Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990
15
Kvennaskólanum hafði sannfært
hana um að sú menntun sem ungum
konum á íslandi stæði til boða væri
mjög ófullkomin. „Þjóðin átti að
komast til vegs og gengis fyrir bar-
áttu göfugra, starfsamra, íslenskra
kvenna, og ég sá í huganum kvenna-
skóla, sem áttu að geta unnið að
þessu. Skólarnir áttu að veita þeim
alla fræðslu, sem konur þarfnast til
þess að verða mæður, húsfreyjur,
prýði heimilanna, — til þess að verða
nýtar þjóð sinni, — og í skólunum
átti að veita þá bóklegu kennslu, sem
nauðsynleg er til þess að víkka sjón-
deildarhringinn,“ skrifar Ólafía í end-
urminningum sínum.
Yopnuð þessu háleita markmiði
siglir Ólafía í fyrsta sinn til útlanda
veturinn 1892 og sest á skólabekk í
Askov í Danmörku. Rúmum tveimur
árum síðar kemur hún aftur'til ís-
lands og lætur mjög að sér kveða á
vettvangi dagsins. Hún tekur virkan
þátt í stofnun Hins íslenska kvenfé-
lags, heldur fyrirlestra um nauðsyn
þess að stofna háskóla á íslandi,
hefur forgöngu um stofnun Hvíta-
bandsdeildar í Reykjavík, starfar að
bindindismálum og skrifar greinar
Smalgangen
(Mjóstræti) 4,
Osló.
Um það bil þegar Ólafía var hálf-
þrítug afréð hún að læra til stúd-
ents, einkum fyrir hvatningarorð
Einars frænda síns. Á þeim árum
þótti slíkt vitaskuld fáheyrð dirfska
af ungri konu. Til að mynda þurfti
að sækja um sérstakt leyfi handa
stúikum til að ganga undir próf í
Latínuskólanum, en kennslustundir
var þeim ekki leyft að sækja. Ólafía
las því utanskóla, en starfaði með-
fram sem heimiliskennari á kaup-
mannsheimili í Flatey á Breiðafírði.
Enda urðu lyktimar þær að Ólafía
lauk aldrei prófí.
Þjóðinni til gagns
En hún lét ekki hugfallast, heldur
hafði hún stór áform. Hún ætlaði að
vinna íslensku þjóðinni gagn, og ekki
síst kvenþjóðinni. Vetrardvöl í
Höggmynd af Ólafíu Jóhanns-
dóttur var reist í Ósló Alþingis-
hátíðarárið 1930. Höfundur henn-
ar var Kristinn Pétursson. Hún
er nú komin aftur á sínar réttu
heimaslóðir við Vaterlandsbro.
Boð hjá Ólafíu Jóhannsdóttur,
haldið í Stúlknaheimilinu í Lang-
gaten í Ósló á fullveldisdaginn
1919. Ólafía situr við borðið,
fjórða frá vinstri. Standandi má
meðal annars þekkja Ólaf Ólafs-
son kristniboða. Myndina tók
Ingimundur Eyjólfsson, ljósmynd-
ari í Ósló.
Einar Benediktsson var ári yngri
en Ólafía. Hún er ekki margorð um
þá feðga, Einar og Benedikt, í sjálfs-
ævisögu sinni, enda ritar hún þar
fyrst og fremst um trúmálasögu sína,
en síður um stjórnmál og annað ver-
aldarvafstur. Hins vegar getur Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra þess
í ritgerð um Ólafíu að þau Einar
hafí um skeið fellt hugi saman og
„verið mjög hrifin hvort af öðru“.
Segir Bjami að kvæði Einars,
Snjáka, sé að sögn kunnugra ort um
Ólafíu. En Bjarni bætir líka við þess-
um gullvægu varnaðarorðum:
„Bollaleggingar um ástir löngu liðins
fólks, þegar engar samtímaheimildir
er að styðjast við, em haldlitlar, og
skal því eigi frekar um þetta rætt
hér.“
Þorbjörg Sveinsdóttir, fóstra Ól-
afíu og systir Benedikts Sveins-
sonar alþingismanns. í kvæði likti
Matthías Jochumsson henni við
„eldborg".
um kvenréttindamál og þáttöku
íslenskra kvenna í stjómmálum. Á
þessum ámm ferðast hún líka til
Vesturheims og Bretlandseyja og
flytur fyrirlestra um ýmisleg efni.
Þegar Þorbjörg frænka hennar
Sveinsdóttir deyr í janúar 1903 verða
mikil umskipti í lífi Ólafíu. Þrátt fyr-
ir að Þorbjörg hafí að sönnu alla tíð
hvatt hana og stutt, skrifar hún: „Þá
var eins og hin taumlausa frelsisþrá
mín ætti að fá að njóta sín, án þess
að henni væri settar nokkrar skorð-
ur.“ í blaðafrétt vorið 1903 segir að
Ólafía sé á leiðinni frá íslandi, alfar-
in. Sjálf gerði hún þó vísast ekki ráð
fyrir svo langri útivist, því hún ósk-
aði eftir því að herbergi í húsinu á
Skólavörðustíg 11 yrði haldið óleigðu
næstu árin og var líklega ætlun
hennar að flytja þangað inn við heim-
komuna.
En til íslands átti hún ekki aftur-
kvæmt í 17 ár.
Frá myrkri til ljóss
Frá myrkri til ljóss er heitið á sjálf-
sævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur. Tit-
illinn er náttúrulega ekki sprottinn
af einhverri hendingu — þetta er
sagan af því hvernig hún fann sinn
Guð, ljósið, eftir leit sem í raun tók
engan endi. Það fer reyndar ekki á
milii mála að hugur Ólafíu hefur alla
tíð snúist mikið um trúmál. En um
trúarsannfæringu er ef til vill ekki
að ræða fyrr en eftir að hún flyst
til Noregs 1903. Samfara langvinnu
heilsuleysi verður hún þar fyrir þeirri
„reynslu, sem varla verður með orð-
um lýst, að heilagur andi sannfærði
mig „um synd og um réttlæti og um
dóm“. — Þetta bar mér að höndum,
þegar mig varði síst,“ segir hún.
Hér er semsé eins konar endur-
fæðing sem vísar veginn áleiðis til
þess starfs sem hún átti óunnið með-
al smælingjanna í Ósló, þess sem hún
áleit sitt eiginlega lífsstarf.
Það er til marks um sannfæringu
hennar að á þessum árum losar ðl-
afía sig við allt heimsins prjál. Hún
gefur til dæmis alla sína skartgripi
og segir við vini sína sem reyna að
letja hana: „Ég klæðist aldrei framar
neinum viðhafnarbúningi né neinu
skarti."
Glíma Ólafíu við þá trú sem á sín
rök handan við mannlega skynsemi
var bæði löng og fiókin, kannski
ekki síst vegna þess að hún var sam-
kvæmt eðli sínu og uppeldi skynsem-
ishyggjumanneskja. Því var endur-
fæðing hennar líkt og stökk út I
óvissuna. En kannski hefur frændi
hennar, Bjami Benediktsson, ratað
á nokkum sannleikskjama í eftirfar-
andi orðum:
„Trúarvissan fyllti Ólafíu ekki
hroka, heldur auðmýkt. Enginn
skyldi ætla sér að sýna öðrum, hvem-
ig þeir ættu að breyta, því að enginn
gæti breytt eins og Guð. Allir menn
væm glataðir án friðþægingarinnar,
og sjálf var hún sannfærð um sitt
gerspillta eðli. Hún fordæmdi synd-
ina, en taldi syndarana — einnig hina
aumustu allra — jafningja sína og
því öðrum fremur auðvelt með að
umgangast þá og hjálpa þeim, svo
að þeir gætu hjálpað sér sjálfir.
Henni nægði ekki að boða trú sína,
heldur varð hún að sýna hana í
verki. Það tókst henni á þann veg,
að ekki verður talið ofmælt, að henni
hefur verið líkt við helga menn krist-
innar kirkju, svo sem Frans frá Ass-
isi.“
Sending frá „herra
uppskerunnar“
í plöggum Hvítabandsins í Ósló
má lesa eftirfarandi: „Fyrstu tildrög-
in að stofnun Hvítabands-hælisins
vom þau, að nokkrar félagskonur
tóku árið’ 1904 að vitja sjúklinga að
staðaldri í Ullevaals- og ríkissjúkra-
húsinu, og þá sérstaklega þeirra
stúlkna, er höfðu kynferðisveikindi.
Þær gáfu sjúklingum kristileg rit og
stofnuðu gott bókasafn við Ullevaal.
En brátt varð þeim ljóst, að full þörf
var á, að einhver gæti alveg helgað
sig þessu starfi og stutt stúlkumar,
sem komust aftur til heilsu. Báðum
við „herra uppskerunnar" að senda
oss „verkakonu", er fær væri um
það. Um jólin kom til okkar íslenska
konan Olafía Jóhannsdóttir. Hún
kvaðst nú vera farin að ná sér svo
aftur eftir langvinnt heilsuleysi, að
hún gæti farið að gjöra eitthvað til
gagns, ef hún hefði hugmynd um.
hvað Guð ætlaði sér sérstaklega að
starfa. Þá sáum við, að Guð hafði
sent okkur hana, og skýrðum henni
svo frá þörf vorri og bænum. Hún
leit á þetta sem köllun Guðs, fluttist
til borgarinnar og hóf starf sitt 3.
febrúar 1909.
Við hefðum ekki getað fengið
neina konu betur fallna til þessa
starfs. Henni var svo vel lagið að
skilja fólk, uppgötva góðu kostina
og vekja vonir vonarsnauðra."
Aumastar allra
„Hvergi hef ég séð eins undarlega
sérmótað fólk og niður við „Vater-
land“. Fari maður um Lakkagötuna,
blasir það við manni, hvar sem litið
er. — Maður hlýtur að taka eftir því
jafnvel langt álengdar, svo ólíkt er
það öðm fólki. — Útlit þess allt og
svipur er eins og rígskorðaður af
ósýnilegu, vægðarlausu ofurafli, eins
og hvesst ör, er bendir að marki.
Heljarfarg eymdarinnar hefur
mótað fólk þetta.“
Með svofelldum orðum hefst bók
Ólafíu Jóhannsdóttur, sem hefur ver-
ið prentuð í fjölmörgum útgáfum í
Noregi undir nafninu De Ulykkel-
igste, en heitir í íslenskri útgáfu
Aumastar allra. Þetta er átakanleg
bók, undanbragðalaus lýsing á
mannlegri eymd og niðurlægingu
eins og hún verður ógurlegust, en
líka vitnisburður um æðmleysi, fórn-
fýsi og trúarsannfæringu.
Þarna dregur hún upp í fáum en
skýmm dráttum mynd af dimmum
og hættulegum heimi. Lesandinn
fylgir Ólafíu, þessari smávöxnu konu
í peysufötunum íslensku, í gegnum
þröng öngstrætin og alla leið niður
í undirheima borgarinnar og kannski
mannssálarinnar líka.
Eitt örskot sýnir hún lesandanum
inn í herbergi á Ingebrigtsens-hóteli
í Vognmannsgötu. Þar sofa götu-
stúlkumar tvær og tvær saman í
hveiju rúmi, og jafnvel átta saman
í herbergi. Rúmfötin virðast útbíuð
í sjúkdómum og sóttkveikjum.
Margoft liggur leiðin inn á deild
4 á Ullevaal-sjúkrahúsi þar sem kon-
ur sem hafa tekið sárasótt iifa í dauð-
ans angist. Og líka bömin sem hafa
smitast í móðurkviði:
„Þar sat kona með ungbam í kjöl-
tunni og var að skipta á því. Barnið
var í einu flagsæri, og konan hágr-
ét,meðan hún var að reyna að leggja
rýjuna með skjálfandi höndum kring-
um litlu, skinnlausu fæturna. Andlit
hennar var umhverft af angist. —
Hún starði á bamið, sem lá og
kveinkaði sér, neri saman höndunum
og skalf af ekka. „Ég get ekki hjálp-
að því, ég verð að horfa á það þjást
og deyja, og þetta er allt mér að
kenna. Ég vissi ekki að ég var veik.
Það eru liðin átta ár síðan; ég hef
aldrei vitað að ég var veik, — ég
hélt, að allt væri gleymt og ég gæti
orðið farsæl með góða manninum,
sem ég eignaðist, en nú verð ég aldr-
ei framar glöð.“ — Um nóttina dó
barnið.“
Og Ólafía segir söguna af Ruth
Olsen, stúlku ofan úr sveit sem smit-
ast af „vondu veikinni", glatar unn-
usta sínum og fjölskyldu og andast
aðeins 21 árs gömul eftir langa vist
á deild 4. I fórum hennar finnur
Ólafía pappírssnepil þar sem stendur
skrifað:
„Ó, að ég gæti gleymt! Ó, að ég
væri dauð! En skyldi það vera satt,
að menn gleymi þá ekki heldur!"
Heimkoma og héðanför
Eftir 17 ára útivist og baráttu við
erfiðan magasjúkdóm var Ólafía loks
nógu hraust til að sigla aftur til ís-
lands sumarið 1921. En hún var
ekki fyrr komin heim en hana greip
óyndi. Upp hafði risið nýtt ísland,
ólíkt því Islandi sem Ólafía hafði
þekkt tveimur áratugum fyrr og sem
hún varðveitti í endurminningunni. í
sjálfsævisögunni sér hún Island í
hillingum: „Hvergi um víða veröld
er hið upprunalega, hreina eðli
mannsins jafngróið hinni svipmiklu
náttúru og á íslandi." Heimkomin
sér hún að allt er á hverfanda hveli;
Reykjavík hefur eignast vatnsveitu,
holræsi, höfn, flugvélar, kvikmynda-
hús og kaffihús, en konumar sem
áður gengu í íslenskum búningi eru
klæddar eftir síðustu stórborg-
artísku.
Það gætir kannski vissrar kald-
hæðni þegar Ólafía segir að and-
rúmsloftið á stúlknaheimilinu hennar
í Mjóstrætinu í Ósló eigi betur við
sig en andrúmsloftið í Reykjavík, því
varla hefur það verið heilnæmara í
eiginlegum skilningi en tært fjalla-
loftið á íslandi. Skýringarinnar er
að leita í bréfí sem hún skrifar stuttu
eftir heimkomuna:
„Hér er hræðilegt andlegt myrk-
ur, andatrú og guðspeki, ásamt al-
mennri afneitun og vantrú. En svo
er Guði fyrir að þakka, að hann á
nokkra af sínum einnig hér.“
Farin að heilsu sigldi hún héðan
til Ósló 21. janúar 1924 — til þess
að deyja. Hún andaðist 21. júní þetta
sama ár. Lík hennar var flutt til ís-
lands og jarðað með viðhöfn við hlið-
ina á frænku hennar Þorbjörgu, líkt
og hún hafði sjálf óskað eftir.
Frá því er sagt að þegar skjólstæð-
ingar hennar, fangamir í landsfang-
elsinu í Ósló, fregnuðu lát Ólafíu og
að hún yrði ekki jarðsett í Noregi,
hafi nokkrir þeirra tekið sig til og
grafið með berum höndum litið
blómabeð í einu horni tugthússgarðs-
ins. Og var það hennar fegurstur
minningarreitur.
Heimildir:
Ólafía Jóhannsdóttir: Frá myrkri til ljóss.
Ólafía Jóhannsdóttir: Aumastar allra.
Bjarni Benediktsson: Ólafía Jóhannsdóttir.