Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Litháen — firumkvæði sjálf- stæðismanna ingmenn Sjálfstæði- flokksins með Þorstein Pálsson flokksformann í broddi fylkingar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, þar sem ríkisstjórn Islands er falið að viðurkenna þegar í stað sjálf- stæði Litháens og ríkisstjórn- ina þar sem rétta og lögmæta. Ingi Björn Albertsson annar þingmanna Fijálslynda hægri- flokksins er meðal flutnings- manna en ekki þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum. Vonandi verður framgangur þessarar merku tillögu ekki heftur í þinginu. Eins og fram kom á forsíðu Morgunblaðsins í gær fylgjast Litháar náið með því sem gerist hér á landi og snertir sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þeim er kappsmál að fá stuðning sem flestra svo sem kemur fram í tilmælum þeirra meðal annars til íslands um að hér geti farið fram viðræður milli þeirra og Sovétmanna. Af afstöðu utanríkisráð- herra Svía, Stens Anderssons, til sjálfstæðisyfirlýsingar Lit- háens og tilrauna hans til að réttlæta valdbeitingu Sovét- manna má ráða, að það sé borin von að samstaða náist um stuðning við Litháen á norrænum vettvangi. Ríkis- stjórn íslands telur sig vonandi ekki eiga samleið með sænsku ríkisstjórninni í þessu máli. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, minnti á það í gagn- rýni sinni á sænska utanríkis- ráðherrann, að Andersson hefði síðastliðið haust sagt, að „einungis minnihlutahópur öfgamanna“ vildi aðskilnað Eystrasaltsríkjanna frá Sov- étríkjunum. Þau ummæli minna óþægilega á orð, sem Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, not- aði síðastliðið haust þegar hann ræddi um þá sem beijast fyrir sjálfstæði Eistlands og kallaði þá „mótþróalið“ og tal- aði um „minnihlutahópa sem eru í einhveiju strögli". Nú verður sérstaklega tekið eftir afstöðu Páls Péturssonar, þar sem hann verður formaður sendinefndar á vegum Norður- landaráðs til Sovétríkjanna. Verður hánn andvígur tillögu sjálfstæðismanna um viður- kenningu íslands á fullveldi og ríkisstjórn Litháens? Það er í litlu samræmi við sögulega afstöðu Islendinga til sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- ríkjanna að sérstaklega þurfi að hvetja ríkisstjórn Islands til að viðurkenna þegar í stað sjálfstæði og fullveldi Litháens. Ríkisstjórnin hefði ótilkvödd átt að hafa frumkvæði um þetta. Hún á jafnframt að leggja því lið að hafnar séu samningaviðræður milli ráða- manna í Moskvu og Vilníus, viðræður þar sem sjálfstæði Litháens er viðurkennt. Ráðist á ríkislög-- mann að er jafnan grunnt á of- stæki alþýðubandalags- manna í garð einstakra emb- ættismanna. Þeir hafa til dæm- is oftar en einu sinni haft í hótunum um að reka alla æðstu embættismenn borgar- stjórnar Reykjavíkur fengju þeir til þess afl. í menntamála- ráðuneytinu undir stjórn Svav- ars Gestssonar hefur verið staðið að alls kyns tilfæringum á starfsliði og í fjármálaráðu- neytinu starfar nú hópur manna sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur raðað þannig í kringum sig, að jafnvel flokksbræðrum hans blöskrar. Embætti ríkislögmanns svaraði á hlutlægan hátt fyrir- spurn frá Ijárveitinganefnd Alþingis um málshöfðun á hendur Sturlu Kristjánssyni og ákvörðun þeirra Svavars og Ólafs Ragnars að falla frá áfrýjun málsins til Hæstarétt- ar. Þar gagnrýnir ríkislögmað- ur réttilega þessa ákvörðun ráðherranna og færir fullgild rök fyrir máli sínu. Mennta- málaráðherra telur sig að sjálf- sögðu yfir slíkar rökræður haf- inn og vill láta reka ríkislög- mann og leggja embætti hans niður. Viðbrögð ráðherrans sýna dæmigerðan valdhroka alþýðu- bandalagsmanna. Skyldi þetta vera eina málið, þar sem þeir Ólafur Ragnar og Svavar eru sammála? Christian Roth, forstjóri ÍSAL í viðtali við Morgunblaðið: Ekki deilt um peninga STARFSMENN íslenska álversins í Straumsvík hafa boðað verkfall frá og með miðnætti í kvöld, og þar með munu um 500 af tæplega 600 starfsmönnum ÍSAL fara i verk- fall. Þegar þetta er skrifað (fimmtudag) er fátt sem bendir til þess að verkfalli verði af- stýrt. Starfsmennirnir halda fast við sitt, að krefjast þess að fa framleiðslutengda greiðslu, sem þeir fengu í fyrra, en ÍSAL heldur jafh fast við sitt og segir að greiðslan í fyrra hafi verið ein greiðsla, sem aldrei hafi staðið til að festa í kjarasamningum, nema þá sem fram- leiðni- eðá afkastatengda greiðslu. Christian Roth, forstjóri ISAL er ekki bjartsýnn og seg- ir að ISAL muni ekki lengur una við fjárkúg- unaraðgerðir starfsmanna sinna. Þetta sé ekki lengur spurning um fjárupphæðir, heldur sé hér um algjöra grundvallarreglu að ræða. Roth ræðir hér á eftir við blaðamann Morgun- blaðsins um þær deilur sem fyrirtækið á í við starfsmenn sína, afstöðu ISAL og fleira. Nú hefur því verið haldið fram að harkan í þessari deilu væri hugsanlega orðin jafn mikil og hún er, vegna þess að Aiusuisse gæti vel hugsað sér að til lokunar álversins í Straumsvík komi. ÍSAL hafi í mörg ár reynt að semja við starfsmenn sína um tilfærslur og starfsbreyting- ar, þannig að hægt væri að fækka starfsmönnum og endurskipuleggja reksturinn með aukna hag- kvæmni að markmiði, en árangurslaust. Því sé það Alusuisse ekki ógeðfelld tilhugsun að til lokun- ar komi, og þegar til opnunar komi á nýjan leik, verði hægt að hefja þær skipulagsbreytingar sem fyrirtækið hefur viljað stefna að. Hvað segir þú um þetta? „Þetta er algjör fásinna, sem ég vísa með öllu á bug. Staðreyndin er sú að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur, til þess að forðast lok- un. Fari svo að til lokunar komi, þá verður það einungis vegna þess að verkalýðsfélögin hafa boð- að til verkfalls, ekki við. Abyrgð verkalýðsfélag- anna í þessu máli er algjör. Okkar afstaða er í fuliu samræmi við afstöðu Vinnuveitendasam- bands Islands og við höfum lofað því að samning- ar þeir sem við gerum við starfsmenn okkar, verði í samræmi við þá samninga sem tókust á vinnu- markaðnum 1. febrúar síðastliðinn. Því er með öllu óásættanlegt fyrir okkur að greiða starfs- mönnum okkar 3% launahækkun umfram það sem aðrir á vinnumarkaðnum hafa samið um. Við höf- um unnið mjög náið og vel með Vinnuveitendasam- bandi Islands í þessu máli og okkar afstaða er algjörlega sú sama og VSÍ. Þessi deila er ekki spurning um fjárupphæðir, sem eru jú óverulegar í þessu tilviki, heldur spurning um algjöra grund- vallarreglu, sem við getum í engu hvikað frá.“ ÍSAL tapar um 280 millj- ónum á mánuði komi til lokunar. Meðaldagvinnulaun starfsmanna ISAL 120 þúsund krónur. ÍS AL bauð svipaða upp- hæð o g greidd var í fyrra, gegn ákveðinni fækkun starfsmanna. Tímabundin lokun, eða lokað fyrir fullt og allt? — Komi til lokunar, hvað blasir þá við? Verður um tímabundna lokun að ræða, eða mun Alu- suisse hugleiða að loka verksmiðjunni hér í Straumsvík til frambúðar? „Lokunin yrði einungis tímabundin, það er al- veg öruggt. Á hinn bóginn væri það mjög undir verkalýðsfélögunum komið, til hversu langrar lok- unar kæmi. Það eru þau sem hafa boðað verk- fall, það eru þau sem munu loka verksmiðjunni og það er undir þeim komið að segja okkur hve- nær þau eru reiðubúin að undirbúa opnun á nýjan leik. Málið er þar með algjörlega úr okkar hönd- um. Bara út frá tæknilegum atriðum, þá tæki gangsetning verksmiðjunnar á nýjan leik þijá mánuði, þannig að við erum hér að ræða umtals- verðan tíma.“ Þriðja verkfallshótunin á minna en tveimur árum — Þið hafið ávallt reynt í samningaviðræðum undanfarin ár að semja við starfsmennina um fækkun starfsmanna, þannig að ekki verði ráðið í nýjar stöður að ákveðnu marki. Mynduð þið ekki nýta ykkur þau tækifæri sem gæfust til upp- stokkunar á starfsmannahaldi, ef til lokunar kem- ur á annað borð? „Þó að til verkfalls komi, þá eru starfsmenn ISAL eftir sem áður starfsmenn fyrirtækisins. Við getum ekki sagt upp ráðningarsamningum við starfsmenn, þótt þeir séu í verkfalli og mynd- um ekki bera við að reyna slíkt. Lokun myndi í engu auðvelda okkur að ná fram þessu mark- •miði, um það verður alltaf að semja. Þegar verk- fallinu hefur verið aflýst, þá þarf einfaldlega að hefja samningaviðræður um okkar hugmyndir í þessa veru. Við horfumst nú í augu við þriðju verkfallshót- unina á minna en tveimur árum. Það er afar erf- itt að reka álbræðslu undir slíkum kringumstæð- um. Ég held að við séum eina álbræðslan í Evr- ópu sem á í slíkum stöðugum deilum við starfs- menn sína. Starfsmenn ÍSAL hafa undanfarin 20 ár fært sér í nyt, hversu viðkvæmur rekstur okk- ar er og hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, ef til lokunar kæmi.“ ÍSAL tapar um 280 milljónum á mánuði verði lokað — Hvert yrði tap ÍSAL ef til lokunar kæmi? „Gróflega áætlað, mjög gróflega, þá yrði mán- aðarlegt tap um 7 milljónir svissneskra franka, sem er liðlega 280 milljónir króna.“ — Hver eru meðallaun starfsmanna í álverinu í Straumsvík, og þá á ég við fyrir dagvinnu? „Meðalmánaðarlaun, fyrir 37 stunda vinnuviku hjá starfsmönnum okkar sem eru í verkalýðsfélög- unum eru 120 þúsund krónur. Þar inni í er engin yfirvinna. Ég hygg að launin sem við greiðum starfsmönnum okkar séu meðal þeirra hæstu í landinu, og veit reyndar að svo er. Á hinn bóginn er framleiðni okkar hér í álbræðslunni í Straumsvík afar lág miðað við aðrar álbræðslur í Evrópu. Akveðnir starfsmenn vinna aðeins 2 til 3 tíma á dag Við höfum yfir höfuð mjög gott starfsfólk hér í Straumsvík. Flestir starfsmanna okkar vinna sín störf vel og eru vel menntaðir. Ég tel því engan vafa leika þar á, að við ættum að geta náð umtals- vert betri árangri hér, ef hægt er að bæta ákveðna þætti í starfseminni. En það eru ákveðnir starfs- hópar hjá okkur, sem eiga að vinna sinn átta stunda vinnudag, en vinna einungis 2 til 3 klukku- stundir á vaktinni. Þessir starfsmenn nota svo tímann þar fyrir utan til þess að spila á spil, eða tefla. Þeir starfa raunar samkvæmt eiginlegu kvótakerfi og segja að samkvæmt samningum eigi þeir ekki að gera meira. Þeir eru að gera það sama og þeir gerðu fyrir 20 árum, en á þessu 20 ára tímabili hafa orðið miklar breytingar, þannig að afköst þessara manna gætu verið miklu meiri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Christian Roth forstjóri ISAL á skrifstofu sinni í Straumsvík í gær. Þeir neita hins vegar að vinna meira, og segjast einungis ljúka sínum kvóta. Ég er alveg viss um að svona vinnubrögð eru nánast óþekkt á íslandi, fyrir utan ÍSAL. Við höfum margreynt að fá þessa starfsmenn til þess að gangast inn á breytta starfshætti, en árangurslaust. Við hjá ISAL höfum virkilega lagt okkur í líma við að gera vel við starfsmenn okkar. Við hækkuð- um laun starfsmanna okkar 1. maí í fyrra um 3%, sem var alveg fyrir utan almenna kjarasamninga. Þessi hækkun náði aðeins til starfsmanna ÍSAL. Þann 1. júní sl. og 1. ágúst hækkuðum við launin um 5%, þótt samningur okkar við starfsmennina gerði einungis ráð fyrir 1% launahækkun. Þetta gerðum við að eigin frumkvæði og vildum við með því sýna starfsmönnunum í verki, að ekki sé endilega nauðsynlegt að beijast af hörku fyrir öllum kjarabótum, heldur sé einnig hægt ■ að ná þeim í friði og spekt. Auk þess höfum við greitt verkamönnum okkar 0,5% launahækkun vegna samkomulags við þá um að þeir hætti kaffihléum. Þeir fá nú greitt samkvæmt því, en engin kaffi- hlé hafa verið lögð niður. Þá höfum við á allan hátt reynt að koma til móts við starfsmenn okk- ar, hvað varðar félagslega þjónustu. Hér er nú verkstæði, þar sem þeir vinna sem af heilsufars- ástæðum geta ekki lengur gegnt fyrri störfum, við erum með sérstakt prógramm í gangi, til þess að aðstoða þá sem vilja fara snemma á eftirlaun | og svo mætti lengi telja.“ Lá alltaf fyrir að væri eingreiðsla — Nú hefur styrrinn undanfarið staðið um það sem þið túlkið sem eingreiðslu, frá því í kjarasamn- ingnum í september í fyrra, en verkalýðsfélögin segja aftur á móti að ef slík greiðsla komi ekki til á þessu ári, þá séu þau ekki að framlengja samn- inginn frá því í fyrra, með ASÍ-VSÍ viðbótinni, heldur að semja um það að lækka í launum, sem aldrei hafi staðið til. Hvað segir þú um þetta sjón- armið? „Þetta samkomulag hljóðaði upp á eingreiðslur að upphæð 45 þúsund krónur, í tveimur þrepum. Þessi greiðsla var bundin því skilyrði að afkoman á sl. ári yrði frábær, sem hún varð, sem betur fer. Ég bendi á að í ISAL-tíðindum í nóvember í fyrra, fjallaði ég um samningana sem tókust við starfsmennina í september í fyrra. Þar sagði ég m.a.: „I nýgerðum sanmingum var samið um ein- greiðslu í tveimur þrepum. Fyrirtækinu var það kleift vegna þess að árið 1989 var einstaklega gott. Slíkra ára getum við ekki vænst nema með nokkrum hléum. Fyrirtækið er tilbúið til að um- buna starfsmönnum sérstaklega fyrir sérstakan árangur, þegar hann er kominn í ljós. Slíkar ákvarðanir verður að sjálfsögðu að taka þegar árið er að líða, en ekki í upphafi þess. “ Hagnaður okkar í fyrra var 1,5 milljarður króna og og við vildum að starfsmenn okkar nytu góðr- ar útkomu ÍSAL. Það var skýrt tekið fram, strax í upphafi, að hér væri um eingreiðslu að ræða í þakklætisskyni til starfsmanna okkar, jafnframt því sem við vildum að þeir vissu af því að við erum fúsir til slíkra greiðslna þegar mjög vel árar hjá okkur. En það var alltaf ófrávíkjanleg afstaða okkar að þetta væri tengt afkomu ársins og fram- leiðni. Til samanburðar get ég sagt þér að systurfyrir- tæki okkar í Essen í Þýskaiandi náði einnig mjög góðum árangri og meiri hagnaði en við á síðasta ári, vegna þess hve heimsmarkaðsverð á áii var hátt og sú verksmiðja greiddi svipaða eingreiðslu til starfsmanna sinna, en aðeins 18 þúsund krón- ur, samanborið við 45 þúsund krónur hjá okkur.“ Taprekstur blasir við á þessu ári — Hveijar eru horfurnar nú? Getur ekki allt eins komið til að árið í ár verði jafngott og þið getið þvj greitt slíka framleiðnitengda greiðslu á þessu ári? „Það eru nú litlar líkur á því. Verð á áli hefur fallið mikið og við horfumst líklega í augu við taprekstur á þessu ári. Þrátt fyrir það, krefjast starfsmennirnir þessarar greiðslu í ár. Staða þeirra er raunar mun betri en þeir hafa viljað vera Iáta. Því fer fjarri að þeir lækki í launum á milli ára, fái þeir ekki eingreiðsluna, eins og þeir hafa hald- ið fram. Þeir hækka í launum. Þess vegna getum við ekki fallist á að festa eingreiðsluna inni í kjara- samningi, á ári þar sem rekstrartap blasir við okkur. Reyndar finnst mér rétt að greina frá því hér að fyrir tveimur vikum buðum við starfsmönnun- um nánast sömu upphæð og fólgin var í eingreiðsl- unum i fyrra, gegn því að fallist yrði á breytt skipulag hvað varðar starfsmannahald. Við lögð- um til að fallist yrði á að fækka starfsmönnum um 22 á næstunni, þannig að þegar ákveðnir starfsmenn hætta eða fara á eftirlaun, verði ekki ráðið í stöður þeirra. Þetta er breyting sem við viljum koma á í áföngum og án þess að segja nokkrum fastráðnum starfsmanni upp, en verka- lýðsfélögin máttu ekki heyra á þetta minnst. Það er eindregin afstaða okkar, að gera þetta í friði og spekt og grípa ekki til uppsagna. Því gæti það tekið mörg ár að fækka um þessa 22 starfsmenn sem við erum að tala um, ef enginn segir upp eða fer á eftirlaun. Ég á mjög bágt með að skilja þessa hörku í afstöðu verkalýðsfélaganna, einkum og sér í lagi, þar sem ég hygg að margir starfs- manna álversins séu okkur sammála um nauðsyn breytinganna." Sættum okkur ekki lengur við Qárkúgunaraðferðir — Þessar stöðugu deilur á milli ÍSAL og starfs- manna fyrirtækisins, eru þær stjórnendum þess ekki mikið áhyggjuefni? „Auðvitað eru þær okkur mikið áhyggjuefni. Ég sjálfur hef orðið fyrir miklum vonbrigðum, því ég tel að samband starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins á síðastliðnu ári hafi stórbatnað. En svona fjárkúgunaraðferðir starfsmannanna, sem þeir hafa raunar komist upp með undanfarin 20 ár, hljóta að eitra út frá sér og spilla því góða andrúmslofti sem hefur verið að skapast hér. Það verður einfaldlega ekki unað við þetta ástand leng- ur. Við erum komin að þeim tímapunkti að við sættum okkur ekki lengur við þvingunaraðgerðir, fjárkúgun og þrýsting á fyrirtækið. Það er útilok- að að reka fyrirtækið áfram við slíkar aðstæður. ■Ðkkar boðskapur til viðsemjenda okkar er ein- faldlega þessi: Við höfum komið fram af fullri sanngirni við ykkur. Þið verðið að gera ykkur ljóst að öll ábyrgðin af áframhaldinu er á ykkar herðum og við getum ekki gefið frekar eftir, en við höfum þegar gert.“ Sjái þeir ekki að sér, skellur verkfallið á — Ertu þeirrar skoðunar að verkfallið skelli á á miðnætti föstudagskvöldsins, eða getur eitthvað gerst, sem leysir þessa deilu? Hvað segir þú til dæmis um möguleikann á íhlutun stjórnvalda með lagasetningu, sem banni verkföll? „í sannleika sagt, þá veit ég það ekki, en ef verkalýðsfélögin sjá ekki að sér, þá tel ég það óumflýjanlegt að verkfallið skelli á. Hvað lagasetn- ingu varðar, er ekki í mínum verkahring að dæma um, en ég persónulega tel að slíkt myndi ekki hjálpa okkur mikið, því þegar slíkt hefur gerst, þá hafa starfsmenn okkar einfaldlega gripið til hægagangsaðgerða og ekkert bendir til þess að þeir myndu ekki einnig gera slíkt nú.“ — Eitt af því sem slúðrað hefur verið um að undanförnu, er að harkan í ykkar afstöðu nú, sé jafn mikil og raun ber vitni, þar sem þið teljið ykkur geta fælt Atlantalhópinn frá því að ákveða að staðsetja nýtt álver í Straumsvík. Hvað segir þú um slíkar vangaveltur? „Þetta er algjör firra — algjör fjarstæða. Ef Atlantal ákveður að velja Straumsvík, þá bjóðum við þá hjartanlega velkomna og hugsum gott til nábýlis og samstarfs við þá. Það er enginn fótur fyrir þessu og ég veit að sömu sögu er að segja af afstöðu Alusuisse." Viðtal Agnes Bragadóttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á fundi á Keflavíkurflugvelli: Tel að verktakastarfeemin eigi að vera óbreytt í meginatriðum Keflavík. Gestir á fundinum um verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Morgunbiaðið/Bjorn Biondai STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sagði á hádegis- verðarfundi í Keflavík fyrir nokkru að hann teldi að við þær aðstæður sem nú ríktu ætti verktakastarfsemin á Keflavíkur- flugvelli að vera óbreytt í megin- atriðum. Forsætisráðherra sagði að menn mættu samt ekki verða katólskari en páfinn í þessum efn- um og það gæti verið æskilegt að Suðurnesjamenn eignuðust hlutdeild í íslenskum aðaiverk- tökum. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, Páll Jóns- son sparisjóðssljóri í Keflavík og Gunnar Birgisson formaður Verk- takasambands íslands voru ræðu- menn á fúndinum sem fram fór á Glóðinni. Byggðarlagsnefnd JC- Suðurnesja stóð að fundinum sem var vel sóttur og komust færri að en vildu. Páll Jónsson sparisjóðsstjóri fjall- aði um upphaf og forsendur íslenskr- ar verktöku á Keflavíkurflugvelli og vildi að engar breytingar yrðu gerð- ar á núverandi fyrirkomulagi. Páll sagði að íslensk stjórnvöld hefðu átt frumkvæðið að stofnun samtaka sem gætu unnið að framkvæmdum fyrir varnarliðið og með það fyrir augum að takmarka umsvif bandarískra verktaka í landinu. Páll sagði að verktakafyrirtæki á Keflavíkurflug- velli væru með traustustu og örug- gustu skattgreiðendum ríkis og sveitarfélaga - og hefðu íslenskir aðalverktakar og undirverktakar þeirra ásamt Keflavíkurverktökum greitt á árinu 1989 48,4 milljónir króna á mánuði í opinber gjöld. Auk þess hefðu þessi fyrirtæki skilað vegna staðgreiðslu skatta 314,9 milljónum króna á árinu 1989. Velta ÍAV hefði verið 2,7 milljarðar kr. 1988 og 3,0 milljarðar kr. 1989. Velta KV hefði numið 1,3 milljörðum á síðustu tveim árum. Vinnulaun sem þessi fyrirtæki hefðu greitt á sl. ári hefðu numið 1.348,5 milljón- um kr. eða 112,4 milljónum á mán- uði. Auk þess upplýsti Páll að á árun- um 1988 og 1989 hefði ÍAV skilað bönkum 99,4 milljónum banda- ríkjadalaog KV 26,2 milljónum dala. Páll sagði að Suðurnesjamenn óttuðust hugmyndir Þorsteins Páls- sonar formanns Sjálfstæðisflokksins sem hefði gengið lengst í tillögum um breytingar á núverandi kerfi. Hann hefði lýst þeirri skoðun sinni að bjóða ætti framkvæmdir út á al- mennum markaði, eins og aðrar framkvæmdir. Ekki drægi úr ótta Suðurnesjamanna að nú væri for- stjóri Hagvirkis í 1. sæti á lista sjálf- stæðismanna í Hgfnarfirði og í Kópavogi á sama lista væri kominn Gunnar Birgisson formaður Verk- takasambands íslands. Þá sagði Páll að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefði marglýst því yfir að hann vildi að ríkið eignaðist meirihluta í íslenskum aðalverktök- um. Hann vildi að ríkið keypti 27% af sameigendum og eignaðist þannig 52% í Aðalverktökum. Suðurnesja- menn litu svo á, að ummæli utanrík- isráðherra yrðu ekki skilin á annan veg en þann, að hann vildi ná meiri- hlutaaðstöðu i íslenskum aðalverk- tökum til þess að geta breytt skipu- lagi þessara framkvæmda. Pólitísk afekipti gætu skaðað Suðurnesjamenn Páll sagði að pólitík hefði hingað til engu ráðið í verktökunni á Keflavíkurflugvelli og pölitísk af- skipti nú gætu e.t.v. stórskaðað Suðurnesjamenn - og í öllu falli bentu engin rök til þess að breyting- ar á verktökum eins og um væri rætt yrðu heimamönnum til góðs. „1.500 atkvæði, sem eiga allt sitt undir núverandi vertöku eru tor- tryggin í dag,“ sagði Páll Jónsson. Suðurnesjamenn fylgdust ekki síður með hugmyndum um undirverktöku og viðhaldsvinnu á Keflavíkurflug- velli, því sá þáttur verktökunnar skiptir okkur miklu máli og þar vilj- um við engar breytingar. I lok ræðu sinnar lagði hann svo til að leitað yrði samninga við ís- lenska aðalverktaka um að þeir tækju að sér án endurgjalds að við- halda Reykjanesbrautinni, en þeir hefðu byggt hana á kostnaðarverði á árunum 1964-65 þegar mikill verk- efnaskortur hefði verið hjá félaginu. Þetta gætu þeir gert með sínum tækjum og búnaði þegar lítið væri >að gera. Með þessu gætu enn fleiri notið ríkidæmis verktakanna, þeir fengju að hagnast áfram, en væru hæstu skattgreiðendurnir og Reykjanesbrautin yrði aftur fær og slysum á henni myndi fækka. Innkaupastoftiun varnarliðsíramkvæmda verði stofnuð Gunnar Birgisson formaður Verk- takasambands íslands sagði að Verktakasambandið teldi að breyta ætti fyrirkomulagi verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli i öllum grundvallaratriðum frá því sem nú væri, en það yrði ekki gert með öðrum hætti en að stjórnvöld afléttu einokun íslenskra aðalverk- taka sem nú hefði staðið í rúma fjóra áratugi. Stefna Verktakasambands- ins væri að bjóða ætti út allar fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins til íslenskra fyrirtækja í opnum útboð- um að undangengnu forvali þegar um stærri og flóknari verkefni væri að ræða. Sambandið teldi þó réttlæt- anlegt að ýmis smærri þjónustuverk- efni yrðu áfram í höndum varnarliðs- ins. Gunnar sagði að Verktakasam- bandið legði til að komið yrði á fót stofnun - „Innkaupastofnun varnar- liðsframkvæmda" (IKV) - til að sjá um öll meginsamskipti milli varnar- liðsins annars vegar og undii-verk- taka hins vegar. Eðlilegt væri, að þessi stofnun yrði í eigu ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Gunn- ar sagði að sér þætti eðlilegt og réttmætt, að sveitarfélög á Suður- nesjum yrðu þá aðilar að hinni nýju stofnun ásamt ríkinu og að hluti af hugsanlegum rekstrarafgangi rynni til sveitarfélaganna sem nokkurs konar endurgreiðsla fyrir þann kostnað sem hlytist af veru varnar- liðsins á svæðinu. Ljóst væri að margir óttuðust að hagsmunum verkafólks og fyrir- tækja á Suðurnesjum yrði stefnt í voða ef framkvæmdir varnarliðsins yrðu boðnar út. Því væri til að svara, að starfsmenn fyrirtækja hér á landi væru ekki eign fyrirtækjanna. Ef nýir verktakar tækju til starfa á Keflavíkurflugvelli væri eins víst að þeir myndu nýta þá starfskrafta sem fyrir væru. Sú fullyrðing ýmissa stjórnmála- manna að einokun fyrirtækis væri besta leiðin til að tryggja atvinnuör- yggi væri ekkert annað en rökleysa. Ólíklegt væri að þeir stjórnmála- menn sem héjdu slíku fram væru reiðubúnir til að tryggja atvinnuör- yggi annarra starfsmanna í verk- takaiðnaði með sama hætti. Langvarandi einokun viðskipta biði ævinlega heim hættum og vekti ávallt spurningar. Það hlyti að vera í þágu vestrænnar samvinnu, að við- skipti við varnarliðið væru hafin yfir allan grun og að íslendingar geti gert sér Ijósa grein fyrir því, hvern- ig hátti efnahagslegum samskiptum okkar og Bandaríkjamanna í tengsl- um við varnarliðið. í þessu sambandi mætti benda á, að fyrirkomulag það sem hér hefði viðgengist, þekktist hvergi í öðrum ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, svo vitað væri. Að lokum sagði Gunnar að gagn- rýnin beindist ekki að íslenskum aðalverktökum og Keflavíkurverk- tökum sem sjálfsagt væru vel rekin fyrirtæki sem hefðu staðið vel að verki í tengslum við framkvæmdir og samninga við varnarliðið. Þau hefðu bæði yfir að ráða hæfum stjórnendum og hefðu á að skipa miklum fjölda af reyndum og góðum starfsmönnum. Gagnrýnin beindist ekki að þessum aðilum, heldur að löngu úreltum forréttindum fyrir- tækjanna. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.