Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 Breytingar á stjórnskipulagi KEA miða að því að ná markviss- ari og skilvirkari yfirstjórnun. Um fækkun er að ræða meðal stjórn- enda og skrifstofufólks auk breyttrar hlutverkaskipan, en til- gangur breytinganna er að skera niður kostnað. Þær breytingar verða gerðar á yfirstjórnun að allar stöður full- trúa kaupfélagsstjóra verða lagðar niður, að starfí aðalfulltrúa undan- skildu. Sigurður Jóhannesson að- - alfulltrúi sér um starfsmannahald og eignaumsjón. Hann ber einnig ábyrgð á rekstri flutningadeilda, þvottahúss og fiskverkunar á Ak- ureyri. Þá er Sigurður einnig stað- gengill kaupfélagsstjóra í forföll- um_ hans. Árni Magnússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri, en hann sér einnig um skrifstofustjórnun. Árni var áður fulltrúi kaupfélagsstjóra á sviði hagmála. Þorkell Pálsson hefur verið ráð- - inn markaðsstjóri, en hann var áður fulltrúi kaupfélagsstjóra á sviði iðnaðar og markaðsmála. Þorkell ber einnig ábyrgð á rekstri Brauðgerðar, Smjörlíkisgerðar og Efnagerðarinnar Flóru. ■ AÐALFUNDUR Kaupmanna- félags Akureyrar verður haldinn á morgun á Hótel KEA og hefst hann kl. 13.30. Á dagskránni eru venjulega aðalfundarstörf, en gestir fundarins verða Guðjón Oddsson formaður Kaupmannasamtaka ís- lands og Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka Islands og munu þeir ræða _ mái samtakanna og svara fyrir- spumum. Þá koma einnig á fundinn þeir Héðinn Emilsson og Sigurður Harðarson fulltrúar frá Vátrygg- ingafélags Islands og kynna nýjan samning við Kaupmannasamtök íslands varðandi tryggingar aðilar- félaga. Starfssvið Þórarins Sveinssonar mjólkursamlagsstjóra og Óla Valdimarssonar sláturhússtjóra verður áfram óbreytt. Auk áðurtalinna breytinga verður starfsfólki á skrifstofum fækkað og taka uppsagnir gildi 1. apríl næstkomandi. Alls fækkar starfsmönnum um sem svarar 27 stöðugildum á skrifstofum og í stjómun. í fréttatilkynningu frá Magnúsi Gauta Gautasyni kaupfé- lagsstjóra vegna skipulagsbreyt- inganna segir að leitast verði við að finna önnur störf fyrir þá sem sagt hefur verið upp. Snjóþotukeppni Morgunblaðið/Rúnar Þór Undanúrslit í þotukeppni, sem skátar í skátafélaginu Klakki á Akureyri efna til í tengslum _við vetrar- íþróttahátíð fara fram þessa dagana. Á þriðjudag var keppt í brekku við íþróttavöll, í fyrradag við Sunnuhlíð og í dag verður keppt í snjóþotuakstri í svokallaðri Jólasveinabrekku við Eikarlund. Þeir krakkar sem hraðast fara keppa til úrslita í Hlíðar- ijalli á morgun, en einnig er keppt í flokki heimatil- búinna sleða og þeir sem frumlegasta sleðann eiga verða verðlaunaðir sérstaklega. Fógeti innsiglaði Fóðurstöðina á Dalvík: Líklegast að loðdýrastofiiinn í Eyjafirði verði skorinn niður FÓÐURSTÖÐIN á Dalvík var innsigluð að loknum vinnudegi í fyrra- dag og var það gert að beiðni bæjarfógetans á Akureyri. Fóðurstöðin var innsigluð vegna fjögurra mánuða vangoldinna opinberra gjalda. Um tuttugu loðdýrabændur eru í Eyjafirði, frá Ólafsfirði í vestri og að Grýtubakkahreppi og Fnjóskadal í austri. Hluti bændanna er fóður- laus í dag, en fóðri var ekið til bænda í fyrradag og eiga sumir þeirra eitthvað af fóðri. Loðdýrabændur halda fúnd í dag þar sem staðan verður rædd og er ekki talið ólíklegt að þar verði tekin ákvörðun um að drepa öll dýrin á svæðinu. Lokun Fóðurstöðvarinnnar kemur á viðkvæmum tíma fyrir bændur, á síðustu vikum hafa dýrin verið pör- uð og minkalæður munu gjóta eftir um það bil mánuð, en þær þola ekki að vera fóðurlausar. Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafirði sagði að Fóðurstöðin hefði verið inn- sigluð vegna vangoldinna opinberra gjalda, menn sínir fylgdust grannt með þessum málum enda væri þeim uppálagt það Iögum samkvæmt. „Þetta eru þau úrræði sem við höf- um, helst vildum við vera lausir við að grípa til þeirra ef unnt væri, og vissulega er þetta algjört neyðarúr- ræði,“ sagði Elías. Hann sagðist ekki hafa heimild til að opna stöðina aftur fyrr en greiðslur hefðu verið gerðar upp. Símon Ellertsson framkvæmda- stjóri Fóðurstöðvarinnar á Dalvík sagði að lögreglan á Dalvík hefði að beiðni bæjarfógetans á Akureyri innsiglað Fóðurstöðina ásamt þrem- Kvennakórinn Lissý úr Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Langholtskirkju á sunnudaginn. ■ KVENNAKÓRINNLissý, sem skipaður er um 60 konum úr kven- féiögum í Þingeyjarsýslu, heldur tónleika í Langholtskirkju, sunnu- daginn 1. apríl kl. 16. A efnis- skránni erj kirkjuleg og veraldleg kórlög eftir ýmsa höfunda og má þar nefna, Handel, Pergolesi, Schubert, Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson og Þorkel Sigur- björnsson. Einsöngvarar með kórnum eru Þuríður Baldursdótt- ir, alt, og Hildur Tryggvadóttir, sópran. Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á píanó og þá fær kórinn til liðs við sig Guðrúnu Sigurðardótt- ur sellóleikara og Ann Toril Lind- stad orgelleikara. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Bóasdóttir. ur fóðurbílum í eigu hennar. Hann sagði stöðina skulda opinber gjöld fyrir síðustu fjóra mánuði og væri þar ekki um stóra upphæð að- ræða.„Ég sagði í síðustu viku, að ef ekkert yrði að gert væri komið að endapuntinum í þessari búgrein og það virðist vera að koma á dag- inn,“ sagði Símon. „Ég átti ekki von á þessu aðgerðum af hálfu opinberra aðila, nú á meðan hið opinbera er að skoða málefni loðdýrabænda." „Nú er svo komið að loðdýra- bændur víðast hvar á landinu svelta, þeir hafa ekki haft fyrir lífsnauðsynj- um fyrir sig og sína og þeir hafa ekki geta greitt fyrir fóður. Með þessum aðgerðum af hálfu hins opin- bera, með því að loka Fóðurstöðinni verða dýrin svelt. Það er búið að para dýrin og minkurinn byrjar að gjóta eftir mánuð. Það er ekki for- svaranlegt að byija á því að svelta mannfólkið og taka síðan til við dýrin sem nú ganga með afkvæmi. Ég held að lengra verði ekki kom- ist,“ sagði Símon. Símon sagði að ekki væri enda- laust hægt að bjóða upp á skammt- ímalausnir, sem sjaldnast hefðu þó náð tilgangi sínum. Nauðsynlegt væri að ábyrgir opinberir aðilar hefðu kjark til að taka ákvörðun, hver svo sem hún yrði, þ.e. hvort leggja ætti búgreinina niður eða ekki. „Ef einhver hefði þor til að taka af skarið held ég að mörgum bóndanum myndi létta. Það er búið að draga lappimar alltof lengi í þess- um máli og sífellt hefur ástandi versnað. Aðgerðirnar nú gagnvart Fóðurstöðinni eru svipaðar og ef bóndi skuldaði opinber gjöld kæmi sýslumaður og innsiglaði hlöðuna þannig að bústofninn fengi ekki fóð- ur.“ Jón Hjaltason formaður Loðdýra- ræktarfélags Eyjafjarðar og loð- dýrabóndi á Ytra-Garðshorni í Svarf- aðardal sagði að lokun Fóðurstöðv- arinnar þýddi að dýrin væru búin að vera og rnargir bændur sem hann hefði haft tal af í gær vildu helst byrja strax á að drepa dýrin, menn vildu ekki láta hafa sig að fíflum öllu lengur. „Áður en menn hófu loðdýrarækt þurftu þeir að ieggja fram vottorð um að búið væri að semja við fóðurstöð um kaup á fóðri og tekin af okkur framleiðsluréttur í öðrum búgreinum ef við snérum okkur að þess'u, en nú er búið að loka á okkur. Ríkið hefur haft okkur að fíflum í nokkur ár, en þessar aðgerðir gegn okkur eru miðstýring af verstu gerð, hið opinbera er kom- ið hringinn í kringum sjálft sig, Stalín hefði eflaust verið upp með sér af svona gjörðum," sagði Jón. Ekkert má út af bera varðandi fóðrun dýranna á þessum tíma, þar sem þau ganga með afkvæmi og sagði Jón að margir bændanna sæju þá einu leið að hefja slátrun dýranna um helgina. Loðdýrabændur ætluðu þó að funda um stöðuna í dag, en Jón sagði alls ekki ólíklegt að á þeim fundi yrði tekin sú ákvörðun að stofninn í Eyjafirði yrði drepinn. „Það sem manni svíður mest er hvað pukrast er með þessi mál, okkur er aldrei sagt neitt hreint úr og með þessum aðgerðum er verið að koma aftan að mönnum," sagði Jón. Hann benti einnig á að samkvæmt'forða- gæslulögum bæri sýslumaður ábyrgð á því að bústofn bænda svelti ekki og taldi að með lokun Fóðurstöðvarinnar væri verið að bijóta þau lög. Menntaskólinn á Akureyri: Fyiirlestui- uiri ljósmyndir LJÓSMYNDARARNIR Ragnar Axelsson, Einar Falur og Páll Stefánsson lialda fyrirlestur á Möðruvöllum á morgun, laugar- dag kl. 14. Það er FÁLMA, Félag áhugaljós- myndara í Menntaskólanum á Ak- ureyri sem stendur að fyrirlestri ljósmyndaranna og er hann haldinn í tengslum við listadaga sem nú standa yfir í skólanum. Fyrirlestur- inn hefst kl. 14 á Möðruvöllum, raungreinahúsi MA, og verður fjall- að um ljósmyndun, mynduppbygg- ingu og sýndar verða skyggnur. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. TKaupfélag Eyfirðinga: Fækkað um 27 stöðugildi starfsfólks í stjórnunar- og skrifstofústörfum Stöður fulltrúa kaupfélagsstjóra lagðar niður BREYTINGAR á stjórnskipulagi Kaupfélags Eyfirðinga taka gildi i um mánaðamótin, en þær hafa í fiir með sér fækkun á meðal stjórn- enda og skrifstofúfólks. Alls fækkar starfsmönnum í skrifstofú- og stjórnunarstörfum um 27 stöðugildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.