Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990
y
Eímskip kaupir útgerð-
arfyrirtækið Ok hf.
GENGIÐ var í gær Irá samningi milli útgerðarfyrirtækisins Oks hf.
og Eimskipafélags íslands um kaup Eimskips á fyrirtækinu og flutn-
ingaskipinu ísbergi HU, sem verið hefur með reglubundna flutninga
með frystar sjávarafúrðir frá Hafiiarfirði til Bretlands.
Stærstu hluthafar í Ok voru
Skagstrendingur hf. á Skagaströnd
og Hrönn hf. á ísafirði. Stærstu
hluthafarnir ásamt nýjum hluthöf-
um hafa stofnað útgerðarfyrirtækið
Glámu hf. og keypt nýtt 1.597 lesta
frysti- og kæliskip frá Noregi sem
hlotið hefur nafnið Jarl. Skipið verð-
ur í rekstri erlendis og í siglingum
til og frá landinu.
Sveinn Ingólfsson, framkvæmda-
Hanna fimm
ftystíhús í
Saudi- Arabíu
stjóri Skagstrendings hf., sagði að
viðmiðunarverð á hlutabréfum fyrir-
tæksins væri 95 milljónir króna en
söluverð gæti hækkað eða lækkað
og kæmi það ekki endanlega í ljós
fyrr en við uppgjör á reikningum
fyrirtækisins. Hann sagði að það
ákvæði væri í samningnum að Eim-
skipafélag íslands skuldbindur sig
til að halda rekstri fyrirtækisins
óbreyttum fyrst um sinn.
Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar
hjá Eimskipafélagi Islands hefur
ekki verið ákveðið hvaða verkefnum
nýja skipið sinni.
Námsmenn fylltu húsakynni LIN.
Morgunb|aðið/Sverrir
Skerðing námslána samþykkt í stjórn LÍN í gær;
FYRIRTÆKIÐ Icecon hefúr gert
samning um hönnun á fimm fisk-
verkunar- og frystihúsum fyrir
fyrirtækið Saudi-fisheries í
Saudi-Arabíu að alls að upphæð
tæpar 17 miHjónir króna.
Mótmælafundur náms-
Að sögn Páls Gíslasonar, fram-
kvæmdastjóra Icecon, hefur aðdrag-
andi og undirbúningur að samningn-
um staðið í eitt ár. Samskipti fyrir-
tækjanna hófust í framhaldi af komu
framkvæmdastjóra Saudi-fisheries,
Nasser Othmar, til íslands í boði
sjávarútvegsráðuneytisins þar sem
honum voru kynnt fiskverkunarhús
hér á landi.
manna fyllti afgreiðslu LIN
Raunhækkun námsiána 20% á 18 mánuðum segir menntamálaráðherra
Mosfellsbær:
Jón Þor-
NÁMSMENN fjölmenntu í afgreiðslu Lánasjóðs islenskra námsmanna
í hádeginu í gær til þess að mótmæla fyrirhuguðum skerðingum
námslána, sem stjóm LIN tók ákvörðun um á fúndi í hádeginu. Náms-
mennirnir komust reyndar ekki fyrir í afgreiðslu Lánasjóðsins og var
þröng á þingi allt niður á jarðhæð húss Landsbankans á Laugavegi
77, þar sem skrifstofúr LIN em á þriðju hæð. Samstarfsnefnd náms-
mannahreyfínganna stóð að þessum fúndi og var samþykkt ályktun
þar sem skerðingu lánanna er mótmælt. Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra kynnti breytingarnar síðdegis í gær, eftir að stjórn LÍN
hafði samþykkt állar tillögurnar nema eina. Svavar sagði námslán
hækka um 20% að raungildi frá 1. mars í fyrra til 1. september
næstkomandi.
steinsson
kjörinn sókn-
arprestur
SÉRA Jón Þorsteinsson prestur í
Gmndarfirði var í gær kjörinn
sóknarprestur í Lágafellssókn í
Mosfellsbæ. Þess er vænst að hann
taki við embætti af séra Birgi
Ásgeirssyni í maímánuði.
Aðrir umsækjendur um embættið
voru séra Flóki Kristinsson, séra
Þórhallur Heimisson, séra Önundur
Björnsson, auk séra Harðar Ás-
björnssonar, sem dregið hafði um-
sókn sína til baka.
Séra Bragi Friðriksson, prófastur,
stjórnaði kjörfundi en sóknamefnd-
armenn og varamenn í sóknamefnd,
alls 10 manns, greiddu atkvæði.
- P.H.
í ályktun námsmanna mótmæla
þeir „harðlega þeim skerðingartil-
lögum sem fulltrúar ríkisvaldsins
hafa lagt til í stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna." Þar segir
ennfremur: „Námsmenn fordæma
að tvívegis sé verslað með sömu
leiðréttinguna. Fyrir u.þ.b. ári síðan
samþykktu námsmenn að tekjutillit-
ið yrði hækkað í 50% gegn leiðrétt-
ingu skerðingar námslána frá árun-
um ’85-’86. Nú liggur fyrir að
hækka tekjutillitið enn frekar, gegn
sömu leiðréttingu (eftirstöðvar
hennar 6,4%), auk þess að vega að
ákveðnum hópum námsmanna með
nýjum skerðingum." Loks benda
námsmenn á, að ekki náist sátt um
Lánasjóðinn á meðan skoðanir
þeirra séu virtar að vettugi.
Morgunblaðið ræddi við nokkra
úr hópi' mótmælenda u.m viðhorf
þeirra til skerðingartillagnanna.
„Við erum hingað komin til þess
að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu
námslána," sagði Jóhanna Magnús-
dóttir. „Nú er verið að sauma meira
að okkur, hverjir fá lán og hverjir
Minningargreinar
Að undanförnu hefur það færst
mjög í vöxt, að minningargreinar
berast til birtingar eftir útfarar-
dag og stundum löngu eftir jarð-
arför. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að birta ekki minningar-
greinar sem berast því eftir að
útför hefur farið fram.
Morgunblaðið hefur ekki birt
ný minningarkvæði um látið fólk,
en leyft tilvitnanir í gömul, áður
prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér
rétt til að stytta þessar tilvitnanir
eða fella þær niður, ef þær eru
sífellt endurteknar í blaðinu. Þá
mun Morgunblaðið ekki birta heil
kvæði, áður birt, en stundum
fylgja óskir um það.
ekki.“ Hún var spurð hvort skerð-
ingin hefði bein áhrif fyrir hana
sjálfa. „Já, ég tel það. Þar sem ég
hef ekki mjög há laun yfír sumar-
tímann er þetta mikil skerðing. Þess
vegna er ég á móti henni. 75% er
gífurlega mikið tekjutillit og það er
ekki tekið tillit til þess hve há laun-
in eru, það finnst mér hart.“
Ólafur Páll Jónsson kvaðst ekki
telja að skerðingin hefði umtalsverð
áhrif fyrir hann sjálfan. Hins vegar
kvaðst hann vilja mótmæla henni
þar sem hún hefði áhrif fyrir aðra.
„Það skiptir máli líka,“ sagði hann.
Hann var spurður hvort hann teldi
að þessar aðgerðir gætu orðið til
að einhverjir þyrftu að hætta námi.
„Það getur,gerst, þar sem lán fyrir
skólagjöldutn á að skera niður, tillit
til tekna maka er aukið, það er
ekki alltaf gott fyrir fjölskyldufólk
að stunda nám. Ef fólk ætlar í dýrt
nám, á það erfitt með að skapa sér
góðar aðstæður með sumarvinnu
þar sem tekjutillit er aukið,“ sagði
Ólafur Páll.
„Þetta er verulega slæmt, hrein
svik,“ sagði Inga Dóra Sigfús-
dóttir. „Það sem mér þykir verst
varðar þau tilvik þegar annað hjóna
er í námi og hitt í vinnu. í þeim
tilvikum skerðast lánin um 100%
ef tekjur maka ná 125 þúsundum á
mánuði. Tekjutillit hækkar úr 50%
í 75% og síðan eru skert lán til
þeirra sem búa í heimahúsum, þann-
ig að þetta hefur mikil áhrif fyrir
námsmenn/1 sagði Inga Dóra.
Stjórn LIN samþykkti á fundinum
í gær að hækka þau tekjumörk sem
dragast frá veittum námslánum,
svonefnt tekjutillit, úr 50% tekna í
75%, að lán til bókakaupa skyldi
lækkuð úr 65% af framfærslugrunni
á hveiju misseri í 30%, að lækka lán
til þeirra sem búa í foreldrahúsum
úr 70% af framfærslugrunni í 50%,
að þrengja reglur um veitingu sum-
arlána, að stærri hluti tekna maka
námsmanns verði dreginn frá láni
og loks að framfærslugninnur
hækki um 6,4% þann 1. september.
Hætt var við að ákveða skerðingu
lána vegna skólagjalda erlendis.
Alls eiga þessar aðgerðir að spara
um 200 milljónir króna á þessu ári,
sem er um það bil sú upphæð sem
á vantaði að endar næðu saman í
rekstri Lánasjóðsins.
Sv^var Gestsson menntamálaráð-
herra sagði að þegar 6,4% hækkun-
in kemur til framkvæmda hefði
námslán hækkað um 20% umfram
verðlagshækkanir frá 1. mars í
fyrra. „Þar með er ljóst að kaup-
máttur framfærslulána námsmanna
hefur styrkst verulega á þessum
tíma, eða um einn fimmta, á sama
tíma og það liggur fyrir að kjara-
skerðing hefur átt sér stað í þjóð-
félaginu," sagði Svavar. Hann sagði
að skýringar á erfiðri stöðu sjóðsins
væru meðal annars veruleg fjölgun
námsmanna síðastliðið haust, um
10%, og lægri tekjur þeirra. Saman-
lagt hefðu þessi atriði aukið láns-
rétt námsmanna sem nemur 600
milljónum króna. Þess vegna hafi
framlag ríkisins verið hækkað um
400 milljónir króna á fjárlögum, frá
því sem gert var ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpi. Þá sagði hann ijármuni
innan Lánasjóðsins verða flutta til
og sparað fyrir 6,4% hækkun fram-
færslugrunnsins og loks að vanti á
að endar nái saman verði flutt yfir
á næsta ár með því að fresta af-
borgunum af teknum lánum LÍN
og vaxtagreiðslum, ef nauðsyn
kreQi.
„Það sem er sérstaklega ánægju-
legt við þessa ákvörðun sem tekin
var í dag, er þessi hækkun fram-
færslugrunnsins. Það er staðið að
fullu við þau fyrirheit sem náms-
mönnum voru gefin á sínum tíma,“
sagði Svavar Gestsson.
Verulegt
tap hjá KEA
Akureyri.
VERULEGT tap varð af
rekstri Kaupfélags Eyfirðinga
á síðasta ári en þó heldur
minna en árið 1988 er tapið
var rúmar 200 milljónir kr.
Kom þetta fram í skýrslu
Magnúsar Gauta Gautasonar,
kaupfélagsstjóra, á aðalfundi
Akureyrardeildar KEA í gær-
kvöldi.
Magnús sagði ljóst að tapið
væri verulegt annað árið í röð
en ekki væri búið að ganga enda-
lega frá uppgjöri. Eiginfjárstaða
félagsins væri enn sterk en við
áframhaldandi taprekstur yrði
ekki unað.
Þorsteinn Pálsson:
I fullmikið ráðj
ist að kaupa hús-
ið undir geymslur
REYKINGAFÓIK!
Þorsteinn sagði að fyrstu hug-
myndir þessara aðila hefðu gengið
út á það að Þjóðminjasafnið flytti í
nýbygginguna og væri sú hugmynd
allrar athygli verð.
„Þama er um tvöfalt stærra hús-
næði að ræða en Þjóðminjasafnið
hefur núna yfir að ráða en þing-
mannahópurinn var sammála um
„VIÐ tókum enga afstöðu til þeirra hugmynda forsvarsmanna Þjóð-
minjasafnsins að nýbygging SS verði nýtt undir sjóminjasafii og
geymslur ef af kaupum ríkisins verður, en mér finnst, í fúllmikið ráð-
ist að kaupa húsið undir geymslur," sagði Þorsteinn Pálsson alþingis-
maður. Hann hefur stýrt viðræðum þingmanna úr Suðurlands- og
Reykjaneskjördæmum og stjórnar og forsljóra Sláturfélagsins um
hugsanleg kaup ríkisins á húseign félagsins í Laugarnesi.
að mennta- og fjármálaráðuneyti
gerðu á þessu máli úttekt. Við höf-
um hins vegar ekkert heyrt frá ráðu-
neytunum.“
Þorsteinn sagði að forsvarsmenn
Sláturfélagsins yrðu að svara því
hvert kaupverð hússins væri en taldi
að það gæti numið rúmlega hálfum
milljarði króna.