Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ mMbW 25 FEBRÚAR 1890 BIIÉIIBÍ!: :-'JRk :1 AUGLYSINGAR Mjólkurfræðingar Mjólkursamlag á Suð-Vesturlandi óskar að ráða mjólkurfræðing til starfa. Vinsamlega sendið inn nafn og aðrar upplýs- ingar til skrifstofu Mjólkurfræðingafélags ís- lands, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík, merkt: „Mjólkurfræðingur" fyrir 7. mars. LANDSPITALINN Aðstoðarlæknar Á lyflækningadeild eru lausar til umsóknar stöður reyndra aðstoðarlækna. Stöðurnar eru til eins árs og veitast frá 1. júlí og 1. ágúst nk. Möguleiki á framlengingu eftir samkomulagi við forstöðulækni. Umsóknir sendist Þórði Harðarsyni, prófessor, sími 601266, sem einnig veitir nánari upplýs- ingar. Reykjavík, 25. febrúar 1990. Staðarskáli í Hrútafirði óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa næsta vor og sumar. Um er að ræða framreiðslu- störf, afgreiðslu og störf í eldhúsi. Laun skv. launataxta SVG. Lágmarksaldur er 18 ár. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fyrir 10. mars nk. Staðarskáli, 500 Hrútafirði. DAGVIST BARNA - y ----- Forstaða leikskóla Dagvist barna auglýsir lausa stöðu forstöðu- manns við nýjan leikskóla, Gullborg við Reka- granda, sem áætlað er að taki til starfa í maí næstkomandi. Um er að ræða leikskóla þar sem byggfverður á nýbreyttni í leikskóla- starfi, bæði hvað varðar innra starf og hús- næði. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur ertil 14. mars. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og deildarstjóri fag- deildar dagvistar barna í síma 27277. Hjúkrunarfræðingur íSvíþjóð Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga á Hultafors Halsocenter í Svíþjóð frá 1. mars - 1. september nk. eða skemur. Heilsuhælið er staðsett í fögru umhverfi um 50 km. frá Gautaborg. Helgarvaktir 3ju hverja helgi. Ánægjulegt vinnuandrúmsloft. Skemmtileg íbúð með húsgögnum fylgir. Upplýsingar um starfið fást í síma 613899 og hjá Idu Rudholm í síma 33-295050, Svíþjóð. Fóstrur Leikskóli við Hjallabraut í Hafnarfirði óskar eftir fóstrum til starfa nú þegar. Upplýsingar í símum 653060 og 653061. Umsjónarmaður ræstinga í verksmiðju Sláturfélags Suðurlands, Skúla- götu 20 er laust til umsóknar starf umsjónar- manns ræstinga. í starfi þessu felst m.a. almenn umsjón með ræstingum í verksmiðjunni undir yfirstjórn verksmiðjustjóra, þrif á vinnusvæði utanhúss og frágangur vinnustaðar. Umsjónarmaður ræstinga þarf að geta notað lyftara. Vinnutími er 4 tímar, yfirleitt frá kl. 15.20. Til greina kemur að ráða viðkomandi starfs- mann jafnframt í hálfsdagsstarf í verksmiðj- unni. Upplýsingar um starfið veitir starfsmanna- stjóri á Frakkastíg 1, Reykjavík. Forstöðumaður Húsnæðisskrifstofan á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns. Starfið fellst í yfirstjórn skrifstofu og sam- ræmingu þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Forstöðumaður ber ábyrgð á fjármálum, starfsmannahaldi, áætlanagerð og öðrum þáttum í rekstri gagnvart rekstrarnefnd. Leit- að er eftir umsækjanda, sem hefur reynslu og þekkingu á stjórnun á skipulagningu. Forstöðumaður hefur réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Starfskjör eru miðuð við sambærileg störf hjá Akureyrarbæ. Hús- næði skrifstofunnar á Akureyri er sameigna- stofnun Akureyrarbæjar, Húsnæðisstofnun- ar ríkisins og stjórn Verkamannabústaða á Akureyri Skrifstofan mun sinna verkefnum á sviði húsnæðismála, sem eigendurnir fela henni að annast fyrir sína hönd. Starfið veitist frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veita hagsýslustjóri Akureyrarbæjar og starfsmannastjóri Akur- eyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 11. mars nk. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanns- deild Akureyrarbæjar. Rekstrarnefnd húsnæðisskrifstofu á Akureyri. Kerfisfræðingur forritari Stórt þjónustufyrirtæki vill ráða forritara/ kerfisfræðing til starfa í tölvudeild strax. Leitað er að aðila með starfsreynslu og/eða þekkingu á IBM S/36 og PC umhverfi. Um er að ræða fjölbreytt verkefni. Laun samningsatriði. Fullur trúnaður. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 3. mars nk. Guðní Iónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARNÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Yfirkerfisfræðingur SKÝRR óska eftir að ráða yfirkerfisfræðing. Helstu verkefni: Yfirkerfisfræðingur stjórnar og tekur þátt í starfi hóps kerfisfræðinga, sem annast grein- ingu, hönnun, framleiðslu og þróun á tölvukerf- um í náinni samvinnu við viðskiptavini SKÝRR. Hæfniskröfur: Yfirkerfisfræðingur skal hafa háskólamennt- un á sviði tölvunarfræði og/eða viðskipta- fræði eða aðra sambærilega menntun eða starfsreynslu, stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfileika. Hér er um krefjandi starf að ræða og um- sækjendur þurfa að hafa frumkvæði, áhuga og hugmyndaauðgi. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Garðars- son, framkvæmdastjóri rekstrarráðgjafar- og hugbúnaðarsviðs. Umsóknum skal skila til SKÝRR fyrir 10. mars nk. á umsóknareyðublöðum, sem af- hent eru hjá starfsmannastjóra eða - í af- greiðslu SKÝRR. Skýrsiuvéiar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Háaleitisbraut 9. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, sími 678500 Félagsráðgjafi Félagsráðgjafa vantar nú þegar til afleysinga á öldrunarþjónustudeild F.R. í75% starf fram ' til 01.09. nk. Starfið er fólgið í persónulegri ráðgjöf og aðstoð við ellilífeyrisþega og aðstandendur þeirra og mati á þjónustuþörf. Upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirsdótt- ir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, og Ásta Þórðardóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 678500. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Sérfræðingur á markaðssviði Öflugt fyrirtæki á sviði viðskipta og þjónustu vill ráða sérfræðing til starfa á markaðssviði. Starfið er laust nú þegar. Viðkomandi er jafn- framt staðgengill forstöðumanns markaðs- deildar. Leitað er að starfsmanni með menntun og/eða reynslu í markaðsmálum, t.d. hjá þjónustufyrirtæki. Starfið felst í þátttöku við mótun og fram- kvæmd markaðsaðgerða fyrirtækisins, svo sem markaðssetningu á vöru og þjónustu. Starfið felst einnig í úrvinnslu upplýsinga, skipulagningu á markaðsrannsóknum og vöru- þróun. Mikið er lagt upp úr góðum skipulags- hæfileikum, frumkvæði og faglegri framsetn- ingu verkefna. Um er að ræða mikla sjálfstæða vinnu fyrir utan þátttöku í aðalverkefnum mark- aðsdeildar. Launakjör samningsatriði. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir í algjörum trúnaði. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 3. mars nk. GijdntTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐNl NCARÞJÓN LISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.