Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 trein/wi Skordýr sýnast öflugri í ár en nokkru sinni íyrr ... Eru margir kílómetrar í Sundahöfiiina? Landsmál og byggðamál hljóta að fara saman Til Velvakanda. Eg sem íslendingur búsettur utan Stór-Reykjavíkursvæðisins get ekki annað en skrifað nokkrar línur um það sem efst er á baugi nú í öllum blöðum, útvarpi og sjónvarpi um ál- ver á íslandi. Margt hefur verið skrifað bæði satt og logið um staðsetningu fyrir slíkt iðjuver. Eitt hefur þó komið fram sem flest allir landsmenn sem eitt- hvað fylgjast með þjóðmálum vita að skrifað hefur verið undir yfirlýs- ingu þess efnis að ljúka samningum um byggingu nýs álvers hér á landi og verði því lokið árið 1994. Undir þá yfirlýsingu skrifuðu Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, Paul E. Drack aðalforstjóri Alumax, Per Olaf Aron^son forstjóri Grangers og Max Koker framkvæmdastjóri Hoogovens Aiuminum. Þetta er stór ákvörðun sem allir landsmenn ættu að vera stoltir af svo framarlega að staðið verði að þessu af þeirri skynsemi sem þarf til að það verði landanum öllum til heilla. Iðnaðarráðherra segir að Eyja- fjarðarsvæðið sé eitthvað það mikil- vægasta svæði í byggðamálum á ís- landi í dag sem þurfi að efla frá sjón- armiði mennta, menningu og ailra vegna. Einnig vegkur hann athygli á að breytingar hafi orðið frá fyrir- rennara hans að staðsetning sé nú rædd sem eitt af því sem ákveða þarf. Þetta er stór breyting frá því sjónarmiði sem var þegar Straumsvík kom eingöngu til greina í umræðum. Staðarvalsnefnd hefði eftirfarandi að segja um staðsetningu álvers í Eyjafirði, nánar tiltekið við Dysnes í Arnarneshreppi. Að hann væri álit- legastur staðurinn fyrir álver utan suðvestur-hornsins, því er ljóst að afstaða manna til þess staðar mun að töluverðu leyti ráðast af byggða- sjónarmiðum sem nefndin telur utan síns verkahrings. Staðarvalsnefnd teiur skyit að benda á að Eyjafjörður er það byggð- arlag sem næst er hugsanlegum stór- virkjunum á Austurlandi af þeim sem koma til álita fyrir áiver í nánustu framtíð. Ef nýta á vatnsorku á Austurlandi [Ágreiningur í Atlantal- hópnum um staðsetningu < '4 aðfóngum og fleira og fleira." Alumax. Km er eitt þriggja álfyr- I I hópnum um í .... I samtali við | Morgunblaðið I gser að þeirri akoðuij í verulegum mæli virðist því líklegt að forráðamenn líti fyrst og síðast til stóriðju í Eyjafirði. Enn fremur telur nefndin að Dys- nes 1 Arnarneshreppi komi helst til álita fyrir stóriðju á borð við álver. Ég get nefnt að í Arnarneshreppi eru skilyrði til hafnargerðar einhver þau bestu á öllu landinu og einnig það að flarlægðin frá vinnuafli, frá Akureyri og Dalvík eru innan viðun- andi marka. Þetta hljóta að vera nægileg rök fyrir því að Eyjafjörður kemur sterklega til greina fyrir álver. Ég nefni þetta vegna þess að ég hef áhyggjur af því ef þetta álver verður reist á suðvesturhorni landsins muni það valda stórkostlegustu byggðaröskun sem um getur í ís- landssögunni þegar fram líða stundir. Við sem á landsbyggðinni búum höfum mátt horfa á eftir hundruðum íjölskyldna taka sig upp og flytja á suðvesturhornið í óþökk við vilja'sinn eingöngu vegna rangra ákvarðana pólitískra ráðamanna í byggðamálum undanfarin ár. Snúum dæminu við og eflum lands- byggðina, landsbyggðarfólki til heilla og landinu öllu. Því ef ekki verður eflt Eyjaíjarðarsvæðið og þar með landsbyggðin öll gætum við átt það á hættu eftir nokkur ár að jafnvel Akureyri yrði orðin að dvalarheimili fyrir aldraða. Arni Magg. Nagladekkin auka öryggið Til Velvakanda. Skiptar skoðanir eru um gildi nagladekkja í umferðinni og að undanförnu hefur verið beitt skipulögðum áróðri gegn þeim. Ég tel að hér sé um hæpinn áróð- ur að ræða, því það er hafið yfir allan efa að nagladekkin auka á öryggið í umferðinni. Mögulega valda þau tjóni á malbikinu en það er minniháttar. Hitt tel ég víst að nagladekkin hafi komið í veg fyrir mörg slys. Gaman væri að sjá úttekt á því hvort þeir sem aka á snjódekkjum lenda ekki oftar í árekstrum en þeir sem nota nagla- dekk. Ég hef grun um að mark- tækur munur sé nagladekkjunum í vil þó ekki sé um það talað. Það er mikið talað um tjónið sem nagladekkin valda á malbikinu. En hvað þá um eignatjónið í um- ferðinni og öll slysin sem verða á fólki. Er það ekkf'þyngar á metun- um? Að lokum vil ég víkja að öðru. Ég tel að allt of há og óþarfa gjöld séu á einkabifreiðum hér. Sjórn- völd virðast enn líta svo á að bif- reið sé lúxús og haga gjaldtöku eftir því. Bíll er einfaldlega nauð- syni í nútímasamfélagi. Við bif- reiðaeigendur ættum að krefjast þess af stjórnvöldum að öll þessi gjöld sem greidd eru af einkabif- reiðum yrðu stórlækkuð eða alveg lögð niður. Það er allt of dýrt að reka bíl hér á landi. Einn sem ekur Víkveiji skrifar Satellite TV heitir blað sem gefið er út í Englandi og birtir dag skrár sjón varpsstöðva sem senda út í gegnum gervihnetti. Þetta blað lesa margir íslendingar, enda fjölg- ar þeim hratt hér á landi, sem hafa keypt sér mót töku diska. í nýjasta hefti blaðsins er skýrt frá því að sjónvarpsstöðin Euro- sport muni frá og með 3. apríl sýna frá C-heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Helsinki. Það er augljóst að ekki er mikið sýnt frá handknattleik á þessum stöðvum, því blaðið sér ástæðu til þess að lýsa' leiknum í smáatriðum fyrir lesendum sínum, t.d. að enginn nema markvörðurinn megi koma við boltann með fótunum! Tekið er fram að handbolti sé næsthraðasta hópíþróttin, næst á eftir íshokkí, en betra sé að fylgjast með hand- boltanum því boltinn sjálfur sé stærri en knöttur sá sem notaður er í íshokkí. Hann heitir á ensku „puck“, en Víkvera er ekki kunnugt um ísienzkt heiti á fyrirbærinu. Þetta leiðir hugann að því að forystumenn handknattleiksmála á íslandi gera alit of mikið úr áhuga útlendinga á handknattleik. Stað- reyndin er sú að í flestum löndum er áhugi á íþróttinni takmarkaður. Áhugi á handknattleik fer vissulega vaxandi en aðrar íþróttagreinar s.s. knattspyrna, ísknattleikur og körfuknattleikur draga að sér margfalt fleiri áhorfendur. í þessu sem öðru er sannleikurinn sagna beztur. xxx Víkveiji kom fyrir skömmu á heimili, þar sem móttökudisk- ur fyrir gervihnetti er til staðar. Þetta er fullkominn diskur með stiliibúnaði fyrir tvo gerfihnetti. Úrval stöðva var með ólíkindum. Þetta heimili hafði aðgang að 35 stöðvum með margvíslegu efni, kvikmyndum, fréttaþáttum, íþrótta- efni o.fl. Þegar Víkveiji fylgdist með var verið að keppa í Evrópu- mótunum í knattspyrnu og voru nokkrir leikir sýndir beint. Mynd- gæðin voru mjög góð, ekki síðri en hjá íslenzku stöðvunum. Víkvjeri er þess fuliviss að gervi- hnattasjónvarp á eftir að veita íslenzku sjónvarpsstöðvunum mikla samkeppni á næstu árum. XXX Nú liggur ljóst fyrir að engar þekktar popphljómsveitir koma á Listahátíð í vor. Víkveija er kunnugt um að stjórn Listahá- tíðar stóð til boða að fá söngkonuna Sinead O’Connor hingað til tón- leikahalds en taldi hana ekki nógu þekkta. Síðan hefur það gerzt að þessi söngkona hefur slegið alger- lega í gegn og á nú söluhæstu plötuna beggja vegna Atlantshafs og efsta lagið á íslenzka vinsælda- listanum! XXX að kom fram í fréttum Morgun- blaðsins fyrir helgi að söng dag skrá Pálma Gunnarssonar hef- ur slegið í gegn í Sjallanum á Akureyri í vetur. Er uppselt á sýn- ingarnar langt fram í næsta mánuð. Þessar vinsældir Pálma koma Víkveija ekki á óvart. Hann var viðstaddur frumsýninguna í Sjall- anum og varð mjög hrifinn. Pálmi hefur sjaldan sungið betur en ein- mitt núna. Það kom Víkverja einna helst á óvart hve mörg þekkt lög Pálmi hefur sungið inn á plötur um ævina. Enginn vafi leikur á því að þessi skemmtidagskrá gæti gengið heilan vetur í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.