Morgunblaðið - 30.03.1990, Page 7

Morgunblaðið - 30.03.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 7 Rannsóknir íslensks lyíjaíræðings í Danmörku vekja athygli: Bólusetning og insúlín- gjafir með nefiiðun RANNSÓKNIR islensks lyfjafræd- ings, Sveinbjörns Gizurarsonar, á insúlingjöfuin og bólusetningu með hjálp úðunar í nef, hafa vak- ið athygli meðal fagmanna víða um heim. Annars vegar er um að ræða nýja aðferð til bólusetning- ar, sem vonast er til að geti gert bólusetningu m.a. í þróunarlönd- um mun einfaldari og hættu- lausari hvað smit varðar en nú er, og mun Sveinbjörn í haust halda til starfa í Japan í tengslum við bólusetningaraðferðina, sem vonast er til að hægt verði að beita um allan heim í stórum stíl. Hins vegar liefur hann átt þátt í þróun insúlíngjafar fyrir sykur- sjúka, sem gæti haft byltingar- kennd áhrif á líf þeirra. Sveinbjörn, sem er 27 ára, starfar við þróunarstörf hjá lyijafyrirtækinu Novo Nordisk, og mun í vor veija doktorsritgerð í lyflafræði við lyfja- fræðiháskólann í Kaupmannahöfn, „Danmarks farmaceutiske Hoj- skole.“ „Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur stöðvað nokkrar bólu- setningarherferðir í Afríku þar sem talið er að læknar hafi notað sömu nálarnar margsinnis og þannig or- sakað útbreiðslu smita, t.d. á al- næmi,“ sagði Sveinbjörn. „Nefúðun- araðferðin er að þessu leyti örugg- ari, auk þess sem svörun mótefna er kröftugri um nef en undir húð, ef rétt hjálparefni eru notuð,‘sem aftur gæti orðið til minnkunar á framleiðslukostnaði." Hvað insúlíngjöfina varðar sagði Sveinbjörn að þessi nýja aðferð myndi eflaust hafa byltingarkennd áhrif á líf sykursjúkra. „Helst er að nefna að áhrif lyfsins kemur eftir um 10 mínútur, en nú þurfa sjúkling- ar að sprauta sig u.þ.b. 30—45 mínútum fyrir neyslu matar. Einnig verður mikil hagræðing fyrir sjúkl- inga ef þetta getur orðið til þess að sprautun að degi til verður úr sög- unni, ekki síst fyrir gamalmenni og börn á skólaaldri.11 Hann sagði að áður hafi verið reynt að nýta kosti nefúðunar í þessu sambandi, en slíkt hafi ekki tekist fyrr. „Við höfum hins vegar beint sjónum okkar að hjálparefnum sem er blandað við virka efnið til að upptaka lyfsins verði sem skyldi,“ sagði Sveinbjörn ennfremur. Sveinbjörn hefur orðið var við áhuga lyfjafyrirtækja víða um lönd á þessum rannsóknum. „Því er ekki að neita að mér hafa boðist ýmis góð störf. Ég vildi hins vegar ráða því sjálfur á hvaða sviði ég beitti kröftum mínum, og tók því þann kost að þiggja starf hjá National Institute of Health í Japan í 7-10 mánuðij og mun ég fara þangað í haust. Ég vildi hins vegar ekki binda mig erlendis til lengri tíma, þar sem ég tel að á Islandi sé mjög sterkur grundvöllur fyrir þróunarrannsóknir á sviði lyfjafræði, og þar ætla ég mér að starfa í framtíðinni,“ sagði hann ennfremur. Stofnunin í Japan er undir heilbrigðisráðuneytinu þar og hefur eftirlit með öllum smitsjúk- dómum sem þar koma upp, og sagði Sveinbjörn að von þess væri að hægt verði að beita nefúðunarbólu- setningu í stórum mæli um allan heim. Lögum um utan- kjörstaða- atkvæðagreiðslu ekki breytt LOGUM um frest til utankjör- staðaatkvæðagreiðslu í sveitar- sljórnarkosningum verður ekki breytt, og getur utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla hafist 8 vikum fyr- ir kjördag, eins og í alþingiskosn- ingum, þótt framboðsfrestur renni út 4 vikum fyrir kjördag. Samkvæmt þessu getur kosningin hafist á laugardaginn en mun þó varla hefjast fyrr en eftir helgina. Lögunum um alþingiskosningar var breytt 1987, m.a. hvað þetta varðaði, en áður gat utankjörfundar- atkvæðagreiðsla ekki hafist fyrr en framboðsfrestur rann út. Félags- málaráðherra vakti athygli á að þessi mislangi frestur valdið erfiðleikum í sveitarstjórnarkosningum, en í lög- um um sveitarstjórnarkosningar er vísað í lög um alþingiskosningar um frest til framboðs og utankjörstaða- atkvæðagreiðslu. Voru þingflokkar beðnir að skoða hvort ástæða væri til að breyta lög- um um sveitarstjórnarkosningar. Ekki reyndist vera grundvöllur fyrir því, að sögn Berglindar Ásgeirsdótt- ur ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu- neytis og getur kosningin því hafist eftir helgina. Berglind sagði að dagsetningar á framboðsfresti og utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu hefðu verið auglýstar fyrr í þessum mánuði, og þá hefðu félagsmálaráðuneytinu borist at- hugasemdir frá einstaklingum og fyrirspurnir frá sendiráðum, þar sem vakin var athygli á misræminu. Því hefði félagsmálaráðherra tekið málið upp. Sumarvinna unglinga: Skráning- hefst í byrjun apríl AÐ VENJU hefst skráning ungl- inga í sumarvinnu í byrjun apríl hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar. Að sögn Gunnars Helgasonar forstöðu- manns er búist við svipuðum fjölda og á síðasta ári. Að sögn Vilhjálms Sigtryggsonar framkvæmdastjóra Skógræktarfé- lags Reykjavíkur, verða um 400 ungmenni í sumarvinnu hjá félaginu að þessu sinni. Þar af verða ráðnir um 60 unglingar 16 ára og eldri til vinnu í gróðarstöð félagsins og bár- ust um 400 umsóknir í þær stöður. Þá munu um 300 unglingar í ungl- ingavinnu á vegum borgarinnar vinna hjá félaginu og er það svipað- ur fjöldi og á síðasta ári. „Við ráðum auk þess 30 verkstjóra til að stjórna mannskapnum og eru fimm þeirra ráðnir sérstaklega til að sinna skóg- ræktarátakinu í vor,“ sagði Vil- hjálmur. ÞRUflUHIR ronuR! / _ / Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. ' Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. ^ ^ Þessvegnaerþrefaldurpottur /\ - og þreföld ástæða til að vera með! / \ _ Láttu nú ekkert stöðva þig. / Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. ___________-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.