Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 15 HlutdrægTii í Rás tvö eftir dr. Hannes H. Gissurarson Efnisval í einkastöðvum er einka- mál þeirra. Líki mönnum það ekki, hætta þeir að hlusta á þær. En efn- isval í Rás tvö er mál okkar allra, því að við þurfum öll að greiða til hennar, enda hefur hún þá skýlausu skyldu að lögum að gæta fyllstu óhlutdrægni. Forstöðumaður Rásar- innar, Stefán Jón Hafstein, rak mig sem kunnugt er nýlega úr reglu- bundnum flutningi morgunpistla, þar eð ég kæmi einnig fram í öðrum fjölmiðlum. Hafði ég gaman af, en þar sem öllu gamni fylgir nokkur alvara, hef ég aflað mér upplýsinga um, hveijir hafa flutt morgunpistla í Rás tvö frá áramótunum til 1. mars 1990. Þetta fólk hefur flest ekki leynt stjórnmálaskoðunum sínum, svo að ég ljóstra ekki neinu upp með því að flokka það í hægra fólk, vinstri sinna og miðjumenn. Helst má deila um, hversu nákvæm hugtökin hægri og vinstri séu. Þetta fólk skiptist í tvo hópa, fréttaritara Ríkisútvarps- ins erlendis og pistlahöfunda innan- lands. Fréttaritararnir, Friðrik Páll Jónsson (sá sem bar ábyrgð á Tang- en-hneykslinu), Jón Olafsson, Hildur Helga Sigurðardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Agúst Þór Árnason, hafa flutt 9 pjstla hver. Ég kann engin skil á Ágúst Þór Árnasyni, en hinir fjórir eru vinstri sinnaðir, nema þeir hafi nýlega skipt um skoð- un. Lítum þá á innlendu pistlahöf- unda. Fjóra þeirra þekki ég sem stæka vinstri sinna, Birnu Þórðar- dóttur (hefur talað þrisvar sinnum), Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (tvisvar), Smára Geirsson (tvisvar) „Niðurstaðan er sú, að af 70 pistlum eru 3 fluttir af hægri manni, 23 af miðjufólki og 44 af vinstri sinnum. Ef þetta er óhlut- drægni, þá heiti ég Stefán Jón Hafstein ög þið eruð að lesa Þjóðviljann!“ og Magneu Matthíasdóttur (einu sinni). Fjóra má telja einhvers konar miðjumenn, Gunnar Berg (tvisvar), Sigurð Valgeirsson (fimm sinnum), Halldór Hermannsson (tvisvar) og Steinunni Sigurðardóttur (fímm sinnum). Væntanlega telst ég sjálfur hægri maður (þrisvar sinnum). Nið- urstaðan er sú, að af 70 pistlum eru 3 fluttir af hægri manni, 23 af miðju- fólki og 44 af vinstri .sinnum. Ef Um íslensku óperuna eftir Þorstein Hannesson Ég var innan við fermingu er ég eitt sinn kom heim í hádegis- matinn og er ég kom í stofudyrnar heyrði ég úr útvarpstækinu slíka tóna, að ég stóð stjarfur þar til laginu lauk. Ég heyrði svo þulinn segja að þetta hefði verið aría úr óperunni I Pagliacci eftir Leon- cavallo sungin af Enrico Caruso. Mér er þetta eins minnisstætt eins og nokkuð annað sem komið hefur fyrir mig um dagana. Svona músík langaði mig til að syngja. Seinna á ævinni söng ég í nokk- ur ár við frægt óperuhús. Ég söng mörg hlutverk og stór með frægum söngvurum, undir stjórn frægra hljómsveitarstjóra og undir hand- leiðslu mjög færra leikstjóra, en Canio í I Pagliacci fékk ég aldrei tækifæri til að syngja. Svo, allt í einu, vorið 1954 fékk ég boð frá Þjóðleikhúsinu um að koma heim og syngja þetta draumahlutverk mitt. Eg þurfti ekki einu sinni að hugsa mig um, ég þáði með þökkum. Síðan þetta skeði hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mér fannst þegar ég kom heim eins og nýir dáindistímar óperunnar væru upp runnir á íslandi og ekkert gæti staðið framgangi hennar fyrir þrif- um. Reyndin hefur því miður verið önnur. Operan, eitt kostnaðarsam- asta form leikhússins, átti áfram og á enn erfitt uppdráttar, hefur t.d. alltaf verið og er enn hálfgerð hornreka hjá Þjóðleikhúsinu, þótt margt hafi þar vissulega verið vel gert. Svo kom íslenska óperan. Hún kom með nokkrum bægslagangi, Þorsteinn Hannesson „Á ég að trúa því að þið ætlið að láta þann listræna metnað og þann eldmóð sem er á bak við sýningar í Gamla Bíói ómetinn fram hjá ykkur fara.“ starfaði stundum að manni fannst meira af kappi en forsjá, en um slíkt má að sjálfsögðu deila til eilífðar nóns án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Sjálfur hef ég gagnrýnt hana. en hefi þó allt- af, á sama tíma borið til hennar hiýhug og óskað hénni góðs geng- is. Og nú er íslenska óperan að sýna I Pagliacci. Ég var utanbæjar frumsýningarkvöldið, en ég komst á aðra sýningu. Er þar skemmst frá að segja, að mér fannst ég ganga í endurnýjun lífdaganna. Sýningin var eins góð og frek- ast varð á kosið. Ekki spillti það ánægjunni að sjá og heyra mjög athyglisverða sviðsetningu á Carmina Burana eftir Carl Orff, en það verk er mér mjög kært og þekki ég það mjög náið. En því er ég að skrifa þennan pistil í stað þess að sitja á friðar- stóli í elli, þótt ekki mjög há sé? Jú, ástæðan er sú, að mér skilst að þeir sem fylltu Þjóðleikhúsið í nær þijátíu skipti fyrir um 35 árum kjósi nú heldur að sitja heima fyr- ir framan sjónvarpið eða aðra iðju frekar en að fara og sjá I Pagliac- ci og Carmina Burana í Gamla Bíói. Að frétta þetta er sárara en tárum taki. Óperuunnendur á íslandi hefi ég alltaf talið mig vita að væru legíó. Ég vil beina orðum mínum til þeirra persónulega. Hvernig getið þið sýnt áhugamáli ykkar slíkt tómlæti? Hafið þið ekki gert ykkur grein fyrir því, að íslenska óperan er það eina sem á er að treysta í náinni framtíð? Hafið þið ekki gert ykkur grein fyrir því að nú er svo mjög þrengt að Þjóðleik- húsinu, að mjög er ólíklegt að það geti sinnt óperuflutningi, jafnvel næstu árin? Á ég að trúa því að þið ætlið að láta þann listræna metnað og þann eldmóð sem er á bak við sýningar í Gamla Bíói ómetinn fram hjá ykkur fara. Nei. Ég ætla ékki að trúa því fyrr en í fulla hnefana. Höfundur er söngvari. Hannes Hólmsteinn Gissurarson þetta er óhlutdrægni, þá heiti ég Stefán Jón Hafstein og þið eruð að lesa Þjóðviljann! Höiundur er lektor í stjórnm&lafrædi í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Norsku Stil ullarnærfötin * Mátulega heitur í leik og starfí. i Buxur einf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.* 2052- 2150- 2122- 2298- Stuttermabolir kr. 1785- * fóðruð með mjuku Dacron efnl. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 SACHS HÖGGDEYFAR - KÚPLINGAR - DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 84670 SIEMENS Þvottavélar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þínal SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JHijKgfiitMafetfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.