Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990
Sláturfélagið hætt-
ir verslunarrekstri
SLÁTURFÉLAG Suðurlands
hefur leigt út rekstur kjörbúðar
SS í Austurveri frá og með
næstu mánaðamótum, og hefur
félagið þar með endanlega hætt
rekstri matvöruverslana. Krist-
inn Skúlason, sem verið hefur
verslunarsfjóri SS í Austurveri,
hefiir tekið verslunina á leigu
og mun hann annast rekstur
hennar.
F
innur Árnason, markaðsstjóri
Sláturfélags Suðurlands, sagði
að félagið væri með þessu að draga
sig éndanlega út af smásölumark-
aðnum, og myndi það framvegis
einbeita sér að því að framleiða
og dreifa vörum. „Með því að vera
í rekstri smásöluverslana höfum
við á vissan hátt verið að keppa
við viðskiptavini okkar, en okkar
styrkur liggur fyrst og fremst í
framleiðslunni. Við höfum verið að
koma með margar nýjungár á því
sviði á þessu ári og munum halda
því áfram.“
Frumsýning í Garðabæ
„ÞETTA er léttmarínerað verk til
að gera upp við ’68 kynslóðina,"
segir Þórir Steingrímsson sem
Ieikstýrir unglingum hjá Leik-
félagi Garðabæjar í farsa Hlínar
Agnarsdóttur og Eddu Björgvins-
dóttur, Láttu ekki deigan síga
Guðmundur. Guðmundur verður
frumsýndur hjá LG á mánudags-
kvöld.
Um 30 manns taka þátt í sýning-
unni, þar af 5 manna hljóm
sveit og 12 manna kór. Tónlistin í
Guðmundi er eftir Jóhann G. Jó-
hannsson og söngtextar eftir Þórar-
inn Eldjám og fleiri. Með aðalhlut-
verk fara Albert Eyþórsson, Hulda
Birgisdottir og Fjóla Guðmundsdótt-
ir.
Láttu ekki deigan síga Guðmundur
var samið fyrir Stúdentaleikhúsið ög
fyrst frumsýnt fyrir sex árum.
Þórir Steingrímsson segir' Guð-
mund vera leiksopp karlrembu og
koma við hjá fjölda kvenna. Þær
standi uppi eftir reynsluna af Guð-
mundi og árunum kringum ’68 með
sameiginlegt vopn í höndunum; þver-
pólitísk sámtök eða kvennalista.
Hafa gefíð blóð 75 sinnum hver
Á AÐALFUNDI Blóðgjafafélags íslands á fyrra ári
var þessum fimm blóðgjöfum veitt heiðursskjal fé-
lagsins en þeir hafa hver um sig gefið blóð 75 sinn-
um eða oftar. Það lætur nærri að vera 34 lítrar
blóðs á hvem þeirra. Á myndinni eru fimmmenning-
arnir frá vinstri: Guðbjörn Magnússon, Thorvald
Imsland, Jón Halldórsson, Jóhann Diego Arnórsson
og Tómas R. Einarsson. Annað kvöld verður aðal-
fundur Blóðgjafafélagsins haldinn á Hótel Lind við
Rauðarárstíg og hefst fundurinn klukkan 21. „Hetju-
blóðgjöfum" verður veitt viðurkenning og fræðsluer-
indi verður flutt um glasafijóvgun.
Skattalag-
ið gefið út
á hljómplötu
ÁRNI Sigfusson borgarfulltrúi
hefur samið lag og texta,
Skattalagið, sem Landsmenn
hafa gefíð út á hljómplötu. Að
sögn höfundar gr tilgangur
útgáfunnar sá að minna lands-
menn á uppruna sinn og á
hvaða leið við erum.
*
Eg er bara höfundur lags og
texta og er alsaklaus af
þessu máli, sagði höfundurinn,
Árni Sigfússon. Flytjendur lags-
ins eru Egill Ólafsson, Sigríður
Beinteinsdóttir, Jóhanna Linnet
og Pálmi Gunnarsson. Gunnar
Þórðarson annaðist útsetningu.
Kór valinna landsmanna söng
undir í laginu, að sögn Árna.
„Þetta er ekki fyrsta lagið sem
ég hef samið en ég hef ekki haft
sérstakan áhuga á því að koma
lagasmíðum mínum á framfæri.
En ég er örugglega ekki hættur
að semja lög,“ sagði Ámi.
Opnuð tilboð í vélbúnað vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar:
Kínverskt fyrirtæki bauð lægst
Verið að vinna tíma, segir fjármálastjóri Landsvirkjunai;
TILBOÐ í þrjá verkhluta véla- og rafbúnaðar vegna stækkunar
Búrfellsvirkjunar voru opnuð á fóstudag. Um er að ræða fjögur
tilboð í hverfla, rafala og fylgibúnað þeirra, sjö tilboð í aflspenna
og tvö tilboð í rofabúnað. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun
um byggingu virkjunarinnar, og eru því útboðin með fyrirvara.
Orn Marinósson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, segir að þessir
verkhlutar hafí verið boðnir út til að vinna tíma komi til þess að
ákveðið verði að stækka virkjunina.
Lægsta tilboð í hverfla, rafala
og fylgibúnað á kínverska fyr-
irtækið China Machine Export
Corporation, sem mun vera þekkt
fyrirtæki á sínu sviði. Tilboð
Kínveijanna hljóðar upp á tæpar
599 milljónir króna, sem er aðeins
61,15% af kostnaðaráætlun.
Næstlægsta tilboð á sænska fyrir-
tækið ABB, rúmar 980 milljónir.
Mitsui í Japan býður 1054 milljón-
ir og Energomachexport í Sov-
étríkjunum'1147 milljónir.
Lægsta boð í aflspenna á
EFACEC i Portúgal, 58 milljónir
króna. Það er um 18% yfir kostn-
aðaráætlun. Siemens, einnig í
Portúgal, er aðeins um 400.000
krónum hærra. í rofabúnað bjóða
Siemens i Þýzkalandi 183 milljón-
ir eða 92,34% af kostnaðaráætlun
og ABB í Svíþjóð 187 milljónir.
Tilboðin verða nú könnuð með
tilliti til útboðsgagna og borin
endanlega saman. í tilkynningu
frá Landsvirkjun kemur fram að
þess beri að gæta að hér þurfi
ekki að vera um endanlegar niður-
stöðutölur eða röð tilboða að ræða,
þar sem sá samanburður sé eftir.
Stækkun Búrfellsvirkjunar hef-
ur verið tilbúin á teikniborðinu frá
1980. Afl virkjunarinnar á að
verða 100 megawött og orkufram-
leiðslan 510 gígawattstundir á
Framlag til Alþingis skert minna en áður var áætlað:
Nánast ekkert svig-
rúm til niðurskurðar
- segir Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings
ári. Gert er ráð fyrir að byggt
verði sérstakt stöðvarhús suðaust-
ur af núverandi húsi. Vatnið á að
taka úr núverandi aðfallsgöngum
Búrfellsvirkjunar, en undanfarið
hafa verið grafnir skurðir til undir-
búnings nýju virkjuninni.
Horft er til stækkunar Búrfells-
virkjunar ef samningar takast um
nýtt álver hér á landi. í október
síðastliðnum beindi stjóm Lands-
virkjunar þeim tilmælum til Jóns
Sigurðssonar, iðnaðarráðherra, að
hann beitti sér fyrir því að Alþingi
samþykkti leyfi fyrir nýjum virkj-
unum vegna hugsanlegs álvers.
Enn hafa engin virkjunarleyfi ver-
ið gefin.
Raett við Dani um laxveiðar
DÖNSK yfírvöld hafa . enn ekki
tekið afstöðu til veiða laxveiðibáta
á alþjóðlegu hafsvæði austur af
íslandi, en íslensk stjórnvöld
hyggjast ræða þetta mál við Kent
Kirk sjávarútvegsráðherra Dana
á Norðurlandaráðsþing í næstu
viku.
Sést hefur til fjögurra laxveiðibáta
á þessu hafsvæði. Þeir eru allir
frá Borgundarhólmi í Danmörku,
þótt þeir séu skráðir í Panama og
Póllandi, og telja íslendingar þessar
laxveiðar vera mál Dana.
Listvinafélag Hallgrímskirkju:
Tónskáld kynnir verk sín
KYNNING á Olav Anton Thom-
messen, er hlýtur tónskáldaverð-
laun Norðurlandaráðs árið 1990,
fer fram í Hallgrímskirkju í kvöld
kl. 20. Listvinafélag Hallgríms-
kirkju stendur fyrir kynning-
unni.
Það er tónskáldið sjálft, sem
kynnir verk sín og þá sérstak-
lega verðlaunaverkið Gjennom
Prisme. Hamrahlíðakórinn flytur
kórverkið Stabat mater speciosa,
Einar Jóhannesson leikur einleiks-
verkið Stanz fyrir klarinett og fé-
lagar úr Blásarakvintett Reykjavík-
ur leika Fanfare fyrir flautu, óbó
og fagott. Knut Odegárd, formaður
Listvinafélagsins, flytur ávarp.
FORSETAR Alþingis gerðu fjármálaráðherra grein fyrir því að
óraunhæft væri að skerða framlag til Alþingis um 20 milljónir króna
eins og ætlunin var samkvæmt niðurskurðartillögum ráðherrans.
Niðurstaðan varð að framlag til Alþingis verður skert um 6 milljón-
ir króna.
Guðrún Helgadóttir, forseti sam-
einaðs þings, sagði við Morg-
unblaðið, að mestur hluti fjárlaga-'
framlags til Alþingis væri til rekstr-
ar, aðallega launagreiðslna. Því
hefði svigrúm nánast ekkert verið
til niðurskurðar.
Guðrún sagði að undanfarin ár
hefði fjárhagsáætlun þingsins verið
afar óraunsæ og ráð fyrir því gert,
að ef fjárveiting væri of lítil fengist
afgangurinn með aukafjárveiting-
um. Þessu væri verið að snúa við,
og þannig hefði þingið farið 40%
fram úr fjárlögum 1987, 25% fram
úr fjárlögum 1988 og 13% fram
úr áætlun 1989.
„Að þessu sinni höfum við gert
raunhæfa áætlun sem við ætlum
að halda okkur við. Forsetum er
auðvitað afar sárt um að Alþingi
fari ekki alltaf tugi milljóna fram
úr fjárlögum, enda er það ekki gott
til afspurnar. Niðurskurðurinn nú
er um 1% af heildarfjárlögum en
upphaflega tillagan var að fjár-
framlag til þingsins yrði skert um
2,8%. Við buðumst til að taka þátt
í þessu eina prósenti og þeim flata
300 milljóna niðurskurði sem er til
allra stofnana, en meira getum við
ekki,“ sagði Guðrún.
Hún sagði mjög erfitt að skera
meira niður í launakostnaði þings-
ins. Verulegt aðhald væri á eftir-
vinnu og öðru slíku, en á þessari
stofnun væri mjög erfitt að koma
í veg fyrir að veruleg eftirvinna
væri unnin.
Að sögn Karls Kristjánssonar,
fjármálastjóra Alþingis, er framlag
til Alþingis á þessu ári áætlað um
10% hærra en endanlegur rekstrar-
kostnaður á síðasta ári eða sem
svaraði til um 2% hækkunar um-
fram verðlag. Hann sagði að undan-
farin ár hefði fjárframlag til Al-
þingis hækkað nokkuð umfram
verðlagshækkanir vegna aukins
umfangs og þjónustu.
Tomas Tranström-
er í Norræna húsinu
DAGSKRÁ með sænska ljóðskáldinu Toraas Tranströmer verður í
Norræna húsinu mánudagskvöldið 26. febrúar kl. 20.30. Hann hlaut
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir Ijóðasaf-
nið För levande och döda. Jóhann Hjálmarsson og Njörður P.
Njarðvík lesa úr þýðingum sínum á Ijóðum Tranströmers og skáld-
ið les eigin ljóð.
Tomas Tranströmer fæddist
1931. Fyrsta ljóðabók hans,
17 dikter, kom út þegar hann var
23 ára gamall. Ljóð Tranströmers
hafa verið þýdd á yfir 30 tungur.
í rökstuðningi dómnefndar bók-
menntaverðlaunanna segir m.a.:
„Með skáldlegu og hnitmiðuðu
tungutaki, þar sem hann upplifir
heiminn sem eina heild, bregður
hann ljósi á duldar víddir tilverunn-
ar og takmarkalausa möguleika
mannsins."
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs verða afhent við hátí-
ðlega athöfn í Borgarleikhúsinu
miðvikudaginn 28. febrúar.