Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 14
MORGUNBIÍAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 4 PASKA- TILBOÐ PÁSKATILBOÐ Á INNIPLASTMÁLNINGU. BYKO BREIDDINNI BYKO HAFNARFIRÐI 4 1 DAGUR JARDAR22. APRÍL Móðir jörð á undir högg að sælqa Att þú góða hugmynd sem getur nýst henni? Umhverfisvemd skiptir meira máli nú en nokkm sinni íyrr. Ef maðurinn heldur áfram að misnota jörðina mun hann á endanum gera hana óbyggilega. Við þurfum að snúa vöm í sókn - með sameiginlegu átaki. Til þess þarf góðar hugmyndir. Því hefur umhverfismálaráð Reykjavíkurborgar ákveðið að setja á stofn hugmyndabanka vegna „DAGS JARÐAR“, alþjóðlegs umhverfisvemdardags 22. apríl næstkomandi. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum, tillögum og ábendingum um úrbætur sem geta orðið til að bæta umhverfi okkar. Með hugmyndabankanum vill umhverfismálaráð Reykjavíkur kalla á jákvæðar og framsýnar hugmyndir um úrbætur í nánasta umhverfi borgarbúa. Umhverfismálaráð mun fara ítarlega yfir allar tillögur sem skilað verður í hugmyndabankann og hrinda í framkvæmd eftir því sem kostur er og nánar verður ákveðið. Hugmyndum og tillögum skal skila fyrir 22. apríl merktum: Dagur jarðar Hugmyndabanki Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. UMHVERFISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKUR Verðkönnun á drykkjarfÖngum vínveitingahúsa: Allt að 370% verð- munur á sömu tegund drykkjar Meðalhækkun á bjór er 10% umfram hækkanir ÁTVR VERÐKÖNNUN Verðlagsstofhunar hefur leitt í ljós að mikill verð- munur er á drykkjarföngum milli vínvetingahúsa, og reyndist mesti verðmunur á sömu tegund drykkjar vera allt að 370%. Þannig kost- ar t.d. 25 cl glas af gosdrykk 57 krónur þar sem það er ódýrast, en 268 krónur þar sem það er dýrast. Þá kostar flaska af Tuborg bjór minnst 250 krónur en mest 400 krónur. Sem dæmi um verðmun á áfengi má nefna að 25 cl rauðvínsglas kostar 220 krónur þar sem það er ódýrast, en 833 krónur þar sem það er dýrast, þannig að verðmunurinn er 279%. Lægsta verð á tvöföldum vodka í gosdrykk er 340 krónur, en hæsta verð 570 krónur, en það er 68% verðmunur. Alexander kok- teill kostar 350 krónur þar sem hann er ódýrastur en 750 krónur þar sem hann er dýrastur, og er verðmunurinn 114%. Þá kostar 33 cl flaska af Egils gull 245 krónur þar sem hún er ódýrust en 400 krónur þar sem hún er dýrust, og er það 63% verðmunur. Alagning á áfengi í veitingahús- um var gefin frjáls 1. október síðastliðinn. Af því tilefni gerði Verðlagsstofnun verðkönnun á all- mörgum tegundum af áfengi, gos- drykkjum og kaffi í rúmlega 80 veitingahúsum á höfuðborgarsvæð- inu, ísafirði, Akureyri og Egilsstöð- um í lok september s.l. og aðra könnun nú í byijun mars. Sú könn- un leiddi í ljós að meðalhækkun á léttum og sterkum vínum í veitinga- húsum er á bilinu 5-8% umfram þær hækkanir sem orðið hafa hjá ÁTVR síðan álagning var gefin frjáls. Meðalhækkun á bjór er hins vegar um 10% umfram hækkanir hjá ÁTVR. Kaffi hefur að meðaltali hækkað um rúm 10%, en engin hækkun hefur orðið á innkaups- verði þess á tímabilinu. Meðalhækk- un á glasi af gosdrykk er um 5%, en hún er aðeins minni en verð- hækkun frá gosdrykkjaframleið- endum hefur verið. í frétt frá Verðlagsstofnun segir að vissir erfiðleikar séu fólgnir í því að gera verðsamanburð á veit- ingahúsum. Sá kostur hafi verið valinn að kanna verðið á sem flest- um stöðum, bæði ýmiss konar mat- sölustöðum og skemmtistöðum. Þjónusta þeirra sé misgóð, svo og innréttingar og umhverfi. Þessi at- riði geti haft áhrif á verðið, en í könnuninni sé ekki lagt mat á slíkt, heldur sé eingöngu um að ræða kynningu og verðsamanburð á verð- lagi veitingahúsanna. VERÐBREYTINGAR HJÁ VÍNVEITINGAHÚSUM Glas af,) Kaffi meö Tvöf. vodka Hvftvins,) Tuborg gosdrykk ábót fgosdr. glas 33clflaska Verö Veröbr. Verö Verðbr. Verð Verðbr. Verð Verðbr. Verð Verðbr. VEITINGASTAÐIR mars sept-mars mars sept-mars mars sept-mars mars sept-mars mars sept-mars A. Hansen, Hf. 195 (0%) 150 (7%) 490 (14%) 583 (25%) 370 (6%) American Slyle, R.______________57 (0%) 60 (0%)_________________________________________280 (12%) Argentina, R.___________________110_______(-) 145______(-) 475________(-) 686 (-) 385______(-) Asia, R.________________________143 (-) 120 (-) 440 (-) 558 (-) 340 (-) Askur, Suðuriandsbr. 4 R._______131 (20%) 90 (27%) 480 (30%) 698 (16%) 360 (13%) Askur, Suðurlandsbr. 14, R. _ 98 (10%) 70 (0%)______________________________________________________ Á Alþingi, R. __________________100 (20%) 120 (20%) 500________(-) 507 (-)___________________ Arberg.R. 99 (13%) 80 (14%) 290 (16%) Eitt verka Ásgríms Jónssonar sem verða á sýningunni, Flótti. Eldgosa- og flótta- myndir Ásgríms sagnamynd Ásgríms, Sturluhlaup, frá 1899-1900 og Halla með barnið frá 1905 auk málverka úr hinni miklu röð eldgosamynda sem lista- maðurinn vann að á efri árum. Ásamt málverkunum eru sýndar teikningar eða frumdrættir að hin- um stóru myndum. Sýningin stendur til 17. júní og er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl.13.30-16.00 í sal'ni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, hefur verið opnuð sýning á eldgosa- og flóttamyndum eftir Ásgrím. Á henni eru 28 verk, olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. Elstu verkin eru frá því um alda- mót og þau yngstu frá síðustu starfsárum Ásgríms, um 1955, en Ásgrímur lést árið 1958 með 60 ára starfsferil að baki. Meðal verka, sem sýnd eru, má nefna fyrstu þjóð- * * 0 f I I I í i 5 I í € « I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.