Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30: MARZ 1390
ekki afstætt? Mörgum finnst e.t.v.
ekki dýrt að fara út að borða og
sjá „show“ fyrir kr. 3.500 á mann
(fyrir utan alla drykkina vel að
merkja) en svíður að þurfa að borga
kr. 1.000 minna fyrir óperusýningu.
Hvar er verðmætamatið? Hvar er
menningarviðleitnin? Hvernig væri,
ef fyrirtæki byðu starfsfólki sínu á
óperutónleika (með afslætti auðvit-
að) til þess að starfsfólkið geti gert
sér dagamun? Fyrirtækin myndu
styrkja menninguna um leið og
þau gleddu starfsmenn sína.
Við skulum ekki taka íslensku
Óperunni sem sjálfsögðum hlut. Ef
við teljum mikilvægt að til sé
menningarlíf í þessu landi (og þá
nota ég þetta orð sem safnheiti
yfir allskonar tónlistarframboð,
leikhús, listasýningar o.fl.), þá
megum við ekki sitja óvirk heima
og láta sem okkur komi þetta ekki
við. Við verðum að sýna í verki að
við kunnum að meta þetta menning-
arlíf, í J>essu tilviki óperuna. Is-
lenska Operan lifir á tryggð aðdá-
enda sinna. Það er þess virði að
leggja fram sinn skerf til óperunnar
með því að sækja óperusýningar.
Ef við hættum ræktarsemi okkar
við þetta hús þá vöknum við einn
vondan veðurdag upp við það, að
Islenska Óperan hefur lagt upp
laupana (hún lifir nefnilega ekki
endalaust á hugsjónastarfsemi)
vegna þess að við brugðumst hlut-
verki okkar.
Um sýningarnar á Carmina
Burana og Pagliacci vil ég segja
það í stuttu máli að þær eru stór-
góðar. Ég ætla ekki að tíunda
hvert smáatriði hér, því það er ekki
tilgangur þessa greinarkorns. En
ég verð þó að minnast á fáein at-
riði. Leikmynd og búningar Nicolai
Dragan hafa tekist frábærlega vel
og kór íslensku Óperunnar syngur
stórkostlega vel. Að öðrum ólöstuð-
um ber söng Garðars Cortes í hlut-
verki Canios í Pagliacci af. Garðar
er í toppformi og það má dauður
maður vera sem ekki hrífst af söng
hans. Ég vil einnig minnast á eitt
sem flestir taka sem sjálfsögðum
hlut en vert er að gefa gaum og
það er leikskráin. Hún er til fyrir-
myndar í hvívetna, metnaðarfull,
upplýsandi, fræðandi og listræn í
öllum frágangi. Þessi leikskrá er
eins og þær gerast bestar erlendis.
Þarna mættu forráðamenn og að-
standendur tónleikahalds í Reykja-
vík (t.d. Sinfóníuhljómsveit íslands)
taka sér margt til fyrirmyndar.
Að lokum: Eg skora á alla óperu-
unnendur, menningarunnendur,
tónlistarunnendur, í stuttu máli,
alla íslendinga að bregðast skjótt
við og sjá þessa sýningu Islensku
Óperunnar og yfírleitt allar sýning-
ar sem þar er boðið upp á. Það
verður enginn svikinn af því sem
hann upplifir þar og peningunum
sem fara í miðana er örugglega vel
varið.
Eldhugarnir við Ingólfsstræti,
sem í tæpan áratug hafa starfrækt
óperu við góðan orðstír þarfnast og
eiga skilið áhuga okkar og stuðn-
ing. Sýnum hann f verki!
Ilöfundur er skólastjóri
Tónmenntaskólans í Reykjavík.
■ AÐALFUNDUR Náttúru-
lækningafélags Reykjavíkur
verður haldinn laugardaginn 31.
mars kl. 14 í Templarahöllinni
við Eiríksgölu. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf. Að fund-
arstörfum loknum verður boðið upp
á léttar veitingar úr eldhúsi Heilsu-
hælis Náttúrulækningafélagsins
í Hveragerði. Eftir fundarhlé flyt-
ur Grímur Sæmundsen, læknir,
erindi um starfsemi Máttar, nýrrar
forvarnar- og endurhæfíngarstöðv-
ar í Reykjavík. Grímur mun fjalla
um skipulag og uppbyggingu for-
varnarstarfsemi í framtíðinni,
hvaða námskeið komi að mestum
notum, fyrir hveija og á hverra
vegum. Öðrum en félagsmönnum
er velkomið að mæta og hlýða á
erindi Gríms, sem reikna má með
að hefjist um kl. 15.30, en félags-
menn eru þó sérstaklega hvattir
til að mæta.
,, Nougathringur“
Notaðu AKRA
með öðru úrvals hráefni og
baksturinn heppnast vel!
,, Nougathringur“
Hrærið saman 130 g Akrasmjörlíki, 130 g sykri og
tveimur eggjum. 150 g hveiti ásamt 1 tsk. lyftidufti
og 1 msk. rjóma er blandað saman við.
Bakið í 40 mín. við 175-200°C.
Kökunni er skipt í þrjá hluta og smjörkrem sett á
milli og utan á.
Smjörkrem
Hrærið saman 150 g Akrasmjörlíki, 200 g
flórsykri, einu eggi og 2 tsk. vanilludropum.
Nougat
Bræðið 100 g sykri og bætið 50 g möndlum í, látið
kólna á smurðri plötu, myljið og setjið á kökuna.
Verði ykkur að góðu!
smíörl flti
AftftA A COI NUNA. I «AK
UftlNN OO A OHAUeifcjj
Líkarvel!
fSBB
SMJÖRLÍKISGERÐ
Akureyri
Hvar eru söng- o g
óperuunnendur?
lega, þá orðnir ofdekraðir eða bara
áhugalausir?
Þjóðleikhúsið hefur að vísu reynt
og yfirleitt tekist að framfylgja
þeirri lagalegu skyldu sinni að
flytja eina óperu eða söngleik á ári
en nú blasir við að Þjóðleikhúsinu
verði lokað um lengri tíma vegna
viðgerða og breytinga. íslenska
Óperan er eina raunverulega óperu-
húsið okkar í dag og verður vafa-
laust áfram lengi enn. Ferill ís-
lensku Óperunnar er glæsilegur,
þar hefur verið unninn hver list-
rænn stórsigur á fætur öðrum.
Það er margoft búið að benda á,
rökstyðja og sanna að vandfundið
sé það óperuhús í heiminum sem
starfar af eins mikilli hagsýni og
íslenska operan, þar sem sýningar-
Stefán Edelstein.
kostnaður er í lágmarki og styrkir
til fýrirtækisins mjög hógværir,
þar sem þetta dýrasta tónlistarform
„Eg skora á alla óperu-
unnendur, raenningar-
unnendur, tónlistar-
unnendur, í stuttu máli,
alla Islendinga að
bregðast skjótt við og
sjá þessa sýningu Is-
lensku Operunnar og
yfirleitt allar sýningar
sem þar er boðið upp
á. Það verður enginn
svikinn af því sem hann
upplifir þar og pening-
unum sem fara í miðana
er örugglega vel varið.“
er rekið jafn hagkvæmt og raun
ber vitni við afar erfið ytri skilyrði.
Sumir segja að það sé dýrt að
fara að sjá óperusýningu. Miðinn
kostar kr. 2.400-2.800. Það er að
vísu alldýrt — en er þetta hugtak
eftir Stefán Edelstein
Heyrst hefur að sýningum Is-
lensku Óperunnar á Carmina Bur-
ana eftir Orff og Pagliacci eftir
Leoncavallo fari senn að fækka og
að ein af aðalástæðunum sé tiltölu-
lega dræm aðsókn. Hins vegar var
vitað, að Óperan ætlaði að hafa
þessar sýningar á boðstólum fram á
vor.
Þetta er umhugsunarvert. Ég
hafði verið á þeirri skoðun að ís-
lendingar væru nánast „söngóðir“,
eða m.ö.o. að engir tónleikar væru
betur sóttir en söngtónleikar (þ.
m.t. kórtónleikar) og í þeim flokki
bæri hæst óperuflutning. Eru
íslenskir tónlistarunnendur al-
mennt, og óperuunnendur sérstak-