Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 75. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 30. MARZ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brazilía: Allt sparifé í landinu firyst Daily Telegraph. RIO de Janeiro, næststærsta borg í Brazilíu, er að verða gjaldþrota og á ekki fyrir launagreiðslum í næstu viku. Kennir borgarstjórinn nýkjörnum forseta, Ferdinand Collor de Mello, um ástandið en hann hefur fryst allt sparifé í bönkum í von um, að þannig megi ná tökum á gífurlegri verðbólgu. Peningar liggja því ekki á lausu í Brazilíu um þessar mundir. Verðbólga í Brazilíu var 1.765% á síðasta ári og nýi forsetinn hafði varla lokið við að lesa eiðstafinn við embættistökuna þegar hann til- kynnti, að allt sparifé yrði fryst í átta mánuði og opinberum starfs- mönnum fækkað um 80.000. í fyrra- dag var síðan tilkynnt, að þegar spariféð yrði greitt út, jafnvirði 115 milljarða dollara, yrði það að mestu í ríkisskuldabréfum. Hafa þessar aðgerðir valdið mikl- um erfiðleikum og í Rio de Janeiro, sem horfist í augu við gjaldþrot, hefur meðal annars verið gripið til þess að loka mötuneytum í skólum og hætta nauðsynlegu viðhaldi á sjúkrahúsum og öðrum opinberum byggingum. Sjá um eftiahagsaðgerðirnar í Brasilíu á bls. 21. Noregur: Hug'myndir um að leggja togaraflotan- um vegna aflaleysis Meðalþorskkvóti á togara er aðeins 280 tonn Tromsö. Frá blaöamanni Morgunblaösins, Hirti Gíslasyni. Verkamannaflokkurinn í Tromsfylki hefur samþykkt ályktun þess efnis að réttast sé að leggja öllum togurum landsmanna vegna þess hve lítið af þorski er talið mögulegt að veiða í ár og allra næstu ár. Með þessu hyggjast fiilltrúar flokksins bæta stöðu hefð- bundinna strandveiða og vinnslu í landi. Tillaga þessi hefúr feng- ið mjög misjafhar undirtektir. Reuter Þúsundir manna söftiuðust saman í austur-þýskum borgum í gær til að kreíjast þess, að hugsanleg tengsl sumra þingmanna við Stasi, öryggislögreglu kommúnista, verði könnuð til hlítar. Hér ganga Austur-Berlínarbúar undir mynd af Stalín en á spjaldinu er vitnað í kínverskan orðskvið, sem segir, að reynslan kenni mönnum hveij- ir séu vinir í raun. Leyfilegur þorskafli á þessu ári er aðeins 113.000 tonn en af því hefur togaraflotinn fjórðunginn eða 28.000 tonn. Með því að leggja öllum norsku togurunum munu veiðiheimildir þeirra færast yfir á bátaflotann, sem stundar veiðar á grunnslóðinni, og með því verður betur hægt að tryggja atvinnu þeirra, sem búa við ströndina, að mati fulltrúa Verkamannaflokks- ins. Hafa undirtektir undir tillög- una verið misjafnar eins og fyrr segir og minnstar hjá togarasjó- mönnum eins og líklegt er. Stefiit að stórri samsteypu- stj órn í Austur-Þýskalandi Austur-þýski seðlabankinn segir frá efiiahagsglundroða kommúnismans Austur-Berlín, Bonn, Reuter. KRISTILEGIR demókratar og jaftiaðarmenn hófu í gær formleg- ar viðræður um myndun ríkis- stjórnar í Austur-Þýskalandi og kváðust vissir um, að ný stjórn gæti tekið við fyrir miðjan apríl. Arsskýrsla austur-þýska seðla- bankans var birt í gær og er þar að finna ófagra lýsingu á þeim efnahagslega glundroða, sem kommúnisminn hefur leitt yfir landið. Er þetta í fyrsta sinn, sem skýrglan er birt opinberlega en hingað til hefúr hún talist til ríkis- leyndarmála. Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru haldnar í skugga ásakana um að sumir nýkjörinna þingmanna hafi verið á mála hjá Stasi, öryggislög- reglu kommúnista, og í gær efndu tugþúsundir manna til funda í ýms- um borgum Austur-Þýskalands til að kréfjast þess, að fortíð hvers ein- asta þingmanns yrði athuguð. Nokkru áður höfðu formenn þing- flokkanna 12 reyndar ákveðið, að skipuð yrði þingnefnd til kanna hugs- anleg tengsl þingmanna og Stasi. Lothar de Maiziere, formaður Kristilega demókrataflokksins, CDU, kvaðst í gær viss um, að ný stjórn tæki við innan hálfs mánaðar og undir það tók Markus Meckel, starf- andi I formaður Jafnaðarmanna- flokksins, SPD. Sögðu þeir, að við- ræður flokkanna hefðu verið „ein- staklega vinsamlegar og árang- ursríkar". Ársskýrsla austur-þýska seðla- bankans hefur verið birt opinberlega í fyrsta sinn í 40 ár og er hún ná- kvæm lýsing á því efnahagslega öng- þveiti, sem kommúnistar skilja eftir sig. Framleiðsla og framleiðni hafa verið að minnka og var svo komið, að til að fjármagna miðstýrt efna- hagslífið þurfti 468,5 milljarða austur-þýskra marka á sama tíma og verg þjóðarframleiðsla var aðeins 353 milljarðar marka. Erlendar skuldir hafa því aukist jafnt og þétt og nema nú 18,5 milljörðum dollara. Er búist við, að vestur-þýski seðla- bankinn taki við þessari skuld þegar myntbandalag ríkjanna verður að raunveruleika. •Meðalkvóti togaranna er um 280 tonn en á bátana er hann miklum mun minni eða aðeins 32 tonn af þorski á 200 tonna bát. Sem dæmi um hve samdrátturinn I þorskafla hefur komið niður á byggðarlögum í Norður-Noregi má nefna bæjarfélagið Sommaröy en þar hafa þorskaflaheimildir dregist saman um 85% frá því í fyrra. Kare Ludviksen er skipstjóri í Sommaröy og gerir út 200 tonna bát þaðan. I fyrra var þorskafli hans 192 tonn en er 32 tonn núna. Annar skipstjóri frá sama stað, Ingi Nordheim, þurfti aðeins 11 daga til að taka þorskkvótann sinn. Heimildir til veiða á öðrum teg- undum eru takmarkaðar og því aðgerðarleysi framundan hjá Kára og Inga. Joakim Johansen, frystihús- stjóri á Sommaröy, segir að ýmsar leiðir hafi verið reyndar til að afla aukins hráefnis, m.a. hafi verið leitað til íslenskra útgerða en því miður borgi fiskmarkaðirnir í Bretlandi og Þýskalandi það mikið fyrir fiskinn, að Norðmenn séu ekki samkeppnishæfir. Litháar leita til norrænna ríkja um að halda sáttafimd í deilunni við Sovétsljórnina: Mjög þakklátir fyrir viðbrögð Islendinga - segir Algirdas Saudaugas, utanríkisráðherra Litháens, 1 samtali við Morgunblaðið „VIÐ erum mjög þakklátir fyrir slík viðbrögð," sagði Algirdas Saud- augas, utanríkisráðherra Litháens, í símasamtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður um tilboð íslenskra stjórnvalda um að samningaviðræður Sovétstjórnarinnar og Litháa yrðu haldnar í Reykjavík. í máli ráðherrans kom fram að hann hefði upplýsingar um að Island væri næst því allra ríkja að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Sendinefnd frá ríkisstjórn Lithá- ens er nú á ferð um Norðurlönd, var í gær í Kaupmannahöfn og fer í dag til Svíþjóðar í boði Stens Anderssons utanríkisráðherra. Á miðvikudag hitti hún norsk stjórn- völd og gekk ennfremur á fund Haralds Kröyers, sendiherra Is- lands í Ósló, og kom á framfæri fyrirspurnum um hvort ríkisstjórn íslands vildi bjóða fundarstað á íslandi fyrir samningaviðræður milli litháískra stjórnvalda og stjórnvalda Sovétríkjanna. Svipuð- um skilaboðum hefur verið komið til stjórnvalda í Noregi og Dan- mörku. í gær'ákváðu íslensk stjórn- völd að bjóða Reykjavík sem fund- arstað óskuðu báðir aðilar eftir því og norska og danska ríkisstjórnin hafa tekið með svipuðum hætti á málinu. Finnski utanríkisráðher- rann sendi frá sér yfirlýsingu í vik- unni þar sem lögð er áhersla á sjálfsákvörðunarrétt Litháa. Jafn- framt eru báðir aðilar hvattir til að sýna varfærni. Finnar muni ekki taka formlega afstöðu til sjálf- stæðis Litháens fyrr en samninga- viðræður séu byijaðar. Þegar Morgunblaðið ræddi við Saudaugas í gær hafði hann ekki enn fengið vitneskju um tilboð ís- lendinga. Þegar það var lesið fyrir Reuter Stjórnvöld í Litliáen eru sjálf farin að veita erlendum ríkis- borgurum vegabréfsáritanir og féll sú fyrsta í skaut Bretanum Edward Lucas. hann sagðist hann fagna því mjög. Saudaugas var ekki reiðubúinn að tjá sig um hvenær slíkar viðræður myndu eiga sér stað. „Við skulum bíða og sjá til í nokkra daga.“ Hann sagði að Litháen myndi ganga til slíkra viðræðna á jafn- réttisgrundvelli við Sovétríkin. „Við erum reiðubúin að skoða ýmsar hugmyndir en sjálfstæðið er ekki eitt af samningsatriðunum. Við lítum á okkur sem fullvalda ríki og sá er viiji kjósenda — vilji þjóðar- innar.1* Þegar ráðherrann var spurður hvort hann hefði vitneskju um að viðurkenning á sjálfstæði Litháens væri til umræðu í íslenska þinginu svaraði hann:_ „Við höfum upplýs- ingar um að íslendingar séu næst því alira þjóða að viðurkenna sjálf- stæði Litháens." Sjá ennfremur fréttir á bls. 4, 27 og baksíðu og forystugrein á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.