Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 42
42 MÖRÖÚNBLAÐÍÐ’ ÍÞRÓTTIR FÖSTODAGUR BO. MARZ 1990 VETRARIÞROTTAHATIÐ ISI Morgunblaðið/Rúnar Þór 58ARA GAMALL VEGGFOÐRARI FLYTUR í GL&SILEGT NÝTT HÚS AO FÁKAFENI9 Fyrirtækið Veggfóðrarinn hf. var stofnað árið 1931 af hópi meistara í iðninni. Með tímanum hefur fyrirtækið aukið vöruúrval sitt og býður nú mikið úrval gólf- og veggefna, ásamt verkfærum til lagningar og frágangs. a □ “A VEGGFOÐRARINN- 9‘ □ oóvn*" úm ■ □ OÖUDUNA. |l Vi V! Á nýjum og betri stað býður þetta gamla og rót- gróna fyrirtæki áfram persónulega þjónustu og vandaða vöru. í notalegu umhverfi verslunar- innar gefst viðskiptavinum kostur á að skoða vöruúrvalið í ró og næði og ráðfæra sig við fagmenn okkar. Við bjóðum gamla sem nýja viðskiptavinioíNAo velkomna og erum ævinlega til taks, * skrafs og ráðagerða. S VEGGFOÐRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR: (91)- 687171 / 687272 Guðrún H. Kristjánsdóttir var með besta tíma eftir fyrri utfiferð í stórsvigi kvenna, en fór illa að ráði sínu í seinni umferðinni og hafnaði í þriðja sæti. Stórsvig.kvenna: Guðrún náði besta tímanum ífyrriumferð - en hlekktist á í síðari og hafnaði í þriðja sæti FYRSTI hluti alþjóðaskíða- mótsins í alpagreinum hófst með keppni í stórsvigi karla og kvenna í blíðskaparveðri í Hlíðarfjalli í gær. Guðrún H. Kristjánsdóttir stóð sig best íslensku stúlknanna, hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa náð besta tímanum ífyrri umferð. Hanne Johnsen frá Noregi sigr- aði. uðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri var tæplega hálfri undan Hanne Johnsen í fyrri umferð. Guðrún virtist hafa sigurinn í hendi sér lengst af í seinni umferð. Henni gekk allt í haginn þar til aðeins þijú hlið voru eftir, en þá rak hún aðra höndina utan í hlið og tapaði þannig dýrmætum tíma sem kost- aði hana gullverðlaunin. sekúndu á frá Noregi ValurB. Jónatansson skrifar „Ég var óheppin að reka mig í hliðið og það var dýrkeypt. En það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu það kemur dagur eftir þennan dag,“ sagði Guðrún og var ekkert að æsa sig yfir óhappinu og er staðráðin í bæta sér það upp í dag. Norska stúlkan Hanne Johnsen gerði engin mistök í síðari umferð og tryggði sér þar með sigurinn. Ulla Carlsson frá Svíþjóð varð önn- ur, en hún náði besta tímanum í síðari umferð. Guðrún H. var eina íslenska stúlkan sem blandaði sér í topp- baráttuna og virðist í fljótu bragði vera sú eina sem getur það, a.m.k. í stórsviginu. Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði varð í 5. sæti, sjö sek- úndum á eftir sigurvegaranum og sex sek. á eftir Guðrúnu. Alls voru 11 stúlkur skráðar til leiks og aðeins ein þeirra sem komst ekki í mark. í dag keppa stúlkurnar aftur í stórsvigi og þá á Dalvík. Stórsvig karla: Svfinn Wiberg í sérflokki ArnórGunnarssonfrá ísafirði náði þriðja sæti ValurB. Jónatansson skrifar SVÍINN Urban Wiberg hafði töluverða yfirburði í stórsvigi karla, sem fram fór ítengslum við Vetraríþróttahátíð ÍSÍ, í Hlíðarfjalii í gær. Landi hans, Torbjörn Blomberg, varð annar og Arnór Gunnarsson frá ísafirði þriðji. Wiberg náði besta brautar- tímanum í báðum umferðum stórsvigsins. í fyrri ferðinni hafði hann tveggja sek. forskot á næsta keppanda. Sigur hans kom þó nokkuð óvart þar sem Tor- björn Blomberg, sem varð annar, hef- ur staðið sig mun betur á mótum erlendis og hefur betri fis-punkta. En Wiberg kunni vel við sig í Hlíðar- fjalli og skíðaði eins og sá sem hefur völdinn. ísfirðingurinn Arnór Gunnarsson stóð sig best íslendinganna. Hann hafði fjórða besta tímann eftir fyrri umferð og bætti sig síðan um eitt sæti eftir síðari umferð og skaust þá upp fyrir Kristin Björnsson frá Ólafsfirði. Besti skíðamaður íslands um ára- bil og sá sem hefur bestu fis- punktana, Örnólfur Valdimarsson úr Reykjavík, féll neðarlega í braut- Svíinn Urban Wiberg sigraði í stórsvigi karla. Morgunblaðið/Rúnar Þór inni í fyrri ferð. „Ég fór á innra skíðið og yfirkantaði og rann niður fyrir næsta hlið. Brautin var mjög krefjandi því það var erfitt að finna rétta taktinn í henni,“ sagði Örnólf- ur. Þrír erlendir keppendur, tveir Svíar og Englendingur, auk 27 ís- lendinga tóku þátt í stórsviginu. Júgóslavarnir tveir, sem urðu strandaglópar í London í gær, bæt- ast í hóp erlendu keppendanna í dag, er keppt verður í svigi á Ðalvík. Vetraríþróttahátíð ISI Úrslit i stórsvigi karla og kvenna, sem fram fór i Hlíðarfjalli í gær. Sama braut var fyr- ir báða flokka, fyrri ferð var 38 hlið og síðari 39 hlið. Stórsvig kvenna: Hanne Johnsen, Noregi............2.18,48 Ulla Carlsson, Svíþjóð...........2.18,96 Guðrúr. H. Kristjánsdóttir, Akui-eyri 2.19,82 Carin Lindberg, Svíþjóð..........2.20,95 Ásta Halldórsdóttir, Isafirði....2.25,52 Þórunn Pálsdóttir, Isafirði......2.29,09 Guðný Hansen, Reykjavík..........2.33,06 Stórsvig karla Urban Wiberg, Svíþjóð............2.08,99 Torbjörn Blomberg, Svíþjóð.......2.10,92 ArnórGunnai'sson, ísafirði.......2.13,56 Kristinn Björnsson, Ólafsfirði...2.13,70 Haukur Arnórsson, Reykjavík......2.13,90 Valdímar Valdemarsson, Akureyri ...2.14,19 Jón Ingi Árnason, Akureyri.......2.15,22 Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri...2.15,23 Steingrímur Waltersson, Reykjavík..2.18,29 Egill Ingi Jónsson, Reykjavík....2.18,30 Mm FOLX ■ KARI Þorleifsson er farinn að æfa og leika með meistaraflokki IBV í knattspyrnu eftir nokkurt hlé. Kári er bróðir Sigurlásar, þjálfara_ og leik- manns ÍBV. ■ ÍBV lék tvo æf- ingaleiki um síðustu helgi við Selfoss. Gestirnir sigruðu í fyrri leiknumm, Sigfús G. Guðmundsson skrifarfrá Eyjum 3:1, en Vestmannaeyingar í þeim síðari, 4:3 og gerði Kári Þorleifs- son sigurmarkið. ■ ELIAS Friðriksson, varnar- maðurinn sterki hjá ÍBV, sem var meiddur mest allt síðasta tímabil, lék fyrri hálfleikinn í sigurleiknum. Þá tókst Selfyssingum ekki að komast í gegnum vörn IBV, sem var 3:0 yfir í hálfleik. ■ HÖRÐUR Pálsson hefur einnig tekið fram skóna á ný og æfir nú sem fyrr með IBV. Hörður er son- ur Páls Pálmasonar, sem lék með ÍBV um árabil. ■ PÉTUR Eyjólfsson, ungur og efnilegur sundmaður í IBV, sigraði á Kiwanissundmóti Eyjamanna um helgina. Sá sigrar á mótinu, sem sýnir mestar framfarir frá fyrra ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.