Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 30.03.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 33 Minning: Sigurður Haralz Fæddur 13. apríl 1901 Dáinn 18. mars 1990 Frá bernskuárum mínum á ég margar bjartar og góðar minningar og margra ágætra manna hlýt ég ávallt að minnast með þakklæti. A heimili móður minnar eins og ann- ars staðar var það siður að fagna vel góðum gestum. Sigurði Haralz kynntist ég fyrir 40 árum en þá bjuggu foreldrar mínir á Laugar- nesvegi og var hann að heimsækja leigjanda í húsinu, en spurðist fyrir um leigjandann hjá mömmu en hann var ekki heima. Bauð hún Sigurði til stofu og bar fram kaffi. Minnist ég enn gáfulegra augna hans hvassra og rannsakandi. Það var ekki ástæðulaust að gleðjast yfír þessum gesti fyrirmannlegum og glaðlegum, skemmtilegur, ásjá- legur og viðmótsþýður. Síðan hafa kynni okkar Sigurðar haldist þó svo að hin síðari ár hafi ég ekki getað rækt kunningsskapinn við Sigurð eins og ég hefði óskað vegna mikill- ar vanheilsu foreldra minna sem ég er að reyna að annast á heimili þeirra. Mig hefir brostið þrótt til þess að vinna margt það er ég hef þráð að vinna, og til að taka þátt í mörgu. Sigurður Haralz var lengi sjómaður, einn af sjóhetjunum, at- vinna sjómannsins heldur hinu íslenska þjóðfélagi uppi fjárhags- lega. Sjómennirnir heyja fyrir okkur þrautseigja baráttu, hætta lífi sínu. Afrekum íslenskra sjómanna fyrr og síðar megum við aldrei gleyma. Sigurður Haralz kunni vel að beita penna og sendi frá sér bókina „Hvert er ferðinni heitið?“ 1959. Ber bókin vott um vandaða hugsun og orðfæri sem maður gleymir ekki aftur, skarpa dómgi-eind, óvenju- lega mannþekking. Framburður hans í daglegu tali var hinn kröftug- asti. Sigurður stakk ekki skoðunum sínum undir stól. Það var arðsamt og uppbyggilegt að njóta fræðslu hans, vakti mann til alvarlegrar umhugsunar. Góður Guð lýsi Sigurði Haralz á framtíðarvegi á Paradísarsviðinu. Helgi Vigfusson Sötraðu hægt höfga dropa gættu svefns fyrir sumbli voru þau varnarorð sem Siggi sendi syni mínum og nafna hans á skírnardaginn. í æsku hafði ég lítil kynni af Sigga. Hann var alltaf langt í burtu á siglingu og heyrðist ekki neitt frá honum mánuðum saman. Seinna las ég „Lassaróna" og „Emigranta“ og komst þá að því hvar hann hafði verið á þessum árum. Það fyrsta sem ég man eftir var er Siggi kom upp að Sveinsstöð- um, sumarbústað okkar við Elliða- vatn, og fór með mig út á bát. Hann vildi sýna mér hvernig dug- miklir sjómenn róa og auðvitað braut hann aðra árina. Þetta var tilviljun, hann tók heldur of mikið á og árinni kennir illur ræðari. Ég held líka að allt líf Sigga hafi verið nokkuð tilviljanakennt. Hann var í ' i | >" 4 sveit hjá frændum sínum á unga aldri, sat yfir ám á Valshamri og var um tíma í Hjörsey. Hann hafði fljótt gaman af kvæðum og var fljótur að muna þau. Þau kepptust hann og mamma og hann vann, hafði lært 50 kvæði þegar hún kunni aðeins 49! Hann var fljótt hrifinn af fom- bókmenntum okkar og má ég segja að hann hafi kunnað Sturlungu og íslendingasögumar næstum utan- bókar. Þá kunni hann morð af vísum, bæði innlendum og útlend- um, dáði Fröding mikið. Hann sigldi um öll heimsins höf í tuttugu ár, kynntist þar mörgu, ekki sízt hjá þeim sem minnst mega sín. Aldrei sóttist hann eftir auði en þekking og lífsreynsla sátu í fyrir- rúmi. Þegar ég nú kveð þennan frænda minn, vil ég þakka margar fróðleiks- og gleðistundir. Sveinn K. Sveinsson Guðrún Jónasdóttir frá Litla-Dal - Minning Fædd 22. nóvember 1893 Dáin 23. mars 1990 í dag er til moldar borin Guðrún Jónasdóttir frá Litla-Dal. Hún fædd- ist að Ásum, Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Guðrún var dóttir hjónanna Elínar Ólafsdóttur frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal og Jónasar B. Bjarnasonar frá Þór- ormstungu í sömu sveit. Á þeim árum lá ekki jarðnæði á lausu í Vatnsdal þar sem foreldrar Guðrún- ar hefðu helst viljað búa svo að þau fluttu austur í Svínavatnshrepp vo- rið 1893. Þá um veturinn, þann 22. nóvember, fæddist þeim hjónum dóttirin Guðrún sem kvödd er í dag. Eins og sjá má er vegferð litlu stúlkunnar orðin löng, en lífshlaup hennar var einnig giftusamlegt. Þó bar töluverðan skugga á þau árin sem Guðrún var um þrítugt og fram eftir fertugsaldri. Hún átti við heilsuleysi að stríða og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi árum saman. Æskuár Guðrúnar munu hafa verið góð enda var fjölskyldan samhent. Móðir Guðrúnar var góður fulltrúi húsmæðra í sveitum landsins á fyrstu áratugum aldarinnar. Jónas faðir hennar var greindur maður og félagslyndur. Hafði hann aflað sér meiri menntunar en almennt gerðist um bændasyni þeirra tíma. Stundaði hann nám í Flensborg í Hafnarfirði. Árið 1906 flutti fjölskyldan að Litla- Dal í Svínavatnshrepp og var löngum kennd við þann bæ. Systkini Guðrúnar voru Bjarni, fæddur 1891, lengi kennari, bóndi og ættfræðingur í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatnssýslu, kvæntur Önnu Sigurjónsdóttur; Ólafur bóndi í Litla-Dal, fæddur 21. desember árið 1892, dáinn 1936, kvæntur Hallfríði Björnsdóttur frá Bessastöð- um í Miðfirði. Þriðja í systkinaröð- inni var Guðrún, þá Sigurbjörg, fædd 6. ágúst 1895. Hún var lengst af heima í Litla-Dal eða þangað til Ólafur bróðir hennar dó, en eftir það réðst hún sem ráðskona að Stóru- Giljá í Þingi. Nú dvelst hún á Héraðs- hælinu á Blönduósi. Yngst af systk- inunum varÁsta, fædd 10. júlí 1904. Guðrún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi um tvítugsaldur og eftir það fékkst hún nokkuð við barna- kennslu, en lengst af var aðalatvinna hennar saumaskapur. Árið 1941 flyst Guðrún til Reykjavíkur. Er hún þá komin til sæmilegrar heilsu. Þar búa þær Ásta systir hennar saman í næstum 50 árum. í fyrstu búa þær í leiguíbúðum en árið 1953 ráðast þær í að kaupa íbúð, fyrst í Þver- holti 18 en síðan á Grettisgötu 55. Árin þeirra systra í Reykjavík hafa verið góð. Heimili sitt ráku þær af rausn og myndarskap. Voru þær mjög félagslyndar og höfðu þær gaman af að umgangast fólk. Guð- rún var mjög söngvin, hafði góða söngrödd og spilaði á orgel og kenndi nokkuð að spila á það hljóðfæri. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir. Börn eignaðist Guðrún ekki en bræðrabörnum sínum reyndist hún frábærlega vel og börnum þeirra var hún sem besta amma. Að síðustu get ég þess að Guðrún var heittrúuð og veit ég að hún á góða heimvon. Að lokum vil ég þakka þessari frænku minni alla þá vináttu og tryggð sem hún hefur auðsýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum árin sem við höfum átt sam- an. Elín Ólafsdóttir Þóra Carlsdóttir frá StöðvarGrði - Minning Fædd 20. júní 1898 Dáin 24. mars 1990 I dag verður til moldar borin amma mín, Þóra Carlsdóttir. Hún var fædd og uppalin á Stöðvar- firði. Foreldrar hennar voru Carl Jósep Guðmundsson, kaupmaður á Stöðvarfirði og Petra Jónsdóttir, ljósmóðir. Börn þeirra urðu 10 og komust 6 þeirra til fullorðinsára. Þau voru: Ánna, Andrés, Stefanía, Stefán, Níels og Þóra, einnig 2 fósturdætur Valgerður Lillendal og Guðrún Valdimarsdóttir, er nú aðeins Guðrún á lífi. Þóra ólst upp á annasömu og margmennu heimili, þar sem stunduð var verslun, útgerð og búskapur. Foreldrar hennar voru samhent um að hjálpa þeim sem hjálpar þurftu við í veikindum eða af öðrum ástæðum og var heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og greiðasemi. Amma missti foreldra sína ung, faðir hennar dó af slysförum árið 1923 og móður sína missti hún árið 1929. Þóra giftist Gunnari Emilssyni, rennismið, 12. febrúar 1926. Gunnar afi var fæddur 1. ágúst 1901 að Kvíabekk Ólafsfirði. Amma og afí hófu búskap sinn á Stöðvarfirði. Þau eignuðust tvær dætur, Ernu og Jane Petru. Ema . giftist Ólafi Þorvaldssyni og eiga þau 3 börn, Þorvald, Karl Emil og Gunnþóru. Jane Petra giftist Jóni Þorvaldssyni og eiga þau 5 börn, Gunnar Þór, Theodór Guðjón, Guð- björgu Irmy, Örn Stefán og Rúnar Má. Á Stöðarfirði bjuggu þau í 5 ár, síðan 1 ár á Fáskrúðsfirði, en fluttu svo suður til Keflavíkur árið 1932. Þau byggðu sér hús á Suðurgötu 41 og síðan á Tjarnargötu 28. Gunnar afi vann lengst í Drátt- arbraut Keflavíkur sem rennismið- ur. Hann lést 29. júní 1977. Hafði hann átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Amma var mikil húsmóðir. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík á sínum yngri árum og hafði hún yndi af matreiðslu og hannyrðum. Stundaði hún hann- yrðir eins lengi og sjónin leyfði og liggja eftir hana margar fallegar myndir. Amma bar alla tíð ómælda um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni. Þegar við barnabörnin komum til sögunn- ar varð hún okkur sönn amma, sem alltaf var gott að leita til. Kenndi hún okkur öllum að lesa og var það skylda að mæta í lestrartíma hjá henni. Fyrir góða ástundun fengum við að launum eitthvað góðgæti úr eldhúsinu. Henni fannst nauðsynlegt að við kynnum að lesa áður en skólaganga okkar hófst og alvara lífsins tók við. Á uppvaxtarárum okkar bjuggu amnia og afi á Tjarnargötu 28 og var stutt fyrir okkur barnabörnin að heimasækja þau, bæði ein og eins í hópi kunningja, allir fengu sömu góðu umhyggjuna, hlýju og huggun, ef með þurfti. Makar okk- ar og barnabarnabömin 16 áttu hug hennar allan. Hún fylgdist vel með öllum og ef einhver úr fjöl- skyldunni var erlendis þá var hún alltaf ánægðust að vita af okkur komnum heim aftur heilu og höldnu. Fljótlega eftir lát afa flutti amma til foreldar minna Ernu og Ólafs í Smáratúni 8 og naut hún þar góðrar umönnunar þeirra þau ár sem hún átti ólifuð, en hún lést eftir stutta legu í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Ég hef nú með nokkrum orðum minnist lífshlaups ömmu okkar, Þóru Carlsdóttur, ekki verður því gert skil svo vel sé í þessari grein, svo margt hefur á daga hennar drifið þau 92 ár sem hún lifði. Sú ást og umhyggja sem hún sýndi okkur fjölskyldu sinni lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þorvaldur Ólafsson fyrir steinsteypu. Y«3R«F08AR * .8ÉV> ú- FaíÍ^N' meöfærilegir viöhaldslitlir. tyriiiiggiandi. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.