Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 17
það eru einmitt hin rökin fyrir þess- ari skoðun minni. í kældu hjarta með lága og óstöðuga hvíldar- spennu getur hvers kyns áreiti vald- ið flökti. Þá dælir hjartað, eins og áður sagði, nánast engu blóði og það ástand leiðir til dauða á skammri stundu nema sérstakur tækjabúnaður og kunnátta í notkun hans sé til staðar en það er yfir- leitt ekki fyrir hendi nema á sjúkra- húsum. Ég hef lesið að gott sé að nudda útlimi fólks, sem er kalt — þetta er ekki rétt. Það er beinlínis hættu- legt því það getur aukið blóðflæði til húðarinnar og stuðlað þannig að frekari kælingu innri líffæra. Einn- ig getur sú tilfinning um hita sem nuddið skapar valdið því að fólk hætti að skjálfa, og skapa varma, en það getur reynst örlagaríkt — auk þess sem nudd getur við þessar aðstæður valdið umtaisverðum skemmdum á húðinni. Það er sama hvort um er að ræða kælingu í sjó eða á landi — áreynslu ber að forðast. Það á aldr- ei að hvetja verulega kalda mann- eskju til að rísa upp og hreyfa sig, því það getur valdið skyndilegri víkkun æða, sem eru samandregnar í kuldanum. Það eykur varmatap til umhverfisins og leiðir til enn frekara falls í líkamshita. En það er fleira sem þá getur gerst: Hjart- að kólnar enn frekar þegar því berst kalt blóð frá útlimum og einnig fellur blóðþrýstingur þegar rýmd æðakerfisins eykst þannig að blóð- flæði til hjarta, heila og nýrna snarminnkar og getur það leitt til losts. Þetta tvennt, hjartaflökt, sem MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 17 kæling hjartans veldur, og lostið, sem æðavíkkunin veldur, getur hvort um sig leitt til dauða og næsta víst að svo fer ef það gerist úti í náttúrunni fjarri gjörgæslu- deild eða vel búnu sjúkrahúsi. Hafí kælingin orðið á landi og eigi sér langan aðdraganda er næsta víst að talsverðar breytingar hafa orðið á vökva- og saltbúskap líkamans. Það eykur enn á þá hættu sem er samfara hreyfingu, því nú er blóðið ekki einasta kalt heldur er það líka súrt og jónavægi þess brenglað. Það eykur enn á hættuna á flökti og dauða. Ég held að þeim sem lenda í hrakningum eða villum á landi sé ráðlegt að huga að því að gera sér skjól hið fyrsta. Þau rök sem mér virðast mæla með því að gera sér skjól sem fyrst og halda kyrru fyr- ir eru þessi: 1) Líkaminn tapar varma því hraðar sem nær dregur örmögnun. 2) Því þreyttari sem maður er því verr er hann eða hún í stakk búin til þess að gera sér gott skjól og draga þannig úr varmatapi. 3) Þvi fyrr sem dregið er úr varmamyndun með kyrrsetu því minna er gengið á orkuforða líkamans og þeim mun lengur getur hann enst. Þær einu ástæður sem mér virðast réttlæta að hvetja kald- an mann til áreynslu eru ef kæling er mjög væg, eða ef skammt er í skjól og aðhlynningu. Þarna getur reynst erfitt að vega og meta rétt. Það sem ber að gera Mér hefur orðið tíðrætt um það sem ber að varast, í meðferð kæling- ar bæði í sjó og á landi en rétt meðferð er auðvitað fyrst og fremst fólgin í því að veija einstaklinginn fyrir frekara varmatapi og síðan upphitun. Það fyrsta sem þarf að gera, þegar búið er að fínna mann- eskju eða ná henni úr sjó eða vatni, er að einangra hana til þess að koma í veg fyrir frekara varmatap frá yfirborði líkamans til umhverfis- ins. (Ég nota hér einangrun í sama skilningi og talað er um t.d. ein- angi-un rafmagnsvírs.) Sé það gert rækilega þá hitnar sjúklingurinn smám saman vegna þess varma sem myndast við efnaskipti líkamans. Margt getur gagnast sem einangr- unarefni. Teppi, svefnpokar og ál- pokar koma að góðu gagni en auð- vitað má nota allan fatnað sem leit- armenn eða björgunarmenn geta verið án. Það er umdeilt hvort hefjast skuli handa um virka upphitun, þ.e. til- færslu á varma utan frá, fyrr en komið er á sjúkrahús og einnig hversu hratt skuli verma. Eftir hraða kælingu í sjó eða vatni tel ég sjálfsagt að hita sjúklinginn eins hratt og unnt er. Einnig tel ég rétt að hita hann á slysstað ef völ er á 40° karlaug, þó þannig að bolur sé hitaður fyrst en hendur og fætur hafðir utan laugar. Þegar um er að ræða hæga kæl- ingu og örmögnun á landi er viss- ast að fara með fyllstu gát og bíða með virka upphitun þar til komið er á sjúkrahús. Þegar þangað er komið er skynsamlegt að verma hægt — er það m.a. vegna þess að þeir sjúklingar eru oft mjög þurrir. Þeir hafa tapað líkamsvökva og seltubúskapur og sýrustig blóðsins er breytt. Oft eru þeir mjög súrir og algengt er líka að kalíumstyrkur í blóði sé verulega aukinn. Sé þann- ig blóði beint til hjartans getur það valdið afskautun, minnkuðum leiðsluhraða og þar af leiðandi hjartaflökti og dauða eins og ég sagði hér á undan. Meðferð ofkælingar á gjörgæslu, en þar ber fortakslaust að vista alla þá sem koma kaldir á sjúkra- hús, er kapítuli fyrir sig og efni í annað samtal. Ekki eru allir svokallaðir sér- fræðingar um ofkælingu á eitt sátt- ir um allt það er lýtur að fræðigrein- inni. Og ekki er allt það sem ég hefi sagt hér óumdeilanlega rétt — en ég hefi sagt það sem ég veit réttast í dag og segir það nokkuð um náttúru vísindalegrar þekking- ar, sem svo er kölluð, og þeirra kenninga sem á henni byggjast. Fæstir spyrja lengur hvort þær séu sannar eða ósannar, heldur hversu gagnlegar þær séu. Þá sem hafa áhuga á efninu og vilja fræðast meira hvet ég til að sækja ráðstefn- una Björgun 90, sem Landssam- band hjálparsveita skáta gengst fyrir á Hótel Loftleiðum í dag, föstudag til sunnudags. Á laugar- dag mun heimsþekktur kunnáttu- maður um ofkælingu og meðferð hennar, prófessor Per Ola Gran- berg, flytja tvo fyrirlestra. Gran- berg er snjall fyrirlesari og öllum fróðari um ofkælingu á landi. Dreymir þig stundum um að vinna milljónir? UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.