aftur geri ég upp við fortíðina, segi skilið við konuna og við giftum okk- ur. — Allt í lagi, sagði kennslukonan fertuga. Hún var reiðubúin að fórna öllu í nafni ástarinnar. Hún sagði upp starfinu, seldi íbúðina, seldi bilinn og pakkaði restinni ofan í ferðatöskur. Svo pantaði hún flugfar til Amsterdam. En nú kemur að lokakafla sög- unnar. Þegar til átti að taka þorði gæinn ekki að skilja við konuna. Auk þess var hún því mótfallin. Hvað yrði þá um húsið, hundinn, börnin, tengdamömmu? Já, og hvað yrði um hana sjálfa? Átti hún að fara aftur út á vinnumarkaðinn eins og hver önnur miðaldra, ómenntuð kona? Og hvernig hafði hann hugs- að sér framhaldið? Var hann svo viss um, að fyrirtækið vildi hafa hann áfram í vinnu, fráskilinn manninn, með tvær fjölskyldur á framfæri? — Þetta allt reyndlst aum- ingja manninum ofviða. Vandamál- in voru risavaxin og virtust æ óleys- anlegri, því meir, sem hann velti þeim fyrir sér. Vildi hún ekki bara halda áfram að vera vinkona hans? Hann gæti leigt handa henní her- bergi úti i bæ. Þau gætu haldið áfram að hittast um helgar. Konan hans hafði veitt honum leyfi til þess. Var það nema von. að kennslu- konan gréti. Væri óstöðvandi. Alein í ókunnu landi. Búín að fórna öllu, starfinu, íbúðinni, reyndar aleig- unni, þvi að hún átti ekki fyrir far- inu til baka. Og ekki ætlaði hún aö gera honum það tíl geðs að leyfa honum að borga. begar við skildum um miðnættið, var staðan óbreytt, en henni leið þó betur við að hafa iétt á hjarta sínu við bláókunnuga konu. Mér kom þessi sága i hug, þegar ég var að lesa um niðurstöður af vísindalegri könnun, sem gerð var í Bandarikjunum nýlega. Svokölluð mlðaldrakrisa (þegar menn taka upp á því að splundra fjölskyldunni, hlaupast á brott með sér yngri konu til þess að sanna fyrir sjálfum sér, að þeir séu ennþá marktækar kyn- verur) er aðeins goðsaga, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það er staðfest af fólki á öllum aldrl, að einmitt á þessum árum þjapplst fjöl- skyldan saman. Maðurinn og konan upplifi væntumþykju og samhygð, sem byggist á efnahagslegri farsæld og staðfestu i tilverunni. (Internatíonal Herald Tribune.) ATVINNULIF Kona til metorða í karlaríki Flugleiða Ung kona, Kristín Aradóttir, var nýlega skipuð sölustjóri Flug- leiða, en kona hefur ekki skipað þannig lykilembætti hjá Flugleiðum fyrr, flugfélagið hefur verið mikið karlavígi. Morgunblaðið ræddi aðeins við Kristínu og spurði hana ýmissa spurninga um bakgrunn hennar, hug og væntingar. Fyrst var hún spurð hvort brotið væri blað að hennar dómi með ráðningu konu í slíkt starf og hvort hún hefði ekki rekið sig á í karlasamfélaginu í efri stöðum Flugleiða. „Þetta var svona einu sinni, en hefur verið að breytast síðustu mánuði eins og fordæmi sýna. Annars hef ég aldrei rekið mig á þetta meinta karlaveldi og verið ákaflega ánægð í starfi hjá Flugleið- um, starfsandinn er góður og að- búnaður einnig," sagði Kristín. „Ég byijaði hjá Flugleiðum 12. maí 1974 og satt best að segja stefndi ég ekkert frekar að neinum frama innan fyrirtækisins, en þetta kom svona smám saman og allt hef- ur þetta því komið mér skemmtilega á óvart,“ segir Kristín aðspurð um framavonir sínar í byijun. Hún byij- aði sem fyrr segir vorið 1974 og var þá flugvallarstarfsmaður á O’Hara- flugvellinum í Chicago. Eftir hálft þriðja ár þar lá leiðin til íslands þar sem hún starfaði sem afgreiðslumað- ur á Keflavíkurflugvelli um skeið og var síðan flugfreyja í þijú ár. Árið 1984 tóku við tvö ár á sölusviði Flug- leiða og því fylgdi sölustjórastaða í Noregi árið 1986. Því starfi sinnti hún til áramóta, en 15. janúar síðast- liðinn tók hún við starfi sölustjóra Fiugleiða á íslandi. Kristín segir mörg spennandi verkefni framundan sem hún hlakkar til að spreyta sig á. En stefnir Kristín Aradóttir enn hærra? „Já, ég myndi segja það,“ svarar hún án þess að hika. Kristín Aradóttir Morgunblaðið/Sverrir Frá uppfærslu LH á Hróa hetti. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson LEIKLIST Leik- og listsýning í senn Við frumsýnum bamaleikritið Hróa hött í leikgerð Guðjóns Sigvaldasonar sem er einnig leik- stjóri. Þetta er fjörug sýning og athyglisverð kannski ekki síst fyrir þær sakir að samhliða henni er hér myndlistarsýning, en Leikfélag Hafnarfjarðar efndi til teiknisam- keppni meðal 6 til 12 ára barna um land allt. Viðfangsefnið var fijálst innan sögunnar um Hróa hött og útkoman er glæsileg eins og sjá má í anddyri Bæjarbíós sem við höfum bókstaflega klætt með þeim þúsund myndum sem bári Erlendur Pálsson, hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, í sam- tali við Morgunblaðið. Erlendur sagði ennfremur að sögunni um Hróa væri fylgt, fylgst væri með samskiptum Hróa, Litla Jóns og félaga við sýslumanninn í Skírisskógi. „Þetta er ekta barna- skemmtun, mikiil hreyfing og fjör, nokkur skylmingaatriði og dálítið af slagsmálum. Það koma 16 leikar- ar fram, allir á aldrinum 15 til 26 ára. Það hafa farið 8 vikur í undir- búning verksins, en hvað það verð- ur sýnt oA fer eftir aðsókn,“ bætti ’ -■»... Morgunblaðið/ Ámi St. Ámason Ljósbrúnt afbrigði sebrafinku sem ættuð er frá Ástr- alíu en hefúr verið ræktuð hérlendis árum saman. FUGLARÆKT Jón Ólafsson. Morgunblaðið/Árni St. Árnason Svonefndur rósahöfði af ætt ástarpáfagauka, ræktun hér- lendis er nýlega hafin. Búrfiiglafélag Islands stofiiað... Nýlega var stofnað Búrfuglafélag íslands sem eru samtök búrfuglaræktenda og annarra áhugamanna í þeim efnum. Formaður hins nýja félags var kjörinn Jón Ólafsson úr Kópavogi og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að áhug- inn hefði reynst vera meiri og stofnfundurinn verið betur sóttur heldur en hann hefði órað fyr- ir, svona félagsskapur ætti greinilega fullan rétt á sér og gæti ekki annað en stækkað og eflst. En hver er stefnuskrá svona klúbbs? Jón svarar því: „Segja má að stefnuskráin sé þrískipt, almenn fræðsla, ræktun búrfugla og sýningar. Hér á landi eL ofsalegt magn af búrfuglum ég myndi giska á 4-5.000 fuglar, kannski fleiri, og kennir margra grasa. Stefnuskrá klúbbsins verður því seint tæmd.“ Jón sagði ennfremur, að um 30 manns væru nú þegar skráðir í félagið og mikið væri hringt og spurt. En er einhver hópur öðrum meira áberandi innan hins íslenska búrfuglafé- lags? Jón: „Þetta er náttúrulega fólk af báðum kynj- um úrýmsum áttum, en jú, einhverra hluta vegna er einn hópur mest áberandi og það eru eldri karlmenn. Svona fuglahald virðist falla þeim sérstaklega vel í geð. Ég var kannski mest hissa á því að fá ekki fleiri börn og unglinga á stofn- fundinn, því í þeirra hópi er aragrúi búrfuglaeig- enda. Kannski hafa þau ekki haft áræði til að koma og og þá er undir okkur komið að kynna þetta svo rækilega að það veki áhuga þeirra." En að lokum, talað var um sýningar sem lið á stefnuskránni. Má vænta búrfuglasýningar á næstunni? „Því er erfitt að svara á þessu stigi, það er er- fitt að átta sig á því svona í byijun starfseminn- ar hveiju hægt er að ná saman og hve fljótt. Þó býst ég við að sýning geti orðið að minnsta kosti í vor, ég reikna með því,“ sagði Jón Ólafs- son, formaður Búrfugla- félags íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.