Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDA'GUR' SOjMARZ 1990 Hafís fyrir Norðvesturlandi: Vildi ekki þurfa að sigla gegnum þetta í myrkri - segir skipstjórinn á Skafta SK HAFÍS er landfastur frá Straum- nesi allt austur fyrir Horn og er siglingaleiðin á þessum slóðum illfær. Israstirnar eru Yio að þétt- leika en víða eru þéttari rastir. ísinn er kominn inn í strand- strauma og gæti borist inn í Húnaflóa á næstu dögum. Spáð er hægum vestlægum vindum við 6 milljónir til kvikmynda Ríkisstjórnin hefúr ákveðið að veita 6 milljónum króna til kvik- myndamála til viðbótar því fram- lagi sem fjárlög ákváðu. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði Morgunblaðinu að ekki þyrfti aukafjárveitingu vegna þessarar upphæðar heldur kæmi hún af fjárveitingarlið sem ríkis- stjórnin hefði til ýmissa mála. norðvestanvert næstu dægrin landið en í háloftunum eru sterk- ir vestlægir vindar. Víða eru stakir jakar og litlar rastir á sigl- ingaleiðinni frá Bjargtöngum að Isafjarðardjúpi. Að sögn Þórs Jakobssonar, veð- urfræðings, er ekki útlit fyrir að ísinn hopi í bráð. Sagði Þór að þetta væri geysimikill og þykkur vetrarís. Fjögur skip, Drangey SK, Skafti SK, Björgvin EA og Stapafell voru úti fyrir norðvestanverðu landinu í gærmorgun þegar TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir hafsvæðið til ískönnunar. Leið- Deindu flugmenn skipverjum um tíma í gegnum þéttar ísrastirnar. Sverrir Kjartansson, skipstjóri á Skafta, sagði að þéttur ís væri aust- ast á siglingaleiðinni greiðfært eftir það. Skipið var á leið til veiða á Eldeyjarbanka og var statt utan við Arnarfjörð þegar Morgunblaðið náði tali af honum síðdegis í gær. „Við erum á vesturleið til veiða á Eldeyjarbanka. Við komumst þetta með því að fara nógu nærri íandi. Skuttogarinn Björgvin frá Dalvík fór fyrstur og ruddi leiðina, enda er hann vel styrktur til sigl- inga í hafís. Síðan komum við í kjölfarið og þá Stapafellið. ísinn er nú farinn að gliðna þó nokkuð. Hér er hægur sunnanandvari, þetta hlýtur að hafa gliðnað núna. Drang- eyin var á leið austur og við_ mætt- um henni við Straumnes. Ég veit ekki hvernig ísinn var austast þegar líða tók á daginn." Sverrir sagði að engir stakir jakir væru í sjónum þegar komið væri vestur fyrir Dýrafjörð. „Það eru nokkrir litlir jakar úti fyrir Dýra- firði og um 100 metra breið ísspöng upp í deildina sem þarna er. Það er auðvelt að fara í gegnum hana og hún er að gliðna í sundur. Mað- ur kemst þetta í björtu en ég vildi ekki þurfa að sigla í gegnum þetta í myrkri,“ sagði Sverrir. VEÐURHORFUR í DAG, 30. MARZ YFIRLIT í GÆR: Skammt austan af Jan Mayen er 965 mb djúp lægð á leið norðaustur en nærri kyrrstæð 994 mb lægð er um 400 km vestur af Reykjanesi. Langt suðvestur í hafi er dálítil lægð, sem hreyfist hratt norðaustur. SPÁ: Hæg suðlæg átt og vægt frost. Dálítil snjókoma á Suðausturl- andi en annars þurrt. Hiti -s-1 til h-5°C. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg breytileg eða vestlæg átt og vægt frost. Dálítil snjókoma eða él víða um land, einkum þó um vestanvert landið. TAKN: -(^^)* Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J* Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +2 léttskýjað Reykjavík +3 snjókoma Bergen 5 rigning Helsinki 5 skýjað Kaupmannah. vantar Narssarssuaq *11 snjókoma Nuuk +5 skýjað Ósló 7 skýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Þórshöfn 6 hálfskýjað Algarve 18 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Barcelona 13 hálfskýjað Berlín 10 alskýjað Chicago 4 rigning Feneyjar 15 skýjað Frankfurt 9 alskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 11 léttskýjað Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 12 léttskýjað Lúxemborg 7 mistur Madríd 13 heiðskírt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 8 þrumuveður Montreal +8 heiðskirt New York 3 skýjað Orlando 18 þokumóða Paris 11 skýjað Róm 12 skýjað Vin 7 alskýjað Washington 7 skúr Winnipeg +5 skýjað Sendine&id frá ríkissijórn Litháen gekk í fyrradag á fúnd Haraldar Kröyer sendiherra íslands í Osló og afhenti honum bréf til forseta Islands frá Landsbergis, forseta Litháen. Á myndinni eru frá vinstri: Haraldur Kröeyr, sendiherra, Laima Liucija Andrikiene túlkur Lit- há, Jón Egill Egilsson, Emanuelis Zingeris formaður sendinefndarinn- ar, Raumanas Antononas Bogdanas ráðgjafi utanríkismálanefndar litháíska þingsins, og Paul Chaffey. Forseti Litháen í bréfi til forseta íslands: Vonast eftir áframhald- andi stuðningi Islendinga Skrifstofa Forseta Islands gaf í gær út eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: „FORSETA íslands hefur borist bréf frá Vytautas Landsborgis, forseta Æðasta ráðs Litháen. Þar er gerð grein fyrir kosningum þar í landi 24. febrúar og 10. mars sl., en niðurstöð- ur gáfu til kynna ótvíræðan vilja þjóðarinnar til að endurreisa lýðveld- ið Litháen og ti-yggja þau grundvall- armannréttindi, sem koma fram í fyrstu stjórnarskrá landsins frá 15. maí 1920. Samkvæmt því var 11. mars sl. lýst yfir endurreisn lýðveld- is í Litháen og Æðsta ráði sovétlýð- veldisins breytt í Æðsta ráð lýðveld- isins. Með bréfinu sendir Landsbergis fyrir hönd Æðsta ráðsins yfirlýsingar þess sem samþykktar voru 11. mars 1990. Er þar sérstaklega lögð, áhersla á að lýðveldið Litháen muni fara að alþjóðalögum og eftir ákvæð- um Helsinki-samþykktarinnar um landamæri ríkja, svo og að tryggð verði réttindi allra þjóðflokka sem búa í Litháen. Með bréfinu fylgir texti samnings um milliríkjaviðskipti frá júlí 1923, sem Coid, utanríkisráðherra Dana, gerði fyrir hönd íslendinga við Galv- anaunskas, utanríkisráðherra Lithá- en. Einnig fylgir texti samnings um siglingar frá 1931, sem Biering, ut- anríkisráðherra Dana, gerði fyrir hönd íslendinga, við Zanius, utanrík- isráðherra Litháen. Að lokum flytur forseti Litháen forseta íslands og íslensku þjóðinni hlýjar kveðjur litháísku þjóðarinnar og Æðsta ráðsins, og lætur í ljós ósk um að íslenska þjóðin haldi áfram að lýsa stuðningi við rétt litháísku þjóðarinnar tii frelsis og sjálfs- ákvörðunar.11 Arnarflug: Leitar eftir leign- vél í Bretlandi íslandsbanki lokar ávísanareikningi FARÞEGAR Arnarflugs til og frá Islandi fóru með Flugleiðum gegnum Kaupmannahöfii í gær, en Arnarflug var þá flugvélarlaust. Fram- kvæmdasljóri Arnarflugs átti í gærkvöldi von á að samningar næðust um að leigja flugvél frá Bretlandi i dag, sem leigð verði til 1. mai en þá fái félagið aðra vél frá Bandaríkjunum. íslandsbanki liefúr lokað ávísunarreikningi Arnarflugs vegna útgáfú innistæðulausra ávísana og munu forsvarsmenn vegna þess í dag. 72 farþegar, sem áttu bókað far til Amsterdam með Arnarflugi, fóru með Flugleiðum til Kaupmannahafn- ar í gærmorgun. Arnarflug hafði beðið Flugleiði að sækja um 100 farþega sem áttu að koma frá Amst- erdam til íslands í gær, en Flugleið- ir höfnuðu því. Að sögn Einars Sig- urðssonar blaðafulltrúa Flugleiða var það álit lögfæðinga, að hætta væri á að flugvél Flugleiða yrði kyrr- sett á Shiphol flugvelli vegna skulda Arnarflugs þar. I gær náðust svo samningar um að farþegar Arnar- flugs kæmu frá Kaupmannahöfn með Flugleiðum í gær en nokkrir koma frá London í dag. Einar Sig- urðsson sagði að Arnarflug hefði lagt fram fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu vegna þessara flutn- inga. Snemma í vikunni lokaði Islands- banki ávísanareikningi Arnarflugs í bankanum vegna útgáfu innistæðu- lausra ávísana. Kristinn Sigtryggs- son framkvæmdastjóri Arnarflugs sagði við Morgunblaðsins, að vegna flækja í kerfinu hefði félagið lent aðeins yfir á tékkareikningnum. „Okkur fannst þeir nú fullharkalegir í aðgerðum því bankinn hefur alltaf haft fullar tryggingar fyrir okkar skuldum samkvæmt mati bankans á tryggingunum. Ég vona því að þetta leysist og sé aðeins tímabundið vandamál en við munum ræða við bankann á föstudagsmorgun," sagði ræða við bankastjora Islandsbanka Kristinn. Tryggvi Pálsson bankastjóri ís- landsbanka vildi ekki tjá sig um þetta mál í gær. Kristinn sagðist eiga von á að Arnarflug fengi leigða flugvél frá Bretlandi í dag, þannig að áætlunar- flug félagsins komist í eðlilegt horf, en engin áætlunarferð er í dag. Þann 1. maí væri svo von á flugvél frá Bandaríkjunum sem Arnarflug tæki á leigi til lengri tíma. Arnarflug leitar nú samninga um skuldir félagsins, en það er forsenda fyrir því að nýtt hlutafé komi inn. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa lánadrottnar Arnar- flugs fengið bréf frá lögmannsskrif- stofu Jóns Gunnars Zoega og Jóns Arnar Ingólfssonar þar sem boðið er upp á tvo kosti við samninga um skuldir. Annars vegar að Arnarflug greiði 25% skuldarinnar á næstu 6 mánuðum, eða þá alla skuldina á 10 árum, vaxtalaust en verðtryggt. Þá hafa hluthafar í Arnarflugi hafa farið þess á leit við Fram- kvæmdasjóð að fá lán til hlutafjár- aukningar. Guðmundur B. Olafsson forstjóri sjóðsins sagði við Morgun- blaðið, að mál hvers hluthafa fyrir sig verði tekið til afgreiðslu þegar að því kæmi. Framkvæmdasjóður lánaði hluthöfum í Arnarflugi sam- tals um 140 milljónir króna til hluta- fjáraukningar fyrir rúmu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.