Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 Ofkæling er algeng dán- arorsök á norðurslóð Andstætt því sem margir halda er ofkæling, en ekki drukkn- un, banamein flestra þeirra sem láta lífið í köldum sjó Veg-na þessara staðreynda og hinna tíðu sjóslysa undanfarið, sneri Morgunblaðið sér til dr. Jóhanns Axelssonar, prófessors í lífeðlis- fræði, en en hann hefur m.a. rannsakað kuldaþol afreksmannsins Guðlaugs Friðþórssonar, og bað hann að segja lesendum blaðsins hvað ofkæling væri, hverjar væru orsakir hennar og afleiðingar og hvernig bregðast skuli við og fer Hvað er ofkæling? Ofkæling (hypothermia) er oft skilgreind þannig að þá sé kjarna- eða iðrahiti, þ.e. hiti djúpt inni í bol, 35°C eða lægri. Sumir telja litla hættu á ferðum þótt líkamshit- inn falli að 35° og vilja miða skil- greiningu ofkælingar við lægra hitastig. Því er til að svara að til- raunir hafa leitt í ljós að við 35°C fer iðurlega að bera á óskýrleika í hugsun manna, sem getur leitt til óheppilegra athafna, torveldað köf- urum að framkvæma krefjandi vinnu og jafnvel torveldað björgun viðkomandi. Við það hitastig fer einnig að bera á minnistapi. Þótt menn hljóti engin varanleg mein af kælingu að 35° þá geta þeir farið sér að voða vegna skertrar dómgreindar eða orðið ófærir um að sjá sér borgið séu þeir einir í óblíðu umhverfi. Því finnst mér rétt að setja hættumörkin við 35°C. Stjórnstöð líkamshita, sem vinn- ur með öllum tiltækum ráðum gegn falli í kjarnahita, verður óvirk hjá flestum fari líkamshiti undir 33°C. Þá fellur kjamahiti hratt í köldu umhverfi. Flestir missa meðvitund þegar hitinn nálgast 30° og fari hann þar undir er mikil hætta á hjartaflökti og dauða. Orsakir oíkælingar Það á auðvitað við um ofkælingu eins og alla sjúkdóma, að bæði for- varnir og meðferð verður þeim mun markvissari eftir því sem við þekkj- um orsakir þeirra og þær lífefna- og lífeðlisfræðilegu breytingar sem sjúkdómseinkennunum valda. Ofkæling getur verið afleiðing minnkaðrar varmamyndunar í líkamanum, eða aukins varmataps til umhverfisins, nema hvort tveggja sé. Einnig geta ýmsir sjúk- dómar og lyf skert stjórn líkams- hita með þeim afleiðingum að kjarnahiti falli að hættumörkum. í útlöndum eru dæmi þess að aldrað fólk deyi úr afleiðingum ofkælingar í heimahúsum. Hér á landi eru or- sakir dauðsfalla af völdum ofkæl- ingar yfirleitt óblíð náttúra og skortur á hlífðarfötum sem dragi úr varmatapi líkamans í köldu um- hverfi. í köldum sjó eða vatni tapast frásögn hans hér á eftir. varmi mjög hratt frá líkamanum nema einangrun hans sé því betri. í fallvötnum og stöðuvötnum hér á landi og í hafinu umhverfis landið nær hitastig sjaldan að hækka svo neinu nemi yfir sumarið. Það er því lífshættulega lágt allan ársins hring og allar líkur á að illa varinn maður örmagnist á 10-20 mínútum. Á landi á ofkæling sér einkum stað að vetrarlagi og er ekki ein- skorðuð við mikið frost, heldur verða slysin oft þó lofthitinn einn gefi ekki tilefni til sérstakrar varúð- ar, en vindur margfaldar kæling- una. Trúlega myndi það draga úr slysahættu ef, auk áætlaðs lofthita, væri reynt að spá um kælingu. Ofkæling á landi á sér yfirleitt mun lengri aðdraganda en í sjó eða vötn- um og veldur um margt öðrum breytingum á líkamsstarfseminni og kallar því á önnur viðbrögð. Ég mun koma að því síðar, en get ekki skilið við orsakir ofkælingar á landi, án þess að brýna alveg sérstaklega fyrir fólki nauðsyn þess að hlúa að höfðinu. Það er nefnilega stað- reynd, sem íslendingar virðast ekki almennt hafa gert sér grein fyrir, að mjög mikill varmi tapast gegnum höfuðið. í 4° frosti t.d. missir heil- brigður, en húfulaus, maður helm- ing þess varma sem fæst við efna- skipti líkamans út um höfuðið og í 15° er varmatapið um óvarið höfuð orðið 70%. Við kælingu má búast við enn meira hlutfallslegu var- matapi gegnum höfuðið. Það er nefnilega þannig að við lághita er dregið mjög úr varmatapi frá húð með æðasamdrætti. Étjórnstöð líkamans sér um að taka útlimi og húð eins vel úr sambandi við stóru blóðrásina og frekast er unnt en heilinn verður að lifa í lengstu lög þannig að höfuðið fær áfram sitt blóð. Þess vegna er mjög líklegt að varmatap frá höfði sé hlutfalls- lega miklu meira við þessar aðstæð- ur og því brýnt að hindra þegar í stað frekara varmatap frá höfði og hálsi. Þetta gleymist því miður oft og vantar algjörlega í margar hand- bækur sem ég hefi lesið. Afleiðingar og einkenni oflkælingar Þegar maður kólnar hratt, eins og gerist í vatni, er algengasta dánarorsökin, eins og ég sagði í upphafi, hjartaflökt. Hjartaflökt (fibrillation) er það kallað þegar frumur hjartavöðvans dragast stjórnlaust saman, þ.e. hver fyrir sig — taktlaust. Þá dælir hjartað litlu sem engu blóðmagni. Heili, nýru og hjartavöðvinn sjálfur fá þá ófullnægjandi súrefni og næringu. Afköst hjartans minnka enn frekar og þessi vítahringur leiðir til dauða á nokkrum mínútum. Sé manneskj- an heit verður dauðinn endanlegur vegna veijaskemmda af völdum súrefnisskorts, nema takist- að stöðva flöktið og endurvekja takt- fastan samdrátt hjartavöðvans í tæka tíð. Ef einstaklingurinn er hins vegar kaldur þá ganga öll efna- skipti mun hægar fyrir sig og vef- irnir þola súrefnisskort án þess að eyðileggjast. Þess vegna er það, að þótt lífeðlisfræðingar deili um margt sem lýtur að meðferð lághita þá er þó samstaða um eitt: Það má aldrei segja kalda manneskju látna. Enginn er með vissu látinn nema hann eða hún reynist látin þrátt fyrir eðlilegan líkamshita. Tekist hefur að lífga kalt fólk sem bar öll einkenni dauða, þ.e. án hjartahljóða, án æðasláttar, án önd- unar, blátt á hörúnd og jafnvel fros- ið að hluta. Þess vegna vil ég undir- strika að enginn er örugglega dá- inn, nema að hann sé bæði heitur og dáinn. Forsendur þess að takast megi að bjarga Iífi þess sem þannig er á sig kominn er að sjálfsögðu skilningur á því sem gerist í líkam- anum við ofkælingu og upphitun. Af hveiju veldur kæling — hjartaflökti? Hér langar mig til að fara nokkr- um orðum um það sem menn telja sig vita um orsakatengsl kulda og flökts. Þegar hjartavöðvinn kólnar, vegna þess að honum berst kælt blóð frá útlimum og húð, minnkar leiðsluhraði rafboða um hjartað vegna þess að rafspenna yfir frumuhimnur í leiðsluvef hjartans fellur. Það veldur einnig því að frumur hjartans verða auðertanleg- ar og einstaka frumur taka að mynda rafboð að eigin frumkvæði. En þetta tvennt, aukarafboð og minnkaður leiðsluhraði stýriboða, veldur óreglu í hjartslætti sem magnast ef kæling heldur áfram og leiðir þá til hjartaflökts. Flökt verður því aðeins læknað að tæki til að afskauta frumur hjartans sé til staðar og kunnátta í meðferð þess fyrir hendi. Kuldaútvíkkun æða Onnur afleiðing kælingar sem allir óttast er æðavíkkun sem flýtir fyrir kólnun hjartans og flökti. Fyrstu viðbrögð líkamans við lækkandi kjarnahita eru að auka varmamyndun og draga úr varma- tapi. Aukinn hraði efnaskipta og skjálfti mynda varma en samdrátt- ur æða sem flytja blóð til húðar og útlima draga úr varmatapi til um- hverfisins. Ef stjórnstöð líkamshita tekst að koma á og halda jafnvægi milli varmamyndunar og taps, þannig að einstaklingur sé í svoköll- uðu varmavægi við umhverfi sitt getur hann haldið velli svo lengi sem það varir. Við rannsókn á kulda- þoli, sem fram fór í Lundúnum, kom í ljós að feitustu og því best einangr- uðu einstaklingarnir gátu náð þann- ig vægi í 10-12°C heitu vatni. Þeg- ar þeir voru fluttir í 5°C varð hins vegar annað uppi á teningnum. Eftir nokkrar mínútur fór kjarna- hiti þeirra að falla, meðvitund og dómgreind dvínaði og það þurfti hröð handtök við að ná þeim upp úr. Lömun sléttra vöðva Það sem þessu olli var, að öllum líkindum, lömun á sléttu vöðva- frumunum sem mynda hringvöðva- lag í viðnámsæðunum. Samdráttar- ástand þessara vöðva ræður þver- máli æðanna o.þ.a.l. blóðflæði um þær. Samdráttur þeirra er ein af mikilvægustu varnaraðgerðunum sem stjórnstöð líkamshita ræður yfir í köldu umhverfi þegar fall í kjarnahita ógnar heilsu og lífi. Ef hringvöðvamir slaka á eða lamast víkka æðamar stjórnlaust (cold vasodilatation), blóð streymir til útlima og húðar, kólnar og berst til baka til hjartans og hraðar kæl- ingu þess með afleiðingum sem okkur eru kunnar. (Þess má geta að ólíkt Bretunum sýndi Guðlaugur Friðþórsson lítil sem engjn mverki um kuldaútvíkkun æða í 5° heitu vatni við allar sömu tilraunaaðstæð- ur.) Öndun Öndun er aukin í fyrstu í tengsl- um við aukinn efnaskiptahraða og varmamyndun. En dugi það ekki til að ná varmavægi og haldi kjarna- hiti áfram að falla kemur fljótt að því að hægja tekur á öndun. Afleið- ingar þess eru m.a. þær að hlut- þrýstingur koltvísýrings hækkar og líkamsvökvar súrna. Það er af mörgum talið auka hættu á hiarta- flökti. Við langvarandi kælingu minnkar einnig blóðmagn líkamans, það þykknar og seigja þess eykst. Dr. Jóhann Axelsson Þetta kann að auka hættu á blóð- tappamyndun. Oft verður bjúg- myndun í lungum og líklega einnig í heila. Loks getur langvarandi kæling valdið alvarlegum truflunum á saltbúskap líkamans, að ekki sé minnst á kal. Allt þetta og eflaust sitt hvað fleira verður að hafa í huga ef vel á að takast með björg- un hrakinna og kaldra. Það sem ber að varast Eins og ég sagði áðan, tapar likaminn varma mjög hratt í vatni. Það skiptir því mestu að ná fólki sem fyrst upp úr köldu vatni, jafn- vel þó það kosti talsvert hnjask. Þetta virðist augljóst en ég nefni það vegna þess að margir leggja nú réttilega ríka áherslu á að fara mjög varlega með kalt fólk. Það er fyrst og fremst vegna þess að þegar hjartavöðvinn kólnar verður hann tímabundið mjög auðertanleg- ur. Hvers kyns hnjask getur þá valdið óreglu í hjartslætti, sem oft leiðir til hjartaflökts og dauða. Því ber ávallt að fara eins varlega með kalda manneskju og frekast er unnt. Stundum heyrist að fyrst skuli fortakslaust fjarlægja blaut föt, en ég held að nær alltaf sé öruggast að bæta þurrum lögum utan á blautu fötin, sérstaklega lagi sem er bæði vind- og vatnsþétt. Rökin fyrir þessari skoðun eru af tvennum toga: í fyrsta lagi þá þarf ekki nema 30 kcal af líkamsvarma til þess að hita 1 lítra af vatni í fötun- um frá 4°-34°C. Hins vegar þarf 580 kcal af líkamsvarma í uppgufun 1 lítra af vatni frá blautri húð — það eru sem sagt 30 á móti 580 kcaloríum. Af þessum sökum einum fínnst mér einsýnt að aldrei megi klæða kalda manneskju úr blautum fötum nema hún sé komin í hlýtt skjól fyrir veðri og vindum og öll bleyta þurrkuð af líkamanum sam- stundis og fötin eru íjarlægð — og jafnvel þótt þessar aðstæður séu fyrir hendi verður að gæta fyllstu varúðar vegna hættunnar á hjarta- flökti, sem ég gat um áðan — en Höfum opnað meiriháttar rýmingarsölu á Snorrabraut 56 (í sama húsi og ÁTVR var), 2. hæð: Skyrtur....................frá kr. 300 Blússur.................frá kr. 500 Pils.........................frákr. 100 Peysur.......................frákr. 200 Sporfskor á alla f jölskylduna .........f rá kr. 100 Herrartimmgallar frákr. 1.500 Krumpugallar .......f rá kr. 2.000 Herraterelynebuxur...kr. 2.000 Stakirjakkar ••••••••••••• kr. 6.990 Jakkaföt.............kr. 9.990 Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00. |.augardaga frá kl. 10.00 til 14.00. SPREIMGIMARKAÐURIIMIM, Snorrabraut 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.