Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 39 ~ Sjónvarpið: Alli ríki ■H í þessum þætti heilsar Ol 05 Árni Johnssen blaða- &X. maður upp á Aðal- stein Jónsson, útgerðarmann á Eskitirði, og spjallar við hann um Hfsbaráttu og störf að út- gerð og fiskvinnslu um áratuga skeið. Jafnvægi í byggð þessa lands getur einatt oltið á fámennum hópi ötulla athafnamanna er trúa á mátt sinn og megin, jafnt sem á trausta möguleika heima- byggðar sinnar til vaxtar, við- gangs og blómlegs mannlífs, Einn úr hópi slíkra máttarstólpa er „Alli ríki“, Aðalsteinn Jónsson, er svo sannarlega var ekki fæddur með silfurskeið í munni en hefur byggt upp öflugan atvinnurekstur og útgerð á Eskifirði með eigin höndum, duganaði og viljafestu. Hann er nú einn af mestu athafna- mönnum landsins; rekur frystihús, bátaútgerð, loðnuverksmiðju og rækjuverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt af þeirri starfsemi er hann hefur byggt upp á umliðnum áratugum. Hann verður seint borinn þeim sökum að hann hafi sóað tíma sínum og hefur reyndar orð á sér fyrir að vera gæddur sérstöku „sjötta skilningaviti" í atvinnumál- um. Plús-film stóð að gerð þáttarins, Sveinn M. Sveinsson stjórnaði upptökum en hljóðvinnsla var í höndum Jóns Karls Helgasonar. Aðalsteinn Jónsson. Stðð 2: Dallas ■■■■ Dallas er á dagskará Stöðvar 2 í kvöld. April kemst að Of\ 30 raun um að oft má satt kyrrt liggja þegar hún neyðist til að fara huldu höfði eftir að verið að grafast fyrir um fortíð Nicholasar, elskhuga Sue Ellen. Aumingja Sue Ellen skilur síst í skyndilegri og dularfullri hegðun elskhugans. Gamli refurinn, J.R., sannfærir Cliff um að best sé að haga sem lengst á þessum Westst- ar hlutabréfum á milli þess sem J.R. reynir ítrekað að ná Ewing nafninu aftur á fyrirtækið. Viðskiptasamband Bobby við Kay Lloyd reynist mjög ánægjulegt. Fyrrverandi kærasti Laurel grátbiður hana um að konm aftur til London með sér en hún vill sem minnst af kauða vita. Á meðan reynir David Shulton að kúga fé út úr Clay- ton. Patrick Duffy, þ.e. Bobby, Ieikstýrði þessum þætti. 00.10 I háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00,7.30,8.00,8.30,9.00,10.00,11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. Islenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. 2.00 Fréttir. 2.06 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjall- ar við Guðlaug Bergmann framkvæmdastjóra sem velur eftirlætislögin sín. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 „Blítt og létt...“ Endurtekinn sjómannaþátt- ur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangl. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekifln þáttur frá deginum éður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veöri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Lísa var það, heillin Llsa Pálsdóttir fjallar um konur I tónlist. (Endurtekið úrval frá miðvikudags- kvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Á gallaþuxum og gúmmlskóm. Leikin lög fré sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUT AÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.03-19.00.Útvarp Norðurland kl. 989 OmcTÆJH 7.00 Rósa Guðbjartsdóttir ’og Haraldur Glslason taka daglnn snemma. Klkt í blöðin og pistla I tilelni dagsins. 9.00 Haraldur Glslason vekur fólk í rólegheitunum. 0.00 Valdis Gunnarsdóttir. Vinir og vandamenn kl. 10.30. Uppskriftir dagsins rétt fyrir hádegi. Afmæliskveðjur milli 13.30-14. 12.00 Hádegisfréttir. I4.00 Ágúst Héðinsson og það nýjasta I tónlist- ■ innl. Waður vikunnar valln s: 611111. I7.00 Reykjavik síðdegis. Sigursteinn Másson. Vettvangur hlustenda. 18.00 Kvöldfréttir. 18.15 Islenskir tónar. 19.00 Snjólfur Teitsson. 20.00 Óláfur Már Björnsson á kvöldvaktinni. 22 00 Stjörnuspekl. Gunnlaugur Guðmundsson og Pétur Steinn. Stjörnumerki tekin fyrir. mánaðar- merkið og gestur lítur inn I hljóðstofu. 24 00 Freymóður T. Sigurösson á næturvappi. / FM 107.2 FM 102,2 7.00 Snorri Sturluson. Morgunspjall um menn og málelni. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson. Klukkan 11 íþrótta- fréttir. 13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Óskalög og hlu- standi dagsins, Iþróttafréttir klukkan 16.00. 17.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 19.00 Richard Scobie. 22.00 Kristófer Helgason. 01.00 Björn Þórir Sigurösson. ÚTRÁS FM 104,8 8.00 FG. 11.00 MK. 14.00 FB. 17.00 FG. 20.00 FB. 23.00 MK. 2.00 Dagskrárlok. AÐALSTOÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eirikur Jónsson. Morgunmáður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróðleik i bland við tónlist. 8.00 Árdegi Aðalstöövarinnar. Anna Björk Birgis- dóttir. Ljúfir tónar í dagsins önn með fróöleiks- molum um færð veður og flug. 12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar fréttir um allt sem þú vilt vita. Fréttir af fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjónarmenn Asgeir Tómas- son, Þorgeir Áátvaldsson, Eirlkur Jónsson og Margret Hrafns. 13.00 Lögín vlö vinnuna. Fréttir af færð og umferö. Lögin valin I sima 626060. Umsjón Þorgeir Ást- vald8son. 16.00 í dag i kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir og fréttatengt efni um málefni Kðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. i þessum þætti er rætt um þau málefni.sem efst eru á baugi hverju sinni. Við- mælendur eru oft boðaðir með stuttum fyrirvara til þess að á rökstólum séu ætíð rædd þau mál sem brenna á vörum fólks i landinu. Hlustendur geta tekið virkan þátt i umræðunni i gegnum síma 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 18.00 Það fer ekkert á milli mála. Ménudagskvöld á Aðalstöðinni er málið. Gulli litur á það helsta sem er að gerast og-upplýsir hlustendur um það. Ljúfir tónar og fróðleikur um flytjendur. Umsjón Gunnlaugur Helgason. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir í beinni útsendingu. Allt sem viðkemur draumum getur þú fræðst um é Aöalstööinni, Siminn 626060, Umsjón Kristján Frimann. EFF EMM FM 95,7 7.00 Arnar Bjarnason. 10.00 ívar Guðmundsson. 13.00 Siguröur Ragnarsson. Glæný tónlist. 16.00 Jóhann Jóhannsson. Afmæliskveðjur og stjórnuspá fyrir afmælisbörn dagsins á sínum stað. Pizzuleikurinn kl. 18. 19.00 Ragnar Vilhjálmsson. 22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex-pakkinn korter i ellefu. 1.00 Næturdagskrá. Rás 1; Nonrænir tónar ■■■■ Þátturinn Norrænir QA 15 tónar eru á dagskrá Rásar 1 í kvöld. Þar verður leikin sænsk tónlist eft- ir þá Lille Bror Söderlundh, August Söderman og Wilhelm Stenhammar. Eftir Söder- lundh heyrum við Konsertínó fyrir óbó og strengi, í flutningi Sinfóníettunnar í Stokkhólmi, sem Esa Peeka Salonen stjórn- ar. Verk Stenhammars er „Iþaka“, op. 21, og verk Söd- ermanns hið kunna_ lag um „Heimi konung og Áslaugu", sem hér heyrist í hljómsveitar- útsetningu Hugos Alfvéns. Flytjendur í þessum verkum eru ekki af lakara taginu; söngvarinn er Hákan Hagegárd, sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsuppfærslu Ingimars Bergmanns á „Töfraflautunni", og Sænska útvarpshljómsveitin sem Kjell Ingebertsen stjórnar. Stöð 2= Óvænt endalok ■■■■ Óvænt endalok eru á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Lucy QQ 50 Gutterodge fer hér með hlutverk ungrar, fallegrar og ~~ hæfilega kærulausrar konu. Viðskiptajöfur hittir hana á hótelbar og veldur.hún honum ýmsum vandræðum. Öryggisvörður á hótelinu varar hann við en viðskiptajöfurinn skeytir engu um aðvör- unina og býður ungfrúnni í kvöldmat og kampavin. Þeim kemur vel saman og fara til herbergis hans. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur * An hugrekkis duga engar dyggðir Pistill dagsins er hugrekki. Allar aðrar dyggðir duga víst skammt, ef ekki fylgir kjarkur til að fylgja þeim fram. Þessi al- kunnu sannindi tóku að gára sinnið við nálægð einstaklinga með þennan fágæta eiginleika. í fréttunum birtist kona í Reykjavík, sem sýndi ótrúlega hugdirfsku er hún ruddist um- svifalaust inn í hús til andlega sjúks, hættulegs manns til að bjarga litlum dreng frá því að verða fyrir skaða. Það var ekkert sjálfgefið að hún hikaði ekki við að taka slíka áhættu. Hún var búin að gera skyldu sína, hringja í lögregluna. Ætli flestir hefðu ekki látið það duga — tvístígandi af ótta við að koma of seint? En eins og málshátturinn segir: Það orkar ekki á hreysti kappans fyrr en á hólminn er komið. Enda er hugrekki einstaklingsbundið, tengist persónulegri tilfinningu. Finnst ekki í kerfum, eins og glöggt sást í máli þessa hættulega kyn- ferðisglæpamanns. Enginn bar ábyrgð á honum. íslendingar eru komnir af köppum miklum, eða telja að minnsta kosti að svo sé. Að vísu beindist hugrekki forfeðranna kannski mest að því að verja sína eigin sæmd og sinna, og að mæta dauða sínum með upprétt höfuð, sbr. ummæli Þóris Jökuls: Upp skaltu á kjöl klífa/köld er sjáv- ardrífa. Og hreysti orðin: Eitt sinn skal hver deyja. Eflaust eitthvað enn í genunum á einstaklingum af þeim arfi. Flest- ir sleppa þó með að sitja í makind- um á spjalli í góðum hópi, á fund- um, í stjómum og á þingi og ræða af góðum hug um það sem þarf eða ekki má gera, án þess að koma nokkurn tíma á hólminn, þar sem reynir á hugrekkið. Og allar heimsins frómu óskir og öll heimsins gagnrýni duga skammt ef ekki fylgir hugrekki til að fram- kvæma það góða sem menn vilja. Annað lifandi dæmi um hug- rekki einstaklingsins blasti við okkur í vikunni í persónu Vaclav Havels, sem var hér mitt á meðal okkar á íslandi. Hann sýndi það yfirmáta hugrekki að undirrita' stefnuyfirlýsingar, sem hlutu að koma honum í fangelsi. Og hann sat við illa aðbúð í fangelsi án þess að hægt væri að sjá fram á að það mundi breyta miklu. Og hann þurfti þess ekki. Honum, þekktum rithöfundinum, stóð til boða að skrifa afsökunarbréf til að verða sleppt eða fá leyfi til að fara úr landi. En hann hafnaði því. Sagði að rithöfundar og menntamenn mundu aldrei verða að gagni nema þeir tækju sömu áhættu og hegningu og allir aðr- ir. í leikriti lætur hann verkstjór- ann í brugghúsinu segja eitthvað á þá leið, að hann standi í öðrum sporum gagnvart því að sýna hugrekki én rithöfundurinn fangni, sem hann er að tala við, því „hver hugsar um mig“ (utan múranna)? Gott ef þessi einþátt- ungur var ekki leikinn 5 íslenska útvarpinu um daginn. Við þær aðstæður, sem lýst er í Bory- fangelsinu þar sem Havel sat, þurfti ómælt persónulegt hug- rekki, þegar enginn átti von á því að það leiddi til þess sem nú er fram komið.“ Svo sat þessi maður, Vaclav Havel, allt í einu í Þjóðleikhúsinu okkar, orðinn forseti lands úr helj- argreipum. Rithöfundurinn Havel að sjá spenntur fýrsta leikrit sitt á fjölum í 22 ár. Leikrit sem varð á þessari fjarlægu eyju norður í höfum alveg eins og hann hafði hugsað sér það á sviði. Svona getur verið stutt á milli mann- eskja í mannheimi. Áður en stemmningin hafði náð tökum á okkur, sem sátum úti í gamla góða salnum í Þjóðleikhúsinu, hefur kannski fleirum farið sem mér í upphafí orðræðu arkitek- tanna á sviðinu, að brosa í kamp- inn. Finnast umræður þessara arkitekta býsna nálægar Þjóðleik- húsgestum. Leikritið Endurbygg- ingin fjallar nefnilega um hóp opinberra arkitekta, sem falið er af stjómvöldum að endurbyggja nálægt gamalt þorp, ryðja því burtu svo að fólkið fái ný blokkar- hús, sem séu því fýrir bestu — burtséð frá því hvort það kynni betur við sig í sínu gamalþekkta umhverfí. Yfírarkitektinn, sem vill taka tillit til svona óraunsærra tilfinninga, huggar sig við það að þótt þeir teikni eftir kröfunum að ofan, þá verði aldrei neitt úr neinu. Til þess vanti efni, vélar og tæki1 og fé til að fá það. Ándartak skaut upp í hugann syndsamlegri hugs-' un: kannski fer þannig líka hér f: spamaðarherferðinni, að fé skorti til að rífa það gamla. En nei, ( líklega ber óskhyggjan mann of-' urliði eins og arkitektinn. En svo ljótar hugsanir hurfu; brátt fyrir mögnuðu leikriti Ha-. vels, sem hafði sýnilega samúð með öllum persónunum í klemmu þarna á leiksviðinu, nema hinum, allsráðandi fulltrúa stjórnvalda. Enda em aumingja arkitektarnir bara allir að reyna að lifa af, hver með sínum hætti. Og þeir eru einmitt talandi dæmi um það hve erfítt getur verið að sýna hugrekki þegar á hólminn er kom- ið. Þetta hugrekki, sem eitt skipt- ir máli. Leikritið er einmitt um hugrekki. Það er þetta hugrekki, sem er svo aðdáunarvert tilsýndar í fari annarra, en enginn veit hvort! hann hefur fyrr en á reynir. Eða eins og Piet Hein segir í grúk- kunni með islenskum orðum Helga Hálfdanarsonar: Ósérhtifni , í öllum vanda er besta óskin öðrum til handa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.